Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Fyrstu íslensku skinnin
á uppboði í Kaupmannahöfn:
20% verðlækk-
un á loðskimmm
UM 20% verðlækkun varð á fyrsta loðskinnauppboði sölutímabilsins
í danska uppboðshúsinu í Glostrup sem lauk um helgina. Búist hafði
verið við lækkun minkaskinna og silfur- og bláfrostrefaskinna, en
hækkun á blá- og skuggarefaskinnum. Niðurstaðan varð 20% lækk-
nn á öllum skinnategundum og enn meiri hækkun á silfurrefaskinn-
um. Nokkur hundruð íslensk skinn voru boðin upp.
Jón Ragnar Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
loðdýraræktenda, sagðist ekki hafa
Hreyfilbilun í
áætlunarflugi
Ísafirði.
í GÆRMORGUN bilaði hreyfill í
áætlunarflugvél Flugfélagsins
Ernis á ísafirði skömmu eftir
flugtak frá ísafjarðarflugvelli.
Vélin var á leið til Bíldudals,
Patreksfjarðar og Þingeyrar
með sex farþega.
Þegar komið var í farflugshæð
yfír Tungudal í Skutulsfirði varð
flugmaðurinn var við bilunina.
Hann drap þegar á hreyflinum og
sneri við til Isafjarðar þar sem hann
lenti sjö mínútum eftir flugtak án
nokkurra frekari vandræða.
- Úlfar
fengið niðurstöður sölu íslensku
skinnanna en almennt um uppboðið
sagði hann: „Þessi 20% verðlækkun
er í samræmi við lækkun dollarans
gagnvart dönsku krónunni frá því
í desember í fyrra. Minkabændur
eiga að geta lifað af því verði sem
fékkst fyrir minkaskinnin. En ef
þetta verður niðurstaðan varðandi
refínn verða refabúin rekin með
halla þriðja árið í röð. Ég vil þó
ekki dæma þetta of hart núna, þetta
er fyrsta uppboðið og rétt að sjá
hver verður niðurstaðan í febrúar
þegar aðaluppboðið verður."
Meðalverð á helstu tegundum
voru þessi: Blárefur 1.810 kr. og
76% framboðinna skinna seld.
Skuggarefur 1.950 kr., 50% sala.
Silfurrefur 5.105 kr., 72% sala.
Bláfrostrefur 2.905 kr. og 23%
skinna seld. Pastelminkur, högni,
1.325 kr. og 83% framboðinna
skinna seld. Brúnminkur, högni,
1.445 kr., 96% sala. Brúnminkur,
villtur, 1.565 kr., 88% sala og
svartminkur, högni, 1.485 kr. og
99% framboðinna skinna seld.
Morgunblaðið/Júlíus
Skrifstofa í húsi að Grensásvegi 8 skemmdist nokkuð í eldi á
sunnudagsmorgun.
Skrifstofa skemmdist í eldi
ELDUR kom upp í verslunar-
og skrifstofuhúsnæði að Grens-
ásvegi 8 á sunnudagsmorgun.
Töluverðar skemmdir urðu af
eldi og reyk, en enginn var í
þeim hluta hússins þar sem eld
urinn kom upp.
Slökkviliðinu barst tilkynning
um eldinn kl. 9.47 um morguninn.
Starfsmaður eins fyrirtækjanna í
húsinu hafði þá orðið var við að
mikinn reyk lagði frá skrifstofu
heildverslunar á efstu hæð húss-
ins. Þegar slökkviliðið kom á
vettvang voru §órir reykkafarar
sendir inn og körfubíll lyfti
slökkviliðsmönnum upp á svalir
hússins. Þaðan brutust þeir inn á
skrifstofuna. Fljótlega kom í ljós
að enginn var þar inni.
Slökkvistarfíð gekk greiðlega
og var lokið eftir klukkustund.
Eldurinn hafði greinilega kraum-
að nokkuð lengi og var innra gler
í tvöföldum rúðum sprungið vegna
hitans.
Auknar fjárveitingar til Reykvíkinga:
Vill fresta
tilfærslu
tónlistar-
kennslu
ALEXANDER Stefánsson, þing-
maður Framsóknarflokksins og
formaður félagsmálanefndar
neðri deildar Alþingis, mun
leggja til í félagsmálanefnd að
fresta framkvæmd ákvæðis í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
verkefni ríkis og sveitarfélaga
er gerir ráð fyrir tilfærslu tón-
listarkennslu.
Alexander lét þessi ummæli falla
í annarri umræðu um fjárlagafrum-
varpið í sameinuðu þingi í gær, þar
sem hann gerði að sérstöku um-
fjöllunarefni verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Hann minnti jafn-
framt á að sveitarfélögin hefðu
rekið tónlistarskólana, en ríkið
styrkt starfsemina með því að
greiða hluta launa- og stofnkostn-
aðar.
Á fundi sameinaðs þings sagðist
Friðjón Þórðarson þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins taka undir þá
gagnrýni sem komið hefði fram á
þessa tilfærslu og Eggert Haukdal
þingmaður sama flokks sagðist
fagna því ef fresta ætti tilfærslunni.
Sammngur um uppbygg-
ingu heilsugæslustöðva
Á FUNDI þingmanna Reykjavíkur og Davíðs Oddsson borgar-
stjóra í síðustu viku var rædd fjárveiting ríkisins til
Reykjavíkurborgar á næsta ári, en þingmennirnir eru sam-
mála um að hlutur borgarinnar sé þar fyrir borð borinn.
Samkomulag hefur síðan náðst um samning um ákveðna fjár-
veitingu til heilsugæslustöðva í Reykjavík á næstu árum.
Að sögn Friðriks Sophussonar,
iðnaðarráðherra og 1. þingmanns
Reykvíkinga, var rætt um fram-
lag ríkisins til framkvæmda í
skólum, sjúkrahúsum og heilsu-
Amf etamínfram-
leiðsla:
Tveir í tíu
dagagæslu
MENNIRNIR tveir, sem voru
handteknir fyrir helgi vegna
framleiðslu á amfetamíni,
hafa báðir verið úrskurðaðir
í 10 daga gæsluvarðhald.
Starfsmenn Rannsóknastofn-
unar Háskóla íslands vinna
nú að þvi að greina efnin sem
fundust í íbúð annars manns-
ins.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu á sunnudag var
rúmlega þrítugur maður hand-
tekinn í íbúð sinni í vesturhluta
Reykjavíkur aðfaranótt föstu-
dagsins. í íbúð hans fundust
efni til framleiðsiu amfetamíns,
fullunnið efiii og tæki til fram-
leiðslunnar. Á föstudag var
jafnaldri mannsins handtekinn,
grunaður um aðild að málinu.
Fleiri hafa verið yfirheyrðir
vegna málsins. Þetta er í fyrsta
sinn sem kemst upp um fram-
leiðslu amfetamíns hér á landi.
gæslustöðvum. „Kom í ljós að
hlutur Reykjavíkur í þessum
málaflokkum er ákaflega lítill og
augljóst að ríkið mun safna enn
frekari skuldum við Reylcjavíkur-
borg á næsta ári,“ sagði Friðrik.
„Ein skýring er sú að Reykjavík
hefur ekki mann í fjárveitinga-
nefnd og er greinilegt að við
höfum ekki fengið ijárveitingar
eins og efni standa til. Mér var
síðan falið að ræða við íjármála-
ráðherra, sem einnig er þingmað-
ur Reykvíkinga en gat ekki setið
fundinn, og við náðum samkomu-
lagi um að gerður verður sérstak-
ur samningur á næsta ári við
Reykjavíkurborg um uppbygg-
ingu heilsugæslustöðva á næstu
árum og fjármögnun þeirra af
hálfu ríkisins."
{ lögum um uppbyggingu
heilsugæslustöðva var gert ráð
fyrir að landsbyggðin hefði for-
gang um fjárveitingu til þeirra
en því lagaákvæði hefur verið
breytt og þar með Ijóst að ríkinu
ber að leggja fé til heilsugæslu-
stöðva í Reykjavík sem og annars
staðar á landinu. Sagði Friðrik
að í framhaldi af því hafí þótt
eðlilegt að gerður yrði sérstakur
samningur við Reykjavíkurborg á
næsta ári enda hafi Reykjavík
nokkra sérstöðu vegna fólks-
ijölda. Frá árinu 1981 hefur
Reykvíkingum fjölgað um 12 þús-
und en það er sami ijöldi og býr
á Akureyri.
Spurningar
og svör um
staðgreiðslu
STAÐGREIÐSLA skatta
hefst 1. janúar næstkomandi
og um þessar mundir hafa
flestir landsmenn fengið
skattkort sín. Þótt stað-
greiðslukerfið sé í sjálfu sér
einfalt munu vafalaust vakna
spurningar hjá fólki um ýmis
atriði.
Morgunblaðið hefur því
ákveðið að veita lesendum þá
þjónustu að koma spumingum
þeirra um staðgreiðslukerfíð á
framfæri við embætti ríkis-
skattstjóra. Spumingar lesenda
og svör ríkisskattstjóraembætt-
isins munu birtast fljótlega í
blaðinu.
Lesendur geta hringt í síma
Morgunblaðsins 691100 kl.
10-12 árdegis mánudaga til
föstudaga og borið fram spum-
ingar sínar.
Sérstakar verðkannanir
Viðskiptaráðherra hefur óskað
eftir því að Verðlagsstofnun geri
sérstakar verðkannanir í tengsl-
um við breytingar á tollum,
vörugjaldi og söluskatti um ára-
mótin, og verði niðurstöðum
komið jafnharðan á framfæri
opinberlega.
í bréfí Jóns Sigurðssonar til verð-
lagsstjóra er óskað eftir því að
Verðlagsstofnun kynni fyrirhugaðar
verðkannanir rækilega. í bréfínu
kemur fram að mjög mikilvægt sé
að Iækkanir á opinberum gjöldum
skili sér í verðlagi og að þess verði
gætt að hækkun verðs af þessum
völdum fari hvergi fram úr því sem
tilefni gefst til.
Efnahagshorfur hafa breyst
verulega til hins verra
Efnahagshorfur hafa breyst verulega til hins verra frá þvi síðasta
þjóðhagsspá var gerð i október, og samkvæmt upplýsingum frá Þjóð-
hagsstofnun eru horfur á að viðskiptahallinn í ár verði 1,4 milljarði
meiri en áður var reiknað með, bæði vegna versnandi viðskiptakjara
og aukins innflutnings. Að óbreyttum forsendum er útlit fyrir mun
meiri viðskiptahalla á næsta ári en þá 4,5 milljarða sem reiknað var
með í þjóðhagsspá í október. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
segir að enn nauðsynlegra sé nú en áður að ganga þannig frá rikis-
fjármálum að fjárlög verði ekki afgreidd með halla svo ríkisjóður
bæti ekki við erlendu lánin og auki þannig svigrúm fyrir aðra.
Friðrik Sophusson sagði við í víðtækustu merkingu, sem fyrir-
Morgunblaðið að þótt þessar upp-
lýsingar Þjóðhagsstofnunar væru
aðeins lauslegar áætlanir yrði að
taka tillit til þessara breyttu að-
stæðna við þær efnahagsaðgerðir,
sjáanlegar væru, bæði af hálfu
stjómvalda, og aðila vinnumarkað-
arins.
Friðrik sagði að undanfarið hefðu
ýmsar raddir verið uppi um nauðsyn
gengisfellingar. Það lægi í augum
uppi að ef gengi bandaríkjadollars
styrkist ekki yrði að kanna hvort
stætt sé á að halda gengi krónunn-
ar óbreyttu. En ef til kæmi væri
ekki nóg að fella gengið heldur
yrðu að fylgja aðrar ráðstafanir sem
gerðu það að verkum að áhrif geng-
isfellingar yrðu ekki að engu og
innlendu kostnaðarliðimir hækkuðu
ekki jafnóðum. Aðallega yrði að
tryggja að atvinnugreinamar á inn-
anlandsmarkaði kasti ekki rekstxar-
hækkunum beint úr í verðlagið
aftur og þar væru launin langsam-
lega stærsti liðurinn.
„Það er tilgangslaust fyrir sku
uga þjóð að fella gengið ef áh
gengisfellingarinnar koma str
fram í aukinni þenslu og allir æ'
að halda sínu. Annars stæðum 1
á sama stað og fyrir gengisfellin
að öðru leyti en því að verðbólg
hefur magnast. Þetta þýðir að þ
er tilgangslítið að hreyfa genj
meðan mikil þensla er í þjóðfélagi
og kannski verður að láta bet
reyna á efnahagslífið áður en me
fara að hugsa til slíkra breyting:
sagði Friðrik Sophusson.