Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Það besta í lífínu kostar ekkert, er eitt af þessum slitnu gömiu spekiorðum sem tímans tönn hef- ur rifið í sig. Blasti við Gáruhöf- undi sem opnaði dymar hjá sér eftir mánaðar fjarveru og greip póstinn. Happdrættismiðar, fjár- beiðni, styrktargjald.alveg eins og við heimkomuna í fyrra um miðjan desember. Að sjálfsögðu allt til góðra málefna og nauðsyn- legra. Rausnarskapurinn rennur að vísu svolítið af við fá í einu allan bunkann, sem i áravís hefur verið borgaður með smáskammta- gíróseðlum. Samlagningin gerir mann að svíðingi og það á jóla- föstunni, þegar allir eru svo Qarska góðir. Ekki fagurt til frá- sagnar að í fyrra var tínt úr það sem fór yfír tíu þúsund áður en haldið var í bankann. Léttir að bunkinn small í þetta sinn rétt innan við markið tíu þúsund. Vek- ur upp spuminguna: skyldi borga sig fyrir félögin með þörfu mál- efnin að senda öll út fjárbeiðnir í sama mánuði, rétt fyrir jólin? Eða má kannski reikna með að allir góðviljaðir framleggjendur eigi 10 þúsund krónur í afgang af nauð- þurftum í sama mánuðinum? Hvað er maður svosem að kvarta og kveina, nýkominn úr Evrópureisu og fríi frá daglegu amstri - og það á jólaföstunni. Við að fletta dagblaðabunkunum fímm með mánaðarskammti af íslenskri “þjóðfélagsumræðu" virðist að yfrið nóg hafí verið hellt úr skálum reiðinnar á einum mánuði. Við að fá alla gusuna svona á einu bretti, hvarflar að manni hvort holræsakefíð sé í lagi hjá okkur. Hvort ekki sé hætta á að flói yfír. Maður verður svo dæmalaust afslappaður af að ferðast f lestum á fastalandi Evrópu. Lestin brun- ar, hraðar, hraðar, sagði Jón Helgason og vatt sér svo í ljóðinu í söknuðinn. Brunandi lestin fyllir þennan skrifara aftur á móti værð og ró. Mundi fara að mala ef svo- leiðis útbúnaður væri á mannfólk- inu. Lestarþeginn les bókina sína, getur teygt úr fótunum eða staðið upp og fengið sér að borða í ró og næði á leiðinni í matarvagnin- um eða tekið samloku og ölglas á bamum. Ekkert vandamál að breiða úr og lesa dagblað eins og í þregslum flugvélanna nú orðið. Skal þó tekið fram að hugulsamar íslenskar flugfreyjur fluttu mig í rýmri sætaröð svo ég gæti lesið fyrsta Moggann á heimleiðinni, þegar 25 sm voru milli ennis míns og augna og stólbaksins fyrir framan. Vont að vera ekki nægi- lega nærsýnn, flugvélanærsýnn, til að geta lesið með nefíð ofan í blaðinu. Lestir í Evrópu eru á lengri leiðum orðnar svo góðar og nota- legar. Ekki lengur þessar skítugu, skröltandi jámhjólalestir frá fyrri tíð. Svo hafa lestir þann kost að fara úr miðborgum og renna inn í miðborgir. Ekki öll þessi bið á flugvöllum langt utan við borgim- ar og tímafrekt mas við að koma sér inn á hótel eftir stutt flug. í borgum með neðanjarðaijám- brautakerfí er jafnvel hægt að komast beint af jámbrautastöð- inni inn í umferðakerfíð og á áfangastað, framhjá eða réttara sagt undir umferðinni. Á undanfömum ámm hefur Gáruhöfundur komist upp á að skella sér upp í lest strax og stig- ið er á fastalandið út úr blessaðri flugvélinni, sem flytur okkur frá þessari eyju okkar. Og ferðast ekki öðruvísi milli staða á megin- landinu. Hvert tækifæri t.d. gripið að fara með hinum nýju TGV hraðlestum á lengri leiðum, sem renna mjúklega á 370 km hraða. Bið og hangs fer óskaplega fyrir bijóstið á Gáruhöfundi, sem naut þess nú þeim mun meir að sitja og samt að vera að ferðast í lestum á langleiðunum frá Lux- emburg til Parísar, síðan með TGV lestinni frá París og suður undir Miðjarðarhaf og að nokkr- um tíma liðnum frá Montpellier til Sviss með Madrid-Genfarlest- inni og loks með einni skiptingu frá Genf til Luxemburgar á vit Flugleiða, sem ber mann yfír ólestarfært hafið hér norður á þessa eyju. Fáir vita raunar af þeirri ágætu þjónustu sem Flug- leiðir veita, að selja með flugfar- miðanum afsláttarmiða með lest til og frá áfangastað þeirra til einhverrar stórborgar Evrópu. Þar með sannfærir þessi hagsýni skrifari sig jafnan um að hann hafi sparað svo mikið að hann eigi skilið far á fyrsta klassa í lestunum. Lestin brunar. Framhjá rennur landslag, gulnuð tré, hús, nýtt land. Fylgir tilfínningin af að vera að ferðast, umfram það að flytj- ast bara milli staða. Á lestarferð- unum sökkvir maður sér gjaman ótruflaður niður í bók. Gafst gott tóm til að sökkva sér niður í nýút- komnu frönsku bækumar, sem fólk var að gauka að manni. Við slíkar aðstæðu gekk hratt og vel á bókina um forsetaframbjóðend- uma frönsku eftir Alain Duhamel, nú þegar kosningaskjálftinn er hafinn í útvörpum og sjónvörpum þar í landi, og maður sökkvir sér niður í Goncourverðlaunabókina 1987, Heilögu nóttina eftir Mar- okkómanninn Tahar Ben Jelloun og kynnist framandi hugarheimi, þar sem óhamingjan felst í því að eignast bara stúlkuböm og nær í síðustu lestarferðinni dtjúgum skammti af spennandi skáldsögu eftir suðurfrönsku skáldkonuna Frederique Herbard, Kvennabúr- ið. Rekst þar á tveimur stöðum á nafnið ísland, þótt það vísa land komi ekkert við sögu, annars veg- ar vísað til okkar gömlu tungu sem menniningarmáls og svo kemur við sögu íslenska sýningar- stúlkan Pili með stút á munni þegar komið er í tilgerðarheim kvikmyndatökugengisins í Ist- ambúl. Gæti það kannski gefíð vísbendingu um hvar frægð okkar liggur helst nú um stundir? Þótt það geti óneitanlega tafíð skáld- sögulestur er þó skemmtilegast við lestarferðir að fólk hefur tóm til að skiptast á orðum. Japaninn við hliðina á mér í 5 tíma lestar- ferðinni suður eftir Frakklandi var ekki á neinu smáferðlagi, enda eyða japanskir athafnamenn ekki lengri tíma í afgreiðslu erinda sinna en nauðsyn krefur. Hann hafði komið fljúgandi frá Japan yfír Alaska til Parísar á 16 tímum, tekið sér leigubíl beint af flug- velli á Lyon-brautarstöðina og brunaði nú í lest til Montpellier, þar sem hann ætlaði að taka leigubíl í einhvem bæinn niðri á ströndinni, ljúka þar erindum verktakafyrirtækis síns á 5 dög- um, fljúga frá París til Banda- ríkjanna, reka erindi fyrirtækisins þar í 6 daga og fljúga heim. Með svona atorku verða Japanir líklega ofan á í harðri samkeppni heimsins. Áttum samræður um tvo ólíka heima á leiðinni. Svo kemur maður heim til ís- lands á jólaföstu og hittir á fyrsta kvöldi óvænt fyrir sálufélaga, sem líka fínnst fengur í því að tala við fólk á fömum vegi. Á hefðbund- inni jólaskemmtun hjá Hvöt flytur sr. Auður Eir okkur hugvekju. Talar um orð og mikilvægi orða og orðaskipta. Segir frá því að þegar hana eða séra Döllu dóttur hennar langi í skemmtilega til- breytingu, þá leggi þær leið sína einar niður í bæ, labbi niður Laugaveginn, skoði í glugga og líti inn í búðimar við götuna og í þessum búðum hitta þær fyrir hið ljúfasta fólk, sem vill skiptast á orðum við mann. Svona notalegt spjall við fólk, sem kannski segir eitthvað allt annað en það sem maður heyrir daglega á heima- velli, er e.t.v. enn meira. góðgæti nú þegar dregur úr orðaskiptum á heimilum þar sem fólk situr við skjáinn að loknum vinnudegi. Kannski er ekki sagt neitt merki- legt, en eitthvað sem vekur upp hugsun eða skerpir hlustun. Gárar og rótar e.t.v. einhveiju upp. Raðgreiðslur VISA-, ódýr og þægilegur greiðslumáti Léttiö greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðsl- um VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar, tryggingagjalda o.fl. Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferða- lög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greiðslumáta. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftiiíarandi hlunnindi: ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlagaþjónustu (erl.), bankaþjón- ustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu, vildar- kjör, tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. Boðgreiðslur, Raðgreiðslur, Símgreiðslur. STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS Fræðslu- fundur um dómstóla FÉLAG laganema, Orator, hefur ákveðið að gangast fyrir fræðslufundi þriðjudagskvöldið 15. desember kl. 20.00 í stofu 101 I Lögbergi. Yfírskrift fundarins er: Eru dóm- stólar hafnir yfír gagnrýni? Franz Jezorski, formaður Orators, setur fundinn og flytur inngangsorð. Að því loknu fara fram umræður við pallborð. Þátttakendur í umræðunum verða: Bjöm Friðfinnsson, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra, Jóhannes L.L. Helgason hrl., Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Sigurð- ur Gizurarson, bæjarfógeti á Akranesi, og Sigurður Líndal, pró- fessor. Kl. 21.00 verður gert hlé og fund- argestum boðið upp á veitingar. Eftir hlé halda umræður áfram jafnframt því sem áheyrendum gefst kostur á að leggja spumingar fyrir þá er við pallborðið sitja. Öllum er heimill aðgangur. OTDK HUÓMAR BETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.