Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C 39 Afmæliskveðja: Jóhannes Björns- son frá Nolli Gamall æskuvinur minn, Jóhann- es Bjömsson frá Nolli í Laufássókn, fyllir áttunda áratuginn á morgun, 14. desember. í tilefni þessara merku tímamóta í ævi hans ætla ég að riíja upp nokkur atriði úr lífshlaupi þessa unga öldungs. Jóhannes Kristján Bjömsson er fæddur 14. desember 1907 á Nolli. Foreldrar hans vora hjónin Anna Pálsdóttir frá Skeri á Látraströnd og Bjöm Jóhannesson, héraðskunn fyrir dugnað og myndarskap. Þau eignuðust 7 böm og var Jóhannes það þriðja í röðinni. Jóhannes ólst upp í foreldrahúsum í hópi táp- mikilla systkina, þar sem vinna, iðja og reglusemi var í hávegum haft. Hann stundaði bamaskólanám í Fagrabæ og síðar á Lómatjöm í sömu sveit. Eftir fermingu var hann um tíma í tréskurðamámi hjá Geir G. Þormar á Akureyri og tvo vetur í trésmíðanámi hjá föðurbróður sínum, Hermundi Jóhannessyni hér í bæ. En segja má, að hann hafi öll sín ár í föðurgarði verið i góðum skóla. Bjöm á Nolli var með fádæm- um iðjusamur og laghentur maður og léku öll stöVf í hendi hans. Hann hóf búskap á Nolli 1905 og endur- bætti smátt og smátt eins og efni leyfðu, hús öll og ræktaði jörð sína. Hann var bæði hagur á tré og jám og smíðaði m.a. nokkra fiskibáta. Hjá honum lærði Jóhannes mikið í þessum efnum, enda er hann að eðlisfari bæði listfengur og lagtæk- ur drengur. Vann hann mjög mikið með föður sinum og fylgdist af mikl- um áhuga með störfum hans við smíðamar. Á vetuma skar hann út ýmsa muni, sem síðar prýddu heim- ili nágranna hans og vina. Ekki gerði hann víðreist á upp- vaxtaráranum. Mestur tími hans var bundinn heimilinu, enda var faðir hans oft að heiman við smiðar og sjómennsku, og komu þá heimilis- störfin oft í hlut Jóhannesar. Hann sótti þó sjóinn fast hér á fírðinum og var bæði kappsamur og afla- sæll, og kippti þar mjög í kynið. Oftast vora veiðamar stundaðar á árabátum, enda stutt að fara á mið- in úr Nollarvíkinni og lengst af fengsælt á Eyjafirði. Nokkuð stundaði hann íþróttir, þegar tími gafst til frá daglegum störfum, og varð vel liðtækur í glímu, sundi og knattspymu. Svona liðu æskuárin á því góða menningar- heimili, uns að því kom að Jóhannes hleypti heimdraganum. Vann hann þá um tíma á Svalbarðseyri og síðar á Akureyri og kynntist þá ungri stúlku, sem hann felldi hug til. Hún hét Gyða Jónsdóttir. Foreldrar hennar vora Guðný Jóhannsdóttir og Jón Sigurðsson, búandi á Akur- eyri. Þau Jóhannes og Gyða gengu í hjónaband 1935 og áttu heima á Akureyri fyrsta búskaparárið. Næsta ár fluttu þau í Noll, en hófu þá strax að byggja og rækta smá- býlið Sæból, sem er í Nollarlandi. Þangað fluttu svo ungu hjónin 1937. Ekki var nú búskapurinn mikill, enda jörðin aðeins 21 dagslátta og var fullræktuð á næstu áram. Gripa- fjöldinn var 40 kindur og 2 kýr. Með búskapnum stundaði hann sjó- inn áfram og þá vinnu, sem bauðst hjá nágrönnum. Stundum var farið í aðrar sveitir, þegar lýrt var um atvinnu nær. Um 1930 smíðuðu þeir feðgar allstóran bát og settu í hann bensín- vél. Önnuðust þeir síðan flutninga á fólki og vamingi til Svalbarðs- eyrar, Akureyrar og víðar næstu áíin, en hófu svo mjólkurflutninga til Mjólkursamlags Kaupfélags Ey- fírðinga 1934, á bát sínum, enda var þá aðeins lélegur vegur úr Höfðahverfi um Fnjóskadal til Akur- eyrar. Við þetta vann Jóhannes um nokkum tíma, uns mágur hans, Kári Baldursson, tók við. Þessir flutningar lögðust svo alveg niður 1940, þegar mjólkurbílar komu í sveitina og vegir vora stórbættir. En Jóhannes sá, að á svona smá- býli vora litlir framtíðarmöguleikar og erfitt og þreytandi að stunda vinnu með búskapnum, stundum langt frá heimili sínu. Ákvað hann því, að flytja alfarið frá æskustöðv- unum, vestur yfír Eyjafjörð. Seldi hánn nú bústofti sinn og leigði býl- ið, og nam land á Hjalteyri hinsveg- ar flarðarins. Þetta var árið 1942. Næga vinnu var að fá hjá síldarverk- smiðju Kveldúlfs við smíðar og margskonar lagfæringar, en stund- um vann hann lika 'hjá bændum í sveitinni. Fljótlega eftir flutninginn til Hjalteyrar hóf hann byggingu myndarlegs íbúðarhúss, sem hann nefndi Sólgarða. Bjó hann fjölskyld- unni þar bæði fagurt og vinalegt heimili, þar sem reglusemi, snyrti- mennska og einlæg gestrisni ríkti. Þau hjón höfðu eignast tvo drengi er flutt var vestur yfir álinn, en tveir bættust í hópinn á Hjalteyri. Synimir era: Björn, sem nú er bú- settur í Kópavogi, kvæntur Lilju Guðmundsdóttur frá Akureyri og eiga þau 5 böm. Bjöm rekur ryð- vamarverkstæði; Jón, sjómaður, kvæntur Margréti Þórhallsdóttur frá Hafnarfirði, þau eiga eitt bam. Jón var áður starfsmaður hjá Sam- einuðu þjóðunum, en er nú skipstjóri á togaranum Harðbak; Ævar, sjó- maður. Sjúklingur, heima, ókvænt- ur; Henning, sjómaður, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur frá Akureyri. Eiga 5 böm. Áttu heimili á Hjalt- eyri, en era nú flutt til Grímseyjar, byggðu þar stórhýsi og stunda út- gerð. Og svona liðu árin við vinnu og aftur vinnu, bamauppeldi og vina- fagnað. Lokið hafði verið góðu dagsverki og húsbóndinn eygði ró- legri tíma á næsta leiti. Fjárhagur- inn vænkaðist, eldri drengimir famir að heiman og framtíðin virt- ist björt og blómum stráð. En vordag einn 1961 gerðist atburður í lffi Jóhannesar, sem kollvarpaði öilum hans framtíðardraumum. Hann var ásamt fleiri verkamönn- um að reka niður staura í bryggju á Hjalteyri á vegum Kveldúlfs. Við það starf var notaður þungur fall- hamar, sem dreginn var upp með vinnuafli en féll svo úr nokkurri hæð ofan á staurinn. Jóhannes hafði gefið vindumanni merki um að stöðva ásláttinn, en fór ásamt öðram að laga staurinn, sem hallaðist. En þá féll hamarinn niður og tók af Johannesi alla fingur hægri handar nema litlafingur Var hann á svip- stundu orðinn örkumlaður. Lá hann vegna þessa lengi á sjúkrahúsum bæði hér í bæ og í Reykjavík. Útaf slysi þessu urðu mikil blaðaskrif, ekki sfst vegna dóms, er féll f undir- rétti og síðar í Hæstarétti, að Kveldúlfur skyldi í engu bæta sly- sið. Þótti flestum sem réttur verkamannsins væri þama smánar- lega fyrir borð borinn. Þrátt fyrir þetta mikla áfall lét. Jóhannes þó ekki hugfallast. Að vísu missti hann vinnuna hjá Kveld- úlfi, en eftir alllangan tíma hóf hann ýmis önnur störf. Vann hann um tíma við afgreiðslu í verslun þar ytra, er hann sfðar keypti og starf- rækti í nokkur ár í kjallara íbúðar- hússins. Þá annaðist hann póstferðir um Amameshrepp í tvö ár og vann hjá bændum og fleiram við húsa- málningu, eftir því sem heilsa og geta leyfði. Fýrir nokkram dögum leit ég inn til hans. Var hann þá að hlynna að sfnu eigin húsi, mála það og lagfæra. Gyða, kona Jóhannesar, andaðist 10. ágúst 1976. (Fædd 25. ágúst 1918.) Ég kynntist Jóhannesi þegar í bemsku. Bundumst við strax góðri vináttu, sem aldrei hefir borið skugga á eða fölnað með áranum. Hann vann oft dag og dag á heim- ili mínu, sem ég svo greiddi með minni vinnu á hans heimili, enda ekki langt á milli bæjanna fyrir unga menn. Auk þess heimsóttum við hvor annan mjög oft. Jóhannes er bráðduglegur og skemmtilegur, síkátur jafnan, getur hlegið að öllu, jafnvel sínum eiginn óhöppum. bjartsýni og lífsgleði era hans fylgidísir. Snyrtimenni er hann hið mesta, stundvís með fágætum, og öll hans loforð standa eins og stafur á bók, dyggðir sem fáum era gefti- ar. Slíkum mönnum er gott að kynnast og blanda geði við á góðum stundum. Á þessum tímamótum í ævi hans þakka ég ánægjulega samfylgd og við hjónin flytjum honum og fjöl- skyldu hans kveðjur og heillaóskir. Árni Bjarnarson, Akureyri í texta er 110 tegundum fugla lýst, getið búsvæða, varps, raddar og sérstæðra lifshátta þeirra. Á teikningum eru sýnd einkenni fugla, sem eigi verða nógu áberandi á Ijósmynd, t.d. mynstur á væng og stéli. Á 302 litljósmyndum, máluöum og teiknuðum myndum eru fjaöurhamir 110 fuglategunda sýndir að sumar- og vetrarlagi. Þá eru birtar myndir af allmörgum ungfuglum og báðum kynjum allra anda. Nýjung I Islenskri fuglabók, er aö litmynd hvers fugls er smækkuð og sú mynd búin örvum, sem vfsa á helstu greiningareinkenni fuglsins. Örvarnar merktar tölum, sem vísa til hnitmiðaðra lýsinga. / Óskabók allra sem hafa áhuga á umhverfi sínu. Fuglahandbókin eftir Þorstein Einarsson fyrrum íþróttafulltrúa er bók mikils náttúrunnanda rituð á svipmiklu og mergjuðu máli. Þorsteinn hefur um áratugaskeið verið einn af okkar ötulustu fugla- skoðurum og hann er löngu víð- kunnur, bæði hér heima og erlendis fyrir þekkingu sína á íslenskum fuglum. Fræðsla hans í ræðu og riti Bók sem færir líf og liti fufflanná heimístofu íslenskri náttúru. Þessi handbók er no.3 í ritröð- inni íslensk náttúra. Grundvallarrit til gagns og gamans. hefur vakið áhuga margra á íslenskri náttúru. Bók sem opnar lesendum heill- andi heim í ríki náttúrunnar, bók sem færir líf og liti fuglanna heim í stofu, og síðast en ekki síst, bók sem vert er að hafa við höndina til þess að bera kennsl á fugla í ORN OG ÓRLYGUR SÍDUMÚLA 11.108 REYKJAVÍK, SÍMI91-84866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.