Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Blaðamannafélag Islands uU ára Blaðamannafélag íslands á 90 ára afmæli um þessar mundir, en þann 18. nóvember 1897 gekk Jón Ólafsson ritstjóri Þjóðólfs með fundarboð milli ritstjóra Reykjavíkurblaðanna. Daginn eftir var haldinn stofnfundur Hins íslenska blaðamannafélags á Hótel íslandi. Félagið samþykkti lög félagsins og aukalög um kjördóm í meiðyrðamálum sem voru einskonar siðareglur þess tíma. Litlar heimildir aðrar eru um starfsemi félagsins á þessu fyrsta skeiði og mun hún hafa lagst niður um talsverðan tíma. Félagið var síðan endurreist árið 1934, aftur 1937 og enn aftur 1942 en síðan hefur starfsemi félagsins verið samfelld. Félagslíf var aðalviðfangsefni Blaðamannafélagsins fyrstu árin en 1946 var undirritaður fyrsti kjarasamningur milli blaðamanna og útgefenda blaða. Eftir þessi tímamót fór félagið að þróast meir í áttina að venjulegu stéttarfélagi. Félögum fjölgaði einnig jafnt og þétt, fleiri starfsstéttir voru teknar inn, fyrst blaðaljósmyndarar, síðan prófarkalesarar og útlitsteiknarar og á síðasta ári var stofnuð sérstök lausamannadeild við félagið. Blaðamannafélagið hefur minnst afmælisins með ýmsum hætti. Fyrst með sýningu í Listasafni Alþýðu þar sem sýndir voru ýmsir munir tengdir blaða- og fréttamennsku, ljósmyndir og skjöl úr fórum félagsins. Sérstök afmælisútgáfa af Blaðamanninum, félagsriti Blaðamannafélagsins var gefin út og í gærkvöldi var afmælisfagnaður Blaðamannafélags Islands á Hótel íslandi hinu nýja; nýbyggðu hóteli við Ármúla í Reykjavík og var þetta fyrsta samkoman sem haldin er í því húsi. Hér á eftir fara ýmis sögubrot úr 90 ára sögu Blaðamannafélags íslands. Lengsta greinin birstist upphaflega í afmælisriti Blaðamannafélagsins en einnig er byggt á gögnum sem voru á afmælissýningu félagsins auk ýmissa fróðleiksmola. Níutíu ára saga Stofnun Blaðamannafélags íslands Jón Ólafsson ritstjóri Þjóðólfs var frumkvöðull að stofnun Blaða- mannafélags íslands. Hann var fæddur árið 1850 og alinn upp á prestsheimili á Austfjörðum. Hann kom víða við á ferli sínum og mun hafa starfað við átján blöð innan- lands og utan. Starfaði hann sem blaðamaður árin 1868 til 1913 með hléum en sneri sér þá að málfræði- störfum. í bókinni Blöð og blaðamenn 1773-1944 segir Vilhjálmur Þ. Gíslason m.a. um Jón: „Jón Ólafs- son hafði frá upphafí ákveðnar og háar hugmyndir um gildi og hlut- verk blaðamennskunnar. Köllun blaðamannsins er háleit og fögur, sagði hann, og blaðamaðurinn á að vera ráðgjafí lýðsins og sneiða hjá „óprúðum deilum", og hann má ekki vera „óreiðumaður um sann- leikann". í Baldri hefur Jón Ólafs- son það eftir „frægum manni", að skipa megi blaðstjórum í tvo flokka. í fyrri flokknum eru hinir virðingar- verðu, sem hafa góða greind og hæfílega menntun, elska það sem rétt er og satt og fylgja því, en kunna ei að hræðast. í honum flokknum eru hinir fyrirlitlegu blað- stjórar, skrílsæsingamenn, höfð- ingjaþrælar og vindhanar, sem af auvirðilegu þrekleysi eða síngimi haga seglum eftir vindi og kunna að bera kápuna á báðum öxlum. Þeir menn eru réttnefndir gálga- blaðstjórar, því þeir eru hæfur gálgamatur." Hinn 18. nóvember 1897 sendi Jón Ólafsson út eftirfarandi bréf til átta ritstjóra og útgefenda: „Það eru vinsamleg tilmæli mín við yður að þér vilduð gera svo vel að koma niður á salinn á Hotel Is- land (þar sem Stúdentafélagið er vant að halda fundi) á föstudaginn 19. Nóv. kl. 8.30 síðdegis. Tilgang- ur minn er að bera þar upp við yður tillögu um stofnun blaða- manna-félags, bæði í því skyni að efla hagsmuni stéttar vorrar á ýmsa lund og efla félagslega umgengni og viðkynning blaðamannanna á milli. Skal ég á fundi þessum reyna að skýra fundarefnið ýtarlegar og benda á ýmisleg verkefni er mér hafa hugkvæmst sem sennileg við- fangsefni fyrir blaðamanna-félag, ef það kæmist á.“ Bréfíð fengu: Bjöm Jónsson út- gefandi ísafoldar, Bríet Bjamhéð- insdóttir útgefandi Kvennablaðsins, Valdimar Ásmundsson ritstjóri Fjallkonunnar, Þorsteinn Gíslason útgefandi íslands, Jón Jakobsson útgefandi Nýju aldarinnar, Einar Hjörleifsson meðritstjóri ísafoldar, Einar Benediktsson útgefandi Dag- skrár og Hannes Þorsteinsson útgefandi Þjóðólfs. Að undantekn- um tveim þeim síðasttöldu em framangreindir stofnfélagar ásamt Jóni Ólafssyni. Fyrstu lögin Samþykktir hins nýja félags em dagsettar 4. janúar 1898. Þar segir Jón Ólafsson ritstjóri og fyrsti formaður Blaðamannaf élagsins Bréfiðsem Jón Ólafsson fór með á milli ritstjóra í Reykjavík 18. nóvember 1897. Stofnfundur Blaðamanna- félagsins vará Hótel íslandi daginn eftir. að félagið sé stofnað af útgefendum og ritstjómum íslenskra blaða í Reykjavík og meðlimir geti orðið útgefendur, ritstjómar og aðstoðar- ritstjórar íslenskra blaða eða tímarita, og aðrir þeir sem hafa ritun eða útgáfu blaða eða tímarita að atvinnuvegi eða stöðugu starfí. Tilgangur felagsins er, sam- kvæmt lögunum, að styðja með samtökum atvinnuveg blaðamanna og hvað eina, er stendur í sam- bandi við hann, efla viðkynningu félagsmanna hvers við annan og auka veg og gengi heiðvirðar blað- amensku í landinu. í lögunum segir að tilgangi sínum leitist félagið við að ná meðal ann- ars með því að reyna að koma hagfeldu og réttvíslegu skipulagi á ýmislegt það í löggjöf, er varðar blaðamensku og ritmensku, svo sem burðargjaldslög, áskriftarlög, prentmálssakalög o.fl.; svo og með samningúm félagsmanna á meðal um sennilegar og hagfeldar ákvarð- anir um auglýsingar og borgun þeirra, afslátt af þeim, sölukjör blaða, afstýring prettvísi í viðskipt- um o.s.frv. í lögunum er einnig tekið fram að með því að félagið telur núgild- andi sakalög um prentmál að mörgu leyti óréttvís, óhagfeld og illa viðun- andi, þá vilji félagið styðja af fremsta megni að því, að fá æðri og réttvísari mælistiku fyrir réttum takmörkum blaðamálfrelsis eða prentfrelsis yfír höfuð. í þessu skyni skuldbinda félagsmenn sig til þess, að leita aldrei úrslita dómstólanna um ágreining, er milli þeirra rís af móðgunar-ummælum þeirra hvers um annan, meðan þeir eru í félag- inu, heldur skipar félagið kjördóm, er dæmir öll slík mál milli félags- manna. Skal dómur sá ekki dæma slík mál eftir landslögum, heldur eftir reglum er félagið sjálft sam- þykkir í aukalögum um það efni. Aukalög -siðareglur Ekki leið langur tími þar til sam- þykkt voru aukalög félagsins. Fjalla þau um skipan kjördóms í meið- yrðamálum og eru lögin fyrstu siðareglur félagsins. Kemur þessi lagasetning til af því að mörgum þótti nóg um orðfæri blaða á þess- um tíma en þar gengu á milli manna vægðarlitlar skammir er reynt skyldi að spoma við. Eru í lögunum talin upp ýmis atriði er saknæm voru talin og greint hvemig reka skal mál fyrir dómi þessum. Óvandað mál hef- ur spillandi áhrif Meðferð íslensks máls í fjöl- miðlum hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið. Hefur mönnum sýnst málkennd og mál- fara hrakandi og þótt illa farið með ástkæra ylhýra málið. Þegar skoðuð eru gömul skjöl Blaða- mannafélagsins kemur í ljós að þetta hefur áður verið áhyggju- efni. Hér fer á eftir bréf út- varpsráðs til Blaðamannafélags- ins skrifað hinn 14. október 1940: Um mál á fréttum Á fundi útvarpsráðs 8. þ.m. var um það rætt, að nauðsyn bæri til að bæta úr þeim göllum á íslenzku máli, sem oft og einatt gerðu vart við sig í fréttum útvarpsins. Voru þessar umræður studdar ákveðnum dæmum, sem þeir málfræðingamir Bjöm Guðfínnsson og Sveinbjöm Siguijónsson höfðu tekið úr frétta- handritum frá yfírstandandi ári. Þá var á það bent, að svipaðir stflgallar kæmu oft fyrir í fréttum blaðanna og að hætt væri við að óvandað mál á fréttum í blöðum og útvarpi hefði almennt spillandi áhrif á málsmekk fólks í landinu. Fátt er jafnalmennt lesið eða hlustað á sem fréttir, ekki sízt um þessar mundir. Að þessu athuguðu var talið rétt að bjóða Blaðamannafélaginu sam- vinnu um þetta efni og eftirfarandi ályktun samþykkt einróma af út- varpsráði: Útvarpsráð ályktar að leita sam- vinnu við dagblöðin í Reykjavík um sameiginlegt námskeið í íslenzku fyrir starfsmenn útvarps og blaða. Það eru því vinsamleg tilmæli útvarpsráðs að Blaðamannafélagið taki þetta mál til athugunar sem fyrst og kjósi fulltrúa til þess að ræða nánar við útvarpsráð um möguleika .fyrir samstarfi og ef til kæmi, hvemig því yrði haganlegast skipað fyrir alla aðila. Virðingarfyllst, Jón Eyþórsson, formaður. Málhreinsunar- nefnd Skúli Skúlason blaðamaður, sem var lengi ritstjóri Fálkans, starfaði um áratugaskeið í Noregi og var heiðursfélagi BÍ, sendi félaginu árið 1955 tillögu um málhreinsunamefnd ásamt greinargerð. Þar leggur hann til að málhreinsunamefndinni verði falið að vinna gegn ýmiss konar röngum venjum svo sem rangri notk- un þágufalls, að styðja myndun góðra nýyrða og að samræma rit- hátt erlendra staðamafna. Ennfremur leggur hann til að nefndin sendi blöðunum mánaðar- lega bendingar um algengustu málvillur, sem hún hefur rekist á í blaðaskrifum, að blaðamenn birti einu sinni í viku skrá yfír 5-10 út- lend orð og óski eftir nýyrði og „mætti gjama heita dálitlum verð- launum fyrir. Þetta mundi og hafa í for með sér, að „týnd“ orð mundu koma í leitimar," segir Skúli í bréfi sínu. í greinargerð sinni segir Skúli Skúlason meðal annars: „Það er orðið talsvert algengt, að íslensk blöð riti nöfn útlendra staða og manna eftir framburði og beygi erlend staðanöfn, svo sem „Jövu“ og „Möltu". Persónulega fínnst mér réttast að beygja ekki staðanöfn og rita þau sem næst sinni réttu mynd, og stafar það líklega af því að mér sámar alltaf þegar ég sé útlend blöð skrifa „Rögevig" eða „Röykenvik", „Örebak" eða „Vaapehfjord". En aðalatriðið er að blöðin noti sams konar reglur hvað þetta snertir,“ segir Skúli að lokum og minnir á að þessi tillaga sé sett fram til að vekja máls á þessu efni. Þannig hafa menn- gegnum árin haft áhyggjur af málfari í fjölmiðlum og er vissulega ástæða til að brýna menn stöðugt til að vanda mál sitt. Blaðamenn vita það gjörla að slæmt málfar er ekki til fyrirmyndar og þetta kemur glögglega fram í af- mælisriti félagsins. I viðtölum við nokkra félaga BÍ minnast þeir flest- ir á íslenskukunnáttuna. Hvetja þeir til málvöndunar enda ættu blaða- menn að snúa sér að annarri atvinnu ef þeir kunna ekki að fara með starfstækið, íslenska tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.