Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 71 að minna á samviskufanga Amn- esty International. Lokalag tónleikanna var titillag plötunnar Plágan í vel rokkaöri útsetningu. Þá small allt saman hjá undirleik- urunum og tónlistarskólun þeirra félaganna leyndi sér ekki. Áheyrendur voru ekki sáttir við að allt væri búið og klöppuðu Bubba upp með miklum látum. Hann birtist á sviðinu með sveit- inni og lék Bob Dylan slagarann Morgunblaöið/Bjarni Engir venjulegir tónleikar ... Ljósmynd/Bjarni All Along the Watchtower í al- magnaöri útsetningu og fóru allir sveitarmenn á kostum, en eng- inn þó eins og Bubbi sem sýndi og sannaði að það stendur eng- inn hérlendur honum á sporði sem rokkara. Að rokkinu loknu gengu menn af sviðinu og enn vildu áheyrendur fá meira. Þeir höfðu sitt fram um síðir og hann kom nú einn á svið og söng Stál og hnífur sem varð að Leadbelly- laginu Good Moming Blues. Ekki leið á löngu þar til Karl Sighvats- son laumaðist inn á sviöið og settist við Hammondorgelið. Stuttu síðar bættust í hópinn þeir Tómas og Ásgeir og að lok- um Þórður. Blúsinn varð því að góðum óæfðum og óundirbúnum (skv. öruggum heimildum) sam- leik. Eitt skemmtilegasta lag tónleikanna. Við svo búið kvöddu sveitarmenn og Bubbi, en áheyr- endur höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. Þeir klöppuðu og stöppuðu og létu öllum illum látum góða stund þar til Bubbi lét undan og kom aftur á sviðið. Hann vatt sér í Segulstöðvarblús og fékk alla til að syngja með á viðeigandi stöðum. Lokalagið var svo sótt aftur til upphafsins; ísbjarnarblús var næstur og sjaldan hefur Bubbi flutt (sbjamarblúsinn af meiri krafti en þetta kvöld. ísbjarnarblúsinn var lokalag þessara útgáfutónleika; framúr- skarandi tónleikar sem undir- strika enn og aftur hver er bestur rokkari íslenskur; það er í raun engin samkeppni. Þeir eru ekki margir íslensku rokktónlistarmennirnir sem hafa til þess burði að fylla íslensku óperuna, hvað þá tvö kvöld í röð, en það gerði Bubbi Morthens föstudags- og laugardagskvöld í síðustu viku. Sértil fulltingis hafði hann megnið af Þursaflokknum sem var, enga venjulega hljómsveit, og útkoman varð engir venjulegir tónleikar. B' ; I ubbi byrjaði tónleikana .einn á sviðinu með tólf- ' strengja Ovationgítarinn sem hefur fylgt honum á flestalla þéttbýlisstaði á landinu hin seinni ár. Hann flutti lagið Undir silfruðum boga, sem má segja að hafi verið einkennandi fyrir tónlistina á nýju plötunni; róm- antísk ballaða með texta sem ekki er ekki allur á yfirborðinu eins og lenska er. Síðan komu á sviðið þeir Karl Sighvatsson or- gelleikari, Ásgeir Óskarsson slagverksleikari, Tómas Tómas- son bassaleikari og Þórður Árnason gítarleikari. Glöggir sjá að þar voru saman komnir 4/s Þursaflokksins og þess má geta hér að Karl hefur ekki spilað opin- berlega sem neinu nemur í nær tíu ár. Fyrsta lagið sem sveitin lék fullskipuð var Aldrei fór ég Suð- ur, lag sem að mínu mati er eitt það lakasta á plötunni Dögun, en þó yfir almennu meðallagi. Helsti gallinn við það er kannski að Bubbi reynir að segja of mikið í textanum; hann lætur áheyr- endanum ekki nóg eftir. Næsta lag, Bak við veggi martraðar, er lag sem maður hefði frekar ætlaö að væri líklegt til vinsælda en Aldrei fór ég Suður, lag með skemmtilegum texta og grípandi laglínu. Líklega á það eftir að heyrast meira í útvarpi þegar þáttagerðarmenn átta sig á að Dögun er ekki tveggja laga plata. í Bak við veggi martraöar reyndi mikið á slagverkið eins og í svo mörgum öðrum lögum af Dögun, enda mikil vinna á bak við upp- tökurnar og erfitt að ná réttum hljóm á tónleikum. Það tókst þó í seinni hluta lagsins, eftir að Ásgeir hafði átt í nokkrum tækja- erfiðleikum. Næsta lag, Talað við gluggann, var sótt aftur í tímann til plötunnar Konu og það lag og önnur gömul sýndu kannski einna helst hvað það er sem skilur Bubba frá ónefndum mið- aldra barnastjörnum sem ríða húsum tólistargyðjunnar hvað mest um þessar mundir. Hann er að leika tónlist fyrir fullorðna, tónlist með innihaldi, en nær þó til yngri hlustenda. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Titillagið af Dögun kom eins og í beinu framhaldi af Talað við gluggann og sýndi að Dögun er að nokkru tónlistarlegt framhald af Konu. Enn var hnykkt á um framhaldið með einni perlunni af Konu, laginu um Rómeó og Júlíu; grafskrift „týndu" kynslóð- arinnar. I því lagi small hljóm- sveitin vel saman og það eina sem hægt er að nöldra yfir er að kannski var einleikskafli Þórð- ar i laginu ekki nógu beittur miðað við innihald. Nokkuð breyttu hljómleikarnir um stefnu þegar lagið Chile af Plágunni var flutt, en það átti þó vel heima í stemningunni. Hvað sem áheyrendum hefur þótt um Chile, sem er lag sem seint verð- ur vinsælt, þá vakti næsta lag, Blindsker af plötunni Lili Mar- lene, mikla hrifningu þegar upphafstónarnir heyrðust. Það var nú í rokkaöri útsetningu en oftast áður og um leið betra. Aftur var hægt á feröinni í Bláu tónunum af Dögun, enda flutti Bubbi þá einn með gítarinn á meðan undirleikararnir gengu af sviðinu. Þeir komu aftur á svið í næsta lagi, Mennfngu, í hverju svip Sigfúsar Halldórssonar bregður fyrir. Á eftir kom Manstu, annað gott lag af Dögun og lag sem ætti að spila meira í útvarpi. í því rekur Bubbi hvern- ig óttinn við að verða algáður nær tökum á honum og vini hans; hvergi var hægt að ná í skammt af perú (kókaíni). Enn kom gam- alt lag, nú Augun mín, sem sýndi hve undirleikararnir voru þéttir. Hafi Augun mín vakið hrifningu vakti Skyttan enn meiri hrifningu og Frelsarans slóð, enn gott lag af Dögun, sem Bubbi notaði til Bubbi og Þursarnir þakka fyrir sig. Bjartmar náði upp gífurlegri stemmningu. Jóhann Örn Héðinsson ráðgjafi hja'SAA náði vel til unglinganna. „Vímulaus æska“ í Garðinum Garöi. Kiwanisklúbburinn Hof, æsku- Iýðsráð f Garði og Tómstundaráð f Sandgerði efndu til skemmtunar sl. föstudagskvöld f samkomuhús- inu f Garði sem nefnd var „Vímulaus æska“. Heppnaðist skemmtunin mjög vel og létu bæði forsvarsmenn og unglingarnir í ljósi ánægju sfna. Skemmtunin hófst með diskóteki um kl. 20 en á tíunda tímanum fór að draga til tíðinda. Þá mætti Jóhann Öm Héðinsson, ráðgjafl hjá SÁÁ, og sagði unglingunum bæði frá reynslu sinni sem starfsmaður SÁÁ og persónulegri reynslu sinni í barát- tunni við vímuefnin. Var með ólikind- um að heyra hve gott hijóð hann fékk hjá þessum aldurshópi, en ungl- ingamir voru á aldrinum 12—15 ára. Þess má og geta að Jóhann Öm kom endurgjaldslaust innan úr Reykjavik. Þá var mættur á staðinn Bjartmar Guðlaugsson en að öðmm ólöstuðum er hann einn vinsælasti skemmti- kraftur dagsins í dag, ekki sízt hjá unglingunum, enda fór það svo að hann tók liðið með trompi ef svo má að orði komast og var reyndar gagnkvæmt því „þegar mamma fór að geyfla munninn" þá gat forspilar- inn hvílt röddina því nánast allir unglingamir kunnu textann og sungu með. Hefir ekki náðst upp eins mikil stemmning í húsinu svo langt sem elstu menn muna eins og sagt er. Þá má geta þess að smá uppákoma varð í miðjum konsertin- um. Það slitnaði strengur í gítar Bjartmars og á meðan hljóp ungur Garðbúi, Ámi Gunnlaugsson, í skarð- - ið fyrir Bjartmar og söng eitt lag. Áður en Bjartmar fór stóð hann við í eina klukkustund og gaf eigin- handaráritanir á nærtækan pappír af öllum gerðum. Skemmtuninni lauk svo með diskóteki sem stóð til kl. 00.30. — Arnór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.