Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 56
56 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Sigrún Oddsdóttir formaður kvenfélagsins Gefnar í ræðustól. Mikið fjöhnenni var á afmælishátíðinni. Morgunblaðið/Amór Ragnarsson t\ý m v v ,• l * —31111 r" B 83k '% Ém W ' , ^ Kvenfélagið Gefn í Garði 70 ára: Stunduðu leiklist og lánuðu til vegagerðar fyrr á árum G&rði. Kvenfélagið Gefn hélt glæsilega afmælishátíð í Samkomuhús- inu i Garði sl. miðvikudagskvöld í tilefni 70 ára afmælis félagsins en Kvenfélagið var stofnað 9. desember 1917. Voru þar saman komin um 130 manns, en auk kvenfélagskvenna voru gestir frá flestum starfandi félögum innan Garðsins, sveitarstjóri og hrepps- nefndarfulltrúar, fjöldi kvenna innan Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu auk ýmissa veiunnara félagsins gegn- um tíðina. Hátíðin hófst með matarveizlu þar sem konumar höfðu sjálfar útbúið matinn, glæsilegt hlaðborð með heitum og köldum mat. Þá flutti BjöUukórinn nokkur lög. Að málsverði loknum tók Sigr- ún Oddsdóttir formaður félagsins til máls og rakti sögu félagsins í stórum dráttum og kom hún viða við. Frá upphafí hefir Útskálakirkja verið óskabam félagsins og em gjafimar til kirkjunnar óteljandi. Jólatrésfagnaði fyrir yngri kyn- slóðina hefír félagið haldið frá upphafi og voru þeir ókeypis fyrir bömin til ársins 1976 að breyttur tíðarandi krafðist þess að selja þyrfti aðgang að skemmtununum. Sigrún minntist einnig á leiksýn- ingar sem félagið gekkst fyrir frá 1919 og fyrirlestrahald sem var stór liður í starfsemi félagsins í áratugi. Komu þar margir merkir menn fram, bæði skáld og skemmtikraftar. Þá nefndi Sigrún að 1922 lánaði félagið 1000 krón- ur til vegagerðar þannig að sjá má að það var fátt sem kvenfélag- inu var óviðkomandi. Stærsta verkefni hin síðari ár var bygging leikskóla. Sú ákvörðun var tekin vorið 1968 og um haustið sama ár var leikskólinn fokheldur. Það var semsé ekkert verið að tvínóna við hlutina í þá daga. Sigrún Oddsdóttir sagði að það hefði alltaf verið mikil lífsgleði og bjartsýni ríkjandi hjá kvenfé- lagskonum. Hér á árum áður þegar samgöngur voru með öðr- um hætti en nú myndi hún t.d. eftir því að þegar mikið stóð til í Samkomuhúsinu hefðu kvenfé- lagskonur safnað saman bolla- stelli út um allan Garð og borið niður í Samkomuhús í þvottaböl- um, oft í rysjóttu veðri. Þá gat Sigrún þess að allar fundargerð- arbækur félagsins væru til frá upphafi að einu ári undanskildu og vitnaði Sigrún oft í þær í tölu sinni. Félagsfundir í kvenfélaginu Gefn eru orðnir um 550 frá upp- hafí og eru þá nefndarfundir ótaldir en þeir skipta sjálfsagt þúsundum. Næst á dagskrá afmælishátí- ðarinnar var einsöngur Hrafn- hildar Guðmundsdóttur við undirleik David Knowles, en Hrafnhildur er dóttir sr. Guð- mundar Guðmundssonar fyrrver- andi sóknarprests í Utskálasókn og konu hans frú Steinvarar Kri- stófersdóttur. Þá voru þijár konur gerðar að heiðursfélögum í Gefn, Anna Sumarliðadóttir, Anna Vig- fúsdóttir og Guðríður Sigurðar- dóttir. Reyndar urðu heiðursfélag- amir §órir því varaformaður félagsins og stjóm fóru á bak við formanninn og gerðu hann að heiðursfélaga! Sigrún kom nú í ræðustól og tilkynnti að kvenfélagið væri þessa dagana að fá peninga út úr leikskólanum Gefnarborg sem þær seldu hreppnum í fyrra og væri ekki seinna vænna að eyða þeim en það hafí verið stefna fé- lagsins frá upphafi að safna ekki peningum og hefði félagið reyndar aldrei átt peninga. Stjóm félags- ins hefði ákveðið að gefa 500 þúsund krónur til Útskálakirkju, leikskólans og Gerðaskóla auk ýmissa styrktar- og líknarfélaga. Þá færði Sigrún þremur velunnur- um félagsins gjafír, Jóni Haralds- syni, Jónínu Guðmundsdóttur og Amóri Ragnarssyni. Félaginu bárast margar góðar gjafir á afmælinu og komu eftir- taldir aðilar í ræðustól af þessu tilefni: Ólöf Guðnadóttir kvenfé- lagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu, Margrét Sigurðar- dóttir kvenfélagi Lágafellssóknar, Sigríður Ingibergsdóttir kvenfé- laginu Hvöt í Miðneshreppi, Bima Sófusdóttir kvenfélagi Keflavíkur, Guðný Bjamadóttir kvenfélagi Bessastaðahrepps, Rebekka Guð- finnsdóttir kvenfélagi Njarðvíkur, Hallveig Amadóttir kvenfélaginu Fjólu ■Vatnsleysuströnd, Guðrún Sveinbjamardóttir slysavamar- deild kvenna og f.h. björgunar- sveitarinnar Ægis í Garði, Þómý Jóhannsdóttir Litla leikfélaginu, Björk Gránz Tónlistarfélagi Gerðahrepps, Garðar Steinþórs- son kiwanisklúbbnum Hof, Guðveig S. Sigurðardóttir kvenfé- lagi Grindavíkur, Ema Kristinsd. Kolbeins Kvenfélaginu Seltjöm Seltjamamesi.Guðríður Jónsdótt- ,ir kvenfélagi Garðabæjar, Asdís Káradóttir eiginkona Sigurbergs H. Þorleifssonar fyrram vitavarð- ar á Garðskagavita, Jón Hjálm- arsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps, Richard Woodhead lionsklúbbnum Garður.Sigurður Ingvarsson formaður knattspymufélagsins Víðis, Jóhann Jónsson annar karl- heiðursfélagi Geftiar sem sendi konunum.kveðju í stöku-formi. Einnig má geta þess að kvenfé- laginu barst ræðupúlt að gjöf frá stúkunum Siðsemd og Framfor hannað af Þorvaldi Kjartanssyni. Þá kom sveitarstjóri Gerða- hrepps Ellert Eiríksson í ræðustól og hafði hann meðferðis afsal og kaupsamning fyrir leikskólann sem stjóm Gefnar skrifaði undir í 130 votta viðurvist. Hann af- henti konunum skuldabréf að núvirði kr. 1,8 milljónir og gat þess í leiðinni að þetta væri ekki slakari eign en gull í Englands- banka. Finnbogi Bjömsson oddviti Gerðahrepps þakkaði konunum fyrir samstarfið á undanfömum áram en gat þess i leiðinni að honum litist svöna mátulega vel á samstarfið í ffamtíðinni ef héldi fram sem horfði. Hann hefði ætl- að að halda hefðbundinn hrepps- nefndarfund í samkomuhúsinu þá um daginn en svarið hefði verið eitthvað á þessa leið: Það er ekki rúm fyrir ykkur hér í dag... Samkomunni lauk með því að konumar skemmtu gestum með dans og leikþætti þar sem þær gerðu óspart grín að sjálfum sér. í kvenfélaginu Gefn er nú 61 kona. — Amór Frá undirskrift afsals á leikskólanum. Talið frá vinstri: Ellert Eiríksson sveitarstjóri, Sigrún Oddsdóttir, Kristín Guðmunds- dóttir og Guðrún Eyvindsdóttir. Þrír af heiðursfélögum kvenfélagsins, Anna Sumarliðadóttir, Anna Vigfúsdóttir og Sigrún Oddsdóttir. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild. FÓSTURHEIMILI Fósturheimili óskast fyrir 8 ára dreng. Nánari upplýsingar gefur Aslaug Ólafsdóttir fé- lagsráðgjafi í síma 685911 e.h. alla virka daga. 0,D pioimeer HUOMTÆKI GEYMIÐ I BÆKLINGINN 1 1877 ÍSAFOLD 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.