Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Erindi við þig - Saga Péturs Guðjónssonar Sauðárkrókur: Nýr útibússtjóri Búnaðarbankans ÚTGÁFAN SB hefur gefið út bókina „Erindi við þig — Einskon- ar ævisaga" og eru það kaflar úr lífshlaupi Péturs Guðjónssonar stjórnunarráðgjafa og formanns Flokks mannsins. Bókin er skráð af Jóni frá Pálmholti. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Það má fullyrða að fáir íslendingar hafi ferðast jafn víða og kynnst af eigin raun jafmörgum heimssöguleg- um viðburðum og Pétur Guðjónsson. Pétur hefur yfírgripsmikla menntun í hagfræði, stjómmálafræði og mannfræði. Hann stundaði nám við Harvardháskóla í Bandaríkjunum á umrótstímum sjöunda áratugarins, var búsettur í Chile á valdadögum Allende, fór til Kúbu í boði Castros í kjölfar frægs blaðamannafundar. Pétur er einn af upphafsmönnum „Hreyfingarinnar" sem kennd er við manngildissjónarmið, en hún fer nú ört vaxandi í yfir 50 löndum. Lestur bókarinnar mun snerta margan manninn djúpt og hneyksla suma. Pétur talar tæpitungulaust um skoðanir sínar á svokölluðum menn- ingarvitum, stjómmálamönnum, sálfræðingum, 68-kynslóðinni, lög- fræðingaveldinu, verkalýðsleiðtogum og fleiri „sjálfskipuðum spekingum". En umfram allt fjallar þessi bók um ferð manns sem hefur leitað lífsfyllingar, eins og við raunar öll gemm, nema hvað Pétur virðist þekkja leiðina og er reiðubúinn til að deila reynslu sinni með öðmm. Þar af leiðandi á þessi bók erindi við alla, því hver leitar ekki lífshamingj- unnar.“ Bókin er 256 bls., prýdd fjölda mynda. Sauðárkróki. RÁÐINN hefur verið nýr úti- bússtjóri, Gestur Þorsteinsson, við útibú Búnaðarbanka ís- lands á Sauðárkróki, en útibúið er hið stærsta utan Reykjavík- ur, með afgreiðslur í Hofsósi og Varmahlíð. Gestur Þorsteinsson er fæddur 6. september 1945 á Hofsósi, son- ur hjónanna Pálu Pálsdóttur kennara og Þorsteins Hjálmars- sonar, stöðvarstjóra Pósts og síma, en Þorsteinn lést fyrir nokkmm árum. Gestur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1965 og hóf störf hjá Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki í janúar 1967. Undanfarin ár hefur Gestur verið fulltrúi fyrrverandi útibús- stjóra, Ragnars Pálssonar, en hann lést fyrr í vetur. Gestur Þorsteinsson er kvæntur Sóleyju Skarphéðinsdóttur og eiga þau fímm böm. - BB SÍÐUMÚLA 11,108 REYKJAVÍK. SÍMI91-84866 Vetrarperlur er hljómplata með jóla- söngvumfrá 16. og 17. öld. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur, Þórarinn Sigurbergsson leikur með á gítar og Jóhannes Georgsson á kontrabassa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson útsetti. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup samdi af þessu tilefni ljóð við þrjá aðventu- söngva með hliðsjón af upprunalegum þýskum textum. Flutningurinn er hrífandi og hátíðlegur í einfaldleik sínum og látleysi. (Aj Ég ætla að syngja, er bamalagaplata Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Á henni eru gömul og ný lög við þekktar þulur og bamatexta. Flytjendur auk Magnúsar em Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson og tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Böm og fóstmr vom fengin til aðstoðar við að velja lögin. Þar má nefna Fingraþulu, Bíum, bíum bamba, Ein sit ég og sauma og Mamma borgar. Plölunni fylgir textablað með gítargripum. ÖRN OG ÖRLYGUR |!I Mt pikl GfelASON l'KA iiormci ÆVISAQA NASíuv, _ ISTJANS SONAR LIKNLS Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis er skráð af Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi. Jónas Kristjánsson var óumdeilanlegur brautryðjandi náttúru- lækningastefnunnar á íslandi. Hann var héraðslæknir í tveimur erfiðum og víðlendum héruðum norðanlands og austan. í ævisögu Jónasar greinir frá uppvexti hans og ævintýrum í æsku, skólaárum,ferðum og starfí. Kenningum Jónasar eru gerð góð skil í bókinni. Á SXjföS frar þúito&HfðrM tfTié, tft. I' V Fleiri kvistir hefur að geyma samtals- þcetti Áma Johnsen blaðamanns við fólk úr ýmsum áttum. Hann er löngu landskunnur fyrir skemmtileg og hispurslaus viðtöl sín en fyrri bók Árna í sama dúr, Kvistir í lífstrénu, vakti mikla athygli. Árni hefur einstakt lag á því að laða fram í fólki persónuleika þess og skila efninu þannig að viðmælandinn nýtur sín til fulls. í bókinni eru m.a. viðtöl við Veturliða listmálara, Matthías Bjarnason alþingismann, Ása í Bæ, Þorstein Jónsson flugstjóra og Lása kokk, - menn sem vanir eru að fara á kostum. Og síðast en ekki síst hina 103ja ára gömlu heiðurskonu Aldísi á Stokkahlöð- um, sem fylgist vel með öllu og hefur skoðanir á flestum málum. [Aj 220 gómsætir ávaxta- og ábætisréttir er þriðja í röðinni af hinum vinsælu matreiðslubókum Arnar og Örlygs. Bókin, sem skrifuð er af Kristínu Gestsdóttur, hefur að geyma uppskriftir og leiðbeiningar um matreiðslu á ábætisréttum, kökum, drykkjum, krapréttum, saft og sultu úr ávöxtum og berjum. Bækurnar þrjár eru fáanlegar hjá útgáfunni í skemmtilegri öskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.