Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Mömmusögur
Békmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
366 sögur með 468 litmyndum.
Ritstjóri: Doris Barth. Þýðing og
endursögn: Þórir S. Guðbergsson
og Hlynur Örn Þórisson. Utgef-
andi: Setberg.
Það er langt síðan ég hefi séð
svo undurfagra bók, snilli teiknar-
anna er slík, að þessi dægrin, sem
bókin hefir verið á borði mínu, þá
hefi ég, hvað eftir annað, staðið
mig að því að fletta henni, til þess
að gleðja auga og hug.
Nú svo er lesmálið heldur ekki
af verri endanum, perlur, sem glatt
hafa böm um víða veröld lengi,
kynslóð eftir kynslóð. Hér er: Oli
lokbrá, Heiða, Hans og Gréta,
Heimski Hans, Ljóti andarunginn,
Rauðhetta og, og... ja, lengi yrði
ég að telja innihaldið upp, því að
bókinni er skipt í 366 lestra, einn
fyrir hvem dag ársins. Bráðsnjöll
hugmynd, hvatning til fullorðinna
að fylgja bami í rúmið, lesa fyrir
það, skoða með því og ræða um
lestur dagsins. Svefn að slíkri stund
lokinni yrði sætur, og illa trúi ég,
að lesarinn nyti ekki Unaðar líka.
Rithöfundar og listamenn á vegum
útgáfufyrirtækisins Pestalozzi
unnu texta^ bókarinnar og gerðu
teikningar. íslenzka efnið, sem val-
ið er af mikilli smekkvísi, auðveldar
bömum að læra vers og vísur, fær-
ir bókina nær þeim. Mikill kostur
að höfunda er getið, því ég sakna
þess, að við ævintýrin fæst er frá
því sagt, hvaðan þau eru upprunnin.
Ég er ekki sáttur við undirfyrir-
sögnina 366 SÖGUR. Hér hefði átt
að standa 366 LESTRAR, því
mörgum ævintýranna er skipt milli
daga. Þetta er smámál, hitt skiptir
'ollu, að þeir sem eru að leita að
fallegri gjöf handa fróðleiksfúsu
bami, gleymi ekki að líta í þessa
bók.
Setning texta og fílmugerð ann-
aðist Prisma sf., Hafnarfirði, en
útgáfan er unnin og prentuð í sam-
vinnu við Pestalozzi Verlag í
Erlangen, Bayern.
Hafi íslenzki útgefandinn kæra
þökk fyrir að rétta þetta listaverk
fram.
Betra að yrkja
en bara vera töff
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Stefán Snævarr: HRAÐAR EN
LJÓÐIÐ. Símon Jón Jóhannsson
annaðist útgáfuna. Greifinn af
Kaos 1987.
Stefán Snævarr er eitt þeirra
skálda sem ekki fara með miklum
bægslagangi, að minnsta kosti
skyggir hann ekki á sól. Stefán hef-
ur sent frá sér nokkrar ljóðabækur
og í bestu ljóðum sínum er hann
góður fulltrúi kynslóðar sinnar. Nú
er komin frá honum bók sem nefnist
Hraðar en ljóðið.
Fyrstu ljóðin í Hraðar en ljóðið
fjalla um ljóðið sjálft. I Vertu ljóðinu
góður er bent á ýmsa valkosti ljóðs,
færa því dreka og mána, fela það
bak við augun og breyta því í hjarta.
í Betra að yrkja sem birtist á sömu
opnu og Vertu ljóðinu góður eru eftir-
farandi heilræði: „Betra að yrkja en
drekka/ betra að yrkja en reykja/
betra að yrkja en sniffa/ betra að
yrkja en munda/ rakhníf".
Nafnlausn byijar svo og er eins
og fleiri ljóð bókarinnar til marks
um heimspekilega menntun Stefáns
Snævarn
Augað sem sér
sér ekki augað sjá.
Eyrað sem heyrir
heyrir ei eyrað heyra.
Spegillinn speglast
í spegli
sem speglast í spegli.
Stefán Snævarr er af kynslóð sem
er töluvert ginnkeypt fyrir banda-
rískri alþýðumenningu: kvikmyndum
og tónlist. Þessari kynslóð fylgir eft-
irsókn eftir því að vera töff. Þetta
kemur fram víða í Hraðar en ljóðið.
Þótt önnur dæmi væru kannski
heppilegri vel ég Langbrók:
Stefán Snævarr
Ég er langbrók
iangræknari en fjandinn
vil engin homreka Vera.
Biddu mig ekki um geisla
í geislabyssuna, góða.
Ég man þér kinnhestinn.
Stefán Snævarr er alls ekki skoð-
analaust skáld, en hann er fremur
hófsamur þegar hann skyggnir
samtí-
mann. Ljóð sin byggir hann upp eins
og sjálfstæða smíð og freistar þess
að vanda hana. Það tekst auðvitað
misjafnlega eins og hjá fleiri skáld-
um. Hraðar en ljóðið kemur víða við
og lýsir viðleitni til að leggja eitthvað
af mörkum til umræðunnar um það
hvar við séum á vegi stödd. Bókin
kemur lesanda í kynni við höfund
sem horfíst í augu við það sem á
öllum brennur og gefur ráð til að
sigrast á vanmáttarkennd tímans.
Það er öllum hollt að fylgjast með
Stefáni Snævarr og úrlausnarefnum
hans. En sem ljóðskáld þarf hann
að nema staðar og íhuga framhaídið.
Hann þarf til dæmis að gera sér
grein fyrir hvort heimspekingurinn
sé ljóðskáldinu byrði eða öfugt.
KEYNSLUNNI RIKARI
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Matthias Viðar Sæmundsson:
MINNINGAR BARNALÆKNIS.
178 bls. Forlagið. Reykjavik,
1987.
Þessi lifssaga Björns Guðbrands-
sonar er prýðilega læsileg. Björn
stendur á sjötugu. Reynsla hans er
orðin fjölskrúðug svo ekki sé meira
sagt. Eigi að síður er henni komið
hér fyrir á hundrað og áttatíu blað-
síðum. Sá er einmitt meginkostur
þessarar frásögu hversu gagnorð
hún er. Hér virðist allt sagt sem
segja þarf. En fátt fram yfir það.
Frásögnin er hvarvetna takmörkuð
við þann spamað I orðum sem unnt
er að komast af með. Þama er
hvergi verið að teygja lopann. Lítið
fer fyrir hugleiðingum um liðin ár,
nema hvað sögumaður lýsir við
upphaf og endi bókar viðhorfum
sínum til lífs og tilveru. Ennfremur
drepur hann hér og þar á málefni
tengd starfi sínu; þar með talda
náttúruvernd. Sagan er byggð upp
af endurminningabrotðan mynda
heild, samfellda sögu. Stundum er
sem klippt sé á frásögn þegar hæst
stendur: lesandanum er þá látið
eftir að semja framhaldið og draga
sínar ályktanir.
Björn Guðbrandsson er maður
víðförull. Allt eins og eftirlætis-
iþrótt hans er fuglaskoðun, þannig
hafa honum einnig veist tækifæri
til fjölbreytilegrar mánnlífsskoðun-
ar um víða veröld. vo margt hefur
borið fyrir augu hans um dagana
að undmm sætir. Hann gisti Þýska-
land Hitlers skömmu áður en
heimsstyijöldin braust út. Hann var
hér í Reykjavík hernámsárin öll,
ástandsárin. Hann var læknir víðs
vegar í Bandarikjunum þar sem
hann nam sérgrein sína. Hann var
læknir í Japan á árum Kóreustríðs-
ins. Og siðast en ekki síst: hann
var læknir í Viet-nam þegar styij-
öldin geisaði þar hvað grimmileg-
ast. Rúm þijátiu ár hefur hann svo
verið starfandi við Landakotsspital-
ann hér. En þar hefur að sjálfsögðu
rikt kyrrð og friður og fátt gerst
sem í frásögur sé færandi. A efra
aldri tók BjOrn sér fyrir hendur að
læra rússnesku og ferðaðist til Sov-
étrikjanna. Hann hefur skoðað lífið
í sinum margbreytilegustu mynd-
um, stundum i nálægð sem læknir,
en stundum líka tilsýndar sem
áhorfandi. Og hann hefur sem
læknir orðið að horfast í augu við
dauðann, þráfaldlega og endurtek-
ið; ekki hvað sist þegar hann var
Björn Guðbrandsson
læknir á Vifílsstöðum, ungur
kandídat.
Sjálfum hefur honum tekist að
aka lífsvagni sínum heilum gegnum
allt þetta. Hann fæddist og ólst upp
í sveit áður en aldagömul vinnu-
brögð og hugsunarháttur hafði
breyst að marki. En ekki var nema
sjálfsagt að prestssonur norður i
Skagafírði gengi i Menntaskólann
á Akureyri. Eftir að hafa lokið stúd-
entsprófí og síðan gluggað í
málfræði í Kaupmannahöfn lá leiðin
svo í læknadeilina hér, og eftir það
rekur hver kapítulinn annan. Það
er ekki i verkahring læknis að ráða
lífsgátuna. »Maður gerir skyldu
sína og reynir að nota þekkingu
sína og reynslu.« Bjöm Guðbrands-
son telur að ekki megi kaupa
visindin því verði að glata jafnframt
mannlega þættinum. Vísindin efl-
ast, rannsóknir aukast. En bijóstvi-
tið, tilfinningin, hugboðið, hvað um
það? »Ungir læknar kunna minna
á útlit sjúklings en þeir eldri. Allir
eru i rannsóknum sem er út af fyr-
ir sig ágætt. En niðurstöðurnar
koma stundum of seint. Sá sem
hefur reynslú við sjúkdómsgrein-
ingu sér fljótt hvað ber að gera og
hvað ekki. Hann missir siður sjúkl-
ing.« Birni þykja sumir fara óvar-
lega með geislavirk efni, svo dæmi
sé tekið, meðhöndla þau sem leik-
fang: »Fyrir fáeinum árum voru
þannig teknar nærri 400 rönten-
myndir af einum sjúklingi. Það
jafngilti því að hann hefði lent í
útjaðri atómsprengjunnar.«
Margan ma hefur læknirinn hitt
um ævina, suma í svipsýn, öðrum
kynnst nánar. Mannlýsingar Björns
eru fáorðar en afdráttarlausar.
Hann segir að á æskuheimili sínu
Matthías Viðar Sæmundsson
hafi lítið verið talað um fólk, »einka-
líf fólks var látið í friði.« Sama
hátt hefur hann á í þessari bók,
sneiðir hjá viðkvæmum málum.
Hins vegar neitar hann sér ekki um
að taka eftir kómísku hliðinni á
mannlífinu. Hann hefur lagt á
minnið meitog eftirminnileg tilsvör.
Þannig lýsirnn mörgum samferða-
manninum á lífsleiðinni: hefur eftir
honum eina eða tvær setningar.
Og þær segja kannski meira en löng
umsögn.
Björn er ekki í þeirra hópi sem
telja að allt sé i raun og veru gott
einungis ef það er liðið, búið og
gert. Mat hans er jafnan hlutlægt
og raunsætt, eins varðandi liðna
tímann. Það, sem hann segir um
sveitasamfélagið gamla, tel ég t.d.
igrundað vel.
Björn Guðbrandsson ólst upp við
formfastan aga, og gilti það jafnt
um heimili, skóla og vinnustaði
vestanhafs. Á katólskum sjúkra-
húsum þar í landi varð maður »hluti
af kerfi sem einkenndist af vand-
virkni, nákvæmni og ráðdeild.« I
samræmi við þetta eru Iokaorð bók-
arinnar: »Sá sem vinnur ekki meira
en honum er borgað fyrir er ekki
verður launa sinna.«
Sjaldan er unnt, þegar endur-
minningabók sem þessi er vegin og
metin, að greina hvað sé sögu-
manns og hvað höfundar. Ef vel
tekst er þó hægt að fullyrða að
báðir hafi lagt af mörkum sitt
besta. Texti þessarar bókar er lát-
laus en vandaður. Sögumaður segir
frá. Og höfundurinn skrásetur; en
lætur ekki á sér bera að öðru leyti.
Þess háttar samvinnu má kenna við
hvort tveggja: vandvirkni og ráð-
deild.
FLUGSAGA
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ANNÁLAR ÍSLENSKRA
FLUGMÁLA 1936-1938. Arng-
rímur Sigurðsson setti saman.
192 bls. íslenska flugsögufélagið.
Reykjavík 1987.
»Hér er að fínna þær heimildir
sem rannsóknir á íslenskum flug-
málum munu byggja á. Þessar
heimildir eru undirstaða þess sem
síðar kann að verða ritað um flug
á íslandi,« segir höfundur í for-
mála. Þetta er fjórða bindi ritsins
en útgáfan hefur legið niðri í nokk-
ur ár. Nú hefur íslenska flugsögufé-
lagið tekið ritið á arma sína og má
vona að útgáfan gangi greiðlega
hér eftir. En með þessu fjórða bindi
er aðeins komið að árinu 1939
þannig að verk er eftir að vinna.
Ef hliðsjón er höfð af að flugið var
á þessum tíma meira draumur en
veruleiki má spyija hvernig þriggja
ára saga geti fyllt heilt bindi, og
það áður en flug hófst hér að
marki? Svarið er einfalt: flugáhugi
var hér almennur og mikið um flug-
mál rætt og ritað. Litið var á flugið
sem ævintýri framtíðarinnar,
spennandi og áhættusamt í senn.
Ofriðlega horfði í heiminum. Stór-
þjóðimar lögðu ofurkapp á flugvéla-
framleiðslu, einkum Þjóðveijar. Til
þeirra sóttu íslendingar ráð og skól-
un og því koma þeir talsvert við
sögu í annálum þessum.
Höfundur kallar ritið annála og
er það vissulega réttnefni. Það er
mest byggt upp af prentuðum og
skrifuðum frumgögnum. Þar á
meðal eru glefsur úr dagblöðum,
bókunargögn af ýmsu tagi, t.d. far-
pantanir, félagslög, skírteini,
sendibréf og yfírhöfuð hvaðeina
sem nöfnum tjáir að nefna og flugi
tengist. Hefur höfundur sýnt lofs-
verða elju með því að safna saman
öllu þessu sundurleita efni, svo og
hugkvæmni í að steypa því saman
svo úr verði aðgengileg heild.
Bókin er í stóru broti þannig að
myndefnið nýtur sýn nokkuð vel,
en myndir eru þarna fleiri en tölu
verði á komið. Myndatextar eru
ýtarlegir; segja raunar dijúgan
hluta sögunnar. Þetta er ein þeirra
bóka sem hægt er að blaða í enda-
laust; svo margt er þama saman
Arngrímur Sigurðsson
dregið. Höfundur sá sjálfur um
umbrot og útlit bókarinnar. Sýnist
mér það hafa tekist vel.
Útgáfan tengist hálfrar aldar
afmæli Flugfélags Akureyrar sem
var forveri flugfélags íslands og
seinna Flugleiða og því er prentað
þarna, á eftir formála höfundar,
ávarp stjómarformannsins, Sigurð-
ar Helgasonar. Þakkar hann
höfundi »fyrir að varðveita og festa
á spjöld sögu þessarar mikilvægu
atvinnugreinar á fslandi.« Undirrit-
aður telst ekki beint til flugáhuga-
manna en tekur óhikað undir orð
stjómarformannsins.