Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 67

Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 67 1- 4- 4- Jóla hvað? eftir Sigvrbjörn Þorkelsson Nú líður að jólum rétt eina ferð- ina. Hvað segir það okkur? Jú, skammdegið er í hámarki og til að létta sér og stytta veturinn eru jól- in kærkomin hátíð fyrir flesta. Fjölskyldur ijúka í að taka til og gera hreint á heimilum sínum. Menn kaupa jólaföt og góðan mat til að gæða sér á um jólin. Ekki má gleyma að kaupa jólagjafirnar en þeim fylgir hlýhugur til þeirra sem þær eiga að fá, menn senda vinum og ættingjum jólakveðjur og heimil- in breytast í lítil bakarí þar sem framleiddar eru smákökur í öllum stærðum og gerðum. Beðið er eftir að jólasveinarnir komi, en þeir eru jafnan skemmtilegir og skrítnir húmoristar, börnin fá gjafir í skóinn sinn frá jólasveinunum ef þáu eru sæt og góð og muna eftir að setja skóinn út í glugga. Utvarpsstöðv- arnar spila lög í gríð og erg sem eiga að minna á jólin. Jólavertíðin er hápunktur margra kaupmanna og þeir leggja mikið upp úr að aug- lýsa vöru sína sem best. Sem sagt jólin og jólaundirbúningurinn er ómissandi í skammdeginu. Er eitthvað sem gleymist? Af hveiju allt þett amstur? Til- gangurinn hlýtur að vera einhver. Fyrir u.þ.b. 2000 árum fæddist í þennan heim drengur sem gefið var nafnið Jesús. Hann leit út fyrir að vera ósköp venjulegur drengur en hann var það alls ekki því þarna var Guð sjálfur kominn í heiminn í líki manns. Hlutverk hans var að sætta syndugan heiminn við sig sem hafði skapað heiminn. Guð var kom- inn til að bjóða okkur að eignast líf með sér, líf í fyrirgefningu, sem við eigum af náð fyrir trú á hann. Það sem vekur athygli við þetta líf sem hann býður okkur er að það tekur ekki enda. Þetta er eilíft líf, eilíft líf með Guði. Er það þess vegna sem við hlökk- um til jólanna? Er það af því að við höldum upp á það að Jesús Kristur sonur Guðs kom í þennan Sigurbjörn Þorkelsson „Það er gaman að geta farið í spariföt, gefið ástvinum gjafir sem eiga að minna okkur á gjöfina stærstu sem Guð sendi okkur, sinn einkason. Við höfum svo sannarlega ástæðu til að gleðjast og fagna.“ heim til að gefa okkur von. Von um sigur yfir dauðanum, eilíft líf? Vill það kannski verða útundan og gleymast í öllu jólaflóðinu að á jól- um minnist Kirkja Krists hér á jörðinni þess að Jesús kom í þennan heim til að gefa okkur von. Er það nema von að menn spyiji jóla hvað? Til hvers alla þessa kaupmennsku, pakka, jólaföt, mat, jólasveina ef tilefnið er svo ekkert. Það er gaman að geta farið í spariföt, gefíð ástvinum gjafír sem eiga að minna okkur á gjöfína stærstu sem Guð sendi okkur, sinn einkason. Við höfum svo sannarlega ástæðu til að gleðjast og fagna. Fagnar þú á jólunum vegna þess að Guð sem skapaði þig og allan heiminn vill gefa þér gjöf og það gjöf sem varir. Okkar er að taka við gjöfinni hver fyrir sig. Þú getur einnig hafnað gjöfinni með því að láta hana afskiptalausa. Þegar við fáum jólagjafír frá ástvinum okkar tökum við pappírinn utan af pakk- anum og athugum hvað sé inn í, er það ekki? Ekki höfnum við gjöf- unum áður en við vitum hvað er í pakkanum. Hefur þú tekið við gjöf- inni frá Guði? Hefur þú tekið við Jesú Kristi sem þínum persónulega frelsára og eilífa lífgjafa? Eða hefur þú hafnað þessari gjöf sem þú og ég átt.um ekki skilið að fá heldur er okkur veitt af náð Guðs og kær- leika til okkar mannanna. Hvar er gjöfina ' aö finna? Guð er að finna í orði hans._ Síðan 1954 hafa Gídeonfélagar á íslandi gefíð öllum skólabörnum • Nýja testamentið og ættu því allir lands- menn á aldrinum 10—45 ára að hafa fengið Nýjá testamentið að gjöf frá Gídeonfélögum. Biblíur eru að finna á flestum heimilum lands- manna þótt þær séu kannski farnar að rykfalla upp í hillu. I orði sínu mætir Guð okkur. Biblíuna þurfum við að lesa með bæn í huga til hans að hann ljúki upp fýrir okkur sínu heilaga orði þannig að við mættum meðtaka það. Einnig er gott að sækja kirkjur og önnur kristileg samfélög sem hafa Guðs_ orð um hönd hreint og ómengað. A stöðum þar sem kristnir menn koma saman er gott að koma og fá ráðleggingar og leiðbeiningar hvernig hægt sé að taka á móti jólagjöfínni frá Guði sem er Jesús sjálfur. Biblían er þó besti vegvísir okkar til Guðs, hana skulum við nú taka fram um jólahátíðina og lesa með bæn í hjarta og vita hvort við finn- um ekki jólagjöfina sem við leit.um að, sem er Jesús Kristur. Að þeirri miklu gjöf leitum við öll. Sumir henda gjöfinni frá sér áður en þeir hafa reynt hana, halda að það sé ekki gefíð sem þeir eru að leita að. Er það gáfuleg aðferð? Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Höfundur er verslunarmaður í Reykjavík. Eigendur skuli fendur Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Spariskírteini ríkissjóðs Veðdeild Samvinnubankans Lind hf. Glitnir hf. Lýsing hf. Samvinnusjóður íslands hf. Samband ísl. samvinnufélaga Fasteignatryggð skuldabréf 7,2-8,5% ávöxtun umfram verðbólgu 9,7% ávöxtun umfram verðbólgu 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu 12-15% ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. UERÐBRÉFAUIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS .y-f v-STi'.t KMJLMM.ILmÆ * M.MM fI Alfllf fl Einstæð og eftirminnileg saga manns sem leggur allt undir í örvæntingar- fullri baráttu sinni við óvægin örlög, bók sem oft hefur verið líkt við fræga ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá les- endum. Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnarlausum örlögum og mann- legri þjáningu, saga sem grípur lesandann heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríð- um og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heiminn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun? Ógnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum mannlífsins og örlagaþrungnum atburðum vægðarlaust en þó af djúpum skilningi og samkennd. Sá sem hér segir frá hlífir engum, hvorki sjálfum sér né lesendum, við afdráttarlausri játningu sinni. IÐUNN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.