Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Um villimennsku og menntun Tillaga um lausn umferðarvandans Kœri Velvakandi Það hefur mikið verið rætt um umferðaröngþveitið hér í borginni. Bflum hefur flölgað svo mjög að umferðarhnútar myndast hvar- hvettna og hvergi er bflastæði að fjnna í Miðbænum á verslunartíma. Öll þessi bflanotkun leiðir af sér mikinn kostnað fyrir fólk og er öll- um til ama. Ég tel mig hafa lausn á þessu vandamáli sem áreiðanlega myndi leysa það að verulegu leyti og ekki kosta mikið. Hún er að fólk fengi ókeypis far með SVR. Ef fargjöld með strætisvögnum yrðu lögð niður myndi fólk nota þá meira. Reykjavíkurborg þyrfti ekki að kosta miklu til. Þannig myndi notkun einkabfla minnka og um- ferðarþunginn að sama skapi. Bflastæðavandræðin yrðu einnig úr sögunni. Ég skora á borgaryfírvöld að athuga þetta mál. Reykvikingur Kæri Velvakandi Ein er sú bók sem ég hef ávallt jafn gaman af að grípa í en það er ritverk eftir mann nokkum, Stan Steiner. Bók þessa rakst ég á fyrir mörgum árum hjá Sölunefnd Vamar- liðseigna en hún ber nafriið The vanishing white man. Þar var hún á boðstólum fyrir 15 krónur vegna þess að Kanamir á Vellinum höfðu ekki fengist til að lesa hana undan- farin Qögur ár. Bók þessi fjallar um indíána, speki þeirra, hugmyndaheim og það hvemig þeir líta á umhverfi sitt. í þessari bók benda þeir á hel- stefnu í „þróun" hvíta mannsins, sem hefur á margan hátt sannast nú þeg- ar. Eftir að hafa lesið bók þessa vakn- aði sú spuming hvort hvíti kynstofn- inn hafi nokkur efni á því að ætla sér að hafa áhrif á þróun fólks sem hann kallar villimenn, fyrst hann ræður ekki við villimennskuna í lífemi sínu. Þegar hvíti maðurinn kom til Ameríku rakst hann á þjóð- fiokk sem hann kallaði villimenn. Hvíti maðurinn hefur ávalt litið stórt á sig og talið sig menntaðan. Og þá vaknar önnur spuming. Hvað er HEIMILISTÖLVUR TILBOÐ IflNSÆLUSTU TOL VURIEVROPUIDAG Nú getum við boðið þessar frábæru heimilistölvur með aukabúnaði og forritum á verði og greiðslukjörum sem aðeins AMSTRAD getur boðið EKKERT UT: ’TS" VILDARKJÖR ALLT AÐ 12 MÁN. '\K SAMNINGUR ALLT AÐ 12 MÁN. EÐA , REST A 6-8 MÁN. Ut, SKULDABRÉFI. Kr. 15.800.- Kr. 29.800.- Kr. 39.800.- SINCLAIR ZX SPECTRUM + 2 128K með innbyggðu segulbandi, stýripinna og 6 leikjum. AMSTRÁD CPC 464 - LITASKJÁR 64K með innbyggðu segulbandi og ritvinnsluforriti m/ísl. stöfum. AMSTRAD CPC 6128 - LITASKJÁR 128K með diskdrifi og ísl. stöfum. Vegna mikillar söfu eru þessar tölvur að verða Óvíst að næsta sending náist fyrir jól HÖFUM OPNAÐ STORGLÆSILEGA 200FERMETRA VERSLUNIflO HLEMM. VERSLUN V/ HLEMM/S. 621122. rVTX Bókabúö TOLVUDEILD Laugavegi 116, 105 Reykjavík, s: 621122. Akranes: Bókaskemman / Keflavík: Bókab. Keflav. Akureyri: Bókav. Edda / ísafj. Hljómtorg menntun? Vestrænar þjóðir hafa komið sér upp ákveðnum menntunargildum, og enginn telst menntaður nema hann standist þau próf. En við skulum athuga að fólk í „vanþróuðum" lönd- um er menntað á stna vísu, við sínar aðstæður, í sinni menningu, í sínu samfélagi. Þ6 það heyri ekki fréttim- ar á hveiju kvöldi, eigi ekki kost á hamborgara og kók, þekki ekki Dire Straits og kunni ekki að leysa ann- ars stigs margliður, þá eru þetta engar skynlausar skepnur sem þurfa á okkar ómenningu að halda. í október 1983 sýndi sjónvarpið kvikmynd um ástralskan leiðangur, sem fór á úlföldum yfir Simpson- eyðimörkina f Ástralfu. Inni í eyðimörkinni rákust leiðangursmenn á mannvistarleifar frumbyggja. í þessari ferð voru sérfræðingar á ýmsum sviðum. Þeir skoðuðu um- merkin og greindu frá því að fólkið sem byggði þessar slóðir hefði dáið út þegar hvíti maðurinn kom og allir sjúkdómamir sem honum fylgdu. Um sama leyti sýndi sjónvarpið mynd um afskekkt fjallahérað f Júgóslavíu, þar sem nútfmatækni og allir hennar fylgifiskar hafði aldrei komið svo orð sé á gerandi. Við fyrstu sýn blasti við kvikmyndagerðarmönnunum tómlegt og vesælt þorp. En þegar betur var að gáð bjó þama hraust og kátt fólk sem hafði nóg af öllu. Með því að mennta fólk hinna svokölluðu vanþróuðu landa, þessa svokölluðu villimenn, með því að troða uppá þá okkar menntun, gerum við þeim alvarlegan grikk. Miðað við lífsmáta þeirra, hugsun og speki og sambýli þeirra við móður jörð em borgir hvíta mannsins eins og sorp- haugar í Eden. Allt er borgamm- hverfið dautt og sótthreinsað en samt virðist hvergi þrífast eins mikið af andlegum og líkamlegum sóttkveikj- um og einmitt f borgum. Ef hvíti maðurinn ætlar ekki að kaffæra sig í eigin mengun ætti hann að taka inn í skólana fag sem kalla mætti listin að lifa. Um hana gæti hann fræðst hjá þjóðflokkum í Ameríku sem hann kallaði villimenn er hann kom þangað fyrst og gerir víst enn. Éinar Ingvi Magnússon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sam vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. 3§sn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.