Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ,-SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 ÍÞRÓTTABÚÐIN BORGARTÚNI20 SÍMI20011 rl/R0O-U/fi&fi 7/Í7/ THE ULTIMATE POWER PRESSURE WASHER ÞV07TATÆK/Ð Alhlida þvottatæki tengt beint vid garðslönguna. „SOFT-SUDS“ sápubrúsi fylgir hverju tæki. „TURBO-WAX“ bóni ersprautaö á bílinn með tækinu. Tilvalið á: ★ bílinn ★ húsið ★ gluggana ★ stéttina og margt fleira. Tilvalin jólagjöf immmsii? 1 Varahlutaverslun Bíldshöfða 18 - Reykjavík - Simi 91-672900 Ólafsvík: 100 ára afmælis bamafræðslu minnst ólafsvik. 100 ÁRA afmælis barnafræðslu í Ólafsvík þ.e. skipulegs sam- fellds skólahalds var minnst fyrir nokkru. Hinn rétti afmælisdagur var 19. nóvember því þann dag árið 1887 var bamaskólinn stofn- settur. Árin 1856-1863 var þó skólahald hér en lagðist af vegna erfiðs árferðis að talið er. Upp- hafsmaður skólahalds i Ólafsvik mun hafa verið danskur verslun- armaður, Frydenlund að nafni, en fyrsti skólastjórinn var Jó- hannes Stefánsson síðar kaup- maður í Reykjavík. Afmælishátíðin hófst í Grunn- skólanum með því að Gunnar Hjartarsson skólastjóri setti sam- komuna. Þá léku nemendur á ýmis hljóðfæri og kirkjukór Ólafsvíkur söng. Skólastjóri rakti sögu skólans auk þeirra atriða sögunnar sem greint er frá hér í upphafi. Kom fram í máli Gunnars að hin fyrsta skóladag voru nemendumir 16 tals- ins, 7-14 ára að aldri, og voru 8 af hvoru kyni. Þessi skóladagur hófst með inntökuprófi í Kverinu, Biblíusögum, lestri og skrift. Jóhannes Stefánsson var eitt ár við skólann en þá tók við Ágúst Þórarinsson síðar kaupmaður í Stykkishólmi. Alls hafa 18 skóla- stjórar starfað við skólann, lengst var Jónas Þorvaldsson eða frá 1932 til 1957. Ávörp fluttu Jenný Guðmunds- dóttir formaður skólanefndar, Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis, en hann var jafnframt fulltrúi menntamálaráð- herra við þetta tækifæri, einnig fluttu ávörp Hörður Zophoníasson fyrrum skólastjóri hér, Kristján Pálsson bæjarstjóri og Herbert Hjelm formaður bæjarráðs. Skólanum bárust margar góðar gjafir s.s. frá ráðherra, fræðsluráði og starfsfólki þess, skólum ná- grannabyggða, fyrirtækjum, ein- staklingum og eldri árgöngum nemenda. Opnuð var sýning í myndum og máli með kennslugögnum og áhöld- um frá ýmsum tímum. Einnig var sýnd handavinna nemenda allt aftur til 1950 svo og myndlist. Samkom- unni í grunnskólanum lauk með því að sóknarpresturinn sr. Friðrik J. Hjartar flutti bæn og ámaðaróskir. . Um kvöldið var síðan skemmtun í félagsheimilinu á Klifi. Þar fluttu hinar ýmsu bekkjardeildir skólans skemmtiatriði, hver við sitt hæfí. Eitt þeirra atriða var leikið og lesið brot úr skólasögu Ólafsvíkur. Gladdi marga að þar var m.a. getið um undirbúningskennslu Kristjönu heitinnar Einarsdóttur en hún rak forskóla á heimili sínu í áraraðir og minnast margir að góðu þeirrar skólavistar. Fjöldi fólks var á þess- ari skemmtun sem tókst hið besta. Núverandi skólastjóri Grunnskóla Ólafsvíkur er Gunnar Hjartarsson eins og fyrr greinir. — Helgi. Bók eftir Stephen King FRJÁLST framtak hf. hefur sent frá sér bókina Eymd eftir banda- ríska rithöf undinn Stephen King. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Sagan Eymd fjallar um rithöfund sem hefur öðl- ast miklar vinsældir fyrir bóka- flokk. Hann ákveður að snúa sér að öðru viðfangsefni en lendir í bílslysi og verður fyrir alvarlegum meiðslum. Hjúkrunarkona með vafasama fortíð tekur hann upp á arma sína og hefjast þá raunir rit- höfundarins fyrir alvöru. Hjúkrun- arkonan skipar honum að vekja aftur þær söguhetjur sem hann hafði kastað fyrir róða og staða höfundarins er þannig að hann á einskis úrkosta." Karl Birgisson þýddi bókina. Hún er 351 bls. og er prentunnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Jólatilboð Borð og fjórir stólar kr. 37.000,- stgr. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.