Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Sr. Sigfinnur Þorleifsson for-
maður aamtnltanna.
þykir vænt um hinn látna og þegar
svona stendur á er fólkið oft búið
að vaka daga og nætur yfir hinum
sjúka og þrekið hreinlega búið þeg-
ar dauðinn vitjar." „Telur þú að
það sé hægt að búa sig undir sorg-
ina, fræðast um hana og vera
viðbúinn þegar hún knýr dyra?“
„Ég tel að andlát þeirra sem
manni eru kærir verði alltaf mikið
áfall, það er ekki hægt að búa sig
undir það. En það er betra að vita
hvemig sorgin getur lýst sér, til
dæmis með þungiyndisköstum og
jafnvel líkamlegum einkennum
einsog höfuðverk og meltingartrufl-
unum."
ViUbann-
helgina burtu
Blaðamaður Morgunblaðsins
náði tali af Páli Eiríkssyni geðlækni
en hann hefur lengi fylgst með sorg
og sorgarviðbrögðum. Enda eðlilegt
þar eð honum er kunnugt um marga
sjúklinga sem eiga við geðræn
vandamál að stríða sem rekja má
til rangra viðbragða við sorginni.
Einstaklingi sem sé harmi sleginn
sé til dæmis hætt við að loka sig
inni, neita að horfast í augu við
veruleikann o.s.frv. Ef fólk kæmist
ekki yfir sorgina ætti það erfitt
með lifa eðlilegu lífí. Einnig væri
meiri hætta á því að fólk undir jafn
miklu tilfinningalegu álagi eins og
sorgin sé, leiddist útí það að mis-
nota lyf. Það væri því full þörf fyrir
samtök um viðbrögð við sorginni.
Páll var inntur eftir því hvemig
hann vildi hjálpa fólki að bregðast
við sorginni. Hann sagði að ein-
staklingurinn yrði að gera sér grein
fyrir því að ástvinurinn væri farinn-
Missirinn væri raunverulegur og
Ekki bera harm
sinn í hljóði
Fjölmenni var á stofnfundi samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.
ekki hægt að flýja sársaukann og
sorgina.
„Reyndir þú að gleyma sorginni,
t.d. með mikilli vinnu?"
„Það eru margir sem hella sér
útí félagsstörf eða mikla vinnu en
ef það er flótti frá sorginni tekst
það ekki. Það þarf að ganga í gegn-
um sorgina og komast yfir hana.“
„Hvemig er hægt að komast yfir
sorg, þarf ekki að harka af sér og
vona að tíminn lækni öll sár?“
„Nei, sorgin og tilfinningar henni
tengdar eru eðlilegar og þurfa út-
rás, maður á ekki að byrgja tilfínn-
ingamar inni. Það er ekki rétt að
vera í sorg og sút það sem eftir er
ævinnar. Menn þurfa að tala um
sínar tilfinningar."
„Yið maka og ættinga?"
„Ég fann styrk í því að tala við
aðra í íjölskyldunni en þetta var
auðvitað líka áfall fyrir þá. Þegar
frá leið fannst mér einnig léttir að
tala við einhvem sem er ekki of
nákominn en skilur samt hvemig
manni líður. — Og það er fyrst og
fremst það sem við viljum gera fyr-
ir syrgjendur, við viljum hlusta á
þá.“
„Nú er það stundum Svo að dauð-
inn er líkn, t.d. þegar sjúklingur
hefur lengi þjáðst. Eru ættingjamir
þá ekki viðbúnir dauðanum og sorg-
inni?“
„Sorgin kemur alltaf ef manni
Samtök um sorg
og sorgarvið-
brögð stofnuð
„ Mjök er um tregt
tungu at hræra. “
Þannig orti Egill Skallagríms-
son er hann hafði misst son sinn,
Böðvar, sem drukknaði á unga
aldri. Það má til sanns vegar
færa að gagnvart sorginni er
mönnum oft orða vant. Syrgjend-
ur „harka af sér“ og „bera harm
sinn í hljóði". En nú hefur þögn-
in um sorgina verið rofin, þriðju-
dagskvöldið áttunda desember
voru stofnuð samtðk um sorg og
viðbrögð við henni.
Stofnfundur samtakanna um
sorg og sorgarviðbrögð var Qöl-
mennur, milli tvö og þijú hundruð
manns mættu á fundinn og það var
auðheyrt á öllum að nú væri kom-
inn tími til að ræða um sorgina og
hvemig ætti að bregðast við henni.
Fundinum var skörulega stýrt
af Sveini H. Skúlasyni. Eftir ávarp
Páls Eiríkssonar geðlæknis, sem
vann að undirbúningi fundarins,
voru samtökunum sett lög. í þeim
kemur meðal annars fram að mark-
mið samtakanna er að styðja
syrgjendur og þá sem vinna að vel-
ferð þeirra og þessu markmiði
hyggjast samtökin ná með því að:
a) Efna til almennra fræðslu-
funda og samverustunda.
b) Veita þá upplýsingaþjónustu sem
auðið er á hveijum tíma.
c) Vinna að stofnun stuðningshópa
fyrir syrgjendur.
d) Greiða fyrir heimsóknum stuðn-
ingsaðila til syrgjenda.
e) Hafa forgöngu um námskeiða-
hald og þjálfun stuðningsaðila
og leiðbeinenda þeirra.
f) Efla almenna fræðslu um sorg
og sorgarviðbrögð í flölmiðlum
og sem víðast á opinberum
vettvangi.
Kosin var stjóm, varastjóm og
endurskoðendur. Formaður var val-
inn sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra-
húsprestur. Meðstjómendur voru
kosnir: Benedikt Gunnarsson list-
málari, Olga Snorradóttir kennari,
Páll Eiríksson geðlæknir og Jóna
Dóra Karlsdóttir húsfreyja. í vara-
stjóm voru kjörin Asdís Hafliða-
dóttir verslunarmaður, sr.
Bemharður Guðmundsson frétta-
fulltrúi, Sigríður Antonsdóttir
hjúkrunarfræðingur og sr. Karl Sig-
urbjömsson sóknarprestur. Endur-
skoðendur voru valdir Einar
Þorleifsson félagsfræðingur og
Katrín Ámadóttir fiðluleikari.
Nokkrar umræður spunnust um
nafn samtakanna eða félagsins þar
eð sumum fannst það nokkuð langt
og óþjált í rnunhi. Nokkrar tillögur
komu fram til dæmis: Dögun, Von,
Samúð, Gleym-mér-ei. Að lokum
var sæst á tillögu herra Péturs Sig-
urgeirssonar biskups um að nýkjör-
inni stjóm yrði falið að gera tillögu
að nafni á næsta aðalfundi.
Á fundinum var biskupinn beðinn
um að vera vemdari samtakanna
og varð hann við því. Biskup sagði
kirkjuna styðja marianið samtak-
anna og vilja vemda og blessa starf
þeirra, lét hann í ljós þá ósk að
syrgjendur sem víðast um landið
mynduðu hópa til að styrkja þá sem
um sárt eiga að binda.
Fundinum lauk með almennum
umræðum. Það kom fram að allir
fundarmenn höfðu orðið fyrir sámm
nístandi harmi. Dauðinn spyrði ekki
um aldur né aðstæður. Enginn
gæti verið viss hvenær, hvar eða
hve nærri honum yrði höggvið.
Sorgin væri sár og erfið reynsla og
það væri full þörf á því að aðstoða
og hjálpa syrgjendum til að komast
yfir harm sinn.
Ekki hægt að
flýja sársaukann
Blaðamanni Morgunblaðsins lék
hugur á að fræðast aðeins nánar
um reynslu syrgjenda og hvemig
samtökin ætluðu að starfa. Blaða-
maður ræddi fyrst við Jónu Dóru
Karlsdóttur en hún missti tvo syni
sína í bruna fyrir þremur árum. /-
Að sögn Jónu Dóru voru fyrstu
viðbrögðin við áfallinu nístandi
sársauki og síðan þau að neita að
trúa þessum fréttum, þetta gat
ekki verið satt, hún hefði ekki get-
að grátið fyrstu tvo tímana. Hún
hefði verið svo lánsöm að fyrstu
dagana og vikumar hefði hún aldr-
Morgunblaðið/BAR
ei verið ein. Húsið hefði verið fullt
út úr dyrum af vinum og ættingj-
um. Sér væri minnisstætt hvað allir
hefðu verið góðir og hlýir hveijir
við aðra.
Jóna Dóra var spurð hvort hún
hefði ekki verið bitur. Hún kvaðst
ekki hafa verið tiltakanlega bitur,
auðvitað hefðu komið tímabil þegar
hún hefði fundið til biturleika. Það
sem hefði farið mest í taugamar á
henni hefði verið þegar fólk hefði
reynt að hughreysta hana með því
að hún ætti þó ennþá tvö böm eft-
ir. Síðar hefði hún lesið að þetta
væri eitt af því sem alls ekki mætti
hughreysta foreldra með sem misst
hefðu böm sín.
Hún var innt eftir því hvort hún
hefði fundið stuðning $ þjónustu
kirkjunnar, kistulagningunni, út-
förinni eða huggun prests og
boðskap kristinnar trúar?
„Fyrst á eftir var lítil huggun í
því sem presturinn sagði. Maður
vill gera einhvem ábyrgan og
hvemig gat guð gert þetta? En
þetta átti eftir að breytast. Jarðar-
förin var aftur á móti sú stund sem
mér leið einna best þessar vikur.
Mér fannst drengimir einhvem veg-
inn vera nærri mér.“
„En svo þegar útförinni er lokið,
hinir látnu eru famir og lífið heldur
áfram, hvað þá?“
Morgunblaðið/Þorkeli
Jóna Dóra Karlsdóttir húsfreyja
og meðstjómandi í samtökunum.
„Vinir og ættingjar héldu áfram
að koma og við töluðum mikið sam-
an. Það var fyrst eftir sex mánuði
að ég „datt niður", missti allan
áhuga á lífinu, varð sljó og sinnulít-
il og fann til yfirgengilegrar
tómleikatilfinningar. Gat ekki
ímyndað mér að ég ætti nokkum
tímann eftir að líta glaðan dag og
söknuðurinn var yfírþyrmandi.
Þetta ástand varaði f þijá mánuði
en það var sagt við mig að þetta
væri eðlilegt eftir svona áfall og sú
vitneskja hjálpaði mér til að rífa
mig upp úr þessu."
Jóna Dóra var spurð hvort ekki
hefði verið freisting að nota piliur
við þessar aðstæður. Hún sagði að
hún hefði ákveðið að nota ekki lyf.
Pillur væm engin lausn. Það væri
V
\
Morgunblaðið/BAR
Sveinn H. Skúlason stýrði fundi en sr. Bernharður Guðmundssou
var fundarritari.