Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Ingvar Þorleifsson Akranesi — Minning Fæddur 27. september 1929 Dáinn 4. desember 1987 En einn blíðviðrisdag og af sólríku sumri kvaddi vinur minn og vinnufé- lagi, Ingvar Þorleifsson, sína lífsstund og sína tilvist á jörðu eftir hetjulega baráttu við illskeyttan sjúkdóm. í þessari langvarandi bar- áttu var aðdáanlegt hvað Ingi stóð sig vel, átti mikla rósemi og innri kjark. I hjarta sínu var hann glaður og bjartsýnn — já, svo sannarlega litum við upp til hans strákamir hjá HB & Co. á Akranesi. Ingi í Nesi, en svo var hann oft- ast kallaður, var fæddur 27.9. 1929, á Akranesi, sonur hjónanna Þorleifs Sigurðssonar og Þuríðar Daníels- dóttur. Ólst hann upp í foreldrahús- um ásamt sjö systkinum. í Nesi var margt um manninn og oft þröng á þingi. En samt glatt og gott mannlíf. Eins og gerðist í þá tíð fór Ingi ung- ur að árum að hjálpa til. Eldiviður var af skomum skammti og atvinna stopul. Þeir feðgar tóku töluvert upp af mó sem þeir ýmist seldu eða not- uðu heima fyrir. Jafnframt þessu var verið með smá búskap sem þurfti að heyja fyrir og sinna. Ingi varð snemma ákaflega vel verki farinn, sama nánast á hveiju hann tók og sérlega bamgóður. Ingi var í meðal- lagi hár, grannur og beinvaxinn og samsvaraði sér vel, hreyfíngar allar rösklegar, glaðvær og glettinn og hafði gaman af öllu spaugilegu. Ingi var um tíma sjómaður og beitti línu, en síðar á ævinni keypti hann nýjan vörubíl og keyrði hann af vörubflastöð. Það má með sanni segja að vörubfllinn var alltaf sem nýr, svo vel fór Ingi með alla hluti, hvort sem hann átti þá sjálfur eða aðrir. Snyrtimennska og stundvfsi voni honum í blóð borin. Ég kynntist Inga mjög vel er við störfuðum saman hjá KSB og þar sá hann um afgreiðslu og þjónustu við bændur. Þar naut lipurmennska Inga sín vel. Síðar starfaði hann eins og fram hefur komið hjá HB & Co. á Akranesi. Þar reyndi oft á mann- inn. Við erfíðar aðstæður á sjötta, sjöunda áratugnum var mikið fryst af físki. Húsin nánast troðin út að dyrum og tæknin afar lítil miðað við daginn í dag. En samvalið lið góðra drengja og kvenna kom þessu öllu í verðmæti og nú þegar komið er að þessum krossgötum lífs og dauða þá sér maður hvað margt af þessu úrv- alsfólki er horfíð af sjónarsviðinu. Ingvar var tvíkvæntur og átti hann tvö böm frá fyrra hjónabandi, Guð- mund og Lindu. En frá Djúpavogi fann Ingi góðan lífsförunaut og kvæntist árið 1967 Valdísi Ingi- mundardóttur og átti með henni tvö böm, Inga Má og Þóreyju Sigríði. Það er mikil gæfa að fá að kynn- ast góðu fólki. Með þessum fáu línum vildi ég að leiðariokum þakka Inga öll góðu kynnin og vináttu. Fjöl- skylda mín og ég vottum bömunum og Valdísi okkar innilegustu samúð. Ólafur Elfasson Allur annar veiðibúnaður fyrir kröfuharða veiðimenn Opið til kl. 18.00 í dag. Langholtsvegi 111 \j_y 104 Reykjavik i 687090 ■ áritar nýútkomna skáldsögu sína, GUNNLAÐAR SÖGU, í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. LMÁLS & MENNINGARJ LAUGAVEG118, SlMI 24240
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.