Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 54
«=»?* . TOei H38Maaaa ai smDAQuwjiM aKiuattraoHQM
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Jólasveinarnir
komnir til byggða
JÓLASVEINARNIR komu til
byggða á sunnudaginn var, 13
dögum fyrir jól, eins og þeirra
er háttur.
Þeir mættu á svalir vöruhúss
KEA, eins og mörg undanfarin ár,
og sungu jólasöngva við góðar und-
irtektir bæjarbúa sem voru komnir
til að bjóða þá velkomna.
Passíu-
kórinn á
Akureyri
15 ára
Á síðastliðnu hausti voru 15 ár
liðin frá stofnun Passíukórsins á
Akureyri.
Áðalhvatamaður að stofnun
Tcórsins var Roar Kvam og hefur
hann stjómað honum af stórhug
og dugnaði æ síðan. Á þessum 15
árum hefur kórinn flutt mörg stór-
verk tónbókmenntanna. Sem dæmi
má nefna Messías eftir Hándel,
Sálumessu Mozarts, Árstíðimar og
Sköpunina eftir J. Haydn, C-dúr
messu Beethovens, Páskaóratóríu
og kantötur eftir J.S. Bach og svo
mætti lengi telja.
Er því óhætt að fullyrða, að kór-
inn hefur á þessum 15 árum verið
einn af máttarstólpum menningar-
lífsins á Akureyri og jafnvel öllu
landinu. Til gamans má rifja upp
ummæli tónlistargagnrýnanda eins
dagblaðsins í Reykjavík að loknum
flutningi á Árstíðum Haydns í Há-
skólabíói vorið 1979. Þau voru á
þessa leið: „Passíukórinn réttætir'
það að kalla Akureyri höfuðstað
Norðuriands."
Passíukórinn minnist 15 ára af-
mælisins með tónleikum í Akur-
eyrarkirkju 16. des. nk. kl. 20.30.
A efnisskránni verða tvö verk. Þau
eru Jólaóratóría eftir Camille
Saint-Saens fyrir kór, 5 einsöngv-
ara, orgei, hörpu og strengi og A
Ceremony of Carols eftir Benjamin
Britten, sem er fyrir kór, 2 sóprana
og hörpu. Kórinn hefur áður flutt
síðarnefnda verkið. Það var í des-
ember 1979, bæði á Stóru-Tjörnum
og í Akureyrarkirkju.
Einsöngvarar með kórnum að
þessu sinni verða þau Elín Sigur-
vinsdóttir og Margrét Bóasdóttir
sópran, Þuríður Baldursdóttir alt,
Páll Jóhannesson tenór og Michael
J. Clarke bariton. Hörpuleikari
verður Monica Abendrot og að
venju verður Roar Kvam stjórnandi
á tónleikunum.
(Fréttatilkynning)
Samtök skólamanna um bindindisfræðslu:
Varar við afleiðingum þess að leyfa bjóriim
AÐALFUNDUR Samtaka skóla-
manna um bindindisfræðslu í
skólum var haldin mánudaginn
23. nóvember síðastliðinn. Á
fundinum var samþykkt ályktun
< þar sem bent er á nauðsyn þess
að fylgt sé áfengismálastefnu
sem miðar að því að halda neyslu
áfengis sem minnstri í landinu
og halda með því áfengisvandan-
um í lágmarki.
I ályktuninni segir meðal annars:
„Fundurinn skorar á alþingismenn
að virða tilmæli WHO um að draga
úr áfengisneyslu um 25% til næstu
aldamóta í því augnamiði að bæta
heilbrigði þjóða. Margir sérfræðing-
ar úr heilbrigðisstéttum hafa ítrek-
að varað við afleiðingum þess að
leyft verði að dreifa áfengum bjór
og selja í landinu enda gangi það
gegn slíkri viðleitni. Meðal annars
er hætt við að áfengisneysla ungl-
inga muni aukast“.
I ályktuninni er ennfremur lögð
áhersla á gildi uppeldis og fræðslu
til að koma í veg fyrir neyslu áfeng-
is og annarra fíkniefna og bent á
nauðsyn þess að rækja jafnframt
aðra þætti forvama, meðal annars
að takmarka framboð áfengis. Þá
bendir fundurinn á ákvæði í áfeng-
islögum um bann við sölu áfengis
til fólks undir tvítugu og telur sjálf-
sagt að þeir áfengisseljendur, sem
ekki virði þetta ákvæði, verði um-
svifalaust sviptir veitinga- og
söluleyfi og þeir einstaklingar sem
hlut eiga að máli látnir sæta ábyrgð.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
var á dagskrá fundarins erindi In-
gólfs Guðmundssonar námstjóra
sem hann kallaði „Fíknivarnir á
tímamótum". Þar kom fram að
umtalsverður skriður er kominn á
bindindisfræðslu í grunnskólum.
Bandarískt námsefni hefur verið
þýtt og hópur kennara farið á undir-
búningsnámskeið. Sérstakur
umsjónarmaður hefur verið ráðinn
til tveggja ára til að fylgja þessu
námsefni úr hlaði.
Stjórn Samtaka skólamanna um
bindindisfræðslu var endurkjörin en
hana skipa: Árni Einarsson formað-
ur, Björn g. Eiríksson ritari,
Þorvarður Ómólfsson gjaldkeri,
Lárus Ingólfsson og Ingólfur Guð-
mundsson.
(Úr fréttatilkynningu.)
Piltur og stúlka
Leikstjóri: Borgar Garðarson
Leikmynd: Örn Ingi Gíslason
Lýsing: Ingvar Björnsson
Tónlist: Jón Hlöðver Áskelsson
Frumsýning annan dag
jólakl. 17.00
2. sýning sunudaginn
27. des. kl. 20.30
3. sýning þriðjudaginn
29. des. kl. 20.30
4. sýning miðvikúdaginn
30. des. kl. 20.30
5. sýning fimmtudaginn
7. janúar kl. 20.30
6. sýning föstudaginn
8. janúar kl. 20.30
7. sýning laugardaginn
9. janúar kl. 18.00
8. sýning sunnudaginn
10. janúar kl. 15.00
Ath. breyttan sýningartíma.
Forsala aðgöngumiða hafin.
G jofakortið glcAur - tilvalin jólogjöf.
B Æ MIÐASALA
K SlMI
96-24073
lEIKFÉLAG AKUREYRAR
Erumí
hjarta bæjaríns
Gisting og morgunverður
Veriðvelkomin
DÚKKUR
MIKIÐ ÚRVAL
A Ltikfaiiga~ A
BjmrkaburitmíX
HAFNARSTRÆTI96 - SlMI 96-27744 AKUREYRI
Helgar-og
viðskiptaf erðir til
Reykjavíkur
Ótrúlega hagstætt verð
Verð frá kr. 6.859,-
Ferðaskrifstofa Akureyrar,
Ráðhústorgi 3, sími 25000.
XJöfóar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
4