Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 24
1 24 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 „NIÐUR MED EINRÆÐIÐ!“ Matvælaóeirðir í Rúmeníu auka vanda Ceausescus Ceausescu og Elena forsetafrú: 35 ættingjar í valdastöðum. NICOLAE Ceausescu Rúmeníuforseti verður trúlega fyrir þrýst- ingi á aukaþingi rúmenska kommúnistaflokksins, sem hefst á morgun. Það átti upphaflega að fara fram fyrir viku, en því var frestað vegna aukinnar andstöðu, sem forsetinn hefur mætt, og vaxandi óvissu og upplausnar í flokknum. Flokksþingið fylgir í kjöl- far matvælaóeirða í iðnaðarborginni Brasov og tilskipunar um orkuskömmtun, fjórða veturinn í röð. Völd Ceausescus hafa aldrei verið í eins mikilli hættu og forystuhæfni hans hefur aldrei verið dregin eins rnikið í efa, en erfitt er að hrófla við honum. Tóm matvöruverzlun: skömmtun eins og á stríðstímum. Fyrir nokkrum dögum rak Ceausescu Alexandru Babe fjármálaráðherra vegna versnandi efna- hagsástands og aukinnar óánægju almennings með rýmandi lífskjör. Þremur dögum áður hafði í fyrsta skipti verið staðfest að ofsa- fengnar mótmælaaðgerðir hefðu farið fram í Brasov, sem er önnur stærsta borg Rúmeníu. Um leið hótuðu Rúmenar að greiða ekki Alþjóðabankanum um 75 milljarða kr. skuld. Alls hefur Ceausescu rek- ið um 20 ráðherra og embættis- menn síðan í ágúst. Slíkar hreinsanir em nær árviss atburður og haft er á orði að hann kunni engin önnur ráð til að berjast gegn þrálátum matvæla- og orkuskorti. Þeir erfiðleikar stafa af því að Ceausescu hefur fylgt þeirri stefnu síðan 1981 að greiða megnið af erlendum skuldum Rúmena fyrir 1990 og auka framleiðni. Skuldim- ar hafa minnkað um rúman helming og nema nú um 200 milljörðum kr. Matvæli og flestar aðrar seljanlegar vömtegundir hafa verið fluttar út til að grynnka á skuldunum. í fyrra minnkaði útflutningur um 11% og þá nam halli á viðskiptum við út- lönd tveimur milljörðum dollara. Skuldir Rúmena stafa af miklum og óarðbæmm „gælu“-fjárfesting- um í iðnaði á fyrstu stjómarámm Ceausescus, sem er 69 ára gamall og hefur verið við völd síðan 1965. Skipulagning orkumála hefur verið í molum og rafstöðvar em í lama- sessi. Skuggsýnt Nokkmm dögum áður en í brýnu sló í Brasov gaf stjóm Ceausescus út tilskipun um 30% niðurskurð á orkunotkun heimila og „óarðbærra fyrirtækja", m.a. skóla og sjúkra- húsa. Skrúfað er fyrir rafmagnið í tvo til átta tíma á dag og hiti í heimahúsum hafður í lágmarki. Skuggsýnt er á heimilum og skrif- stofum, því aðeins má hafa kveikt á örfáum lömpum. Vandratað er um götur borga og bæja í skamm- deginu, því að einu götuljósin, sem loga, em við aðalgötur. Stjómío hefur jafnvei gengið svo langt að, stela rafmagni frá Júgóslövum úr sameiginlegu orkuveri þeirra í Jám- hliðinu í Dóná, með því að taka þaðan óleyfilegt magn. Þúsundir Rúmena freista þess að flýja myrkrið, kuldann, skortinn og kúgunina og em skotnir af landamæravörðum. Um 2.000 reyna árlega að komast til Júgó- slavíu, margir með því að synda yfir Dóná. 1 júgóslavnesku landa- mæraþorpi em tugir ómerktra grafreita flóttamanna, sem vom komnir inn í Júgóslavíu þegar þeir féllu fyrir kúlum rúmenskra landa- mæravarða. Að undanfömu hefur tugum Rúmena verið smyglað til Vestur-Þýskalands í vömbifreiðum gegn allt að 5.000 punda gjaldi. Þrátt fyrir uppþotin í Brasov hefur lítið borið á óánægju í Rúm- eníu. Landsmenn fá helzt útrás fyrir gremju sína á leiksýningum, þar sem hæðzt er að ástandinu, t.d. með því að láta verksmiðjustjóra laga „skyndikaffi", sem sést varla í verzlunum, og húsmæður hringja í næstu verzlun og panta kjöt. Jafn- vel skinka, spægipylsa og niðursoð- ið kjöf fást ekki nema fyrir harðan gjaldeyri, sem almenningi er bann- að að hafa undir höndum. Leikhús em velsótt, því að ekki er talið fært að sjónvarpa nema í tvær klukkustundir á kvöldin. Leiksýn- ingar, tónleikar og ópemuppfærslur hefjast kl. 6 e.h., áhorfendur sitja dúðaðir í sætum sínum og hljóð- færaleikaramir em með vettlinga. Launalækkun í Brasov hefur vakið óánægju, ekki síður en annars staðar í Rúm- eníu, að skömmtun er á brauði, kjöti, sykri, hveiti og öðmm undir- stöðumatvælum, eða ógerningur að fá slíka „munaðarvöm" í verzlun- um, og að íbúðir, skrifstofur, verzlanir og verksmiðjur em ekki kyntar nema hluta úr degi. Þó er Brasov ein blómlegasta borg Rúm- eníu. íbúar hennar em um 400.000. Hún hét áður Kronstadt og er ein helzta miðstöð þýzka þjóðarbrotsins í Rúmeníu. Samkvæmt sumum heimildum tóku 20.000 manns þátt í mótmæl- unum í Brasov 15. nóvember. Þeir sem gerzt þekkja segja að þau hafi verið óundirbúin. Þau bmtust út þegar embættismenn flokksins til- kynntu starfsmönnum verksmiðj- unnar „Rauði fáninn", sem framleiðir vömbíla og dráttarvélar, að laun þeirra hefðu verið lækkuð einu sinni enn, þar eð „þeim hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.