Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 45 K Á að þjóðnýta alla útgerð í Grænlandi? Talsmenn einkafyrirtækja í útgerð segja landsstjórnina vera að bola þeim burt Nuuk. Frá J.N. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Forsvarsmenn grænlensku togaraútgerðanna AAK og AAP, sem eru einkafyrirtæki, eru mjög óánægöir með úthlut- un rækjuveiðileyfanna að þessu sinni. Segja þeir, að landsstjórn- in haldi stöðugt meir fram hlut sinna eigin togara og nefna sem dæmi, að frá árinu 1986 hafi kvótinn til togara einkafyrir- tækjanna minnkað um 37%. Kvóti einstakra togara er á bil- inu 700-1.100 tonn á ári en talsmenn fyrirtækjanna segja, að ógemingur sé að gera skipin út á þennan afla. Þá benda þeir einnig a, að togurum emkafynrtækjanna sé úthlutað verstu veiðisvæðunum. Ríkisreknu togaramir veiða við Vestur-Grænland en hinir við Norðvestur- og Austur-Grænland þar sem veiðamar em miklu dýr- ari og rækjan verðminni. í viðtali við grænlenska útvarp- ið hvöttu þeir til, að sett yrði fram ákveðin fiskveiðastefna í Grænl- andi og spurðu hvort það væri e.t.v. í bígerð að þjóðnýta alla út- gerð í landinu. Sören Brandt, fulltrúi AAK, segir, að kvóti 22ja togara í einka- eigu hafi verið minnkaður um 100 tonn á skip en það svarar til rúm- lega 17 millj. ísl. kr. tekjurýmunar fyrir hvert þeirra. Jens Kreutz- mann, formaður AAP, segir einnig, að einkafyrirtækin í útgerð geti ekki þrifíst ef landsstjómin heldur því til streitu, að skipin landi 85% aflans í rækjuverksmiðj- um hennar í landi. Útgerðin sjálf getur þá aðeins unnið 15% aflans. Grænlensku einkaútgerðirnar óttast einnig samkeppnina við kanadíska rækjutogara en þeir hafa fengið kvóta frá sínum stjórn- völdum upp á 2-3.000 tonn hver. Arðsemi skipanna er því mikil og auðveldar Kanadamönnum að ná undir sig markaðnum með undir- boðum. Grænlenskur togari i ís. Kínverskar leirstyttur sýndar í London Jube McKeown virðist frekar hræddur þegar honum eru sýndar leirstyttur af hermönnum og hestum úr grafhýsi kínverska keis- arans Oin Shihuang. Sýning á þessum styttum verður opnuð í London i dag og henni lýkur í febrúar. Búist er við að um hálf milljón gesta komi á sýninguna. Suður-Yemen; Utlægur forseti dæmdur til dauða Sanaa, Norður-Yemen. Reuter. ALI Nasser Mohammed, fyrrum forseti Suður-Yemens sem nú er i útlegð i Norður-Yemen, var á laugardag dæmdur til dauða ásamt 34 stuðningsmönnum sínum af dómstóli i Aden, höfuðborg Suður-Yemens. Nasser Mo- hammed spáði óeirðum í Suður- Yemen, þar sem marxistar eru við völd, vegna þessa og sagði á sunnudag við fréttamenn að þessu yrði „ekki tekið þegjandi og hlóða- laust" meðal vina sinna i landinu. Að sögn Nassers Mohammeds, sem steypt var af stóli á síðasta ári, er nú verið að vinna að því að sak- bomingar verði látnir lausir. Hann sagðist halda að Ali Abdullah Saleh forseti Norður-Yemens myndi reyna að fá Sovétmenn til að þrýsta á stjóm 'Suður-Yemens um að endurskoða dómsúrskurðinn. Hann sagði að Saleh forseti nyti stuðnings allrar þjóðarinnar bæði í norðri og suðri: „Ég vona að hann verði leiðtogi sam- einaðs Yemens og að eitt ríki og ein stjórn verði að veruleika," sagði Nasser Mohammed. Bretland: Rfkisstjómin gröm læknum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ig algengt, að sérfræðingar vinni á ríkisspítölum og séu einnig með STJÓRNVÖLD hafa brugðist hart við ásökunum lækna um, að heilbrigðisþjónustan sé á heljar- þröm. Talsmenn forsætisráð- herrans hafa sakað lækna um að standa í vegi fyrir breytingum í hagkvæmnisátt á sjúkrahúsum. Komið hefur í ljós ágreiningur lækna og framkvæmdastjóra ríkisspítalanna. Stjómvöld ákváðu að bregðast hart við ásökunum lækna í síðustu viku um, að heilbrigðiskerfið væri í gífurlegum erfiðleikum. Talsmenn stjórnvalda sögðu um helgina, að ný stjórn ríkisspítalanna ætti við mikla örðugleika að etja, ekki síst vegna sérfræðinga. Arangur hefði þó náðst gegn hagsmunum þeirra, sem nú væru að kvarta. Allt of margir spítalar væru reknir án til- lits til góðrar þjónustu og hag- kvæmni. Þetta væri eins konar verkalýðsbarátta á æðra stigi, sem kæmi í veg fyrir, að rekstur sjúkra- húsanna væri hagkvæmur. Það hefur komið í ljós við rannsóknir yflrstjómar ríkisspítalanna, að mik- ill munur er á kostnaði við sams konar aðgerðir á ólíkum sjúkrahús- um. Einnig hafa komið fram ásakanir um, að sérfræðingar á ríkisspítölum nýttu sér aðstöðu sína þar til að sinna eigin sjúklingum. Það er einn- Ljósadýrð í gufuhvolfinu er sovézk eld- flaug brann Colorado Springs. Reuter. SOVÉZK eldflaug brann er hún hrapaði í átt til jarðar og hlauzt af því mikil ljósadýrð yfir vestur- hluta Kanada og Bandarikjunum. Eldflaugin hrapaði á laugardags- kvöld og kom inn í gufuhvolfið á 27 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Hafi eitthvað verið eftir af henni er hún kom niður ligg- ur það á botni Mexíkóblóa. Fólk á svæðinu frá Montana til stranda TexaS lét lögreglu og fjöl- miðla vita af ljósadýrðinni, sem þúsundir mann eru taldir hafa orðið vitni að. Eldflaugin var á sínum tima not- uð til að skjóta gervihnetti á loft og því hluti af svokölluðu „geimr- usli“. Áð meðaltali fellur eitt stykki úr ruslabúrinu til jarðar á degi hverjum, nær oftast yfir úthöfum, fjarri allri byggð. stofur og þiggi full laun hjá ríkinu þegar þeir eru í einkarekstri. Mikill launamunur er á meðal lækna. Læknar, sem eru að hefja störf á sjúkrahúsum, fá um 500.000 ísl. krónur í árslaun og um 90 krón- ur á tímann í svokallaðri skylduyfír- vinnu. Með auknum starfsaldri og stöðuhækkunum geta þeir komist í ríflega eina milljón á ári. Bestu launin eru hins vegar greidd fyrir sérfræðingsstöður. Talið er, að þær séu of háar til að gefa ungum lækn- um framavonir í starfi. Og það eru sérfræðingamir, sem eru sakaðir um að vera rígbundnir hagsmunum sínum. Talsmaður bresku læknasamtak- anna sagði, að þessi orð talsmanna forsætisráðherrans sýndu, að erfið- leikamir í heilbrigðisþjónustunni hefðu náð athygli ráðherrans, en það hjálpaði ekki neitt að ráðast að læknum, sem hefðu þó náð þeim árangri, sem hún í öðru orðinu stát- aði sig af, þegar hún vísaði til þess, að aldrei hefðu verið framkvæmdar eins margar aðgerðir á spítölunum og aldrei verið eins margar innlagn- ir og á þessu ári. Schiesser^I? SCHIESSER SLOPPAR VELÚRSLOPPAR U FROTTESLOPPAR 4zi lympii La'jgavegi S: 13300 / Glæsibæ S: 31300
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.