Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Leiðbeiningar til að „slaka á“ á hljóðsnældu:
Mikilvægt að stunda hugrækt
eða slökun á hveijum degi
- segir dr. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur
„SLAKAÐU Á“ heitir nýstárleg
hljóðsnælda sem Almenna bóka-
félagið hefur gefið út með
slökunaræfingum eftir dr. Eirík
Orn Arnarson sálfræðing. Hér
er um að ræða æfingar sem
Eiríkur Örn hefur kennt um ára-
bil, en hann er starfandi sálfræð-
ingur við geðdeild Landspítalans
og rekur eigin sálfræðistofu.
Eiríkur Öm sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði í starfi
sínu orðið var við að mikil þörf
væri fyrir slökunaræfingar sem
þessar og að tilgangurinn með út-
gáfunni væri meðal annars sá, að
gefa fólki kost á að nálgast þessar
leiðbeiningar með auðveldum hætti.
„Að því leyti þjóna þær einnig sem
fyrirbyggjandi aðgerð og gætu jafn-
vel orðið til að hjálpa mönnum áður
en streitan er komin á alvarlegt
stig. Ég held að það sé alla vega
vel þess virði að reyna þetta og sjá
hvemig gengur að losna við streyt-
una með þessum hætti áður en
menn leita í lyf í þeim tilgangi,"
sagði Eiríkur Öm, er hann var
spurður nánar um efni snældunnar.
Hann sagði að leiðbeiningarnar á
Dr. Eiríkur Örn Arnarson
snældunni væm byggðar á aðferð
sem kennd væri við bandaríska
lífeðlisfræðinginn og lækninn
Jacobson, „Progressive Relaxati-
on“, eða „kerfisbundin slökun". Á
fyrri hlið spólunnar væri farið kerf-
isbundið yfir stoðvefi líkamans þar
sem lögð er áhersla á þær and-
stæðu tilfinningar sem fylgja slökun
og spennu. „Vöðvamir eru fyrst
spenntir og síðan er slakað á og á
þann hátt verður fólk næmara fyrir
spennu í umhverfinu og í líkaman-
um og það greinir spennu fyrr en
áður,“ sagði Eiríkur Öm. „Fólk
finnur þegar spennan er að hlaðast
upp og getur því brugðist við áreit-
inu. Sá sem er mjög spenntur og
byrjar að læra slökun finnur í fyrstu
aðeins fyrir því þegar sprennan fer
úr hömlu. Þegar frá líður fara menn
að greina fyrr öll þessi vægari
. áreiti í umhverfinu og þar með
lækkar spennuþröskuldurinn. Á
fyrri hluta spólunnar er sem sagt
KENNÍTALA
ÁLAUNAMÐA
Á launamiða og öll önnur framtalsgögn vegna launa greiddra á árinu
1987 og sem senda ber til skattstjóra í janúar 1988, skal tilgreina
kennitölu, bæði launamanna og launagreiðenda í stað nafnnúmers.
Notkun nafnnúmers á þessum gögnum fellur niður.
RÍKISSKATTSTJÓRI
I
_JL
NNÞA GETUM VID...
...afgreitt eldhúsinnréttingar og fataskápa fyrir jól.
E3
BYGGINGAVÖRUR
* 671100
STÓRHÖFDA
Athugið að vörugjald hækkar væntanlega um áramót.
Frábær greiðslukjör. Pantið strax.
EURC
KREPIT
VILDARKJÖR
* 50022
LÆKJARGÖTU 22
HAFNARFIRÐI
farið kerfisbundið yfir stoðvefina
og mikilvægt er að fylgjast með
framgangi meðferðarinnar í þar til
gerðri dagbók, sem fylgir með. Á
seinni hluta spólunnar er svo lögð
áhersla á sjálfa slökunina.
En«ávinningurinn af slökun er í
stuttu máli sá, að hún dregur úr
súrefnisþörf líkamans, hægir á önd-
un og hjartslætti, hægir á efna-
skiptum líkamans og það slaknar á
vöðvum. Þú finnur til hita og
þynglsa í höndum og fótum. Ein-
beiting reynist auðveldari og þú
finnur fyrir ró og vellíðan. Með
reglubundnum slökunaræfingum
kemst þú í betra andlegt og líkam-
legt jafnvægi og finnur sjaldnar
fyrir kvíða.“
„Slökun hefur verið til í öllum
menningarsamfélögum frá örófi
alda og er í rauninni til í öllum trú-
arbrögðum," sagði Eiríkur Örn
ennfremur. „Það má til dæmis
hugsa sér að bænin sé slökunarform
hins kristna manns. En það eru
ýmis önnur slökunarkerfi sem hafa
verið þróuð og þá sérstaklega í
Aústurlöndum fjær, jóga er til að
mynda mjög fullkomið slökunar-
form. Það er því langt síðan að
menn fóru að gera sér grein fyrir
því að stunda einhvers konar hug-
rækt á degi hverjum. í nútíma
þjóðfélagi vill það hins vegar brenna
við að við gleymum þessum mikil-
væga þætti daglegs lífs, að ætla
okkur stund til hugræktar.
Á allra seinustu árum hefur það
samt verið að renna upp fyrir mönn-
um, að hægt er að ná valdi á ýmist
konar líkamlegri starfsemi, sem
hefur farið eitthvað úrskeiðis og
jafnvel leitt til þess að sálvefrænir
kvillar hafa farið að hijá menn, en
slíkir kvillar eru í daglegu tali
nefndir streitusjúkdómar. Það er
vitað, að álag í umhverfinu eykur
hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
og þá sérstaklega of háum blóð-
þrýsting. í þessu samandi má nefna
ýmsa aðra sálvefræna kvilla, svo
sem magasár, skeifugarnarsár,
ýmis konar öndunarörðugleika, höf-
uðverk, vöðvabólgu og margt fleira.
Ýmis viðbrögð, sem við sýnum í
daglegu lífi okkar, sem við getum
nefnt „feilviðbrögð", það eru við-
brögð sem aðlagast illa kringum-
stæðum, geta þróast stig af stigi á
mjög löngum tíma án þess að við
tökum eftir því, fyrr en þau eru
farin að htjá okkur verulega.
Vöðvabólga eða vöðvagigt er mjög
gott dæmi um þetta. Vöðvagigt
stafar yfirleitt af því að stoðvefirn-
ir, sem eru vefir og vöðvar sem
halda okkur uppréttum og við get-
um stjómað með viljanum, eru
orðnir of spenntir og líkaminn þolir
orðið illa þetta stöðuga álag. Vöð-
vamir bregðast því við með því að
senda frá sér sársaukamerki. Marg-
ir hirða hins vegar lítið um þetta
og halda áfram að takast á við
áreiti umhverfisins og beita líka-
manum á sama hátt og áður í stað
þess að taka mark á þessari viðvör-
un og reyna að breyta lífí sínu og
losna við þessi óþægindi.
Eitt af því sem við getum gert
til að minnka streitu í daglegu lífi
er að stunda einhvers konar hug-
rækt eða slökun á hveijum degi.
Spenna og slökun eru ósættanleg
fyrirbrigði eins og andstæðir pólar
á segulstáli sem hrinda hvorum
öðrum frá sér. Sá sem er spenntur
getur ekki verið afslappaður um
leið. í gegnum slökunarþjálfun nær
fólk smátt og smátt valdi á þessum
óæskilegu viðbrögðum sem fylgja
spennu og á þann hátt má koma í
veg fyrir að þau magnist og vindi
upp á sig eins og snjóbolti. Það
má taka þá líkingu að um leið og
þú ferð að greina þessi viðbrögð
og bregst við þeim á réttan hátt
þá er það eins og að þú takir snjó-
kom sem fellur af himnum ofan og
bræðir það á milli fingranna, og
eyðir því þannig. Á sama hátt er
mikilsvert að slaka á þegar þú finn-
ur þessi spennuviðbrögð. Tilgang-
urinn með útgáfu þessarar snældu
er einmitt að hjálpa fólki til þess,
og að því leyti getur hún einnig
gagnast þeim sem ekki eru þegar
haldnir spennu á háu stigi, sem
fyrirbyggjandi aðgerð," sagði dr.
Eiríkur Om Amarson að lokum.