Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 54
54 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Pekingönd á jólaborðið Láttu bara þáttinn heita bra, bra!, sagði dóttir mín, þegar ég sagði henni, að ég ætlaði að skrifa um önd. Þegar við heyrum orðið önd dettur okkur Reykvíkingum auðvitað fyrst í hug endumar á Tjöm- inni. Vert er að hugsa til þeirra um jólin, þótt ekki sé til að borða þær. Þeir sem fara til aftansöngs í Dómkirkjuna eða Fríkirkjuna ættu að taka með sér brauð í poka til að gefa öndunum. En það eru Pekingendur sem eru til umfjöllunar í þessum þætti, en þær em ræktaðar í andabúinu á Skeggjastöðum í Mosfellsbæ, sem Geir Gunnar Geirsson rekur. Eins og nafnið bendir til eiga endur þessar ættir að rekja til Klna, en okkar hreinræktaði Pekingandastofn er ekki þaðan kominn, heldur frá fuglakynbótabúi í Danmörku, sem selur líffugla út um allan heim, já, meðal annars til Kína. Pekingendur em 6 mánaða gamlar þegar þær fara að verpa og verpa í 9 mánuði, þá er settur nýr stofn inn til varps. Útungun tekur 28 daga og fuglamir em aidir í 7 vikur, en þá er þeim slátrað og er fallþungi 2,2 kg, þegar búið er að fiðurhreinsa og taka innan úr fuglinum. Innmatur er settur í plastpoka inn í öndina og notaður í soð í sósuna. Lifur anda er oft notuð í lifrarkæfu eða paté. Sósa með öndunum Öndin er sífellt vinsælli og vin- sælli hjá sælkemm Vesturlanda og eiga hinir austurlensku mat- sölustaðir hjá okkur sinn þátt í því, og til em hundmð uppskrifta með andaréttum. Vel matreidd og fyllt Pekingönd er sannkallaður hátíðamatur og kjötið bragðgott, mjúkt og safaríkt. Mörg margir vilja borða fugla- kjöt á jólum og hvað er betra en fyllt önd. Ég vandist tjúpum í jóla- matinn í minni bemsku, en nú ætla ég að hafa önd, sem að mínum dómi stendur ijúpum síst að baki. Endur fylltar með ávöxtum, lauk og sherry Handa 4 2 endur, rúml. 2 kg hvor 3 lítrar vatn 1 msk.. gróft salt í vatnið 3 tsk. sykur 3 tsk. salt 8 gráfíkjur 12 döðlur V2 dl rúsínur 50 g valhnetur rifínn börkur af V2 appelsínu 1 meðalstór laukur 6—8 hvítlauksgreirar 1 msk. matarolía 1 msk. smjör 2 msk. soyasósa V2 dl sherry 2 msk. smjör utan á öndina 2 msk. hunang eða síróp safí úr V2 appelsínu börkur af V2 appelsínu vatn til að sjóða börkinn í 3 appelsínur + 3 jólakerti til skreytingar 1. Byijið á að búa til fylling- una. Saxið gráfíkjur, döðlur, rúsínur og valhnetur fínt. Setjið í skál. 2. Hellið sherry og soyasósu yfír ávextina. 3. Setjið matarolíu og smjör í pott. Afhýðið laukinn og hvítlauk- inn, saxið smátt og sjóðið vð vægan hita í feitinni í 7 mínútur. Setjið laukinn saman við ávextina á skálina og jafnað vel saman. 4. Setjið vatn og salt í pott. Látið sjóða. Setjið endumar í pott- inn og sjóðið í 20 mínútur. 5. Takið endumar úr vatninu, setjið á grind og látið renna úr þeim. Ef hár em á þeim, má taka þau af með pinsetu eða svíða burt, en yfírleitt er það ekki svo mikið, að það þurfí. 6. Þerrið endumar vel að utan og innan. Blandið saman sykri og salti og nuddið vel í endumar að innan og utan. 7. Setjið fyllinguna í endumar, festið opið saman með kjötpinnum eða stórum stoppunálum. Snúið bringunni upp. 8. Hitið bakaraofíi í 150°C, blástursofn í 130°C. Setjið end- umar í steikingarpott eða annað flát og lok eða steikingarpappír yfír. Setjið örlitið vatn á botninn. Steikið við þennan hita í 75 mínút- ur. 9. Setjið innyflin úr öndunum í pott ásamt u.þ.b. 4—5 dl af salt- vatni. Sjóðið meðan öndin er að steikjast. 10. Sjóðið appelsínubörkinn í vatni í 15 mínútur. Takið þá úr vatninu og skafíð hvitu himnuna innan úr. Skerið síðan börkin í mjóar ræmur. 11. Blandið saman bræddu smjöri og hunangi eða sírópi ásamt appelslnusafa. 12. Aukið hitann á bakaraofn- inum 1210°C, blásturofn 1190°C. Athugið hvort bæta þarf vatni á botn bökunarpottsins. 13. Penslið öndina öðm hvetju með smjör/hunangsblöndunni en steikið áfram I 30 mínútur. Hafíð ekki lok yfír. 14. Stráið appelsínubakarræm- unum yfír öndina þegar þið hafíð penslað hana í slðasta skiptið. 15. Takið öndina úr pottinum, setjið á grind inn í ofninn. Hafíð skúffuna undir. Hafíð hurðina opna og slökkvið á ofninum. Látið öndina standa þannig I ofninum meðan þið búið til sósuna og brú- nið kartöflumar. 16. Takið öndina úr ofninum, skerið meðfram bringubeininu báðum megin, og út frá því á ská I sneiðar. 17. Takið kjötpinnann úr önd- inni, stingið tveimur skeiðum I opið til að hægt sé að taka fylling- una úr henni með þeim. 18. Skreytið fatið með appelsín- um og kertum. Sjá mynd. 19. Berið öndina fram með sósu og brúnuðum kartöflum. Sjá síðar I þættinum. Berið einnig góða beijasultu með. Endur fylltar með sell- eríi og eplum Handa 4 2 endur rúmlega 2 kg hvor 3 lítrar vatn 1 msk. gróft salt í vatnið 3 tsk. sykur 3 tsk. salt 2 græn epli sellerírót á stærð við epli V* dl rúsínur 1 biti sultaður engifer (Stem ginger) V2 dl eplasafí 3 msk. mangosulta (mango chutney) rifínn börkur af V2 sltrónu 2 msk. soyasósa 2 msk. smjör utan á öndina 2 msk. hunang eða síróp 1 msk. sítrónusafi 1 hálfdós niðursoðnar perur 1 granatepli eða nokkur frosin rifsber 1. Bytjið á að búa til fylling- una. Afhýðið selleríið og eplin. Rífíð gróft með riíjámi. Setjið í skál. 2. Saxið rúsínur, metjið engi- ferbitann með gaffli og setjið hvort tveggja út I. 3. Setjið sítrónusafa og soyas- ósu út I. 4. Rífið sítrónubörkinn og setjið saman við. 5. Setjið mangósultu saman við. Blandið öllu vel saman. 6. Setjið salt og vatn í pott. Látið sjóða. Setjið endumar I pott- inn og sjóðið I 20 mínútur. 7. Takið endumar úr vatninu, setjið á grind og látið renna úr þeim. Ef hár eru á þeim, má taka þau af með pinsetu eða svíða burt, en yfírleitt er það ekki svo mikið, að það þurfí. 8. Þerrið endumar vel að utan og innan. Blandið saman sykri og salti og nuddið vel I endumar að innan og utan. 9. Setjið fyllinguna I endumar, festið opið saman með kjötpinnum eða stómm stoppunálum. Snúið bringunni upp. 10. Hitið bakaraofn í 150°C, blástursofn í 130°C. Setjið end- umar I steikingarpott eða annað flát og lok eða steikingarpappír yfír. Setjið örlítið vatn í botninn. Steikið við þennan hita 175 mínút- ur. 11. Setjið innyflin úr öndunum I pott ásamt u.þ.b. 4—5 dl af salt- vatni. Sjóðið meðan öndin er að steikjast. 12. Blandið saman bræddu smjöri og hunangi eða sírópi ásamt sítrónusafa. 13. Aukið hitann á bakaraofn- inum I 210°C, blástursofn I 190°C. Athugið hvort bæta þarf vatni á botn bökunarpottsins. 14. Penslið öndina öðm hvetju með smjör/hunangsblöndunni en steikið áfram I 30 mínútur. Hafíð ekki lok yfír. 15. Takið öndina úr pottinum, setjið á grind inn I ofninn. Hafíð skúffuna undir. Látið hurðina vera opna en slökkvið á ofninum. Látið öndina standa þannig I ofn- inum meðan þið búið til sósuna og brúnið kartöflumar. 16. Takið öndina úr ofninum, skerið meðfram bringubeininu báðum megin, og út frá því á ská I sneiðar. 17. Takið kjötpinnann úr önd- inni, stingið tveimur skeiðum I opið til að hægt sé að taka fylling- una úr henni með þeim. 18. Raðið pemhelmingum á fatið. Látið kjamahúsið snúa upp. Bijótið granateplið og setjið nokkra steina I hvem pemhelming eða setjið nokkur rifsber í staðinn. 19. Berið öndina fram með sósu og brúnuðum kartöflum, sjá síðar I þættinum. Berið einnig rifsbeija- sultu með. Berið vínbeijasalat með. Sjá aftast I þættinum. 1 msk. smjör 1 msk. hveiti soð af innyflum og úr steiking- arpottinum V2 dl ijómi 3 msk. sheriy eða rifssafi 1. Heilið úr steikingarpottinum I skál. Skolið síðan að innan með örlitlu vatni og setjið saman við. 2. Setjið 2—3 ísmola út I soðið og stingið skálinni I frystihólfíð á kæliskápnum I 5 mínútur. 3. Fleytið fítuna ofan af soðinu. 4. Bræðið smjör I potti, hrærið út í það hveiti. Þynnið með soði af innyflum og úr steikingarpott- inum. 5. Setjið ijóma og sherry eða rifssafa út I sósuna. Athugið: Ef þið sjóðið sósuna með sherryi, gufar alkóhól upp, en bragðið situr eftir. Brúnaðar kartöflur 1 kg smáar, jafnstórar kartöfl- ur 1 msk. smjör 1 msk. matarolía 2—3 msk. sykur 1 dl ijómi 1. Sjóðið og afhýðið kartöflum- ar. 2. Setjið smjör og matarolíu á pönnu og bræðið. Setjið sykur út I og hrærið þar til þetta fer að brúnast. 3. Setjið ijómann út I og hræ- rið í þar til allt er jafnt. 4. Setjið kartöflumar á sigti, hellið yfír þær volgu vatni. Setjið á pönnuna og veltið við þar til allar eru fallega brúnaðar.. Salat með vínberjum, mandarínum, hnetum og selleríi V2 kg græn vínber 1 lítil dós niðursoðnar mand- arínur, sem betra er að nota en ferskar 1 dl rifíð súrsað sellerí (shredded seleriac), fæst I kmkkum 50 g velhnetukjamar safí úr V2 stórri sítrónu 3 ísk. hunang 2 msk. matarolia 5 dropar tabaskósósa 1. Hellið selleríinu á sigti og látið renna vel af því. 2. Hellið mandarínunum á ann- að sigti og láti renna af þeim. 3. Skerið vinberin I tvennt, langsum. Takið úr þeim stéina. 4. Meijið hnetulgama örlítið með kökukefli. 5. Þeytið saman sítrónusafa, matarolíu, hunangi og tabaskós- ósu. 6. Setjið vínber, mandarínur, sellerí og hnetur I glæra skál. Hellið safanum yfír og blandið vel saman með tveimur göfflum. Leiðrétting: í síðasta þætti frá 6. desember em tvær villur I uppskriftinni „Hjörtu með súkkulaðihúð". Þar stendur 100 valhnetur, en á að vera 100 g valhnetur, síðan hefur faliið niður lína I upptalningu af því, sem I kökumar fer, en þar á að standa 50 g flórsykur I deigið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.