Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 3 'hann hlyti að finna fyrir sársauka sorgarinnar. Fólk þyrfti að aðlaga sig tilverunni án ástvinarins og nýta þá tilfinningakrafta sem áður tengdust hinum látna til þess að mynda ný tilfinningatengsl. Það væri til dæmis algengt að fólk lok- aði sig inni og veigraði sér við að fara út vegna þess að hinn látni væri ekki með. Páll Eiríksson var spurður um hvaða aðstoð þau ætluðu að veita syrgjendum. Hann sagði að fólk hefði þörf fyrir að tala um sorg sfna og þörf fyrir félagsskap og samveru. Þau ætluðu að veita syrgj- endum tækifæri til að tala um sfn mál, maður við mann, f hópum, eða fjölskyldur saman. En það væru einnig ýmis „praktísk" vandmál sem tengdust andláti fólks, lög- fræðileg og fjárhagsleg og syrgj- endur væru oft illa undir það búnir að takast á við þau. Aðspurður sagði Páll Eiríksson að stundum vildi hann flýta sér hægt, menn vildu oft verða sérfræð- ingar á stuttum tíma og gæfu sér ekki tíma til að kynna sér kenning- ar byggðar á vfsindalegum könnun- um og reynslu. „Það fylgir því mikil Morgunblaðið/Þorkell Páll Eiríksson geðiæknir og með- stjóraandi í samtökunum. ábyrgð að gefa kost á sér til að hjálpa öðrum f nfstandi andlegum sársauka og oft hefur eitt orð eða ein setning orðið að flóðbylgju magnþrunginna tilfinninga. Menn þurfa að komast yfir eigin sorg til þess að geta hjálpað öðrum í þeirra sorg.“ Fulltrúa Morgunblaðsins lék hugur á að fá vita hvers vegna prestar og heilbrigðisstéttimar væru svo fjölmennar á fundinum eins og raun bæri vitni. Páll sagði það ekki vera neina tilviljun, ein- mitt þessar stéttir fyndu mjög mikið fyrir sorginni í sínu starfí. Sam- félagið hefði reynt að loka dauðann inni á sjúkrahúsum og fylgifiskur hans, sorgin, væri feimnismál en nú væri’tími til kominn að svipta þessari bannhelgi burtu. Verða að ná sáttum Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi lítillega við Sigfinn Þorleifs- son sjúkrahúsprest, hann hefur reynslu af sorginni og viðbrögðum við henni í starfi sínu. Aðspurður sagði Sigfinnur að hann yrði oft var við að sorgin fengi fyrst í stað útrás í reiði gegn guði. Það væri fólgið í hlutverki prestsins að taka því, hjálpa syrgjendum gegnum þessa reynslu og til þess að ná sáttum en prestar sem þyrftu að sinna fimm til átta þúsund sókn- arbömum hefðu ekki tök á því að veita syrgjendum þá hjálp og stuðn- ing sem þyrfti. Blaðamaður og fleiri veittu því eftirtekt að prestar og heilbrigðis- stéttimar voru fjölmennar á fundin- um, Sigfínnur var því spurður hvort samfélagið vildi ekki vita af dauð- anum, hefði lokað hann inni á sjúkrahúsum. Hann sagði að það mætti til sanns vegar færa, hér áður fyrr hefði dauðinn verið meiri hluti af veruleika daglegs lífs. En síðar hefði dauðinn orðið bannorð og því óttalegri. SPENNANDI ,þegarþúvi,í hátíðaim^* sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkrum sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðru hvoru og nuddið safanum vel inn í læriðumleið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig faUegan lit. Minnkið þá hitann á ofiiinum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. MARKAÐSNEFND Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráeftii sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið Lambalæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðaktórt lambalærí 2 msk matarob'a 3sellerístilkar Yi blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tskgræneðabrrtpiparkom 1 tskrósmarín (sléttádl) 2 dl Kahlua-kaffílíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safí úr 1 sítrónu 2 dl Ijóst kjötsoð diikkur sósujafnarí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.