Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 2F HUGSJÓN EÐA DRAUMÓRAR Bókmenntir Erlendur Jónsson Pétur Guðjónsson: ERINDI VIÐ ÞIG. EINSKONAR ÆVI- SAGA. Jón frá Pálmholti skráði. 256 bls. Útgáfan. 1987. »Pétur Guðjónsson, sem rekur sögu sína hér á eftir er aðeins fer- tugur að aldri,« segir höfundurinn, Jón frá Pálmholti, í formála. Er ekki laust við að Jón þykist þurfa að sætta lesendur við að meðtaka ævisögu svo ungs manns. En Pétur er kunnur flokksforingi þótt ekki sé flokkur hans stór. I öðrum lönd- um er algent að ævisögur þess háttar afreksmanna séu skráðar og gefnar út, og þá helst meðan þeir standa í sviðsljósinu og lesendur hafa áhuga á persónunni. Þar er ekki spurt hvort maður hafi eitt- hvað að segja heldur hver hann sé, hvort hann sé þekktur. Og Pétur telst auðvitað þekktur maður. Þó grunaði mig ekki að hann væri svo heimskunnur sem lesa má í þessari bók: »Næstu árin var næstum sama hvar ég kom í Suður-Ameríku. Allt- af var þar einhver sem þekkti mig.« »Einskonar ævisaga,« stendur á titilblaði. Satt er það, þetta er bæði ævisaga og þar að auki ýmislegt fleira, t.d. hugmyndasaga sögu- manns. Skoðanir hans verða söguþræði yfirsterkari þegar líður á bókina. Pétur fæddist norður á Mel- rakkasléttu og dvaldist þar fyrstu æviárin. En sex ára hleypti hann heimdraganum. Og upp frá því ætlar ferðalögum hans seint að linna. Pétur er sannkallaður heiins- borgari. Hann nam í Bandaríkjun- um á upphafsárum Víetnam-stríðs- ins þegar bylgja róttækni og marxisma reið yfir Vesturlönd. Og Pétur hreifst með. Hann fór til Chile þegar Allende var þar við völd. Hann skrapp til Kúbu í boði kunningja síns, Castros. Hann heimsótti skæruliða í Mið-Ameríku. En allt olli það honum vonbrigðum: skæruliðamir, kommúnistastjóm- irnar og kynslóð ’68. »Heigulshátt- urinn var svo mikill hjá þessari- kynslóð, að hún bara lyppaðist nið- ur við minnstu mótbárur.« Pétur segist hafa tileinkað sér rómantísk- ar hugmyndir um skæruliðana í Guatemala. »A því varð nú breyt- ing, því mér varð ljóst að skærulið- arnir em sjaldnast að beijast fyrir hugsjónum einum og oft alls ekki.« Síðan kynntist Pétur Hreyfing- unni »sem þekkt er fyrir manngild- issjónarmið sín og breiðist nú ört út um heiminn frá manni til manns,« svo vitnað sé til formála Jóns frá Pálmholti. Upp frá því hefur Pétur helgað því málefni krafta sína og í síðari hluta bókar- Jón frá Pálmholti. innar er ofin inn í söguna sókn og vöm fyrir þann málstað. \ Hversu vel Pétur heldur á máli sínu — það kann að vera álitamál. Altént efast ég um að bók þessi snúi mörgum til Hreyfingarinnar. Bilið er stundum mjótt á milli hug- sjóna og draumóra. Hins vegar er Pétur heilmikill spjallari. Ef allt er satt sem hann segir af sjálfum sér hlýtur hann að teljast til meirihátt- ar ævintýramanna. Er hann hvergi að skálda? Einu gildir, rabb hans heldur manni vakandi. Pétur er líka óragur að tjá skoðanir sínar á hveiju sem er. Mér finnst honum takast betur að skilgreina það, sem fyrir augu hefur borið — á vondu máli sagt að upplifa það, heldur en að draga af því röklegar ályktanir. Ætli hann lýsi ekki réttilega inn- taki námsmannahreyfinganna, svo dæmi sé tekið? Þetta vom fyrst og fremst andófshreyfingar. Og slík samtök, ef samtök skyldi kalla, verða seint uppbyggileg. Omótmæl- anlega hjálpuðu þau Bandaríkja- mönnum til að tapa Víetnam-stríð- inu. Svo komu þau sér líka varanlega fyrir í fjölmiðlum á Vest- urlöndum; líka í fræðslukerfí margra landa. En þrátt fyrir gagnrýni sína er Pétur enn á vinstri kantinum, um það er víst engum blöðum að fletta. Sem amerísk-menntaður stjórn- málamaður hefur Pétur næma tilfinningu fyrir áhrifum fjölmiðlun- ar: »Það sem ekki sést í sjónvarpi er ekki til í augum almennings,« segir hann, og það vafalaust rétti- lega. Pétur kvartar um að sjón- varpið íslenska sýni sér og hreyfingu sinni lítinn áhuga. Segj- um þá að hann fái þann skaða bættan með útgáfu þessarar bókar! Þetta er kilja í stóru broti. Og forsíðuna prýðir litmynd af sögu- hetjunni; skýr mynd af Pétri, en baksviðið óljósara. Hafnargallerí Myndlist Valtýr Pétursson Helgi Valgeirsson heitir ungur maður, sem efnt hefur til sýning- ar á málverkum sínum í Hafnar- galleríi, sem er á loftinu fyrir ofan Bókabúð Snæbjörns Jónssonar í Hafnarstræti. Þetta gallerí er nokkuð sérstætt að því leyti, að þar hafa að mestu sýnt nemendur og byrjendur í myndlist. Ef til vill mætti því kalla staðinn skóla- gallerí, og ég er ekki frá því, að ekki ætti að skrifa harðorða gagn- rýni um þá hluti, sem þar koma fram. Flest af því, sem fyrir aug- un hefur borið þama, er ekki búið til að taka þátt í slagnum, ef svo mætti til orða taka, og væri ef til vill sanngjarnara að segja, að fólk flýtti sér einum of með að sýna það, sem enn er í mótun. En auðvitað koma sprett- ir, sem gera þessa starfsemi réttlætanlega, og ekki þarf um það að efast, að sýnendum er mikill greiði gerður og stuðningur við ungt listafólk fólginn í starf- seminni. Það eru þrettán olíumálverk á sýningu Helga, og eru þau öll gerð á þessu ári nema eitt. Helgi hefur skemmtilega litameðferð í flestum verka sinna, og það sem skilar sér einna best í þessum verkum er hugmyndaflug og virð- ing fyrir því efni, sem unnið er í. Helgi er að öðru leyti á byij- endastigi, og ógemingur er að spá nokkm um framþróunina. Allt getur gerst. Eg vonast eftir góðu framhaldi og óska Helga til ham- ingju með það, sem komið er. e pierre cardin Skartgripur sem mœlir tímann Jón og Óskar Laugavegi 70 MEBA Magnús E. Baldvinsson Kringlunni Guðmundur Þorsteinsson Bankastræti 12 Klukkan Hamraborg 1 Kópavogi Georg V. Hannah Keflavík Jón Bjarnason Akureyri HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. veitir einstaklingum tœkifœri til góðrar óvöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfródráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtœkja. Til sölu eru hlutabréf í Hluttabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað haustið 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skattfrádrátt. í því felst að kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1986 var heimill frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 45.900,- hjá einstaklingum og kr. 91.800,- hjá hjónum.) Það athugist að „skattlausa árið“ tekur einungis til almennra launatekna. Aðrar tekjur einstaklinga verða skattlagðar og kemur þá skattfrádráttur vegna hlutabréfakaupa að fullum notum. Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitt til kaupa á hlutabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtœkja. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 45% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru hlutabréf og á hann nú hlutabréf í eflirtöldum hlutafélögum: Almennum tryggingum hf„ Skagstrendingi hf„ Eimskipafélagi íslands hf„ Flugleiðum hf„ Tollvörugeymslunni hf„ Hampiðjunni hf„ Útgerðarfélagi Akureyringa hf„ Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. 55% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja. Stjórn sjóðsins skipa: Baldur Guðlaugsson, hrl. stjómarformaður, Árni Ámason, framkvsljóri, Ragnar S. Halldórsson, forstjóri, dr. Pótur H. Blöndal, framkvstjóri, Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvstjóri, varaformaður, Ámi Vilhjálmsson, prófessor, Gunnar H. Hálfdanarson, framkvstjóri, dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvstjóri. Framkvœmdastjóri er Porsteinn Haraldsson. löggittur endurskoðandi, Skólavörðustíg 12. Reykjavík. s. 21677. Endurskoðandi er Stefán Svavarsson. lögg. endurskoðandi. Sölugengi hlutabrófa í Hlutabrófasjóðnum hf. er nú 1,42 (15. desember 1987) en það haekkar daglega til áramóta m.v. 36% ársvexti. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum; HlulabréfainarkacViriun hf Skólavöröustíg 12. 3. h. Reykjavík. Siml 21677 VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Q2> riÁRFESIINCARFÓACIO UERÐBRÉFAMARKAÐURINN Hatnarstœli 7 1C1 Reykjavik SS (91) 28566 Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30 ééll<AUPÞING NORÐURLANDSHF m KAUPÞING HF Husi Verztunannnar, simi 686988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.