Morgunblaðið - 12.12.1987, Qupperneq 95
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
95
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
MorgunblaðiÖ/Einar Falur
Hreinn Þorkalsson var sterkur
gegn Þór í gær og skoraði margar
gullfallegar þriggja stiga körfur.
HELGIN
Þrír
leikir í
úrvals-
deildinni
ÞAÐ er ekki mikið um að
vera í íþróttunum hór á landi
um helgina. Hér er það
helsta:
Kfirfubolti
leikir eru á dagskrá í
úrvalsdeildinni í körfubolta.
íg kl. 14.00 eru tveir, annars
vegar viðureign Breiðabliks og
Hauka f Kópavogi og hins vegar
ÍR-inga og Grindvíkinga í Selja-
skóla. Á morgun leika svo KR
og Valur kl. 20.00 í Hagaskóla-
húsinu. í 1. deild kvenna leika
í dag Njarðvík og ÍR. Leikurinn
hefet kl. 14.00 í Njarðvík og f
1. deild karla eigast við HSK
og ÍA, einnig kl. 14.00. Á morg-
un, sunnudag, leika í 1. deild
karla Léttir og Skallagrímur, í
íþróttahúsi Seljaskóla. Leikur-
inn hefet ld. 20.00.
Reykjavíkurmótið í minnibolta
verður haldið í íþróttahúsi
Hagaskóla í dag og á morgun.
Átta liða taka þátt í mótinu,
þijú frá ÍR, þrjú frá KR og tvö
frá Val. Keppni hefst kl. 13.00
í dag og a'sama tíma á morg-
un. Úrslitaleikurinn verður kl.
16.00 á morgun.
Tveir leikir eru í 1. deild kvenna
í dag, báðir í Laugardagshöll.
Fram og KR leika kl. 14.00 og
strax á eftir, kl. 15.15 Víkingar
og Valur. ÍBV og HK leika f 2.
deild karla kl. 13.30 f Eyjum og
f 3. deild karla eru tveir leikir.
Þróttur og ÍH leika í Höllinni
kl. 16.30 og Völsungur fær ÍS
í heimsókn til Húsavíkur. Sá
leikur hefst kl. 14.00. í 2. deild
kvenna leika ÍBK og Þór frá
Akureyri í fþróttahúsinu í
Keflavík. Viðureign þeirra hefst
kl. 14.00. Á m orgun leika
Haukar og Þróttur f 1. deild
kvenna kl. 14.00 í Hafnarfirði
og í 2. deild karla leika Fylldr
og Reynir í Seljaskóla kl. 13.30.
99
Héldum ekki haus“
- sagði Þröstur Guðjónsson, þjálfari Þórs
„VIÐ héldum ekki haus í seinni
hálfleik eftir að hafa leitt í leik-
hléi. Við getum gert mikið
betur, en það var eins og ein-
hver taugaveiklun vœri í lið-
inu,“ sagði Þröstur Guðjóns-
son, þjálfari Þórs, eftir leikinn
gegn IBK í gærkvöldi.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn.
Keflvíkingar höðfu frumkvæðið
framan af en er líða tók á náðu
heimamenn yfirhöndinni og leiddu
með tveimur stigum
Frá í hálíleik.
Reyni Gunnar Þorvarðar-
Eiríkssynt scm, þjálfari ÍBK,
a ureyn hefur messað ær-
lega yfír sínum mönnum í leikhléi
því þeir komu mjög ákveðnir til leiks
í þeim seinni og náðu 10 stiga for-
ystu strax eftir 7 mínútna leik.
Eftir það var aldrei spuming um
hvort liðið mundi sigra.
Hreinn Þorkelsson og Guðjón
Skúlason voru bestir í liði ÍBK.
Hreinn var sérstklaga duglegur við
þriggja stiga körfumar. Þórsliðið
var mjög jafnt og enginn sem skar-
aði framúr. Þórsarar misstu einn
af lykilmönnum sínum, Guðmurid
Bjömsson, útaf vegna meiðsla í
upphafi seinni háleiks og kom það
niður á leik liðsins eftir það.
Staðan Keflavík 8 7 1 652:417 14
Njarðvík 8 7 1 722:574 14
Haukar 7 4 3 496:486 8
Valur 7 4 3 556:479 8
KR 7 4 3 557:513 8
UMFG 7 4 3 529:529 8
ÍR 7 2 5 469:572 4
Þór 8 1 7 623:743 2
UBK 7 0 7 372:591 0
Þór - IBK
72 : 96
íþróttafaöllin á Akureyri, Körfuknatt-
leikur- úrvalsdeiid, föstudaginn 11.
desember 1987.
Gangur ieiksins: 8:4, 16:19, 29:31,
42:40, 44:51, 49:64, 78:89, 72:96.
Stig Þórs: Bjami Össurarson 12,
Eiríkur Sigurðsson 11, Jóhann Sig-
urðsson 11, Bjöm Sveinsson 10,
Konráð Óskarsson 9, Guðmundur
Bjömson 7, Einar Karlsson 6, Jóhann
Héðinsson 6.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 29,
Hreinn Þorkelsson 24, Falur Harðar-
son 9, Sigurður Ingimundarson 9,
Jón Kr. Gíslason 8, Magnús Guð-
finnsson 6, Matti Ó. Stefánsson 5,
Ólafur Gottskáiksson 4, Axel Niku-
lásson 2.
Áhorfendur: 85.
Dómarar: Sigurður Valur Haildórs-
son og Jofaann Dagur Bjömsson og
dæmdu þeir ágætlega.
HANDBOLTI / 2. DEILD
Selfoss lagði Aftureldingu
Tveir leikir fóru fram í 2. deild
karla í handknattleik í gær-
kvöldi. Selfyssingar unnu sigur á
Aftureldingu með 27 mörkum gegn
23 og Njarðvík vann
Frá Armann 23:22.
Sigurói Staðan í hálfleik var
Jónssyn 10-9 fyrir Selfoss.
oss' Selfoss hafði eins
marks forystu í hálfleik, 10:9. Mik-
il barátta var í siðari hálfleik og
jafnræði með liðunum. Afturelding
átti slakan kafla i lok leiksins en
Selfyssingar náðu sér á strik og
tryggðu sigurinn á siðustu fimm
mínútunum. Markahæstur Selfyss-
inga var Hallvarður Sigurðsson með
átta mörk og hjá Aftureldingu Lár-
us Sigvaldason með fimm mörk.
UMFN vann Armann í spennandi
leik í Njarðvíkum, 23:22, eftir að
Armann hafði leitt í hálfleik, 13:10.
HANDBOLTI / U-21 ARS
Tap gegn
Suður-Kóreu
- og ísland hafnaði í 16. sæti
MT
| slenska piltalandsliðið í hand-
knattleik, sem skipað er
leikmönnum 21 árs og jmgir, tap-
aði siðasta leik sfnum í heims-
meistarakeppni þessa aldurs-
flokks í Júgóslavíu í gær.
íslendingar mættu þá Suður-
Kóreumönnum og töpuðu 27:33.
Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir
Suður-Kóreu.
íslenska liðið hafnaði í 16. sæti
keppninnar, eða neðsta sæti.
Unnu einn leik, gegn Norðmönn-
um, en töpuðu sex.
Njarðvíkingar jöfriuðu í fyrsta sinn
í leiknum 16:16 um miðjan seinni
hálfleik og skoruðu sigurmarkið
þegar ein mínúta var eftir.
Heimir Karlsson var markahæstur
Njarðvíkinga með 8 mörk, Pétur
Ingi kom næstur með 5 mörk. Þrá-
inn Ásmundsson var atkvæðamest-
ur Armenninga, skoraði 7 mörk.
Haukur Haraldsson og Haukur Ól-
afsson gerðu 4 mörk hvor.
Staðanf
2. deild
Njarðvfk - Ármann
Afturelding - Selfoss
23:22
23:27
FJ.Mk|a u i T Mörk StlB
ÍBV 8 7 1 0 216: 164 15
HK 8 6 1 1 191:165 13
Grótta 8 4 2 2 224: 208 10
Njarðvík 9 5 0 4 224:220 10
Haukar 9 4 1 4 217: 203 9
Reynir 8 4 0 4 176: 178 8
Selfoss 8 3 1 4 167: 201 7
Ármann 8 2 1 5 167:185 5
Fylkir 8 1 1 6 172: 207 3
Afturelding 8 1 0 7 166: 189 2
HANDKNATTLEIKUR
„Sýnum ekki frá leikjum þegar
auglýsingar eru á gólfinu"
- segir Rúnar Gunnarsson, dagskrágerðarmaður Sjónvarpsins
RÍKISSJÓNVARPIÐ mun
f ramvegis ekki sýna frá
iþróttaviðburöum f fþrótta-
húsum, þar sem auglýsingar
eru límdar á gólf. SJónvarpifi
tilkynnti Handknattleikesam-
bandi fslands frá þessu fyrir
landsleiki íslands og Júgó-
slavfu. HSÍ varö þvf afi fjar-
lægja auglýsingu frá
Samvinnuferðum/Landsýn,
sam hefur varið á miðju gólfi
Laugardalshallarinnar að
undanförnu.
Við vorum búnir að gera samn-
ing við HSÍ um að hafa
auglýsinguna á gólfinu í leikjum
fram til áramóta. Leikjunum gegn
Júgóslövum og Suður-Kóreu-
mönnum. Þeim samningi hefur
verið rift,“ sagði Helgi Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri S/L í
samtali við Morgunblaðið.
„Já, við tilkynntum HSÍ að það
yrði ekki sýnt beint frá leikjunum
gegn Júgóslavíu, ef auglýsingar
væru á gólfi Laugardalshallarinn-
ar. Samkomulag náðist milli
okkar um að auglýsingar yrðu
ekki á gólfinu," sagði Rúnar
Gunnarsson, dagskrágerðarmað-
ur íþrótta hjá Sjónvarpinu og
vitnaði Rúnar í reglugerð þess
efriis, sem Evrópusamband sjón-
varpstöðva hefur sett, að auglýs-
ingar mættu ekki vera á gólfum.
„Auglýsingavillimennskan verður
að taka enda. Flestar þær augiýs-
ingar sem eru á íþróttavöllum, eru
seldar og settar upp sem augiýs-
ingar í sjónvarpi. Það er allt í
lagi að setja upp auglýsingar inn-
an vissra marka. Það er orðið
óþolandi þegar starfsmenn
íþróttahúsa hengja upp auglýs-
ingar eftir eigin geðþótta -
ósmekklegar auglýsingar hér og
þar. Á veggi, í net og á gólf. Það
hefur verið gengið of langt hér á
landi. Margar auglýsingamar
hafa truflandi áhrif á íþróttina.
Oft hefur verið sagt að góð íþrótt
sé gulli betri. Nú er „gullið" byrj-
að að skyggja á íþróttina. Við
erum að taka upp leiki og íþrótta-
atburði númer 1, 2, 3 og 4 til að
sýna þá, en ekki til að sýna aug-
lýsingar sem margar hveijar eru
ósmekklegar. Við óskuðum því
eftir að auglýsingar væru ekki á
gólfínu í leikjunum gegn Jú-
góslövum. Leikjum sem við
keyptum sýningaréttinn á dýrum
dómi,“ sagði Rúnar Gunnarsson.
FOLK
Morgunblaöid/JúUus
VfAir SlgurAsson með bækur sfnar,
íslensk knattspyma 1987 og Arnór —
bestur í Belgíu.
■ SKJALDBORG hefur gefið
út tvær knattspymubækur eftir
Víði Sigurðsson, blaðamann. Ann-
ars vegar er það íslensk knatt-
spyma 1987, sem er dagbók
knattspymunnar 1987 í máli ogfí
myndum. Þessi bókaflokkur hefur
komið út allar götur síðan 1981. í
þessari bók er nýjungar frá fyrri
bókunum eins og stórar litmyndir
af einstökum leikmönnum og viðtöl
við Ian Ross, Amór Guðhjonsen,
Pétur Ormslev, Rúnar Kristinsson \
og leikmenn Leifturs frá Ólafefirði.
Bókin er 160 blaðsíður.
Hins vegar er það bókin Amór —
bestar í Belgíu sem fjallar um
knattspymumanninn snjalla Amór
Guðhjonsen. f bókinni er ferill *
Arnórs sem knattspymumanns
rakinn allt frá frumbemsku á
Húsavík til þeirrar stundar vorið
1987 er hann hampaði æðstu veg-
semdum belgísku knattspymunnar.
Fjöldi mynda piýðir bókina sem er
142 blaðsíður.
I MICHELA Figini frá Sviss
sigraði f gær í brankeppni heims-
bikarkeppnar á skíðum sem haldin
var í Leukerbad f Sviss. Figini fékk
tímann 1:50,52 mínútur, var 0,12
sekúndum á undan austurrfsku
stúlkunni Sigrid Wolf, og 0,39
sekúndum á undan Brigitte Oertli,
sem einnig er frá Sviss. Figini lagði
sig alla fram f keppninni og kom á
þvílíkum hraða f gegnum markið 1
að hún keyrði á girðinguna sem
umlykur marksvæðið. Hún meiddist
þó ekkert og brosti sfnu breiðasta
er hún gekk burt Þetta var í fyrsta
skipti sem þessi braut var notuð í
keppni heimsbikarsins, og er hún
taÚn sú erfiðasta f allri keppninni.
Figini sigraði þrívegis f brankeppni
á síðsta vetri, en sigurinn í gær var
hennar fyrsti í vetur.
BJaml
■ BJARNI Guðmundsson og
félagar hans í vestur þýska hand-
knattleiksliðinu Wanne Eickel eru
komnir hingað til lands f æfinga-
ferð og leika sinn fyrsta leik f dag.
Það verður gegn Valsmönnum og
hefst leikurinn kl. 18.00 í Vals-
húsinu að Hlíðarenda. Liðið mætir
síðan Fram á mánudagskvöldið kl.
20.30 í Laugardalshöll og á mið-
vikudaginn leikur þýska liðið við
FH í Hafnarfirði.
■ UPPSKERUHÁ TÍÐ knatt-
spyrnudeildar Breiðabliks verður
haldin f dag kl. 14.00 f Þinghóls-
skóla. Foreldrar og aðrir velunnarar
félagsins era velkomnir.