Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 G 15 Sefkofar á Titícacavatni Foraar „Inkasturtur". það rígnir aldrei inn í þau. Þetta fólk þekkir vitaskiild engin þægindi á okkar mælikvarða. í húsum þess eru engin húsgögn og konumar fæða böm sín á gólfínu. Titicaca- vatn er mjög tært og fólkið lifir á fískveiðum og notar við þær veiðar báta úr þurrkuðu sefi. Siðan notar það fiskinn til vöruskipta, fær fyrir hann helstu nauðsynjar upp á landi. Þær nauðsynjar em þó ekki marg- brotnar því fæði þeirra er mjög einfalt, bömin fá t.d. enga mjólk þegar móðurmjólkinni sleppir. Þess- ar eyjar em mjög litlar og þær dúa þegar maður gengur á þeim. Þegar íbúar þeirra deyja er vitaskuld ekki hægt að grafa þá heldur er siglt í land með líkin og þau grafin þar. Það er merkilegt að þetta frum- stæða fólk hefur komið sér upp bamaskóla á einni eynni og inni í honum eru einu húsgögn eyjanna. Eyjamar em líka greinilega óhent- ugar fyrir húsgögn því ég sá að stól- og borðfætur vom I mörgum tilvikum alveg sokknar ofan í sefið. Frá Puno var ferðinni heitið aftur til Lima. Þangað var áætlað að koma á hádegi en margra tíma sein- kun á flugvélinni orsakaði það að við vomm ekki komin til Lima fyrr en klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyr- ir það tókst okkur að fara í skoðunarferð um borgina um kvöld- ið. Lima er rétt eins og hver önnur stórborg. í henni em margar fagrar byggingar, flestar I spönskum stíl því Spánveijar byggðu Lima eftir að þeir lögðu Perú undir sig. Morg- uninn eftir fómni við til Iquitos sem er 300 þúsund manna borg við Amasonfljótið. Þessi borg og fleiri borgir við Amasonfljót byggðust upp mjög hratt og beinlínis vegna þess að gúmmíplantan var upp- götvuð. Þá uxu þessar plöntur hvergi annars staðar og þeir sem uppgötvuðu þær urðu milljónerar nánast á einni nóttu, svo mikið var ríkidæmið að þeir fluttu inn heilu húsin og hallimar frá Evrópu. Lengi vel höfðu menn einokun á gúmmí- markaðinum, en svo hmndi þetta allt saman þegar Breti einn smy- glaði fæum gúmmítrésins úr landi. Fræin vom svo gróðursett m.a. í Asíu og þar með var einokuninni aflétt. Til Iquitos er ekki hægt að kom- ast nema sigla á skipi eða með flugi. Við fómm fljúgandi. Þar var tekið á móti okkur og farið með okkur í smábát og siglt á Amason- fljóti að þeim stað sem okkur var ætlað að gista í tvær nætur. Húsa- kynnin sem við bjuggum í vom svipuð þeim sem Indíánamir sjálfir búa í, að viðbættum smá þægindum sem við nutum, en þeir hafa ekki, svo sem salemi og rennandi vatn. Það er mjög ódýrt og einfalt að byggja þama því nánast allur efni- viður fæst í skóginum. Þakið er fléttað úr laufum pálmatijáa og tré og tijágreinar em söguð niður og notuð til húsbyggingarinnar og til að smíða úr húsgögn. Við fórum í margar skoðunar- ferðir um fmmskóginn, bæði til þess að skoða dýralífið og plönturík- ið sem er mjög fjölskrúðugt. Einriig fengum við tækifæri til þess að heimsækja Indíánaþjóðflokk sem enn býr við mjög fmmstæðar að- stæður. í skóginum em um fimmtíu ættbálkar en eftir því sem siðmenn- ingin þrengir að þeim því lengra hörfa þeir inn í skóginn, því sið- menninguna vilja þeir ekkert hafa með að gera. Fólkið sem býr við fljótsbakkana virðist búa við betri kjör en fólkið í Andesflöllum, því í frumskóginum vaxa ávextimir villt-. ir, nóg er þar af vatni og fiski, og þeir hafa hitann. þegar litið er til baka þá finnst mér þessi ferð hafa verið alveg stór- kostleg. Þó að við sæjum margt dapurt, þvi kjör fólksins em yfir- leitt mjög slæm, þá sáum við iíka ýmislegt merkilegt, því landið á sér svo merkilega sögu. Þar sem við fómm ansi víða fengum við tæki- færi tii að sjá mannlífið í mismun- andi mynd sem gerir svona ferð svo eftirminnilega og hefur mildl áhrif og verður til þess að maður kann enn betur að meta þau kjör sem við búum við hér á Islandi. Kjömm manna þama er afar misskipt, það er annarsvegar mikið rfkidæmi og hinsvegar mikil fátækt Lífsgæða- kapphlaupið hefur að sjálfsögðu ekki náð til almúgafólks í Perú, takmark þess er fyrst og fremst það að halda í sér lffí. 1 dag rfkir mikil óvissa f landinu, því nú er verið að bijóta niður hið mikla veldi fáeinna ætta sem nánast hafa ráðið ferðinni varðandi efnahag landsins. T. d. höfðu, stuttu áður en við kom- um til landsins, allir einkabankar verið þjóðnýttir og kostaði það ein- hveijar óeirðir í Lima. Mikil verð- bólga er f landinu og mikil eAirspum er eftir Bandaríkjadölum á svörtum markaði. Gengið hækk- aði um 30 prósent þá ellefu daga sem við vomm f landinu. Það er mjög ódýrt að ferðast í Perú t.d. kostar góð máltfð á þokkalegum veitingastað aðeins um 40 krónur. Fólkið er velviljað, en hafa verður í huga þegar maður er að ferðast um í landi sem þessu, þar sem nútíma menning er skammt á veg komin, að maður verður að aðlag- ast þeirra siðum og reglum, þó margt sé ólíkt þvf sem við eigum að venjast. Fyrir þá sem gaman hafa af því að fara á framandi slóð- ir og ég tala nú ekki um þá sem stunda fjallgöngur þá er þetta land algjör paradís." TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR #CITIZEN Jólagjöf tölvueigandans! CITIZEN LSP-10 hefur verið eixm, mest seldi prentarinn hérlendis undan- farin ár og ekki að ástæðulausu. Nú bætir CITIZEN um betur, með LSP-100, meiri íjölhæfni og afköst en áður. Mesti prenthraði er 175 stafir á sekúndu, 30 stafir á sekúndu í spariletri (NLQ). Stafastærðir eru firá 5 stöfum á tommu upp í 20, hægt er að hafa stafi í tvöfaldri hæð fyrir fyrirsagnir. CITIZEN LSP- 100 er einnig gerður til að endast, verksmiðjuábyrgð í tvö ár, tvöfalt lengri en hjá öðrum! CITIZEN LSP-100 hentar öllum tölvum, sérstaklega PC og AT samhæfðum. Tölvueigandinn fær hér sérstaklega Qölhæfan prentara sem hentar einstaklega vel sem einkaprentari á skrifstofuna eða heim. Atvinnumenn treysta CITIZEN prenturum. Þú getur treyst því að tölvueigandinn verður hæstánægður með LSP-100. MICROTOLVAN Síöumúla 8 - 108 Reykjavík - sími (91)-Ú88944 FROTTE- SLOPPAR stuttir-síðir 16 gerðir Verð frá 1.990.- lympil Laugavegi 26. «. 13300 - Gianubae. «. 31300 Eigum ennþá fjölbreytt úrval heimilistækja frá ARISTON, t.d.: Kæliskápar. Tegund Lítr. Hæð sm KS-140 140 85 DF-230 230 139 DF-280 280 160 DF-330 330 170 Þvottavél. AR-870 85 Hellur/bökunarofnar 4ra hellna, stál Kr.9.170,- 4ra hellna, ceramic Kr. 29.350,- 4ra hellna, ceramic Kr. 30.260,- Bökunarofnar, blástursofn Kr. 20.925,- Bökunarofnar, blástursofn Kr. 26.560,- Br. sm Dýpt sm Verð m/söl- usk. 50 56 Kr. 18.480,- 55 60 Kr. 28.075,- 55 60 Kr. 28.590,- 55 60 Kr. 30.670,- 60 55 Kr. 31.900,- Gufugleypar Gufugleypir, útdreginn Kr. 9.425,- Gufugleypir Kr. 7.435,- Kjölursf. Hverfisgata 37, símar 21490 og 21846. Keflavík: Víkurbraut 13,92-2121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.