Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 84

Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 84
84 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 fclk í fréttu Robert De Niro er leikari góður og á fjölmarga áhorfendur sem safnast að honum hvar sem hann kemur. Fyrir skömmu ruddist einn þeirra í gegnum þvöguna, smaug framhjá lífvörðunum og stillti sér upp fyrir framan Robert sem var mættur til ónefndrar borgar vegna frumsýningar á „Hinum vamm- lausu". „Herra Niro, herra Niro, munið þér ekki eftir mér?“ spurði áhangandinn. „Ég er þjónninn sem færði yður kampavín í gær, á hótel- inu, munið þér ekki? “ Þegar að var gáð kom í ljós að hér var á ferð Lou Diamond Philips, þekktur fyrir leik sinn í „La Bamba" sem hafði fengið þjónagalla léðan og þannig komist í námunda við goðið sitt. Niro lét f ljós velþóknun sína á uppátækinu og sagði: „Þessi var nokkuð glúrinn. Vel gert drengur minn, vel gert. Þú átt skilið þjórfé fyrir." Lítillátur maður, Robert. LEIKARAR GEORGE MICHAEL Gott er að eiga góða að Hann á góða að hann George Michael, þó hann kunni ef til vill ekki alveg að meta náungakær- leikinn. Hann var að búa sig undir að skreppa til Munchenar í sjónvarps- viðtal, þegar honum bánist þær fréttir að fluginu hefði seinkað og hann kæmist því miður ekki þangað fyrr en næsta dag. Á Hotel Wil- helmina í Munchen beið tökuliðið eftir því að popparinn góðkunni léti sjá sig en fékk að endingu þær frétt- ir að hann kæmist ekki. Þar sem tökuliðið stóð og barmaði sér í af- greiðslu hótelsins, bar þar að velviljaðan gest sem bauðst til að hlaupa í skarðið fyrir George. Hér ,‘war á ferð Mel Brooks, sem var að kynna sína nýjustu mynd „Space- balls" og hafði heyrt í örvæntingar- fullum sjónvarpsmönnum. Þeir tóku honum fegins hendi og drifu hann til sjónvarpsstöðvarinnar þar sem viðtalið var tekið upp í snarhasti. George var að vonum þakklátur fyrir greiðvikni Mels, en bætti við, „ en nú hótar hann að syngja lögin mfn og það líst mér hreint ekki á.“ Svipljótur varð hann George ðfcchael þegar fluginu seinkaði. Robert De Niro kann að meta það sem vel er gert. Lou Diamond þykir til um fleiri leikara en sjálfan sig. EMMA FREUD Koddahjal Freud gamli gæti verið hreykinn af bama-barninu sínu, Emmu Freud, hverrar starfsvettvangur er rúmið, að nóttu til. Þetta má mi- skilja, en það er ekkert við hennar starf sem ekki þolir dagsljósið, því hún er umsjónarkona allsérstæðra sjónvarpsþátta sem kallast „kodda- hjal“. Þar ræðir hún við gesti og gangandi og fara þau samtöl öll fram í gríðarstórri hjónasæng í upptöku- veri breska sjónvarpsins að nóttu til og eru send beint út. Emma segir þetta hina einu sönnu aðferð við að spjalla við fólk, því þar sé fólk lang afslappaðast auk þess sem reikna megi með að áhorfendur horfí á þátt- inn í rúminu. Gestimir mega ráða í hvers konar náttfatnaði þeir eru en ekki er leyfí- legt að koma nakinn fram. Sjálf er Emma í náttfötum sem hefði hæft langafa hennar ágætlega. Að sögn Emmu gengur þátturinn eins og í sögu, gestimir kunna vel að meta nýbreytnina og láta ýmislegt flakka sem þeir hefðu aldrei látið frá sér fara undir venjulegum kringumstæð- um. Meðal þeirra sem hafa hjalað við Emmu er Peter Stringfellow dans- húsaeigandi sem sagðist vera 600 milljón króna virði og játaði að sér fyndist „ömurlegt" ef hann yrði ekki jafn bólfimur um fímmtugt og hann væri nú. Að þessum orðum sögðum Þó að Peter Stringfellow hati reynt að bíta Emmu, var honum fyrírgefið. reyndi hann að bíta Emmu sem vatt sér snarlega undan. Aðrir góðir gest- ir hafa til dæmis verið Jason Connery, sem ræddi um hvað það er erfítt að eiga frægan fóður og klæðskiptingur- inn Divine sem sagði frá því hvað foreldrar eiga bágt með að þola að sonur þeirra klæði sig í kvenmanns- föt. Þá ber að nefna Lemmy, söngv- ara þungarokksveitarinnar Motorhead, sem gerðist æði fjölþreif- inn undir sænginni. En Emma kippir sér ekki upp við svoleiðis smámuni, „hér eru 30 tæknimenn svo ég þarf ekkert að óttast." Emma er eins og áður segir, af- komandi Freuds. Faðir hennar er frægur stjómmálamaður, Sir Cle- ment Freud og móðir hennar, Jill Freud, er leikkona. Emma hefur leik- ið talsvert og hóf ferilinn aðeins 7 ára með því að leika heilaga guðs- móður viðbeinsbrotin. Þá hefur hún einnig verið poppskríbent og leikstýrt í sjónvarpi og leikhúsi. Andstætt kenningum forföðurs síns, þjáist hún ekki af Elektruduld og er raunar alls ókunnug kenningum langafa síns. „Ég veit í raun og veru ekkert um hann en samt er ég ákaf- lega stolt af honum. Ég veit að hann setti fram margar gáfulegar kenning- ar og að þær gjörbyltu sálfræðinni én ég hef ekki hugmynd um hvemig hann fór að því.“ Sigmund Freud væri stoltur af dóttur- sonar- dóttur sinni efhann væri uppi nú á dög- um. AÐPÁUN ARVERÐUR ROBERT PE NIRO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.