Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 LIST OG LÍFSSKOÐUN SIGUBÐAR NORDAL Sigurður Nordal Kafliúr Sigurður Nordal - Aldarminning Eftir Þórhall Vilmundarson Brandr af brandi brenn, unz brunninn er, funi kveykiz af funa. Signrður Nordal var eldhugi, brandur, sem brann af brandi, hvað bjartast og glaðast, funi, sem kveikti nýjan funa. Við þessa líkingu mættu íslendingar staldra með vamaðar- og eggjunarorð Sigurðar Nordal í huga. Einmitt nú á þessum viðsjárverðu tímum er brýnni þörf en nokkru sinni að slá skjaldborg um tunguna og hlúa að þjóðlegum fræðum, hlaða nýja og nýja kesti, sem um ókomna tíð geti tekið funanum frá hinum björtustu bröndum, svo að eldar íslenzkrar menningar megi loga um aldur. * Sigurður Nordal var um langt skeið prófessor í íslenzkum fræðum við Há- skóla Islands og fræðari og leiðbein- andi þjóðarinnar allrar um hinn íslenzka menningararf. Enginn hefur kennt þjóðinni betur að meta hátindana í íslenzkum bókmenntum, allt frá Völu- spá og Snorra til skálda 19. og 20. aldar. Kennsla og ritskýringar Sigurð- ar Nordal kalla fram í huga mér, nemanda hans, vísur úr þýðingu hans á kvæði Gustafs Fröding um hið horfna sagnaland Atlantis, sem faðir minn kenndi mér ungum: Báturinn ber okkur hægan burtu frá annanna þysmiklu strönd; draumanna blánandi blæja breiðist um voga og lönd. Legg mér að vanga vangann og horfum bæði yfír borðstokksins rönd. Það sem hér undir þú eygir, eru ekki steinar og klettar og sker, - líttu á þær háreistu hallir, hver þar af annarri ber! Atlantis sagna, óðar og drauma, heimurinn sokkni er hér. List og lífsskoðun er annar flokkurinn í ritum Sigurðar Nordal. Er þar saman komið í þremur bindum allt hið helzta, sem hann lét eftir sig af skáldskap og ritum um heimspeki og lífsskoðun. Fomar ástir, Líf og dauði, Einlyndi og marglyndi og leikritið Uppstigning eru meðal hinna mörgu kunnu verka, sem safnað hefur verið saman í þennan flokk. Auk þess eru í honpm fjöldi ritgerða og endurminningaþátta, en hluti efnisins hefur ekki verið prentaður áður. Sólarlag Einni unni eg meyjunni, meðan það var. Nú er sú ástin aska og útbrunnið skar. Nú er sú ástin aska, sem áður vermdi lund eins og júnísól í heiði um hádegisstund. Sól varstu og þíðvindi þungbúnu geði, ylur minn, ljós mitt, líf mitt og gleði. Svo hættirðu að vinna á hretskýjunum svörtu. Svona fer þeim öllum, sólunum mínum björtu. Svona fer þeim öllúm, þótt í suðri hafi þær völd. Dagurinn þeirra á sér áður en varir kvöld. Þú hvarfst mér í norðri, það húmar að kveldi. Á morgun fer önnur úr suðri um sál mína eldi. Óravegir 1 Lífið leiddi mig inn í höll sína og sýndi mér níu konungsdætur, hvetja annarri feg- urri. Allar syndir jarðarinnar og unaðssemd- ir paradísar leiftruðu á þúsund vegu í augum þeirra. Og lífið sagði: Kjóstu! Hvernig ætti eg að kjósa? Eg kýs þær allar. Kjóstu eina! Varpaðu mér heldur í myrkrastofu og lofaðu mér að dreyma um þær allar. Síðan er eg landflótta og förumaður á leiðum jarðarinnar, en ek í purpura og gull- reið um óravegu draumanna. 2 Mér hefur verið sagt frá erni, sem var- menni veiddi í dýraboga. Hann skar af honum báða fæturna og lét hann síðan fljúga. I fyrstu varð öminn lausninni feginn. Meðan hann sat fastur í boganum, hafði hann kviðið áþján eða bana. Aldrei fyrr hafði hann unnað frelsinu eins og nú. Hann flaug og flaug hvíldarlaust. Vængjum hans jókst sífellt þróttur, hann lærði að grípa bráð sína í loftinu og rífa hana sundur með nefínu. Hann flýgur og flýgur. Það er enginn blettur á jörðinni, hvorki tindar né dalir, jöklar né fmmskógar, sem hann hefur ekki rennt augunum yfir. Hann flýgur hærra en aðrir ernir, og vængir hans kunna ekki að þreytast. En hann getur hvergi fótað sig, hvergi leitað hvíldar, á sjó eða landi. Hann hefur ekki setzt ámm saman. Og það getur orðið langt að lifa svo. Jafnvel öm getur orðið leiður á að fljuga. Maki hans héfur vitjað hans í himinbláman- um og reynt að lokka hann með sér. En hún þreyttist á að fljúga með honum og hvarf aftur. Seinna hefur hann séð hana sitja á eggjum annars arnar í hengitó í hamrabjörgum. Eg hef hlustað á eintal hans, Gyðingsins gangandi í loftsins ríki. Það var á hljóðri haustnótt, og hann sveif hægt og lágt yfir skóginum. Hann getur ekki sungið, en hann á hlakkandi siguróp hins volduga og kveln hins hrausta. Hann miklast yfir valdi sínu og víðsýni, hann tryllist af gleði yfir frelsi sínu og árdeg- isroðanum á jöklunum. Hann þrjózkast við aðdráttarafli jarðarinnar og fyrirlítur þá, sem kúra í hreiðrum á greinum og í mösa- tóm. En er ekki eitt hreiður, sem þú átt, stærra en jörðin öll, sem enginn getur eignazt? Eg er eins og konungur hundrað hersveita, sem enginn ann. Brjóst mitt frýst í sólarhitanum, af því það á ekkert til að verma. (úr ,,Hel“) Leikmaður stíg’ur í stólinn Alltaf síðan eg fór að vita til mín, hefur það verið mér undrunarefni að vera til. Mér hefur fundizt það dásamlegt ævintýri, að þessi hnefafylli af mold og ösku skuli hafa vaknað til lífs, farið að hugsa og finna til, hryggjast og gleðjast, vaxa og þroskast. Mig hefur langað til þess að láta mér verða sem mest úr þessu ævintýri, hvort sem það yrði langt eða skammt. En lífið hefur líka verið mér vandamál. Eg á ekki við það, að eg hef álpazt áfram eins og gengur og gerist, barizt fyrir dag- legri afkomu, unnið störf mín með misjöfn- um árangri, átt mínar ofætlanir og vonbrigði, gert mínar skyssur, beðið mínar sorgir og ýmiss konar ósigra. En eg á við hitt, að hvemig sem lífsbaráttan hefði lánazt, þó að eg hefði orðið auðugur, voldug- ur eða frægur, unnið einhver stórvirki og öll ytri kjör leikið mér í lyndi, hefði mér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.