Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 70
'4UMHt40£*" ^70 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 UR tiEIMI EVIEAtyNDANNA Sovétríkin: Saga um illan einræðissegg Georgíski leikstjórinn Tengiz Ab- uladze og myndin hans „lðrun“ Bandaríkin: Úr vöðvarækt í Hollywood-frægð Arnold Schwarzenegger upplifir ameríska drauminn í Hollywood Fyrir daga frœgðarinnar; Arnold með foreldrum sfnum. Hver vill ekki upplifa ameríska drauminn um frœgð og frama? Hversu fáum auðnast að njóta hans? Flestir verða að láta sér nægja að dreyma. En það eru allt- af einhverjir sem láta ekki staðar numið við draumóra og vöðvafjallið frá Austurríki, kvikmyndaleikarinn Amold Schwarzenegger, er einn af þeim. Þegar hann kom til Banda- ríkjanna fyrir 19 árum átti hann ekkert nema íþróttatöskuna sem hann hélt á. Núna er hann 30 millj- ón dollurum ríkari og hann hefur sannarlega afsannað brandarann um að því stærri sem vöðvarnir eru því minni sé heilinn. Arnold veit hvað hann vilJ og oftar en ekki veit hann hvernig á að höndla það. Hann hefur sjaldn- ast farið með meira en tvær setningar í einu á hvíta tjaldinu en er núna einn af hæstlaunuöustu leikurum Hollywoods. Eftir hinar miklu vinsældir nýjustu myndar hans, „Hlauparinn" („The Running Man“ (verður sýnd í Bíóhöllinni eða Bíóborginni), keppast menn um að fá að framleiða hans næstu mynd- ir. Og á sama tíma og hann talar fyrír pólitík Ronalds Reagan giftist hann inní frægustu pólitísku fjöl- skyldu landsins, hina frjálslyndu Kennedy-fjölskyldu. Pressan í Bandaríkjunum hefur gaman af að segja frá velgengni þessa stórvaxna Austurríkis- manns af og til og nú nýlega var grein um hann í Newsweek. Þar segir að „Hlauparinn" hafi tekið inn 10,5 milljónir dollara fyrstu vikuna sem hún var sýnd og að „Predat- or“ (sem hann gerði á undan henni og var nýlega sýnd í Bíóhöllinni) hafi tekið inn 107 milljónir. Og í myndinni sem hann vinnur að núna og heitir „Red Heat“ má vera að hann sýni raunverulega leikhæfi- ieika í fyrsta skipti. Þegar Schwarzenegger fyrst kom til Hollywodd vann þrennt ó móti honum — austurríski hreimur- inn, vöðvarnir og nafnið. Með sömu ákveðninni og járnviljanum og hafði gert hann fimm sinnum að herra Alheimi og sjö sinnum herra Olympíu samdi hann fimm óra áætlun sem koma átti honum á toppinn í bíóborginni. „Ég vissi að ef ég hefði þolinmæði gæti ég hægt og bítandi unnið mig uppúr Herkúlesmyndunum," segir hann. „Það var undir mér komið að sýna að í mig var varið. Þegar það bæri árangur vissi ég að það hefði enn meiri áhrif vegna þess að ég var einstakur. Ég yrði einn af millj- ón.“ Arnold hafði fengið góða um- fjöllun fyrir sinni hlut í mynd Bob Rafelsons sem hét „Stay Hungry". Hann kom fram í sjónvarpi og var f smáhlutverkum í bíómyndum þegar Steven Spielberg mælti með honum við framleiöandann Ed Pressman í hlutverk „Conan villi- manns". Gagnrýnendur voru ekki par hrifnir — hvorki af Schwarzen- egger eða myndinni — en hún tók inn 100 milljón dollara. Vöðvafjallið valdi nú hlutverk af kostgæfni og fékk æ meiru ráðið um myndirnar sem hann lék f. í „Terminator", sem tók inn 100 milljónir, lék hann þögult, ógn- vekjandi vélmenni. í „Commando", „vildi ég skríöa útúr harðjaxlaskel- inni,“ segir hann; svo hann fókk nokkur kjánaleg atriði með lítilli stelpu þar sem hann hómaði rjóm- aís og þess háttar. Og í tilraun til aö ná til annarra en unglinga og kvenfólks fékk hann höfunda til að semja fyrir sig kaldhæðna brand- ara. Myndin tók inn 100 milljónir — u.þ.b. dollar fyrir hvern skúrk sem Schwarzenegger sendi í gröf- ina. í „Raw Deal“ mun hann loksins hafa unnið gagnrýnendur á sitt band með hlýleika og kímni. „Og ég lék í jakkafötum í þeirri mynd," segir hann. Hann býst við að f framtíöinni muni hann snúa sér í ríkari mæli að kaupsýslunni en hann hefur stundað talsverð fasteignavið- skipti. Núna er það þó hvíta tjaldið sem hann glímir við og það er nóg að gera. í „Red Heat" leikur hann sovéska löggu sem kemur til Chicago að ná i rússneskan eitur- lyfjasala og flytja til síns heima. Jim Belushi leikur á móti honum en Walter Hill er leikstjóri. Allir vilja vinna með Arnold. Gamanleikstjór- inn Ivan Reitman vill vinna meö honum; Universal vill gera fanga- mynd með honum; Warner Bros. er með handrit í smíðum fyrir hann; Fox vill hann í „Commando II". Honum hafa verið boðnar 10 millj- ónir fyrir næstu mynd. Nokkuð gott fyrir austurríska strákinn með (þróttatöskuna. Uppstilllng; hefur varla sagt tvær setningar I röð á hvfta tjaldlnu en framleiðendur slást um hann. Aðalpersónan f „Iðrun" er einræð- isherrann Varlam. Hann er bæjar- stjóri í smábæ i Georgíu í Sovétríkjunum og lítur svoiítið út eins og Mussolini en er einnig haldinn nokkru af brjólæöi Hitlers og klækjum Stalíns og hann sver sig dulítið í ætt við Lavrenti P. Beria, öryggislögreglustjóra Stal- íns. Varlam er óstöðvandi í valda- fíkn sinni og þegar tök hans á fólkinu herðast brýst út ótti og skelfing og spillingin þrífst. „Iðrun", sem er margræð liking við einræði i sinni verstu mynd, er eftir leikstjórann Tengiz Abulad- ze frá Georgíu. Milljónir sovét- borgara hafa séð þessa órás hans á stalínismann og arftaka Stalins og „Iðrun" hefur verið valin fram- lag Sovétríkjanna í Óskarsverö- launakeppnina um bestu erlendu myndina. Myndin hefst á dauða og jarða- för Varlams hvers lík helst ekki við f gröfinni heldur er sífellt að birtast bæjarbúum. Hún er lýsing á sam- félagi sem eyðilagt er órnanda sem skiiur eftir sig glæpsamlegan og mannskemmandi lygavef er arftakar hans neita að takast á við mikið til eins og arftakar Stalíns hafa neita að gera í Sovótríkjunum. Kveikjan að myndinni, sem Mik- haíl Gorbatsjov hefur séð og líkaði, var bílslys sem Abuladze lenti í fyrir nokkrum árum. „Það gerðist einn morgunn," sagði hann, „ná- lægt Jerevan f Armenfu. öskubíll keyrði á okkur oa ungi maðurinn við stýrið lést. Eg var f marga mánuði á spftala að nó mér og ákvað að ef ég lifði slysið af og gæti unnið aftur skildi ég gera eitt- hvað sem skipti verulegu máli. Ég Lfkið af Varlam hinum illa sténdur upp við tré og hrellir sonlnn Avel f myndlnni „Iðrun". hóf að skrifa „Iðrun" árið 1981 og þótt það væri ekki líklegt vissi ég að ég ætti eftir að gera þessa mynd. Hver kafli hennar er byggð- ur á staðreyndum. Einu sinni sagði mér kona fró lifinu í fangabúðum. Hún talaði F sex stundir. Saga hennar kveikti í mér þörfina á að deila henni með öðrum. Ég vissi öið siðfræðileg, sögð á mörkum draums og veruleika. í lok ársins 1982 var handritið tilbúið og ég ákvað að sýna það Eduard Shevardnadze utanrikis- ráðherra, sem þá var aöalritari Kommúnistaflokksins f Georgíu. Ég skildi það eftir á skrifstofunni hans og frétti ekkert af því mánuð- Frakkland: „Bless, krakkar" eftir Louis Malle Sumir gagnrýnendur í Frakk- landi segja að nýjasta kvikmynd Louis Malle, „Bless, krakkar" („Au revoir les enfants"), sé hans meistaraverk. Myndin byggir á reynslu Malle sjálfs frá því aö hann var lítill drengur og segir frá þremur gyðingastrákum sem Gestapo tekur fró rómversk- kaþólskum heimavistarskóla í Frakklandi og sendir í útrýming- arbúðir nasista þaðan sem þeir óttu ekki afturkvæmt. Sem strákur varð Malle vitni að því þegar Gestapo kom í skól- ann og tók strákana og sfðan hann gerðist kvikmyndaleikstjóri hefur sá atburður alltaf verið of- arlega í huga hans sem efni í kvikmynd. Fyrir meira en áratug skrifaði hann fimm síöna lýsingu ó handtökunni fyrir vin sinn sem var að skrifa sögu um andspyrnu gegn nasistum „en að gera mynd um þennan atburð var mjög er- fitt," sagði hann. „Árum saman taldi ég þaö ekki fýsilegt. Það varð að lýsa upplifun þessa tíma- bils með augum barnsins og meira en það, upplifun berns- kunnar sjálfrar, með ótta sínum og hryllingi og breytingum." En innblósturinn kom yfir Malle á sveitasetri hans sumarið 1986. Hann gerði uppkast að handriti sem byrjaöi á för hans í skólann fró París og endaði meö því að þrír bekkjarfélagar hans og skólastjórinn gengu út um skólahliðiö f fylgd hermanna. Uppkastið fullnægði þeirri kröfu „að breytast úr venjulegri frá- sögn yfir í harmleik," eins og Malle orðaði þaö. Frakkar hafa undanfariö oröið aö takast á við fortföina meira en oft áður. Nýlega lauk réttar- höldunum yfir Gestapoforingjan- um Klaus Barbie og fyrir skömmu var sýnd í franska sjónvarpinu stórmerk heimildarmynd Claude Lanzmanns um Helförina, en myndin heitir „Shoah". Gagnrýnendur f Frakklandi og víðar hafa eins og áður var minnst ó farið mjög lofsamlegum oröum um mynd Malle og aðsókn á hana hefur verið mjög mikil. Þetta hefur „sannfært Frakka um aö ég er aö snúa til þeirra aftur. Glataði sonurinn snýr aftur," sagði Malle í gríni, en hann hefur unnið í Bandarfkjunum í mörg ár. „Það eru miklir möguleikar á því aö ég haidi áfram að vinna hér í Frakklandi. Það er sannar- Gyðingadrengirnir f myndinnl „Bless, krakkar".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.