Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 13.12.1987, Síða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 /\A Blaðamannafélag íslands ZJU ára líka fremur en blaðamaður. Einar Benediktsson, skáldið, athafnamað- urinn og pólitíkusinn, reyndi að gefa út dagblað rétt fyrir aldamót og kom fyrsta tölublað af Dagskrá hans út 18. júní 1897. Tilraunin fór út um þúfur innan árs. Tími dag- blaðs var ekki kominn. Jón Ólafsson ritstjóri áleit hins vegar að tíminn væri kominn þegar ritsímasamband var komið á við útlönd. Hánn gaf út Dagblaðið sem kom út alla 7 daga vikunnar frá 2. október 1906 til 9. janúar 1907. Fyrirtækið bar sig ekki og varð því að hætta. Þróun blaðamennsku var ákaf- lega hæg og langt á eftir því sem gerðist erlendis. Fréttaviðtöl voru t.d. afar fátíð allt fram á 4. áratug 20. aldar. Elsta dæmið sem ég hef rekist á um slíkt er viðtal á forsíðu ísafoldar 5. júlí 1898 þar sem rætt er við nokkra útgerðarmenn og einn bankastjóra um hvort íslendingar eigi að nota seglskip eða gufuskip til fiskveiða. Vettvangsferðir blaða- manna voru álíka fátíðar. Líklega eru ferðir Bjöms Jónssonar, rit- stjóra ísafoldar, um jarðskjálftá- svæðin á Suðurlandi árið 1896 eitt fyrsta dæmið um slíkt. Árið 1913 markaði þáttaskil Árið 1913 urðu straumhvörf í fslenskri blaðamennsku. Þá hófu göngu sína tvö dagblöð sem héldu áfram að koma út. Þau voru Vísir og Morgunblaðið. Vísir hafði að vísu verið stofnaður árið 1910 en varð ekki að dagblaði fyrr en 1913. Með þessari dagblaðaútgáfu var kominn grundvöllur að atarfsstétt blaðamanna sem líta á sig sem fag- menn fyrst og fremst. Fyrsti blaðamaðurinn á íslandi var Árni óla sem hóf störf við Morgunblaðið í upphafi og var þar sfðan með hléum meðan honum entist þrek og aldur. Hann segir sjálfur um þetta: „Um þessar mundir voru engir blaðamenn til hér á íslandi, heldur eingöngu ritstjórar. ísiensku viku- blöðin voru þá ekki viðameiri en svo, að einn maður gat séð um út- gáfu þeirra. Kæmi það fyrir, að tveir menn væru við sama blað, þá hétu þeir báðir ritstjórar. Og eina dagblaðið, sem hér var þá, Vísir, var enn eigi svo úr grasi vaxið að ritstjórinn gæti haft aðstoðarmann. Ritstjórar vikublaðanna tóku sér Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmaaon í myndavélafrumskóginui Blaða\jósmyndarar voru ekkl teknir í Blaðamannafélag ts- lands fyrr en árið 1961 en þá var lögum félagsins breytt þar að lútandi. Hlutur Ijósmyndar- við fréttaöflun hefur sfðan farið ört stækkandi með árinum. Þessi mynd er ef til vill ekki táknræn fyrir starf ijósmyndaranna en hún sýnir Gunnar Andrésson ijósmynd- ara DV f myndavélafrumskóg- inum fyrir utan Höfða meðan á leiðtogafundinum stóð á sfðasta ári. hið sameiginlega nafn blaðamenn fyrir aldamótin, en þegar talað var um hvem einstakan, hét hann rit- stjóri, eins og rétt var. Ég er fyrsti aðstoðarmaður í rit- stjómarskrifstofu, og þar bar mér ekki annað nafn en blaðamaður." Og Ámi óla starfaði eins og sannkallaður blaðamaður. Hann þeyttist út og suður og fylgdist með viðburðum en sat ekki bara við skrifborðið sitt. Hann smeygði sér líka undan því að skrifa um stjóm- mál. Vilhjálmur Finsen, fyrsti ritstjór- inn, vildi að Morgunblaðið væri fyrst og fremst fréttablað. Semna varð blaðið þrælpólitískt en Ámi Óla var trúr köllun sinni og var aldrei flokksbundinn. Um svipað leyti og Ámi Óla hóf störf á Morgunblaðinu var annar raunverulegur blaðamaður ráðinn að Vísi. Hann hét Magnús Gíslason og var fyrsta verkefni hans að fara austur í sveitir á reiðhjóli að hafa tal af bændum og afla frétta. Hann hvarf fljótlega úr stéttinni en hér verður gerður að umtalsefni blaða- maður sem kom til starfa að Vísi árið 1924 og helgaði síðan starfs- ævi sína blaðamennsku. Það var AxeJ Thorsteinsson. Hann var ólík- ur Áma Óla að því leyti að hann var heimsmaður og hafði meðal annars barist með Kanadamönnum í fyrri heimsstyijöldinni en Ámi var mnninn úr sveit. Erlendar fréttir vora því aðalviðfangsefni Axels og frá 1924 veitti hann forstöðu Fréttastofu Blaðamannafélagsins en aðaltilgangur hennar var að út- vega blöðum efni og fréttir frá útlöndum. Líklega má telja Axel fyrsta blaðamann útlendra frétta á íslandi. Síðustu störf hans sem blaðamanns vora að annast morg- unfréttir ríkisútvarpsins og bar þar Buckingham Palace í Lundúnum oft á góma. Axel byijaði að sjálf- sögðu daginn með því að hlusta á BBC. Bréfdúfur og fréttamyndir Eins og áður sagði vora fram- farir í fréttamennsku hægar. Meðan ekki var farið að gefa út dagblöð var stundum bætt upp í skarðið þá daga sem blöðin komu ekki út með fregnmiðum — ef mikið lá við. Fregnmiðamir vora miklu hressi- legri en sjálf blöðin og á þeim oft risastórar fyrirsagnir, nánast í æsi- Finnbogi Rútur Valdemarsson ritstjóri Alþýðublaðsins. Árni' Óla var fyrstí óbreyttí blaðamaðurinn á íslandi en fram að þvi höfðu allir blaðamenn verið ritstjórar. Axel Thorsteinsson var braut- riðjandi í flutningi erlendra frétta. EFTIRFARANDI grein birtist í afmælishefti Blaðamannsins og er hún um upphaf blaða- mennsku á íslandi. Greinin er birt hér með leyfi höfundar, Guðjóns Friðrikssonar. Hér verður sagt frá fréttamönn- um í Reykjavík, allt frá Sæfínni með sextán skó og Jóni smala, sem bára fréttimar munnlega t húsin, til Finnboga Rúts Valdimarssonar sem líklega er hægt að kalla foður nútímablaðamennsku. Einkum er þó greinin skrifuð til heiðurs fyrstu faglegu blaðampnnunum sem helg- uðu ævi sína starfinu og engu öðra. Og jafnframt er notað tækifærið til að stikla á nokkrum framfara- steinum í blaðamennsku. Fyrstu fréttamennimir í Reykjavík vora vatnsberamir, karl- ar og kerlingar. Þeir söfnuðust eldsnemma á morgnana við vatns- bólin, bára saman bækur sínar, sögðu nýjustu kjaftasögumar og fóra síðan hver til síns heima með vatnsfötur — og fréttir. Stærsta fréttastofa ' bæjarins var Prent- smiðjupósturinn í Aðalstræti en þegar líða tók á daginn mynduðust aðrar smærri fréttastofur svo sem á Kjaftaklöpp við Skólavörðustíg, við homið á Bryggjuhúsinu og búð- arborðin í helstu verslunum bæjar- ins. Prentuð blöð höfðu lítið frétta- gildi innanbæjar enda komu þau í mesta lagi vikulega út og ritstjór- amir höfðu oftast nær meiri áhuga á öðra en fréttum. Þeir vildu frekar blása í herlúðra hver gegn öðram á hinum pólitfska vettvangi eða hengja Dani. Þó vora sumir áhuga- samir um tíðindi úr hinum stóra heimi, sem bárast hingað seint og um síðir með seglskipum eða gufu- skipum, eða úr öðram landsfjórð- ungum sem bárast í bréfum með landpóstum. Faðir íslenskrar blaðamennsku — engar fyrirsagnir Jón Guðmundsson gaf út Þjóðólf í meira en aldarfjórðung og hefur stundum verið kallaður faðir íslenskrar blaðamennsku. Oft vora ágætar fréttir og greinar í blaði hans en hætt er við að tölvuvæddum nútfma þyki lítið til koma. í blaðinu vora engar fyrirsagnir heldur kom allt i belg og biðu, kannski f mesta lagi línubil á milli greina. Engar myndir voru heldur í blaðinu á dög- um Jóns. Það þætti heldur snautlegt nú til dags. Jón var ekki bara rit- stjóri Þjóðólfs heldur kannski fyrst og fremst þingmaður, bæjarfulltrúi og lögmaður. Þjóðólfur var mál- Fyrstu innlendu fréttamyndiraar sem birtíst í íslensku blaði voru í Morgunblaðinu árið 1913 f tengslum við morð í Dúkskotí. Þetta vora dúkristur og sýnir þessi mynd herbergið sem sá myrtí bjó i. í texta undir myndinni segir að hún hafi verið teknuð á staðnum af teiknara Morgunblaðsin. gagn hans í pólitískri baráttu og þannig var um flest íslensk blöð á sfðustu öld og fram á þessa. Þau voru eins manns blöð og sá maður var stjómmálamaður. Auk þess sem hann skrifaði sjálfur var blaðið fyllt upp með aðsendum greinum, neðan- málssögum og auglýsingum. Framfarir urðu engu að síður. Smám saman fara að sjást fyrir- sagnir á greinum sem vora þó lítið stærri en meginmálið fyrst í stað. Einstaka sinnum sáust jafnvel myndir en myndamótin komu þó jafnan erlendis frá. Fyrsta myndin í Þjóðólfi var teiknuð mynd af segl- skipi sem birtist með auglýsingu frá Henderson Brothers um Ameríku- ferðir. Það var í apríl 1977. Fyrsta ljósmyndin f íslensku fréttablaði mun vera mynd af verslunarhúsi Thomsensmagasíns f auglýsingu í ísafold 3. júlí 1895. Auglýsingamar vora framsæknari en fréttimar. Pólitíkusar fremur en blaðamenn Gullöld blaðamennsku f Evrópu var á áranum 1870—1914. Þá juk- ust mjög auglýsingar f blöðum, sem þýddi auknar tekjur, og til sögu komu hraðpressur og setjaravélar. Einnig tókst að búa til ódýran pappír úr tijákvoðu, samgöngur bötnuðu mjög og læsi jókst. Allt þetta kom Islendingum hægt og rólega til góða. Fyrsta hraðpressan kom til landsins 1879 og böðin urðu smám saman stærri og læsilegri. ísafold fór að koma út tvisvar f viku 1890 og Bjöm Jónsson rit- stjóri vann allt að 18 tfma á sólar- hring skv. þeirri reglu að einn maður annaðist eitt blað. Á endan- um gafst hann upp og tók sér aðstoðarmenn. Einar _ Hjörleifsson var t.d. meðritstjóri ísafoldar um árabil en hann var stjómmálamaður Fyrstu blaðamenn á fslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.