Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
23
Morgunblaðíð/Svemr
Ráðgjafar North Venture. Talið frá vinstri: Graham Searle, George
Pritchard og Mike Heath.
Sala á rafmagni um sæstreng til Bretlands:
Semja yrði um trygg-
ingar vegna sölunnar
- segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
RÁÐGJAFAR breska fyrirtækis-
ins North Venture, sem vill
athuga möguleikana á að Bretar
kaupi rafmagn um sæstreng frá
Islandi, ræddu við iðnaðarráð-
herra og fulltrúa Orkustofnunar
og Hafrannsóknastofnunar sl.
fimmtudag. Iðnaðarráðherra
sagði að ríkisstjórnir íslands og
Bretlands yrðu að semja um
tryggingar um söluna ef af henni
yrði, I fyrsta lagi eftir nokkur
ár, til að íslendingar töpuðu ekki
á viðkomandi virkjunarfram-
kvæmdum. Guðmundur Pálma-
son, deildarstjóri jarðhitadeildar
Orkustofnunar, sagði að stofnun-
in væri búin að kanna möguleika
á raforkusölu til Skotlands í
langan tima, t.d. hafi þeir verið
kannaðir árið 1975.
Einn ráðgjafanna, Graham Se-
arle, jarðfræðingur, sagði að
viðræðumar og skoðunarferðir þær
sem ráðgjafamir fóm í til Búrfells-
og Blönduvirkjunar hefðu verið
mjög uppörvandi fyrir þá. „Ég hef
ekki í nokkru öðru orkufyrirtæki í
heiminum séð betri áætlanagerðir
og tækni en hjá Landsvirkjun. Ég
held að orkufyrirtæki í Bretlandi
muni athuga möguleikann á að
kaupa raforku frá íslandi mjög
gaumgæfilega, ekki síst ef þau
komast í einkaeigu. Við munum
semja skýrslu um þessar athuganir
okkar og afhenda Islendingum áður
en langt um líður,“ sagði Searle.
Friðrik Sophusson, iðnaðarráð-
herra, sagði að áður en hægt yrði
að semja um sölu á raforku frá
íslandi til Bretlands yrði fyrst að
ganga frá tryggingum milli ríkis-
stjóma íslands og Bretlands um
raforkukaupin, þannig að íslend-
ingar myndu ekki tapa á viðkom-
andi virkjunarframkvæmdum. „En
þessir samningar yrðu hins vegar
ekki gerðir á næstu dögum," sagði
Friðrik. „Mér líst í sjálfu sér ekki
svo illa á þessar hugmyndir. Eftir
því sem áhættunni er dreift meira,
því meiri stöðugleiki ætti að vera í
efnahagslífinu. En á það er einnig
að líta að raforkusala til innlendrar
stóriðju skapar miklu fleiri atvinnu-
tækifæri hér en raforkusala til
útlanda," sagði Friðrik.
Guðmundur Pálmason, deildar-
stjóri jarðhitadeildar Orkustofnun-
ar, sagði að Orkustofnun hefði
athugað þessi mál lengi. „Þeir
fengu hjá okkur upplýsingar um
þær athuganir sem við höfum gert
varðandi flutning á raforku héðan
til Skotlands," sagði Guðmundur.
„Það var gerð athugun á því 1975
sem var síðan endurskoðuð 1980
og aftur í fyrra. Þessir ráðgjafar
virkuðu frekar vel á mig. Þe'ir virð-
ast vera réttir menn á réttum stað
og hugsanlega á réttum tíma.“
Jakob Jakobsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar, sagði að
ráðgjafarnir hefðu sagt að þeir vildu
að haft yrði samráð við Hafrann-
sóknastofnun um legu sæstrengs-
ins. „Þeir vilja láta leggja kapalinn
á mjúkum botni þannig að hægt
verði að sökkva honum á hafs-
botninn. Þeir voru að reyna að finna
leiðir til þess. Þeir vilja einnig að
sæstrengurinn verði lagður framhjá
fiskimiðum vegna hættu á að veið-
arfæri slitni á honum," sagði Jakob.
Morgunblaðið/Gréta Friðriksdóttir
Vonin KE 2 þarf ekki að fara langt á síldarmiðin.
Rey ðarfj örður:
Veiðir síldina við bæjardyrnar
Reyðarfirði.
VONIN KE 2 veiddi síld dag eft-
ir dag í síðustu viku hér í
Reyðarfirðinum og landað hér í
frystingu.
Skipstjóri á Voninni er Árni Ó.
Þórhallsson úr Keflavík. Hann hef-
ur fengið um og yfir 100 tonn á
sólarhring. Þetta kallast að veiða
síldina við bæjardyrnar. —'
— Gréta
VERIÐ VEL KLÆDD UM JÓLIN
Iðunnar-peysur á
dömur,
herra
ogböm.
Glitpeysur á dömur.
Jakkapeysurá
dömur og herra.
Dömublússur og
herraskyrtur frá
OSCAR OF SWEDEN
Dömubuxur, pils og
buxnapils frá
GARDEUR
í Vestur-Þýskalandi.
/ ffj. PRJÓNASTOFAN
i/áuntu
Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18
Laugardaginn 19. des. frá kl. 10-20
Kreditkortaþjónusta.
Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjamamesi.
Sameinar styrkleika og stíl
ÍDiamant
matar- og kaffistellinu
Heildsöludreifing
JÓHANN ÚLAFSS0N & C0. HF.
43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588
Útsölustaðir:
Hagkaup.
Fjarðarkaup,
JL, gjafavörur,
Vöruhús KÁ, Selfossi,
Verslunin Búbót,
Kaupfélag Borgfirðinga,
Kaupfélag Héraðsbúa,
Kaupfélag Þingeyinga,
Samkaup, Njarðvík,
Heimilisvörur, Eiðistorgi.