Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 75 SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633 Fálkaklettur. Og enn um stund mun hinn fagri fjallahringur Hvalfjarðar Guðmundur Ölafsson Miðsandi - Kveðja Fæddur 25. desember 1907 Dáinn 5. desember 1987 Guðmundur Ólafsson var fæddilr á Miðsandi á Hvalflarðarströnd 25. des- ember 1907, dáinn 5. desember 1987. Faðir Guðmundar var Ólafur, fædd- ur á Kópareykjum í Reykholtsdal 28. maí 1848, Illugason Ásgrímssonar. Illugi, faðir Ólafs, bjó á nokkrum stöðum í Borgarfírði, en lengst af á Kópareykjum. Móðir Ólafs var Gróa Ólafsdóttir frá Hvammi í Skorradal. Ólafur var hraustmenni og góður glímumaður. Hann var bróðir Asgríms og Illuga, sem voru kallaðir Skógarbræður og þekktir um Borgar- §örð fyrir afl og hreysti. Þeir voru því braéðrasynir Guðmundur Ólafsson á Miðsandi og Guðmundur Illugason lögregluþjónn í Reykjavík og síðar sakaskrárritari og hreppstjóri á Sel- tjamamesi. Móðir Guðmundar var Margrét, fædd að Elínarhöfða á Akranesi 25. febrúar 1864, Bjama- dóttir Ingjaldssonar. Móðir Margrét- ar var Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð úr Saurbæ í Dölum. Ólafur, faðir Guðmundar, flutti að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd árið- 1882 og þá frá Hvammi í Skorradal, Á Miðsandi bjó hann síðan til dánar- dægurs. Árið 1904 réðst Margrét til Ólafs og voru þau í sambúð meðan bæði lifðu. Fæðing Guðmundar gekk ekki átakalaust. Móðirin var orðin 43 ára gömul og þetta frumburður hennar. Hún hafði alla sfna tíð unnið erfíðisvinnu og mér var sagt af vandalausum að hún hefði verið af- burðadugleg og ósérhlífín. Hún hefur því ekki verið vel undirbúin fyrir það sem í vændum var. Ólíku er saman að jafna ferðamáta nú og þegar Guð- mundur fæddist, bæði hvað vegi og farkost snertir. Fullyrða má að ekki hefur verið lagt af stað að sækja lækni fyrr en fullreynt var að ekki yrði hjá því komist. Ekki hefur það verið árennilegt að leggja upp í slíkt ferðalag, þótt fleiri en einn vildu leggja þar fram liðsinni sitt. Ólíklegt er annað en að þeim sem næstir stóðu og biðu í ofvæni eftir að hjálp bærist fyndust þeir 16 klukkutímar, sem ferðin tók, lengi að líða. En undrið gerðist, móður og bami var bjargað. Oft hef ég hugsað um það eftir að ég fullorðnaðist, hvílíkt afrek var þama unnið og eins hitt hve lítið hefur verið á það minnst hve Ólafur Finsen var góður fæðingarlæknir. En ég heyrði bæði móður mína og Guðrúnu, föðursystur mína, sem var ljósmóðir á Akranesi, tala um það. Drengurinn óx upp og dafnaði í skjóli foreldra sinna og vann að búi þeirra þegar hann hafði aldur til. Þetta kom sér vel, þar sem þrek þeirra dvinaði er aldur færðist yfir þau. Leik- félagar hans urðu böm á næstu bæjum, sem voru þá á líkum aldri. Guðmundur var einn af stofnendum UMF „Vísis" á Hvalfjarðarströnd, þá 17 ára gamall. Hann vann af fullum krafti 8em áhugasamur félagi að íþrótt- um og menningarmálum, sem ung- mennafélagið hafði á steftiuskrá sinni. Sérstaklega var eftir því tekið hve auðvelt hann átti með að koma hugs- un sinni í ritað mál, og virtist hann jafnvígur á hvort um var að ræða óbúndið eða bundið mál, því hann var ágætlega hagmæltur. í „Stjömunni" blaði ungmennafé- lagsins birtust greinar og ljóð eftir hann. Hér birti ég eitt erindi sem smá sýnishom. Það er úr ljóðinu „Bláu augun“: Röðull reifar Qöllin og roða á tinda slær og blakta blöð á greinum og blíður svalinn hlær. Og tvö við saman sátum á sælli aftanstund við lundinn okkar ljúfa á laufum prýddri grund. Haustið 1929 innritaðist Guð- mundur í Hvftárbakkaskólann og var við nám í tvo vetur og naut þar kennslu ágætra kennara. Guð- mundur var ágætur námsmaður, sérstaklega var honum hugleikið að nema sögu og íslenskt mál. Eitthvað mun hann hafa ort á skólanum, og tók þátt í félagslífi skólasystkina sinna af fullum krafti. Um þetta leyti vann hann að sumrinu við héraðsskólann í Reykholti, sem þá var verið að byggja. Skömmu eftir að Guðmundur var við nám á Hvítárbakka veiktist hann af mænuveiki og varð óvinnu- fær á tímabili. Náði hann sér svo aftur að mestu leyti. Stundaði ýmis störf til sjávar og sveita, þar til hann réðst sem afgreiðslumaður hjá Olíufélaginu hf. í Hvalfírði og þar var hann kominn á sínar æskuslóð- ir. En heima á Miðsandi var nú flestu umtumað og umbylt. Stein- amir þrír sem vom í röð í fjörunni vom horfnir þaðan og enginn lítill drengur mun framar leika sér þar hjá þeim. En söm em Ásaskörð, Steinshlíð og Katlar. Samur er gleðja augu vegfarenda. Þetta allt sem fékk að vera ósnortið bar á hveijum degi fyrir augu Guðmund- ar og gladdi huga hans, eins og þegar hann var lítill drengur. Húsa- lækur mun enn um sinn bera fram í farvegi sínum glópagull og tálgu- steina sömu tegundar og Guðmund- ur nýtti sér til listsköpunar áður fyrr og færði stundum frænda sínum svo hann gæti einnig notið gæða þessarar námu. Eins og lög gera ráð fyrir varð Guðmundur að láta af störfum hjá Olíufélaginu þegar hann var orðinn rúmlega sjötugur, en húsbændur hans vom þá það manneskjulegir að þeir leyfðu honum að vera áfram í herbergi því sem hann hafði. Hafí þeir ævarandi þökk fyrir það. í stjómmálaskoðunum hafði Guðmundur fastmótaðar hugmynd- ir og var ekkert að fela þær. Samvinnumaður var hann af lífí og sál til hinstu stundar. Síst var það í eðli hans að koma sér áfram með því að troða skóinn niður af öðmm. Guðmundur var fríður sýnum, glæsilegur á velli sem ungur mað- ur, hár og beinvaxinn, frekar grannur en þó þrekmikill. Glaðlynd- ur var hann og gamansamur. Hann hafði sérstakan persónuleika og vonandi mun ísland framtíðarinnar eignast marga syni og dætur sem em ekki eins og felldir í sama mót, því þá væri illa farið fyrir íslensku þjóðinni ef múgmennskan réði ríkjum. Nokkuð snemma á síðastliðnu sumri fór að bera á sjúkdómi hjá Guðmundi, sem leiddi til þess að hann varð að leggjast inn á sjúkra- hús og endirinn varð sá að hann beið lægri hlut í baráttunni við hann. Ég kveð frænda minn og þakka honum fyrir samfylgdina. Jón Magnússon BÍLASÝNING MERCURY TOPAZ 1988 Gullfallegur og ríkulega búinn amerískur bíll - nú fáanlegur með framhjóladrifi eða fjórhjóladrifi. MEÐAL RÍKULEGS BÚNAÐAR MERCURY TOPAZ MÁ NEFNA ★ 2,3L vél með beinni innspýtingu * Sjálfskiptingu ★ Vökvastýri * Framhjóladrif eða fjórhjóladrif * Vandað kassettuútvarp með 4 hátölurum * Skvggðar rúður * Rafdrifnar hurðalæsingar * Rafdrifna útispegla * Luxus innréttingu * Með ofangreindum búnaði og mörgu fleira er verðið einstaklega hagstætt: Mercury Topaz GS Kr. 848.000,- m/fjórhjóladrifi Kr. 978.000,- Hagstæð kaup frá Ameríku - Nýr Mercury Topaz
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.