Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 9 SÖLUBÖRN ÓSKAST UM I Aiun Al I Tl jólalímmiðar til styrktar góðu málefni Upplýsingar í sima 25880 milli kl. 13.00-17.00 virka daga. Samtök psoriasis og exemsjúklinga Baldursgata 12,101 Reykjavik. Sími 25880 Glæsileg jólaföt Dökk, röndótt, tvíhneppt föt. Vönduð efni, terylene/ull. Frábær tískusnið. Verðaðeins kr. 8900,00. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. SPRAUTUKLEFI í stöÖluÖum einingum Við höfum hafið framleiðslu á sprautu- klefum fyrir bílamálun. Klefarnir eru framleiddir í einingum og geta þannig verið af breytilegum stærðum, allt eftir óskum kaupenda. Klefarnir eru búnir kröftugu útsogi fyrir sprautuvinnu og hitunarmöguleikum til bökunar. Tæki eru útbúin sjálfvirkum stjórnbúnaði. BUKKVER Skeljabrekka 4, 200 Kópavogur. Sími 44100 Að skynja ekkikall tímans Alþýðublaðið kynnir Þröst Ólafsson með þeim orðum, að fáir teygi „anga sina eins viða um samfélagið og hann“. Hann sitji í stjóm KRON, Máls og menningar, Granda hf. og Seðla- banka íslands, auk þess í miðstjóm Alþýðubanda- lagsins og sinni dagleg- um störfum í innsta hring verkalýðshreyfing- arinnar sem fram- kvæmdastjóri Dagsbrún- ar. Og blaðið spyr: „Hvaða geirar samfé- lagsins em utan við athafnasvið Þrastar?" Svar- Alþýðublaðsins er þetta: „Hann er ekki prestur og ekki ráðherra — ekki ennþá." I samtal- inu, sem þessari kynn- ingu fylgir, er Þröstur meðal annars spurður um það, hvaða fomeskju Alþýðubandalagið dragnist með, og hann svarar: „Við höfum ekki skynj- að kall timans um stjóm- un efnahagsmála, taka á verðbólgunni, þegar við vorum í stjóm, og taka þátt í þeim breytingum, sem gengu yfir — en standa ekki bara á bremsunni. Við stóðum á bremsunni og sáum tímaim líða hjá.“ Alþýðublaðið spyr: Attuð þið að viðurkenna frjálsa _ markaðinn? Þröstur Ólafsson svarar: „Við áttum að viður- kenna breytingamar, sem áttu sér stað í hinum vestræna heimi. Það hef- ur verið endurvakning gildismats eftir 1970. Þá uppgötvuðum við ákveð- in viðbrögð við viðreisn- arstjóminni, stjóm sem hafði verið að opna landið efnáhagslega. Við vorum vön allt annars konar forsjárkerfi. Þjóðin verður óviss í sinni sök. Þama koma stúdentaóeirðir, forseta- kosningar 1968 og kosningar 1971. Þetta em viðbrögð, sem þjóðin gengur í gegnum. ÚRELT FORSKRIFTi Að ná samtímanum í öllum löndum hafa vinstrisinnar verið önnum kafnir við að endurskoða stefnu sína í Ijósi þeirra sanninda, sem þeim hefðu átt að vera Ijós fyrir löngu, að miðstýring og forsjárhyggja eru ekki bestu leiðarljósin, vilji menn stuðla að gróskumiklu þjóðlífi. Eftir að Margaret Thatcher vann sigur í þriðja sinn yfir Verkamannaflokknum í Bretlandi, hafa ráðamenn þess flokks gert enn eina til- raunina til að þvo af sér vinstri stimpilinn. Þeir eru ekki aðeins að laga sig að nýjum sjónarmiðum við hagstjórn heldur að feta sig frá ábyrgðarlausri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Hér á landi verður hins sama vart innan Alþýðubandalagsins, rit- stjóri Þjóðviljans ræddi á dögunum um einkarekstur á barnaheimilum. í Alþýðu- blaðinu um helgina er rætt við Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra Dagsbrún- ar, um þessi mái. Vitnað er til þess í Staksteinum í dag. Við lendum 1971 í fyr- irgreiðsluhyggju á aiman hátt en i viðreisn. Við- reisnarþróunin var stöðvuð í stað þess að opna hagkerfið meira en búið var, sem ég tel reyndar að við höfum ekki getað. Ekki vegna þess að við værum ekki nógu þroskuð til að taka við því, heldur vegna þess að efnahagskerfið var vanþroska. Þegar ríkisstjómin kemur Framkvæmda- stofnun á 1971 var það mjög táknrænt fyrir það sem menn voru að hugsa. Það var Framkvæmda- stofnun rikisins, sem átti að sjá um efnahagslegar framfarir i landinu — ekki markaðurinn." 20áram of seint Þessi ummæli Þrastar Ólafssonar leiða hugann að því, hvað það hefur kostað islensku þjóðina að súpa seyðið af því, að vinstri stjóm komst til valda 1971 og hóf að framkvæma stefnu, sem ef til vill var 20 árum á eftir tímanum. Að minnsta kosti líða næst- um tveir áratugir frá því að stefnan var boðuð sem allheijarlausn á okkar vanda, þar til vinstri- sinnar taka til við að viðurkenna, að hún hafi verið á misskilningi byggð. Þeir sem fylgst hafa með sveiflunum í skoðunum vinstrisinna frá þvi að þeir töldu Karl Marx hafa fundið loka- lausnina á stjóm efna- hagsmála um - miðja siðustu öld undrast i sjálfu sér ekki, að þeir hafi rangt fyrir sér. Sam- eiginlegt einkenni á skoðunum vinstrisinna er í stórum dráttum það, að oftast sýnir sagan, að þær em rangar. Spum- ingin virðist helst vera sú, hve langan tima sag- an þarf til að sýna þetta eða hve mörg ár þurfa að líða, þar til vinstri- sinnar viðurkenna þetta. I Alþýðublaðsviðtalinu er Þröstur Óiafsson spurð- ur að því, hvort honum finnist að lokað hafi ver- ið fyrir ákveðna þróun með Framkvæmdastofn- un og hann svarar: „Ég vil ekki segja að það hafi verið lokað fyr- ir, en ekki heldur að það hafi allt verið eðlilegt, sem viðreisnarstjómin gerði. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við hefðum þurft að fara í gegnum breytíngar á 7. áratug. Sú (svo!) aðlögun, sem þurftí að gera á um- hverfinu í kringum okkur, hefði verið æski- legra að gera í meira jafnvægi en við gerðum, án þess að þurfa sifeilt að steypast á nefið. Þjóð- in var á því upp úr viðreisn að við þyrftum að huga að öðrum verð- mætum — þvi kemur millibil allan framsókn- aráratuginn. ■ Síðan leysist allt úr læðingi eftir 1983/1984, þegar á einu kjörtímabili allt er gefið fijálst. Þá förum við aftur í hinar öfgamar, og sátum allt síðastliðið kjörtimabil í þeirri súpu, sem lýstí sér sem pólitískt stjómleysi, pólitískt valdaleysi — en með efnaliags- og við- skiptalíf, sem var búið ! að M mikii völd.“ FTMMTA OG SJÖUNDA HEILRÆÐIFRÁ VERÐB RÉFAMARKAÐIIÐNAÐARBANKANS TTL ÞEIRRA SEM ERU AÐ BYRJA AÐ SPARA. 5 Takið upp sparnað er afborgunum lána lýkur! Grípið tækifærið er lán hafa verið greidd upp og leggið samsvarandi fjárhæð fyrir í stað þess að eyða peningunum í annað. 7 Góð yfirsýn yfir fjármálin er nauðsynleg. > Best er að geta jafnan fylgst með hvernig eignir og skuldir breytast frá einum tíma til annars. ... OG ÞAÐ ER EKKERT ERFITT AÐ STÍGA FYRSTU SKREFIN! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 1530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.