Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 37

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 37 Nefnd fjallar um launaj afnr étti Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að stuðla að auknu launajafnrétti karla og kvenna í störfum hjá hinu opinbera. Koparstungaí Asmundarsal OPNUÐ verður sýning á 16.-18. aldar koparstungum i Asmundar- sal við Freyjugötu miðvikudaginn 16. desember kl. 21.00. Sýningin er hingað komin vegna samvinnu aðalræðismanns Ítalíu á íslandi, menntamálaráðuneytis Ítalíu og Italsk-íslenska félagsins. Sýningin er opin til 20. desember. Opnunartími sýningarinnar er: miðvikudagur 16. des. kl. 21-23, fímmtudagur 17. og fostudagur 18. des. kl. 16-21, laugardagur 19. og sunnudagur 20. des. kl. 14-21. Nefndinni er falið að fjalla um endurmat á störfum kvenna hjá hinu opinbera, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af mikilvægi umönn- unar- og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu á heimilum, og gera tillögur þar um. Einnig skal nefnd- in kanna hlunnindagreiðslur, þ.e. bílastyrk og fasta yfirvinnu hjá hinu opinbera og í framhaldi þar af gera tillögur um hvemig leiðrétta megi með tilliti til launajafnréttis karla og kvenna. Nefndinni er ennfremur falið að leita leiða til að tryggja jafnstöðu karla og kvenna við ráðningar og stöðuveitingar á vegum hins opin- bera. I nefndinni eiga sæti Asdís J. Rafnar formaður Jafnréttisráðs, Guðmundur Björnsson skrifstofu- stjóri launadeildar fjármálaráðu- neytisins og Lára V. Júliusdóttir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra sem jafnframt er formaður nefndar- innar. Fundur Verkfræðingafélags íslands: Brú yfir Hvalfjörð LENGI hafa menn velt fyrir sér þeim möguleika að brúa Hvalfjörð og hagkvæmni þeirrar fram- kvæmdar. Þriðjudaginn 15. desember heldur Verkfræðinga- félag Islands opinn fund um efnið „Brú yfir Hvalfjörð" i Verkfræð- ingahúsinu á Engjateigi 9. Á þessum fundi er ætlunin að fara yfir þá möguleika sem tii greina koma, áhrif framkvæmdarinnar, fjármögnun og arðsemi. Þeir sem hafa framsögu eru: Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, og ræðir hann um göng undir Hvalfjörð; Ólafur Bjamason, verkfræðingur hjá Verk- fræðistofú Sigurðar Thoroddsen, og nefnist erindi hans Brú yfír Hval- fjörð; Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, ræðir um áhrif stytt- ingar leiðar til Vesturlands á byggðir norðan Hval§arðar; Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, ræðir um fjármögnun framkvæmda og arð- semi. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspumir og umræður. Eins og áður sagði er fundurinn öllum opinn og hefst hann kl. 17.00. HAFÐU ALLTÁ HREINU FÁÐU ÞÉR OTDK t oV^' VöruhúsVesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 - er birgðamiðstöðin ykkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.