Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 52
52'
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR'15. DESEMBER' 1987
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI:
Reitur sem markast af Bankastræti og Laugarvegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Ingólfsstræti
Bankastræti
I I Eldri byggingar sem standa skv. tillögunni
Ný- eða breyttar byggingar skv. tillögunni
MftM Gangstígar og torg
Steinlagt torg fram-
an við Þjóðleikhúsið
NÝTT deiliskipulag hefur verið
unnið að reit sem afmarkast
af Laugavegi, Bankastræti,
Ingólfsstræti, Hverfisgötu og
Smiðjustíg. Tillagan gerir ráð
fyrir að öll bílastæði verði neð-
anjarðar, aðallega í þriggja
hæða bilakjallara við Hverfis-
götu nálægt Smiðjustíg og er
gert ráð fyrir að Reylgavíkur-
borg taki þátt í kostnaði við
byggingu hans.
„Við leggjum megin áherslu á
að varðveita Traðarkotssundið
sem gönguleið milli Laugavegs
og Hverfisgötu og leggjum til að
Hverfísgata verði hækkuð upp og
steinlögð framan við Þjóðleikhúsið
og myndi torg með trjám og
gróðri," sagði Agústa Sveinbjam-
ardóttir arkitekt, en hún vann
ásamt Margréti Þormar arkitekt
að skipulagstillögunni. Aðkoman
að bílakjallara verður frá Hverfís-
götu nálægt Smiðjustíg en lagt
er til að á opnunartíma verslana
verði Smiðjustígur göngugata.
Lagt er til að götumynd haldist
að mestu óbreytt þrátt fyrir þó
nokkra uppbyggingu á homi
Smiðjustígs og Hverfísgötu yfír
bíiakjallaranum. Sagði Agústa að
í tillögunni væri reynt að taka
tillit til núverandi götumyndar við
Laugaveg og Hverfísgötu með
hærri byggð á gatnamótum og
benti á Alþýðuhúsið, og hús
Kristjáns Siggeirssonar við
Laugaveg en þær byggingar eru
hærri en aðliggjandi hús.
Samkvæmt tiilögunni breytist
nýting ióða vestan við Traðarkots-
sund, að Laugavegi 1 og 5 og er
gert ráð fyrir að elsta hús við
Laugaveg, Laugavegur 1, sem
byggt var árið 1884 verði látið
víkja. Hefur borgarminjavörður
lagst eindregið gegn niðurrifi
þessara húsa og lagt til að athug-
að verði hvort hugsanlegt sé að
flytja húsin við Traðarkotssund 3
og 6 og Smiðjustíg 3. Lagt er til
að nýting lóðanna við Hverfísgötu
14 og 18 breytist og að timbur-
húsið við Hverfísgötu 18 standi
áfram en lóðimar við Traðarkots-
d o
-ca □
]flDO
4
|
Ǥ
X
Götulínan við Hverfisgötu skv. tillögunni
Æ> f&i
□□□□□□
sund 6 og Laugaveg 1 B samein-
aðar Hverfísgötu 18 og þar leyfð
uppbygging. Af baklóð verða
smáskúrar fjarlægðir og í stað
þeirra verði byggð ein bygging,
miðsvæðis. Gert er ráð fyrir
gönguleiðum milli bygginganna,
hugsanlega með glerþaki og er
lögð áhersla á aðlaðandi og opnar
húshliðar sem snúi að steinlögð-
um, gróðrivöxnum sundum.
í greinargerð með skipulagstil-
lögunni segir að svæðið geti orðið
aðlaðandi leið frá Skuggahverfí
og upp á Laugaveg. Það tengi enn
fremur Þjóðleikhúsið betur
Laugavegi sem hefur verið fegr-
aður.
Skipulagstillagan verður lögð
fyrir skipulagsstjórn ríkisins á
næstunni og hún auglýst en sam-
kvæmt lögum munu tillagan
hanga uppi í sex vikur til kynning-
ar. Að þeim loknum er veittur
tveggja vikna frestur til að koma
skriflegum athugasemdum á
framfæri.
JHL
nun tj n
□□□gq d
[rbaaaar) D
ifruTTinnn nrj
□ □ DDi|~nnj 1
□ b otaQaoömj
Götulínan við Bankastræti og Laugarveg skv. Hverfisgötu skv. tillögunni
Loðnan stygg og dreifð
LOÐNUAFLI var lítill aðfarar-
nótt mánudagsins. Að sögn
Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnu-
nefnd er loðnan mjög stygg og
dreifir sér mikið. Flest skip sem
tilkynntu afla í gær voru komin
með fullfermi fyrir nóttina.
Eftirtalin skip tilkynntu afla á
laugardaginn: Börkur NK var með
1200 tonn og landaði í Neskaups-
stað, Hilmir SU 1000 tonn til
Neskaupsstaðar og Guðmundur VE
860 til Vestmannaeyja,
Á sunnudag tilkynntu eftirfar-
andi skip afla: Harpa RE 620 til
Njarðvíkur, Víkingur AK 1050 til
Akraness, Eskfírðingur SU 620 til
Eskifjarðar, Sjávarborg GK 700 til
Siglufjarðar, Höfrungur AK 770 til
Raufarhafnar, Víkurberg GK 550
til Bolungarvíkur, Öm KE 750 til
Færeyja og Erling KE 550 tonn til
Raufarhafnar.
Á mánudaginn tilkynntu þessi
skip afla: Súlan EA 800 til Krossa-
ness, Guðrún Þorkelsdóttir SU 720
til Eskifjarðar, Gullberg VE 550
óákveðið, Guðmundur Olafur ÓF
600 til Ólafsfjarðar, Keflvíkingur
KE 540 til Raufarhafnar og Rauð-
sey AK130 tonn til Bolungarvíkur.
Dyraverndunarfélag Hafnfirðinga:
Þórður Þórðarson út-
nefndur heiðursfélgi
ÞÓRÐUR Þórðarson, forseti
Dýravemdunarfélags Hafnfirð-
inga, hefur verið útnefndur
heiðursfélagi félagsins. Þórður
var kjörinn forseti Dýravemdun-
arfélags Hafnfirðinga í mars
1953 og hefur hann gegnt því
embætti síðan.
Dýraverndunarfélag Hafnfírð-
inga var stofnað árið 1928, en
starfsemin lagðist fljótlega niður
uns félagið var endurreist í byrjun
árs 1951. Þórður átti meðal ann-
arra þátt í að endurreisa félagið og
hefur verið í forystusveit þess síðan.
Þórður Þórðarson var framfærslu-
og húsnæðismálafulltrúi Hafnar-
fjarðarbæjar um árabil. Sat í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar, var
formaður Verkamannafélagsins
Hlífar, Alþýðuflokksfélags Hafnar-
Qarðar, Verkstjórafélags Hafnar-
fjarðar og í stjóm Verkstjórafélags
Islands um margra ára skeið, með-
hjálpari og kirkjuvörður Hafnar-
fjarðarkirkju, og kjörinn í stjóm
Sambands dýravemdunarfélaga ís-
lands á stoftifundi þess 1958, svo
nefnd séu nokkur þeirra starfa sem
hann hefur haft með höndum á
vettvangi félags- og kirkjumála.
í tilkynningu frá stjóm Dýra-
vemdunarfélags Hafnfírðinga segir
m.a. að með útnefningu Þórðar sem
heiðursfélaga vilji félagið votta hon-
um virðingu og þakklæti fyrir það
mikla og óeigingjama starf sem
hann hefur innt af hendi í þágu
þess málefnis sem fálagið stendur
fyrir. Núverandi stjóm dýravernd-
unarfélags Hafnfírðinga skipa
Þórður Þórðarson forseti, Stefán
Gunnlaugsson varaforseti, Sigurður
Þórðarson ritari; Fríða G. Eyjólfs-
dóttir gjaldkeri, Ema Friða Berg
meðstjómandi og Elín Harðardóttir
varameðstjómandi.
Frá útnefningu Þórðar sem heiðursfélaga í Dýraverndunarfélagi
Hafnfirðinga, frá vinstri Elín Harðardóttir, Sigurður Þórðarson,
heiðursfélaginn Þórður Þórðarson, Erna Fríða Berg, Stefán Gunn-
laugsson og Fríða G. Eyjólfsdóttir.
Auglýsing Landssambands
smábátaeigenda:
Villandi og rangt
farið með tölur
- segir Kristján Skarphéðinsson
deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu
„ÞESSI auglýsing Landssam-
bands smábátaeigenda er mjög
villandi og þar er farið rangt
með tölur, að því er virðist í þeim
tilgangi að rugla fólk i ríminu,“
sagði Kristján Skarphéðinsson,
deildarstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu er hann var spurður um
auglýsingu, sem Landssamband
smábátaeigenda hefur birt í dag-
blöðum undir yfirskriftinni
„Ráðuneyti afruglað".
I auglýsingunni mótmæla smá-
bátaeigendur kvótafrumvarpi
sjávarútvegsráðherra og eru þar
birt fjögur súlurit sem eiga að sýna
fram á að hlutdeild smábáta í heild-
arafla hafí minnkað verulega. „Af
þessum súluritum mætti í fljótu
bragði ætla að hlutdeild smábáta
hefði minnkað úr 8,4% í 1,7%, en
þegar betur er að gáð er þama
verið að blanda saman óskyldum
hlutum,“ sagði Kristján. „Fyrstu
tvö súluritin sýna hlutdeildina í
þorskaflanum en á tveimur síöari
súluritunum hefur verið tekið inn
skiptingin á botn- og flatfískafla,
en flatfískurinn er ekki í kvótakerf-
inu. Auk þess eru í útreikningum
þeirra einnig teknir inn bátar sem
eru á bilinu 10 til 11 tonn, og eru
í kvótakerfínu. Þegar þeir bátar
hafa hins vegar verið teknir út
koma í ljós aðrar tölur. Réttar tölur
hvað varðar hlutdeild smábáta í
þorskafla er því þessar: Árið 1982
var heildarþorskafli 382,3 þúsund
tonn, hlutdeild smábáta 13 þúsund
tonn eða 3,4%. 1983 var heildarafl-
inn 293,9 þúsund tonn, smábátar
12.6 þúsund tonn eða 4,3%, 1984
var heildaraflinn 281,5 þúsund
tonn, smábátar með 16 þúsund eða
5,7%, 1985 var heildaraflinn 322,8
þúsund tonn, þar af smábátar með
22.7 þúsund tonn eða 7%, 1986 var
heildarþorskaflinn 365,8 þúsund
tonn, smábátaaflinn 29,1 þúsund
eða 8% og samkvæmt áætlun fiski-
félagsins fyrir 1987 er heildarþor-
skafli 382 þúsund tonn, smábátaafli
áætlaður um 30,5 þús. tonn eða 8%.
Það sem skiptir hins vegar mestu
máli er þróunin á næsta ári. Ef
þetta frumvarp fer í gegn er gert
ráð fyrir að veidd verði 345 þúsund
tonn af þorski. Ef smábátaeigendur
halda sínum hlut, auk þess sem
þeim hefur fjölgað mjög mikið, er
hætta á a5 markmið frumvarpsins
hvað varðar samdrátt í þorskafla
fari forgörðum. Markmiðið er að
draga aflann saman um 10% og þá
verða auðvitað allar gerðir af bátum
að taka á sig þá skerðingu," sagði
Kristján.