Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 88

Morgunblaðið - 12.12.1987, Page 88
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 „ íS^ömunoluv; Cu& bcójx um ekla., SpreUli-fandr r\5aeSiu." # x 'miíá Ást er... skemmtisigling á Karábískahafínu. TM R«0- U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffíriu Þú sérð það sjálf. Það er ekkert að vatnsbyssunni! HÖGNI HREKKVlSI . Alþingi gæti leyst kjaradeilurnar Til Velvakanda. Allar líkur eru á því að kjaradeil- ur verði mjög illvígar, því hinn almenni launþegi lætur ekki lengur bjóða sér að góðærið mikla lendi allt hjá atvinnuvegunum. Launþeg- inn veit að góðærið var blekking. Aðeins þeir sem meira máttu sín juku gróða sinn en aðrir launþegar f landinu gátu bætt sinn hag með aukinni vinnu. Góðærið var aldrei hjá launþegum landsins. Hið háa Alþingi getur Ieyst þann hnút sem illvígar kjaradeilur munu komast í með því að grípa í taumana nú þegar, til dæmis með eftirfarandi eftir að staðgreiðslukerfi skatta kemst á. 1. Að sá sem er með 100 þúsund krónur í tekjur og á að borga um 22 þúsund krónur í skatta borgi um 18 þúsund krónur. 2. Að sá sem er með 80 þúsund krónur í tekjur og á að borgar um 17 þúsund krónur, borgi um 15 þúsund krónur, og svo áfram niður eftir sömu hlutföllum. 3. Að fólk geti hætt vinnu 65 ára (í stað 67 ára) og ellilífeyrir verði greiddur frá 65 ára aldri. Al- þingi getur sett lög um þessi atriði. Ég veit að launþegasam- tök tækju þessu sem kjarabót og verkföll væru ekki lengur á dagskrá ef þessi leið yrði farin. Þetta hefði heldur engin áhrif á verðbólgu, hugsanlega jákvæð. í sambandi við lækkun á starfs- aldri úr 67 ára í 65 ára og greiðslur ellilífeyris til 65 ára fólks væri það réttlætismál að fólk gæti hætt vinnu 65 ára í stað 67 ára. Einnig má á það líta að margir ná ekki 67 ára aldri, íslendingar vinna það mikið og það langan vinnudag að Alþingi ætti að sýna eldra fólki þá virðingu og þakklæti fyrir að hafa byggt upp þetta þjóðfélag með mik- illi vinnu, sumir tala um þrælavinnu’. Kristinn Sigurðsson Man ein- hver eft- ir Graeme? Kæri Velvakandi. Jóna skrifar: Er ég dvaldi í Austurríki fyrir nokkru kynntist ég lítillega skoskri konu sem einnig var gestkomandi þar. Þegar hún komst að því að ég væri frá íslandi ávarpaði hún mig á íslensku, kom það mér mjög skemmtilega á óvart. í ljós kom að kona þessi hafði dvalið á íslandi 1941—1942 og bjó þá ásamt fjölskyldu sinni á Tjamar- götu 22 í Reykjavík. Faðir hennar var háttsettur í breska hemum og dvaldi a.m.k. eitt ár á íslandi og fékk fjölskylda hans að koma og dvelja hjá honum. Þá var kona þessi u.þ.b. tíu eða ellefu ára og átti hún mjög góðar minningar frá íslandi og minntist hún sérstaklega bama á svipuðum aldri sem bjuggu í næstu húsum, þ.e. við Tjamargötu. Einnig dvaldi hún á sveitabæ um sumarið og átti þaðan einnig góðar minningar. Hún bað mig að koma þessu á framfæri á íslandi ef vera kynni að einhver myndi eftir henni og léti frá sér heyra. Hún býr í Skotlandi, upp í sveit í einhverskonar „höll“, þ.e. gömlu ættaróðali. Stórt og mikið skógi vaxið land er í kring og á landar- eigninni er góð laxveiðiá. Hún hét er hún bjó hér: Graeme Dalrymple-Hamilton. En eftir giftingu: Mrs. Graeme Laing Logie House (Near Innvemess) Forres Scotland. GEISLASPILARAR Víkverji skrifar Sitthvað smáskrýtið hefur flotið með í greinaflóðinu um Tjöm- ina og ráðhúsið, bæði í þeim blaðagreinum þar sem andstæðing- ar staðarvalsins hafa ausið úr skálum reiði sinnar og svo í hinum þar sem Davíðsgarpar hafa stokkið galvaskir fram á ritvöllinn uppfullir af heilagri vandlætingu. Oftast er maður samt búinn að heyra það flestallt áður sem hinar stríðandi fylkingar hafa til málanna að leggja, og eins og fyrri daginn er veslings lesandinn að. auki lang- oftast litlu nær, með svo ferlegum hvelli stangast fullyrðingar deiluað- ila á. Þó blöskmðu Víkveija, eins og bréfritaranum hér á staðnum um daginn, „rök“ þau sem einn af ráð- húsmönnunum bar á borð fyrir okkur í einni af þessum rifrildis- greinum. Hann hélt því fram fullum fetum að títtnefnt ráðhús ætti alls ekki eftir að spilla Tjöminni heldur þvert á móti að reynast bjargvættur hennar, því að þegar húsið yrði komið þama í krikann í allri sinni dýrð þá myndu borgaryfírvöld áreiðanlega sjá til þess að þessi spegill miðborgarinnar yrði ekki að forarpytti. Eða með öðrum orðum: Hættið þessu naggi, nöldurskjóðumar ykk- ar, og við munum gefa ykkur tandurhreina Tjöm ilmandi af blómaangan eins og ljúfasti vorþeyr í Paradís. Haldið þessu bölvuðu fjasi aftur á móti áfram og við skulum sjá til þess að þessi Tjörn ykkar verði að þvílíku fúafeni að það verði naumast líft í borginni. XXX Hvers vegna leggja gosdrykkja- framleiðendur ekki orð í belg í umræðunni um umbúðimar frá þeim, heijans álið og plastið, sem nú verður naumast þverfótað fyrir? Óttalega er þetta hljóð þeirra eitt- hvað þunnt. Og hveijum er málið skyldara? Eitthvað verður að taka til bragðs, það er alveg ljóst. Tijábeð- in á Austurvelli vom bókstaflega morandi í þessum ófögnuði þegar Víkveiji þurfti þar um nú síðast: dós við dós mátti heita og höfðu oftar en ekki verið traðkaðar nán- ast flatar, því að það virðist árátta hjá sóðunum að meija ílátin undir fótum sér áður en þeir þeyta þeim (ef svo mætti að orði kveða) fram- aní samborgara sína. Ef til vill er það samt lán í óláni hvemig þessu furðufólki þóknast að umgangast Austurvöll. Þing- mennimir þurfa ekki annað en bregða sér útí glugga til þess að sjá þessa viðurstyggð með eigin augum. Og þar á bæ bíður nú fmm- varp umfjöllunar, ef Víkveija misminnir ekki, sem miðar að því að losa okkur við þessi ósköp eða að bjarga því sem bjargað verður að minnsta kosti. XXX Maðurinn á fréttamyndinni sem var að huga að stjúpunum sínum um daginn norður á Akur- eyri er ekki eini stjúpupabbinn um þessar mundir hér uppi á Fróni. Sá sem stýrir penna Víkveija í dag fékk þessa aufúsugesti uppúr svala- kassanum sínum um svipað leyti. Auk þess er grasið orðið snar- ruglað líka sem vonlegt er. Blettur- inn undir stofuglugga undirritaðs er tekinn að grænka. Tvær vikur til viðbótar af svip- aðri veðurblíðu, og jólasveinninn á eftir að upplifa það þegar hann rennir í hlað með jólagjafimar að mæta húsbóndanum á harðahlaup- um á eftir sláttuvélinni. XXX inn af stjómmálamönnunum okkar, sem er ekki beinlínis fjölmiðlafælinn, var harla ánægður með það í fréttatíma útvarpsins á sunnudaginn var að stjómarherrum skyldi loksins hafa tekist að beija saman fjármálafrumvarpið. Þegar á allt var litið, sagði hann okkur, sýndist frumvarpið þar að auki „viðsættanlegt". Það er svo annað mál hvort ný- yrðið „viðsættanlegt" er alveg eins viðsættanlegt í augum okkar mál- vemdarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.