Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 C6^ Neikvæð leikföng „Nú þurfa pollamir ekki að rífast um hver sé dauður.“ Þessi orð mátti lesa í jólatilboðsauglýsingu frá versluninni hjá Magna. Geyslabyssa — þroskaleikfang sem þjálfar hug og hönd í æsispenn- andi leik — jólatilboð frá Radíóbúð- inni. Laserbyssa — eftirlíking af al- vöruvopni. Hún er með kíki, hljóð- deyfi og framlengingu, jólatilboð í versluninni Litlu Glasgow. Hvaða grundvöll hefur þetta fólk til að ákveða að þetta sé „þrosk- andi" leikfang? Er verið að reyna að telja fólki trú um að það sé þroskandi að drepa hvert annað? Foreldrar! Trúið þið því að þetta sé jafn þroskandi fyrir bömin og sölumenn vilja halda fram? Islensk böm em ekki alin upp í það hlutverk að bera vopn. Þau gera sér ekki grein fyrir hvaða af- leiðingar notkun raunverulegra vopna hefur í för með sér. Við undirritaðar sjáum fyrir okk- ur jólaboðin í ár. Hópur af „dauð- um“ jólagestum — því að sjálfsögðu eiga allir að vera þátttakendur í leiknum. Foreldrar. Gemm jólin að sannri friðarhátíð. Gefið ekki bömum ykk- ar steina fyrir brauð. Gerður Guðmundsdóttir, Bryndís Garðarsdóttir, Finnborg Scheving. Stofnanamál fjölmiðla Heiðraði Velvakandi. Ég skrifa þér í neyð minni. Þann- ig er að blaðamenn hafa svipt mig þegnskap á íslandi auk þess sem Kisan á myndinni hefur verið týnd lengi en hún sást siðast við Þórsgötu 7 hinn 5. október. Þetta er grábrönd- ótt láeða, mjög gæf og mannelsk. Hún heitir Táta og hlýðir nafni. Hún var með gula ól með rauðu merkis- spjaldi og á því vom allar upplýsingar en hugsanlega hefur ólin dottið af henni. Míkil sorg ríkír á heimilinu og ef einhver hefur verið svo óheppinn þeir hafa svipt mig atvinnutitli mínum. En það sem verra er að þeir hafa skilið mig frá manninum mínum, auk þess sem ég geri yfír- að aka yfir hana viljum við biðja við- komandi að hafa samband við okkur. Við viljum eindregið vita um afdrif hennar lifandi eða dauðrar, því óviss- an er verst. Ef einhver hefur orðið var við Tátu er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 25859, Ingólf (síma 29300 eða Kattavinafélagið ( s(ma 76206. leitt ekki neitt í þeirra augum. Ég er orðin aðili íslenska þjóð- félagsins, aðili vinnumarkaðarins og ég er ekki gift lengur heldur er ég aðili í sambýlisformi. Þar sem ég er ráðandi aðilinn í þessu sam- býlisformi er ég framkvæmdaaðil- inn. Þess má geta að ég er aðili að lausn ræstingavandans og fram- kvæmi hreingerningar.. Ég fæ ekki lengur greitt með krónum og aurum heldur eru tekjur mínar, framkvæmdaaðilans í sam- býlisforminu, hluti ráðstöfunar- tekna í sambýlisformi eða hluti kaupmáttar kauptaxta, allt eftir því hvort stjómarsinni eða stjómarand- stæðingur á ( hlut. Tekjur mínar eru vergar þegar skatturinn á í hlut. Ég tel (athugið, ég held ekki, trúi eða veit) að þessir fram- kvæmdaaðilar blaðaskrifa ættu að gera úttekt á vergu mati þessara skrifa með þjóðfélagslega greiningu ( huga þannig að okkur hinum aðil- unum í þessu þjóðfélagsformi verði liós stéttarfélagsleg staða okkar. Eg vona að allir aðilar taki þetta til sín, sérstaklega aðilar ritstjómar blaðs þíns og þá helst aðalfram- kvæmdaaðilinn. Aðili sambýlisforms (lesist: húsmóðir) Víkverji skrifar Utlendingar hafa gjaman orð á því að það sé með ólíkindum hversu fjölbreytt veltingahúsa- og skemmtanalífið er ( Reykjavík mið- að við borgir af sambærilegri stærð í nágrannalöndunum. Starfsmaður í móttöku eins helsta hótelsins í borginni hefur sagt Víkverja sögu af dönskum kaupsýslumanni sem kemur hingað til lands nokkmm sinnum ári. Fyrsta verk Danans þegar hann birtist á hótelinu er að fá móttökuna til að panta fyrir sig borð á þeim veitingastaðnum sem opnað hefur frá því að hann var hér síðast á ferð. Ennþá hefur það ekki brugðist að unnt hefur verið að útvega honum málverð á veit- ingahúsi sem ekki var til, þegar hann var síðast ( landinu. Samkeppnin er ekki síður hörð milli skemmtistaðanna. Ef laða á til sín fólk verða veitingamenn að hafa auðugt (myndunarafl og vera fundvísir á uppákomur. Varla á samkeppnin á því sviði eftir að minnka eftir að Hótel ísland í Ár- múlanum verður að veruleika. Auðvitað hljóta menn að velta fyrir sér hvenær að því komi að Ólafur Laufdal sé farinn að keppa við sjálf- an sig, því að einhvers staðar sækir hann það fólk sem á að fylla hú- skynni skemmtistaðarins á Hótel íslandi. Það verður ekki stður fróð- legt að fylgjast með því hvemig keppinautar Ólafs Laufdal munu bregðast við harðandi samkeppni á þessu sviði. Reyndar má e.t.v. sjá fyrstu vísbendinguna í því efni í viðbrögðum forráðamanna Þór- skaffis sem hafa innréttað ný salarkynni í húsi þessa veitinga- staðar og hyggjast reka þar lokaðan klúbb fyrir „athafnamenn". Það er sannarlega stórborgar- bragur á Reykjavík, þegar kvöld- og næturlífið er annars vegar. XXX A Islendingar eru miklir símamenn, eins bg flestir vita, og reyndar svo miklir að hér hefur siminn æði mikinn forgang í mannlegum sam- skiptum. Það er t.d. seginn saga að hringi síminn, þegar maður kem- ur í einhverja þjónustustofnunina og hefur e.t.v. hafið persónulegt viðtal við einhvem starfsmanninn, þá er símhringingunni svarað og gesturinn á skrifstofunni má bíða meðan símtalið er afgreitt. Auðvit- að er þetta ekkert annað en ókurteisi við þann sem gert hefur sér ferð í þjónustustofnunina til að eiga orðastað starfsmann hennar undir §ögur augu. Gesturinn hlýtur að eiga rétt á því að fá að ræða málin ótruflað úr þv( að hann hefur fengið viðtal á annað borð. Þetta er einnig atriði sem er sáraeinfalt að laga. Starfsmaðurinn lætur símaþjónustu fyrirtækisins vita, ef hann er upptekinn í viðtali, og á meðan tekur hún niður nöfn og sfmanúmer þeirra sem hringja með- an á viðtalinu stendur. Starfsmað- urinn getur svo hringt aftur í viðkomandi, þegar hann er Iaus úr viðtalinu. Þannig er þetta hjá öjlum erlend- um þjónustufyrirtælq'um, þar sem Víkveiji þekkir til, og undarlegt hve íslendingum gengur ília að tileinka sér þessa sjálfsögðu mannasiði. XXX Víkverji hefur ekkert haft í hyggju að fá geislaspilara á næstunni. Nú eru hins vegar famar að renna á hann tvær grímur. Smám saman hefur hann verið að uppgötva að framboðið á klassískri tónlist hér á landi hefur á siðustu misserum verið að færast æ meira frá hefbundnum hljómplötum og hljóðsnældum yfir á geisladiska. Nú er enginn vafl á því að erlendu hljómplötufyrirtækin gefa þessa tónlist jöfnum höndum út á hljóm- plötum, snældum og geisladiskum. Víkveiji spurðist þess vegna fyrir um það hvað þessu ylli, þegar hann var síðast staddur í hljómplötversl- un og sá að öll tónlistin sem hann langaði ( var einungis til á geisla- diskum. Hann fékk þau svör að stærsti kaupendahópur klassískrar tónlistar hér á landi væri ákaflega kröfuharður hvað hljómgæðin varð- ar og því löngu búinn að fá sér geislaspilara. Því svaraði það tæp- ast kostnaði lengur fyrir verslanim- ar að flytja inn þessa tegund tónlistar í öðru formi. Sýnir þetta ekki hvemig menn mega dansa með tækninni — nauð- ugir, viljugir? „ Eg tyet \J\6 þt/í o& þú hafir hcnrt um Pló&in ú. Ma.rs?" Ást er... ■. .-gagnkvæm hjá mönnum og dýrum. TM Rm. US. Pal. OH.-all rtghts reurved »1»4 Lot Angalat Tlmaa Syndicate Hvemig á ég að átta mig á því að það sé Chopin? Ég sé ekki framan í hann. HÖGNI HREKKVISI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.