Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Saga Ólafs Þórhallasonar Sýnishorn úr „fyrstu íslenzku skáldsögunni“ eftir Eirík Laxdal Nýlega er komin út í fyrsta sinn Saga Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. Nærri tvær aldir eru liðnar síðan skag- firskur flakkari fór um sveitir norðanlands með handrit þessarar bókar í skjóðu sinni og skemmti fólki á kvöldvökum með upp- lestrum úr því. í „fyrstu íslensku skáldsögunni", sem bók þessi hefur einnig verið kölluð, er greint frá þroskaárum titilpersónunnar, frá ferðum Ólafs um landið og um álflieima sem mikið koma við sögu. Álögum Ólafs og ástum. Frágangur þessarar útgáfu á Sögu Ólafs Þórhallasonar er með nútímasniði og miðað- ur við að gera hana aðgengilega almenningi. Umsjónarmenn, Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir, lýsa flóknum söguvef með ítarlegu efnisyfirliti sem fylg- ir. Greint er frá höfundi og samtíð hans með ritgerð. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út. Morgunblaðið birtir hér kafla úr bókinni ásamt inngangi: Ólafur Þórhallason er skagfirskur bónda- sonur, heimkynni hans Gauksstaðir á Skaga. Hann hefur reynst seinþroska, lítt viljað sinna búverkum í bemsku, legið í eldaskála og af sumum verið álitinn afglapi. Fimmtán ára hefur hann hafið störf með heimafólki sínu og hefur þá fljótlega kennt þess að hann á ekki síður samleið með álfum en mönnum. Faðir hans, Þórhalli, aflar heimilinu vista með fuglaveiði við Drangey og hafa bændur tekið upp þann hátt og beitt um alllanga hríð að veiða fugla á fleka í námunda við eyna; allt frá því að Hólastóll eignaðist hana og þar með allar nytjar sem af henni yrðu hafðar — brim hefur fyrir löngu afmáð þessa Ijöru og er nú lending við Drangey örðugri en þá var. Veiðar þessar voru bannaðar með lögum á gjöunda tug þessarar aldar. Álfgerður kemur til sögunnar Að aftni var byrleiði ið besta og sigldu þeir til Drangeyjar og lögðu sínar niðurstöð- ur. Rerú svo til eyjarinnar og að vík einni norðanundir eynni, var þar fjara mikil og undirlendi með sléttum söndum. Þar settu þeir skiþið og tjölduðu og bjuggust vel fyr- ir, gengu svo inn og tóku á sig náðir. Og sofnuðu allir skjótt nema Ölafur, hann gat ekki sofíð og var hann mjög óvanur að vera (á slíkum stað); komu á hann andvök- ur af fuglakvakinu því að það var svo mikið að hann heyrði ekki mannsmál, nema hæst væri talað; því þegar fuglinn flaug út af bjarginu var það svo mikill margQöldi að ekki sá í heiðan himin. Nú þegar hann gat ekki sofið gekk hann út og sá sig of kring; þótt honum þar fag- urt á að líta. Veðrið var gott og logn á sæinn, hafði því loftið sett mjólkurblandaðan farfa, dumbukenndan, á sævatnið; þar sveimaði fuglinn líka sem mókandi svo að særinn var svartur þar sem hópamir og gjörin voru, en hvítur á millum. Flekamir lágu saman hver fram af öðmm og flaug fuglinn þar upp á, sumir urðu fastir í snömn- um; en þeir, sem lausir vom, flugu upp aftur og gjörðu háreysti mikið af sæfugla söng. Sandamir vom sléttir og fagrir; en það undraði hann mest hvemin bergið var sett líka sem með stöfum er lágu upp og niður en þess á milhim var slétt sem það væri heflað af mannahöndum. Bergið var blautt í sjálfu sér en harðir smásteinar mill- um líka sem náttúmnnar leikspil hefði hér framið sitt meistarastykki, þó án fordildar, að saman hnoða það af leiri og sandi. Á hillunum í bjarginu sátu fuglamir svo eigi sást nema höfuðin og það í slíkri niðurraðan sem fylkingar á einum kastala um hemað- artíma. Þetta þótti Ólafi hin mesta list að aðgæta, gengur hann fram og til baka með berginu uns hann kom að opnan nokkurri. Hann efar sig hvort hann skuli þar inn ganga eður ekki en ræður það þó af. Og þegar hann er inn kominn gengur hann lengi í myrkri og svíma, sem fyrr í Þórhildardal, svo hann veit vel ekki til sín. Um síðir birti honum fyrir sjónum svo all Ijóst varð; er hann þá kominn að fögmm byggingum; sér hann þá frammi fyrir sér hurð nokkra og þar í var lykill. Hann lýkur upp og gengur inn. Sá hann þar konu sitja, ekki allfríða, en sómdi sér þó vel. Búningur hennar var nettur og þarfligur, þó fyrir utan skartfulla fordild. Hún heilsar Ólafi og mælti: „Eitt- hvað bregður nú nýrra við, að ókenndir Málverkið „Tunglsljós" eftir Ásgrím Jónsson, sem prýðir bókarkápuna. menn heimsækja hús mín, og mun þú ekki hafa komið hér áður því ekki hefi ég þig fyrri séðan; eður hvert er nafn þitt og ætt?“ Ólafur nefndi sig og föður sinn. „Ertu sonur Þórhalla á Gauksstöðum?" spurði hún. „Svo er víst,“ sagði hann. „Mun þú ekki sá sami maður vera sem bjargaðir Álfi í Þórhildardal?" sagði hún. „Þar hef ég komið," segir hann. Þá mælti hún: „Von er þó Þórhildi lítist vel á þig og unni þér; eður var það með ráði föiður þíns að þú skyldir hér koma?“ „Ekki spurði ég hann þar að,“ segir Ólaf- ur, „og gjörðu það andvökur mínar því ekki gat ég sofið; eður hvert er nafn þitt?“ „Álfgerður. heiti ég,“ segir hún, „og á hér fyrir að ráða. Eður kannski þú njótir betri værðar inni hér en þar úti og skaltu því vera mér velkominn. Mun þú ekki óþyrst- ur og skaltu því leita þér svala.“ Tók hún köniju eina og bað hann af drekka, gjörði hann svo og endumærðist þar við, í því að það var flærri öðmm drykk er hann smakk- að hafði. En í sama bili lýstur um hann svo mikill kærleiki til Álfgerðar að hann stundi við. Hún spyr hvað meinsemi hans olli. „Eður mun svefn orka stunu þessa?" Hann mælti þá: „Ekki kann ég til sjúk- dóms þessa þvf aldrei hefi ég fyrri til hans fundið, en eftir frásögn annarra þykir mér líklegt að það sé kærleikur til þín og mun ég þér það mein kenna, nema þú úr bætir." Hún brosti þá og mælti: „Heldur snemma þykir mér þú taka til máls þessa svo ungur sem þú ert að aldri en heidur en að þú hljót- ir meiri skaða hér af munum við bæðí til samans leggjast hér í rekkjuna. Fer þá sem auðnar um samvistir okkar, en ill eru ósköp noma.“ Bjó hún þá upp rekkjuna og bað hann í leggjast. Fór þá allt fram sem hann víldi og kom hún þar sjálf til hans. Var ástúðugt með þeim of nóttina og höfðu fulla værð til að morgni. SIMAHAPPDRÆTTI STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG miði nr.: ?????? FATLAÐRA 1987 Vinningar: 11 BIFREIÐAR SAMTALS AÐ VERÐMÆTI 5 1. vinningur VOLVO 244 2. -6. vinningur NISSAN SUNNY SEDAN 7.-11. vinningur NISSAN MARCH GL. ÞIH NÚNIER VERÐ KR. 300.00 MILLJÓNIR KRÓNA NISSAN MICRA GL DREGIÐ 24. DESEMBER 1987 UPPLÝSINGAR í SÍMA 686690 OG Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS í SÍMA 84999 DRÆTTI HEFUR ALDREI VERIÐ FRESTAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.