Morgunblaðið - 12.12.1987, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
76
Minning:
Gunnhildur Sif
Gylfadóttir
Fædd 30. ágúst 1967
Dáin 26. nóvember 1987
Föstudaginn 27. nóvember
síðastliðinn barst okkur sú sorglega
fregn að vinkona okkar, Gunnhildur
Sif Gylfadóttir, hefði látist af slys-
förum erlendis þann 26. nóvember.
Það er alltaf erfitt að horfast í
augu við dauðann en þó einkum og
sér í lagi þegar jafn ung og hæfi-
leikarík stúlka er horfin.
Við kynntumst Gunnhildi haustið
1981 er hún kom sem nýr nemandi
í Réttó. Við fyrstu kynni okkar af
henni fundum við strax hve hún
. var einstök. Það var sama hvað hún
lagði stund á, nám, íþróttir eða
vinnu, allt fórst það henni jafn vel
úr hendi.
Gunnhildur leit alltaf á björtu
hliðamar og hreif okkur með sér
með sinni einstöku lífsgieði. Því
kynntumst við einna best sumarið
1982 er við unnum saman í ungl-
ingavinnunni. Það sumar einkennd-
ist af röðum skemmtilegra atvika
og §öri unglingsáranna. Við eydd-
um ófáum stundum í umræður um
lffið og tilveruna og þau vandamál
sem svo oft koma upp á þessum
árum.
Gunnhildur spilaði einnig með
okkur fótbolta í Víking, þar sem
hún átti stóran þátt í uppbyggingu
félagsandans og ekki leið á löngu
þar til hún var orðin einn af lykil-
mönnum liðsins. Sést það best á
árangri hennar $ Kanada þar sem
hún var komin í kanadíska
Ólympíulandsliðið er á að leika í
Seoul árið 1988.
Gunnhildur var frábær persónu-
leiki og fínnst okkur við vera ríkar
að hafa fengið að kynnast henni.
Minningin um þann stutta tíma er
við áttum með henni geymist ávallt
$ hjarta okkar.
Við vottum foreldrum hennar og
systkinum okkar dýpstu samúð.
Megi guð styrkja þau og blessa í
sorg þeirra.
Alda, Hrund og Erla.
Fyrstu árin áttum við Gunnhildur
heima í sama húsi á Tómasar-
haganum. Samgangur var mikill
milli hæða og var það ýmislegt sem
við systkinum brölluðum saman.
Þá mynduðust þau tengsl sem aldr-
ei rofnuðu þótt vegalengdin á milii
yrði sífellt lengri. Nú hefur frænka
mín í sveppahúsinu enn lagt upp í
langferð en samt finnst mér hún
svo nærri.
Fátt er hægt að hugga sig við
utan minningamar um yndislega
stúlku. Gunnhildur var ætíð svo
gefandi og mannbætandi öllum
þeim er henni kynntust, því hún
hafði til að bera alla þá mannkosti
sem eina manneskju geta prýtt.
Nú þegar ég kveð frænku mína,
ljúflinginn Gunnhildi Sif, er hjarta
mitt fyllt ólýsanlegu þakklæti fyrir
allt sem hún gaf mér og ég bið
almættið að taka hana til stn svo
ljós hennar megi áfram skína.
Hjartans Gylfi, Rúrí, Baldur,
Bryndís, Amgunnur, Yrsa Þöll og
Warren, í minningunni er styrkur-
inn og í voninni að ef til vill hittumst
við öll á ný — hinum megin.
Fyrir okkur sem eftir erum mun
Gunnhildur ávallt vera leiðarljós
þess besta og göfugasta sem í okk-
ur býr.
Bubbi
Það má segja að ég hafi þekkt
betur til Gunnhildar en þekkt hana
í raun. Við vorum leikfélagar þegar
við vomm lítil og vorum daglega
samferða í leikskólann. Minning-
amar frá þessu tímabili eru hins-
vegar, eins og gefur að skilja, æði
fátæklegar og óljósar. Atvikin hög-
uðu því svo þannig að fjölskylda
mín fluttist til útlanda þegar ég var
6 ára, og bjuggum við þar næstu
sex árin. En ég fékk alltaf reglu-
lega fréttir af Gunnhildi Sif, þar
sem ^ölskyldur okkar eru miklir
vinir og og því mikið um bréfaskrift-
ir. Er ég var á 13. ári fluttum við
flölskyldan heim og stuttu seinna
kom fjölskyldan hennar Gunnhildar
í heimsókn. Þama hittumst við aft-
ur, fyrrum leikfélagar, og það var
eiginlega búist við því að við mynd-
um taka upp þráðinn þar sem frá
var horfið og stökkva strax út í
sandkassa.
Slíkt gerðist reyndar ekki, en
eftir hálfvandræðaleg samtöl okkar
á milli kom upp úr dúmum að við
áttum sameiginlegt áhugamál,
knattspymu. Var því stungið upp á
því að fara í fótbolta úti í garði.
Þetta fannst mér alveg kjörið.
Þá gæti ég, sem var þá miðlungs-
knattspymumaður á strákamæli-
kvarða, sýnt ótvíræða jrfirburði á
því sviði yfir hið veika kyn, látið
Ijós mitt skína og vakið aðdáun og
hrifningu hennar á leiðinni. En
raunin varð allt önnur.
Þessí litla, mjóa stelpa yfirspilaði
mig gjörsamlega með krafti sínum
og tækni. Ég tapaði leiknum með
miklum mun. litli bróðir minn, sem
var að horfa á, missti allt álit á
stóra bróður sínum, sem tapaði fyr-
ir stelpu. Það er því ekki að neita
að eftir þessa heimsókn átti stúlka
þessi alla mína lotningu.
Heimsóknir fjölskyldnanna á
milli héldu síðan áfram þegar báðar
vom hérlendis. Við Gunnhildur átt-
um annað sameiginlegt áhugamál,
hún spilaði á fiðlu en ég á selló.
Systkini okkar beggja era einnig
hljóðfæraleikarar og vora því þessar
heimsóknir ágætis tilefni allskonar
samspils. Þama hafði ég því fundið
svið sem við gátum spilað saman
án þess að ég væri dæmdur til að
tapa. Gunnhildur var mjög góður
fiðluleikari og músíkölsk eins og
systur hennar. En hvert skipti sem
stungið var upp á að fara í fótbolta
tóku sig allt í einu upp gömul
meiðsl hjá mér, og þannig var forð-
ast fleiri leiki.
Þegar ég hugsa tíl baka er það
greinilegt að þessar heimsóknir
hafi verið emkennandi fyrir Gunn-
hildi Sif. Hún var þessi kraftmikla,
óvenju fjölhæfa stúlka. Að mörgu
leyti mjög sérstök stelpa.
Við voram samferða í leikskól-
ann. •
Þótt ,við hittumst ekki oft eftir
það fann ég að við voram hluti af
lífi hvors annars. Nú getum við
ekki lengur verið samferða hér. Ég
er þakklátur að hafa fengið að njóta
samfylgdar hennar.
Magnús Þorkell Bemharðsson
Yndisleg lítil mannvera gengur
hér um á meðal okkar um tíma og
gerir allt bjartara.
Gunnhildur Sif var kölluð burt
svo ung, svo alltof alltof fljótt.
Hversvegna? Það er engan veginn
hægt að skilja, og það er skamm-
degi.
Við sem höfum fylgst með Gunn-
hildi Sif frá fæðingu höfum glaðst
innilega yfir velgengni hennar í
hveiju sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún virtist eiga svo auðvelt með
allt. Stundaði nám í læknisfræði og
fiðluleik og lék fótbolta í tómstund-
um. Af einhveijum óskiljanlegum
ástæðum var þessi fíngerða stúlka
svo dugleg í fótbolta að hún stefndi
á ólympíuleikana með kvenna-
landsliði Kanada.
Gunnhildur Sif var grönn og
fínlega byggð, hafði hægláta fram-
komu, falleg og elskuleg. Augun
leiftraðu af greind, kærleika og
gáska. Þannig sé ég hana alltaf
fyrir mér.
I þungbæra skammdegismyrkri
er huggun að vita að hún er komin
heim til kærleiksríks föður á himn-
um þar sem hún mun „lifa jólagleði
þá, sem tekur aldrei enda“.
Guð blessi minninguna um hana
og styrki alla ástvini hennar.
Rannveig Sigurbjömsdóttir
Hún Gunnhildur, mín elskulega'
og besta vinkona, er dáin og í dag
fylgjum við henni til grafar.
Það er svo erfítt að sætta sig við
að svona yndisleg stúlka sé tekin
frá okkur. Hún sem stóð sig svo vel
í öllu. Hún átti yndislega ijölskyldu
og bjarta framtíð. Hún var aíltaf
svo lífleg, bjartsýn og tilfinningarík
og fólk dáðist strax að henni eftir
fyrstu kynni.
Frá sex ára aldri voram við
Gunnhildur vinkonur og þó að
stundum væri langt á milli okkar,
þá fannst mér ég fá einhvem styrk
við að hugsa til hennar og hún var
alltaf svo nálægt mér.
Einn besta tíma í lífi mínu áttum
við Gunnhildur saman í Berchtes-
gaden sumarið 1986. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hana þar.
Það era svo margar góðar minn-
ingar sem ég á um hana, sem ég
geymi í hjarta mínu allt mitt líf.
„Tungiið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja."
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.
Mun þar vera margt að sjá
möigu hefurðu sagt mér fra,
þegar þú leiðst um loftin blá
og leizt tfl mín um rifinn skjá.
(Theódóra Thoroddsen)
Elsku Gylfi, Rúrí, Amgunnur,
Bryndís, Baldur, Yrsa Þöll og Warr-
en, Guð gefi ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Sif
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
A skilnaðarstundu leitar hugur-
inn aftur í tímann, og margar góðar
minningar riQast upp.
Engin orð fá lýst söknuði okkar
og ást á Gunnhildi. Minningin um
góða vinkonu lifir.
Við söknum Gunnsu.
Bryndís Eva, Bryndís Ýr,
Gréta, Hrönn, Jenný,
Sigga og Þóra.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gigjustrengur brostið.
Og enn ég veit maigt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar tfl þín alla daga sína.
Skjótt skipast veður í lofti. Láfið
blasti við Gunnhildi og framtíðin
virtíst björt en þegar minnst varir
grípa æðri máttarvöld í taumana.
Orð era fátækleg á svona stundu.
Fregnin um hörmulegt lát Gunn-
hildar var sem reiðarslag. Lífið
virðist svo ósanngjamt er ungt fólk
í blóma lífsins er hrifíð á brott.
Otal spumingar brenna á vöram.
En það er víst ekki okkar að ákveða
mörkin milli lífs og dauða.
Þegar Gunnhildar er minnst birt-
ir upp í hugum okkar og við
minnumst ótal ógleymanlegra
stunda sem við áttum með henni
sumarið 1986, fjarri heimahögum.
Gunnhildur var gædd öllum þeim
eiginleikum sem bestir þykja í fari
manna. Hún var allt í senn, sannur
vinur, gáfuð, einlæg, látlaus og hlý-
leg í framkomu. Það geislaði frá
henni lífshamingju hvar sem hún
fór. Hæfileikar hennar á hinum
ólfku sviðum voru óteljandi og
ósjaldan minnumst við hennar með
sína ástkæra fiðlu sér við hlið.
Þrátt fyrir stutt en góð kynni þá
mun minningin um Gunnhildi lifa í
hjörtum okkar um ókomna framtíð.
Við viljum þakka fyrir allt það sem
hún gaf okkur, það mun verða okk-
ur styrkur í lífsins ólgusjó. Við
trúum því að kraftar hennar og
atorka megi verða nýttir á æðri
stöðum.
Megi góður guð styrkja foreldra
Gunnhildar, systkini og aðra ástvini
í þeirra þungu sorg.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og álíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku smnar tignu fegurð lifír?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífeins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson)
Inga, Ragnhildur og
Jóhanna María.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja elskulega frænku
okkar, Gunnhildi Sif. Við voram
harmi slegin er við fréttum um hið
sviplega slys og að Gunnhildur
væri dáin. Okkar fyrsta hugsun var
hvers vegna hún, sem var svo ung
og efnileg og lífið blasti við, væri
hrifin brott í blóma lífsins frá ást-
vinum sínum. Þó Gunnhildur og
Qölskylda hennar hafi verið búsett
í Kanada undanfarin ár hefur sam-
band þeirra við ættingja og vini
heima á íslandi ætíð verið mikið.
Gunnhildur heillaði alla sem
henni kynntust enda var hún alveg
einstök, alltaf svo glöð og jákvæð
og gat séð eitthvað gott í öllu og
öllum og hefðu margir getað lært
margt af henni. Gunnhildur og unn-
usti hennar Warren vora mjög
samstillt og reyndu að eiga margar
samverastundir með fjölskyldum
sínum og settu það ekki fyrir sig
þó þau þyrftu að ferðast langa leið
til að geta dvalið með þeim í
frístundum.
Gunnhildur stundaði nám í lækn-
isfræði við ACADIA-háskólann og
hafði þar sýnt framúrskarandi
námsárangur og þegið marga styrki
og þar að auki hafði hún fengið
útnefningu fyrir hinum virta
RHODS-styrk þegar hún lést. Einn-
ig spilaði hún á fíðlu og var
konsertmeistari í sinfóníuhljómsveit
ungs fólks í Nova Scotia. Gunn-
hildur var mjög virt og dáð í
háskólanum og til marks um það
vora um þúsund manns viðstaddir
minningarathöfn sem haldin var þar
og er búið að stofna minningarsjóð
við háskólann sem bera mun nafn
hennar og foreldrar hennar munu
hafa umsjón með úthlutun úr. Frá
bemsku hefur Gunnhildur ætíð ver-
ið virkur þátttakandi í íþróttum og
fjölhæf þar sem annars staðar. I
knattspymu náði hún mjög góðum
árangri og var markahæsti leik-
maður ACADIA síðastliðin þijú ár
ásamt því að vera markahæst yfír
allt Austur-Kanada síðustu tvö árin.
Gunnhildur sá árangur sem erfiði
fyrir þann tíma sem hún eyddi í
íþróttir því hún hafði verið valin í
landslið Kanada og lék með því á
sérstakri undanþágu þar sem hún
var Islendingur. Landsliðið tekur
nú þátt í heimsmeistaramótinu sem
haldið er í Taiwan og hlakkaði
Gunnhildur mikið til að fara þang-
að. Hún var einnig í All Stars-liði
Kanada og Nova Scotia. í Kanada
er búið að koma á stofn viðurkenn-
ingu til minningar um hana, sem
veitt verður besta knattspymu-
manni ársins í kvennaknattspymu.
Þrátt fyrir alla þessa atorkusemi
var hún alltaf tilbúin til að gera
öðram greiða með bros á vör og
við munum aldrei gleyma hversu
mikla hlýju, athygli og umhyggju
hún sýndi bömunum okkar. Minn-
ingin um þessa hlýju og yndislegu
frænku mun varðveitast í hjörtum
okkar um ókomna framtíð.
„Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;.
en oróstír deyr aldregi,
heim er sér góðan getur.“
Elsku Rúrí, Gylfi, Amgunnur,
Bryndís, Baldur, Yrsa Þöll og Warr-
en, megi Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Ingibjörg, Nonni og Villa.
Soigin er grima gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum.
Og hvemig ætti það öðruvísi að veta?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur
það rúmað.
(Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran)
Gunnhildur er dáin!
Þegar við heyrðum þessa harma-
fregn um að Gunnhildur elsku
vinkonan okkar væri dáin setti okk-
ar hljóðar. Maður spyr sjálfan sig,
af hveiju hún?
Gunnhildur var innileg og hlýleg
manneskja, full af lífskrafti og
gáska sem geislaði af henni og sem
hún gaf öllum þeim sem hún hitti af.
Hún bar ætíð af í öllu því sem
hún tók sér fyrir hendur, sama á
hvaða sviði það var, enda setti hún
markið hátt. En dauðinn gerir ekki
boð á undan sér og Gunnhildur var
hrifín burt frá ástvinum sínum.
Við trúum þvi að Gunnhildur sé
ætíð á meðal okkar og styrki okkur
og styðji á lífsins braut þar til við
hittumst á ný.
Kæra Gylfi, Þuríður, Amgunnur,
Biyndís, Baldur, Yrsa Þöll og Warr-
en. Við vottum ykkur öllum okkar
Viðtalstími borqarfulltrúa
Siálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins varða tll viðtals f Valhöll,
Háalaitisbraut 1, á laugardögum
frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti
hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgar-
búum boðið að notfæra sér
viðtalstfma þessa.
Laugardaginn 12. desember verða til viðtals Árni Sigfússon, formaður félags-
málaráðs og í stjórn heilbrigðisráðs, Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttis-
nefndar og í stjórn umhverfismálaráðs og ferðamálanefndar Rvk. og Helga
Jóhannsdóttir, í stjórn urrfferðarnefndar og SVR.