Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 7
C 7 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Sölubúð Egils Thorarensens, vestan við Sigtún, var fyrsta húsið sem Kristinn reisti á Selfossi haustið 1919. Hún var um 60 fm að stærð og var aðalverslunarhúsið á Selfossi næstu 27 árin; Egils sjálfs í ellefu ár og kaupfélagsins í 16 ár. Var peningunum skipt í banka, og gerði andvirði þeirra heldur bet- ur en greiða allan kostnað við útförina. Hrakningsróður Á góuþræl 1916 var veður sæmi- legt um morguninn en veðurútlit ekki gott. Þó reru flestir fram á Brúnir, en við hjá Jóni yngra áttum netatrossu vestur í Forum. Þegar við forum að klæða okk- ur, sagði ég félögum mínum draum, sem mig hafði dreymt um nóttina. Mér þótti ég vera staddur úti. Kom þá til min kona austan af Eyrar- bakka, sem ég þekkti. Hún var með bandpijóna og sótti fast að mér og pikkaði mig ákaft með þeim, þó að ég reyndi að forðast hana. Ekki kæmi mér á óvart, þó að þessi róð- ur ætti eftir að verða okkur erfíður. Þó væri ég ekkert smeykur við þetta, því að konan hét Guðbjörg, sem þótti mjöggott nafn í draumi. Þegar vestur kom drógum við trossuna og var þá mjög farið að þyngja sjó, og brátt var komið hörku norðanveður með miklu frosti. Við rétt náðum trossunni inn í skipið með því að róa á flestar árar og jöfnuðum henni um skipið til þess að fá kjölfestu, því fískur var enginn. Þá tókum við að beija á árum heim á leið. En brátt sáum við, að okkur miðaði ekki áfram heldur aftur á bak. Var nú komið stórviðri og ekki um annað að gera en setja upp seglin og sigla eins nærri vindi og tók upp undir land. Sigldum við síðan beitivind með öll segl uppi, sem voru sérlega stór á skipinu. Guðmundur Kristinsson Þetta var svæsnasta sigling, sem ég man nokkru sinni eftir, og kom- um við upp að landinu vestan við Háaleiti. Þar var afturseglið fellt og lensað á framseglinu út í Selvog í þeirri von að ná landi í Nesvör. Undan Nesi voru seglin felld og tekið til áranna. Jón var ókunnur lendingunni og því vissum við ekki fyrr til en skipið stóð utarlega á skeijunum. Það varð okkur til lífs, að alveg var brimlaust. En með pati og bendingum Selvogsmanna í landi tókst okkur að komast til lands og inn í Nesvör og brýndum skipinu. í Nesi var okkur forkunnarvel tekið. Grímheiður, dóttir Páls Grímssonar, stóð þá fyrir heimilinu, tvítug að aldri. Gaf hún okkur sjóð- andi kjötsúpu, sem hressti okkur vel eftir þennan erfiða róður. En þegar minnst varði var barið að dyrum. Var þar kominn sendi- maður austan úr Þorlákshöfn, Hannes Eyjólfsson frá Þurá, síðar bóndi í Hjallakróki. Var hann send- ur af Jóni eldra með alla skó, sem fundust í sjóbúð okkar. Hefði hann talið víst, að við myndum freista lendingar í Selvogi og því sent skóna, svo við gætum gengið aust- ur í Þorlákshöfn. Þegar við höfum hvflzt um stund lögðum við upp frá Nesi gangandi til Þorlákshafnar. Veðrið var enn óbreytt, sand- og snjóbylur með miklu frosti af landnorðri. Við vor- um 14 saman og reyndist gangan okkur mikil þrekraun, og kól suma á eyrum. I góðu veðri er þetta þriggja tíma gangur. En við urðum auðvitað miklu lengur í þessu heift- arveðri og komum heim í kalda sjóbúðina seint um kvöldið. Minntumst við þá draumsins, sem mig hafði dreymt, því sand- stormurinn stakk okkur í andlitið; eins og pijónastungur. Eg sagði það oft síðar, að vitlaus hefði róðurinn verið — vitandi það, að netin voru fisklaus — en þó hefði verið enn vitlausari gangan austur í Þorláks- höfn um kvöldið í náttmyrkri og heiftarveðri í fangið. Þetta veður hélzt óbreytt í tvo daga. Þegar því slotaði gengum við aftur út í Selvog að sækja skipið og rerum því austur í Þorlákshöfn. HLJOMPLÖTUR/KASSETTUR 1. (2) 2. (1) 3. (4) 4. (6) 5. (7) 6. (10) 7. (5) 8. (ný) 9. (9) 10. (ný) 1. (ný) 2. (1) 3. (ný) 4. (2) 5. (3) 6. (7) 7. (5) 8. (a.i.) 9. (8) 10. (ný) Bubbi — Dögun Dirty Dancing - Úr kvikmynd La Bamba - Ur kvikmynd Jólagestir-Ýmsir Rick Astley - Whenever You Need . . . Megas - Loftmynd Lög Jóns Múla - Ýmsir Now 10-Ýmsir Eurythmics - Savage Smellir- Ýmsir Bubbi - Dögun . Dirty Dancing - Ur kvikmynd Megas - Loftmynd A Very Special Christmas - Ýmsir Rick Astley - Whenever Y ou Need... INXS - Kick Eurythmics - Savage ABC - Alphabet City Sting - Nothing Like the Sun Paul McCartney - All the Best Venjul. verð. 899 799 799 899 799 899 899 1099 799 799 1399 1299 1399 1399 1299 1299 1299 1299 1299 1499 Okkar verð. 809 719 719 809 719 809 809 989 719 719 1259 1169 1259 1189 1169 1169 1169 1169 1169 1349 KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI 15% afsláttur á A Verv Special Christmas með ýmsum flytiendum, Okkar verð á plötu og "kas'settu kr. 764,-. Leyft vérð kr. 899,-. DEMANTAR Hringir, hálsmen, eyrnalokkar. Stórkostlegt úrval. Jón Sigmundsson, Skartgripaverslun hf, Laugavegi 5, sími 13383. LEDUR EDA LUX Nýjarsendingarafvestur-þýskum sófasettum, leöurklæddum eða í frábæru Lux-efni. Glxsileg sófasett i hagstæÓu verði. Vinsamlegast vitjið pantana sem fyrst. VALHÚSGOGN Opið laugardag til kl. 18.00. Ármúla 8, sími 82275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.