Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
ÓFRESKJURf^l^———
Böðullinn sem
þóttist vera guð
Þegar Arthur Vogler, pólskur klæðskeri af gyðingaættum,
var ungur maður á stríðsárunum var hann í tvö ár fangi
í vinnubúðum nasista í Przemysl í Póllandi. Hann lifði fanga-
vistina af eingöngu vegna þess, að hann sá um að sauma
fötin á yfirmann búðanna og fjölskyldu hans.
Dag nokkum vildi fangabúða-
stjórinn fá að vita hvers vegna
Vogler hefði ekki lokið við tvennar
buxur, sem hann hafði beðið um.
Vogler kvaðst hafa verið svo önnum
kafinn við aðra vinnu, að hann hefði
ekki haft tíma til þess. „Áttu við,
að þú hafír ekki haft tíma aflögu
fyrir drottin þinn og guð?“ spurði
fangabúðastjorinn. „Ef ég vil,
muntu lifa. Ef ég vil, verðurðu skot-
inn.“
í skriflegum vitnisburði, sem
Voglergaf árið 1947, er fangabúða-
stjórinn nefndur. Josef Schwamber-
ger heitir hann og var handtekinn
í Argentínu í síðasta mánuði. Hafa
Vestur-Þjóðveijar beðið um, að
hann verði framseldur svo unnt
verði að draga hann fyrir dóm fyrir
stríðsglæpi. Schwamberger, sem er
hálfáttræður að aldri, er sakaður
um að hafa flutt þúsundir gyðinga
í útiýmingarbúðir í Auschwitz og
að hafa drepið marga með eigin
hendi. Er hann á lista Simons Wies-
enthals, nasistaveiðarans kunna,
yfir tíu mestu stríðsglæpamennina,
sem enn ganga lausir. Vitnisburður
Voglers er einn af um 100, sem
geymdir eru í Yad Vashem-skjala-
safninu í Jerúsalem og skráðir á
þýsku, jiddísku og pólsku.
Saga vitnanna er saga um óskap-
lega grimmd og hrottaskap, um
barsmíðar og manndráp, ýmist
Schwambergers sjálfs eða þeirra,
SCHWAMBERGER - Sérgrein
hans var bamamorð.
sem framfylgdu skipunum hans.
Sagt er, að fangabúðastjórinn hafi
sérhægt sig í að skjóta böm í
hnakkann, í að hýða fólk þar til það
missti meðvitund og siga þá hundin-
um sinum á það.
Vogler segir frá því, að hann
saumaði loðskinnsfrakka á son
Schwambergers, Horst, sem þá var
um þriggja ára gamall. Þegar hann
var að máta frakkann á stráknum
sagði hann honum að standa beinn,
annars yrði frakkinn ekki réttur.
Horst, segir Vogler, sló hann
tvisvar í andlitið og öskraði:
„Skítugi gyðingur. Ég stend eins
og ég vil en þú skalt hafa frakkann
réttan. Annars næ ég í byssuna
hans pabba og skýt ykkur gyðing-
ana niður eins og hann pabbi minn
gerir."
Vogler, sem fæddist árið 1920,
segist hafa sé Schwamberger skjóta
tvær gyðingakonur og fjögurra ára
gamalt bam, sem hann stóð að því
að kaupa brauð af Pólveijum í
gegnum fangabúðagirðinguna. Gat
hann nefnt aðra konuna með nafni.
Annað vitni, Ignatz Tuchmann,
segist hafa séð Schwamberger og
menn hans fara með 17 nakta gyð-
inga, sem voru of veikburða til að
vinna, fram á grafarbrún og skjóta
þá síðan einn af öðrum. Einn þeirra,
sem Tuchmann segist hafa séð
Schwamberger skjóta, var Lola
Zimmermann, „yndislega falleg,
tvítug stúlka, dóttir félaga míns,
Josefs Zimmermanns".
„Ef það voru böm í hópnum sá
Schwamberger sjálfur um að skjóta
þau. Hann þreif í hárið á baminu,
skaut það í hnakkann og kastaði
ofan í fjöldagröfina. Það var hans
sérgrein."
Nokkur vitnanna báru, að
Schwamberger og aðrir foringjar í
fangabúðunum hefðu haldið upp á
afmæli Hitlers í apríl árið 1944 með
. því að drepa gyðinga.
Schwamberger var handtekinn
eftir stríð en slapp úr haldi og flúði
til Argentínu með hjálp Odessa-
samtakanna. Vestur-Þjóðveijar
gáfu út skipun um handtöku hans
arið 1973 og nú nýlega náði arg-
entínska lögreglan honum í
Cordoba, sem er í 500 mflna fjar-
lægð frá Buenos Aires.
Ephraim Zuroff, yfirmaður Wies-
enthal-stofnunarinnar í Jerúsalem,
fagnaði handtöku Schwambergers
og ekki síst vegna þess, að hún
átti sér stað í heimshluta þar sem
stríðsglæpamenn nasista hafa Iöng-
um átt sér griðastað. „Ef ríki eins
og Argentína eru nú reiðubúin til
að handtaka stríðsglæpamenn nas-
ista og framselja þá,“ sagði hann,
„þá er líklegt, að Josef Schwamber-
ger verði ekki sá síðasti.“
- ERIC SILVER
SPÆTUÞRÁUTÍR
Sambúð-
in er að
gera hana
geggjaða
M
ISvíþjóð er spætan alger-
lega friðuð en nú hefur
kona nokkur í Stokkhólmi
farið fram á það við yfírvöld-
in, að þau veiti góðfúslegt
leyfí til að einn slíkur fugl
verði skotinn. Segir hún, að
viðkomandi spæta hafí verið
sér ein samfelld martröð um
þriggja ára skeið og nú sé
mælirinn fullur.
í forsíðufrétt í Svenska Dag-
bladet var ítarlega sagt frá
viðureign konunnar, Lillemor
Brandt, við spætuna. Eru það
oft fyrstu morgunverkin hennar
að rífa upp svefnherbergis-
gluggann og hrópa í örvæntingu
til spætunnar, „farðu, farðu
burt,“ en spætan lætur það sem
vind um eyru þjóta.
Frú Brandt er kona á miðjum
aldri og býr með 16 ára gamalli
dóttur sinni í Alvsjö, einu út-
hvefa Stokkhólms. Segir hún,
að spætan og ungar hennar hafi
tekið sér bólfestu í garðinum
hennar fyrir þremur árum og
síðan hafi lífið verið hálfgerð
martröð.
Spætumar gerðu holur í hús-
ið, sem er úr tré, og einu sinni
var atgangurinn svo mikill, að
frú Brandt neyddist til að flýja
að heiman og sofa annars stað-
ar. Hún reyndi að sprauta á þær
vatni, en þær létu það ekkert á
sig fá. Þá kastaði hún að þeim
garðstól en hitti aðeins raf-
magnsvírana og loksins leitaði
hún hjálpar lögreglunnar, ótal
ráðuneyta og jafnvel tryggingar-
félaga en allt kom fyrir ekki.
Fólk hlýtur að telja mig hálf-
ruglaða að fara og kæra spætu
fyrir lögreglunni," sagði hún.
„Þeir hjá tryggingarfélaginu
sögðu, að skaðinn yrði aðeins
bættur ef spætumar réðust á
húsið innanfrá."
Frú Brandt sagði, að embætt-
ismennimir hefðu lagt til, að hún
kæmi fyrir nokkmm gervifálkum
til að hræða spætumar. „Húsið
mitt er hins vegar aðeins stein-
snar frá geðsjúkrahúsi og ég er
viss um, að nágrannamir héldu,
að ég væri kolmgluð þegar ég
færi að koma fálkunum fyrir,"
sagði hún og bætti við, að það
væri hennar eina von, að nátt-
úruvemdarráðið gæfi leyfi til að
skjóta fluglinn eða fanga. Er
ráðið nú að athuga beiðnina og
lögreglan segist tilbúin með
byssuna verði það leyft.
LITLU KRÍLINl
HÆTTUSVÆÐI — Börnunum í þriðja heiminum stafar mest hætta af pelanum.
Móður-
mjólkin er
allra
meina bót
Samkvæmt heimildum frá Ástr-
alíu getur verið varasamt að
gefa ungbömum mjólk á pela í stað
bijóstamjólkur. Það hefur að vísu
löngum verið viðurkennt að bijósta-
mjólk er það besta sem hægt er
að gefa ungbömum, en eigi að síður
skortir mjög á að mæðmm sé ráð-
lagt að gefa bömum sfnum bijóst,
bæði í bókum um meðferð ungbama
og af starfsfólki við heilsugæslu.
En áströlsk vísindakona og móð-
ir, Maureen Minchin að nafni, hefur
rannsakað gaumgæfilega fjölda
vísindarita um mataræði ungbama
og komist að raun um að pelagjöf
geti verið hættuleg. Hún segir að
hún geti meðal annars valdið matar-
ofnæmi, lifrarsjúkdómum, melting-
artmflunum og jafnvel heilaskaða.
Á síðasta áratug hefur mildl her-
ferð verið farin gegn pelagjöf í
löndum þriðja heimsins þar sem
hættumar sem því fylgja em aug-
ljósar. „En hér á Vesturlöndum
hefur almennt verið álitið að engin
hætta sé á ferðum, því að flestar
mæður hafi efni á því að kaupa
fyrsta flokks efnablöndur handa
ungbömum og þær hafi aðgang að
ómenguðu vatni," segir Maureen
Minchin. „En sannleikurinn er samt
sá að pelagjöf getur einnig skaðað
ungböm á Vesturlöndum."
Maureen er búsett í Melboume
og starfar þar sjálfstætt að rann-
sóknum á mataræði ungbama auk
þess sem hún leiðbeinir ljósmæðmm
og læknum um bijóstagjöf. Ekki
em allir á einu máli um niðurstöður
hennar. „En þeir sem athuga þær
rannsóknir sem fyrir liggja hljóta
að komast að þeirri niðurstöðu að
öllum pelabömum sé einhver hætta
búin þótt smávægileg sé. Sérfræð-
ingar sem hlynntir em framtaki
hennar fullyrða enda að skrif henn-
ar séu í hæsta máta vísindaleg og
þar sé hvergi að finna fullyrðingar
um mataræði ungbama, þar sem
ekki sé samviskusamlega vísað til
viðeigandi heimilda.
Og að hvaða leyti getur pelagjöf
þá verið skaðleg?
„í fyrsta lagi fara bömin á mis
við bijóstamjólkina og það ónæmi
gegn sjúkdómum sem hún gefur
og getur vemdað þau gegn marg-
víslegum kvillum. I öðm lagi geta
þau átt á hættu að mjólkin sé göll-
uð og valdi þar af leiðandi skaða,"
segir Maureen.
Hún tilgreinir nokkur dæmi um
gallað mjólkurduft, einkum frá
Bandaríkjunum, en þaðan er auð-
veldast að afla upplýsinga. „Árið
1980,“ segir hún, „var farið að
vinna eftir nýrri reglugerð um eftir-
lit með mjólkurdufti í Bandaríkjun-
um, og ástæðan var sú að nokkur
ungböm höfðu hlotið heilaskaða
sem rakinn var til þurrmjólkurteg-
undar sem innihélt of lítið klóríð,
en það er lífsnauðsynleg salttegund.
Tiltölulega stutt er síðan fóm-
arlömbum þessa hörmulega atviks
vom greiddar skaðabætur og em
þó ekki öll kurl komin til grafar."
Maureen telur að bijóstagjöf
verði almennari ef konum verði leið-
beint en ekki aðeins sagt að leggja
böm sín á bijóst. Hún segir að
margt starfsfólk við heilsugæslu
skorti mjög þekkingu og fæmi f
þessum efnum. „Mæðmm' er oft