Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 35

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 35 Nýtt l)ós á söguna Nýju Ijósi var varpað á sögu Blaðamannafélags íslands fyrir fáum árum þegar ýmis skjöl og fundargerðabækur fundust í dánarbúi Jóns Bjamasonar sem var ritari og formaður félagsins um margra ára skeið. Þar var á meðal fundarboð Jóns Ólafsson- ar um stofnun félagsins, afrít af bréfum sem stjórn félagsins hafði sent, inntökubeiðnir í félagið, gömul blaðamannaskírteini og fleira. Á þessari mynd sést sýnishorn af þessum gögnum, þar á meðal blaðamannaskírteini nokkurra þekktra blaðamanna. fréttastíl. Slæmar samgöngur háðu lengi fréttaöflun og áður en loft- skeytin og síminn komu var óhugsandi að vera með nýjar frétt- ir úr fjarlægum stöðum. Arið 1898 var sagt frá því í Þjóðólfi að stofn- að hafi verið Bréfdúfufélagið og eigi það von á bréfdúfum með „Lauru" næst. Tilgangurinn væri að flytja skeyti millum ýmissa staða hér á landi. Engum sögum fer frek- ar af þessu félagi en kannski hafa ritstjórar Reykjavíkurblaðanna staðið að baki því. Fyrsta fréttamynd, sem ég hef rekist á í íslensku blaði, er teiknuð mynd af Friðriki konungi áttunda þar sem hann ávarpar lýðinn af hallarsvölum Amalienborgar eftir að hafa tekið við vöidum 30. janúar 1906. Myndin birtist í ísafold aðeins 17 dögum eftir atburðinn og hefur að sjálfsögðu komið með skipi til landsins. Tekið er fram að myndin sé lánuð frá Politiken. Fyrstu innlendu fréttamyndimar birtust svo í Morgunblaðinu 1913 og voru þær teiknaðar og skomar í linoleum af dönskum manni f Reykjavík, Band að nafni. Voru þær í tengslum við morðmál í Dúkskoti við Vesturgötu. Enginn kunni að gera myndamót af ljósmyndum hér á landi og varð því að fá „klissíumar" frá útlöndum og var það ærið seinlegt að senda fyrst íslenskar myndir utan og fá þær síðan til baka, allt sjóleiðis. Þetta breyttist með tilkomu Ólafs Hvanndals sem stofnaði mynda- mótagerð í Reykjavík 1919. Það þótti þó jafnan dýrt að gera mynda- mót og var það sjaldan gert. Eftir fyrri heimsstyijöld birtust jafnaðar- lega erlendar fréttamyndir í íslensk- um blöðum og hafa þá „klissíumar" fengist fyrir lítinn pening frá út- löndum. Fyrsta íslenska fréttaljós- myndin birtist í Morgunblaðinu 18. júní 1920 og sýndi hún skreyttan veislusal í Iðnó en kvöldið áður höfðu danskir menn í Reykjavfk haldið þar hátfð. Ekki þætti það merkileg fréttamynd nú til dags. Næstu tvo áratugi birtast innlendar fréttaljósmyndir aðeins stöku sinn- um í íslensku dagblöðunum. Nútíminn heldur innreið sína Eftir því sem auglýsingar urðu mikilvægari fyrir tekjuöflun blað- anna fengu þær veglegra rúm í þeim. Þannig voru t.d. forsíður Morgunblaðsins og Vísis eingöngu lagðar undir auglýsingar allt fram í síðari heimsstyijöld en fréttir fengu að dúsa á innsíðum. Lengi var m.a.s. helstu fréttanna í Morg- unblaðinu að leita í smáklausum í svokallaðri dagbók. Sá maður sem endanlega veitti straumum nútímablaðamennsku inn í dagblöðin var Finnbogi Rútur Valdimarsson sem tók við ritstjóm Alþýðublaðsins haustið 1933. Hann hafði þá um árabil verið við nám í helstu borgum Evrópu svo sem Berlín, París og Róm og var fjöl- menntaður og áræðinn. Hann sagði í ávarpi til lesenda Alþýðublaðsins er hann tók við ritstjóm: „Mönnum kemur saman um, að íslenzkum blöðum hafí hingað til verið mjög ábótavant, einkum dag- blöðunum þremur í Reykjavík. Eg skal fúslega játa að það er langt frá því, að Alþýðublaðið hafi verið nokkur undantekning í því efni. Allir sem hafa haft tækifæri til þess að bera saman erlend blöð og íslenzk, eru sammála um það, að þau standist engan samanburð." Og Finnbogi lét ekki sitja við orðin tóm. Hann kom sér upp frétta- samböndum við blaðamenn á helstu stórblöðum í Evrópu og reyndi að auka innlendar fréttir að mun. Þá var gefíð út sérstakt menningarlegt sunnudagsblað og reynt að koma á meiri verkaskiptingu á ritstjóm. Ennfremur stækkaði hann brot blaðsins upp í það sem gerðist með stórblöðum erlendis. Síðast en ekki síst ruddi hann auglýsingum af forsíðu og Iagði hana undir fréttir þar sem blaðið var brotið um á §öl- breyttan og líflegan hátt með stórum fyrirsögnum og yfirleitt var forsíðan með tveimur til þremur myndum. Undir ritsljóm Finnboga Rúts varð Alþýðublaðið stórveldi á íslenskan mælikvarða og mun jafn- vel hafa skákað Morgunblaðinu á þessum árum. Saga af Árna og Finnboga Til gamans verður hér að lokum sögð saga af misjöfnum vinnu- brögðum blaðanna frá því herrans ári 1936. Eins og oft hefur verið riflað upp fórst franska rannsókna- skipið Pourqoui pas í sepWmber þetta ár undan Mýrum og öll áhöfn- in með því nema einn maður. Þetta var stórfrétt, bæði hér heima og erlendis. Samt voru aðeins tvö blöð islensk sem sáu ástæðu til að senda blaðamann á vettvang. Það vom Morgunblaðið og Alþýðublaðið og blaðamennimir vom Ámi óla, fyrsti blaðamaðurinn, og Finnbogi Rútur, framsækni ritstjórinn. Og það er kannski táknrænt að Ami Óla gleymdi myndavélinni heima. Hann var fyrst og fremst maður orðsins og frásagnarinnar. Hinn nútímalegi Finnbogi Rútur tók að sjálfsögðu myndavél með og hin fræga og frá- bæra mynd af líkunum í fjöranni er tekin af honum sem og aðrar myndir sem þar vom teknar. Al- þýðublaðið var síðdegisblað, þegar þetta var, og birti fréttina daginn eftir með sex dálka fyrirsögn efst á forsíðu og fylgdu með myndir af skipinu og kort af svæðinu. Morg- unblaðið brá hins vegar ekki vana sínum að leggja alla forsíðuna und- ir auglýsingar en fréttir af afdrifum dr. Charcot og félaga hans fengu rúm á 2. síðu næsta dag. Svona mikið vatn hefur rannið til sjávar. Úr 7 í325 Félögum í Blaðamannafélagi íslands hefur fjölgað hægt og bftandi gegnum árin. Sjö stofn- félagar undirrituðu fyrstu lög félagsins og allt fram til ársins 1940 er fyöldi félagsmanna ekki nema um tveir tugir. Árið 1942 em skráðir 25 fé- lagsmenn og árið 1947 em þeir orðnir 30. fársbyijun 1960 em þeir 67 og ná fyrst hundraðinu í ársbyijun 1975. Úr því fjölgar talsvert hraðar því aðeins sex ámm síðar hefur félagatalan tvöfaldast, er orðin 208. Við upphaf þessa árs vom skráðir félagar 325 en þar af em nokkr- ir biðfélagar, þ.e. félagsmenn sem sinna nú öðmm störfum. Af þessum 325 em konur 76 en árið 1963 þegar félagsmenn em 82 vom konumar 10. Agi „Kröfumar til fréttamanna hafa því aldrei verið meiri, þeir þurfa að vita skil á fleiri hlutum en áður. Hafa meiri þekkingu, vera betur máli famir, vera ag- aðri.“ Margrét Indriðadóttir í viðtali við Blaðamanninn. íslenskan „Það verður enginn góður blaðamaður nema hann hafí gott vald á fslensku máli og málkennd í lagi. En það eitt nægir þó ekki - blaðamennskan er svo sérstæð. Blaðamenn stökkva ekki inn í þetta starf fullskapaðir, þeir þurfa sinn reynslutíma og sumir ná aldrei tökum á starfinu, enda er mikil hreyfíng innan stéttarinnar." Þorbjöm Guðmundsson í við- tali við Blaðamanninn. Hagstætt verð VALHÚSGÖGN Ármúla 8, simar 82275 Ný sending af barokk sófasettum. bíother TÖLVU PRENTARAR Ieturhjol < verslunar- og skjalaprentun. Hraþvirkur skjalaprentari með breiðum vals. Allir Brother prentararnir eru með serial og paralleltengi. Verð frá 14.999 kr. stgr. VISA vildarkjör - Engin útborgun. Eitt mesta úrval af tölvuprenturum á landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.