Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 73

Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 73 Árósar: ísfár — blað íslend- ingafélagsins komið út Jónshúsi, Kaupmannahöfn. ÍSFÁR heitir blað íslendingafé- lagsins í Árósum. Hóf það göngu sína á þessu ári og er 4. tölublað- ið nýkomið út. Er það með blönduðu efni og segir m.a. frá- farandi formaður, Ragnar Bjartmarz, frá störfum félagsins á árinu, en það hefur starfað af krafti og félögum fjölgað í 220. Nýja stjóm íslendingafélagsins skipa: Jóhann Hlíðar Harðarson, formaður, Matthías Einar Jónsson, gjaldkeri, Einar Bragi Indriðason, ritari, og meðstjómendur em Berg- ur Bergsson og Klara Olsen. Eitt fyrsta verk nýskipaðrar stjómar var að standa fyrir íslenzkri guðsþjón- ustu í Viby-kirkju og kaffisamsæti í safnaðarheimilinu þar á eftir. Var kirkjusókn góð og móttökur allar hinar myndarlegustu, en organisti var Ólafur Einarson og meðhjálpari Guðrún Einarsdóttir frá Eiðum. Nú stendur til að hafa opið hús hjá íslendingafélaginu í Árósum einu sinni í mánuði eftir nýár og verður það í Grænlendingahúsinu við Dalgas Avenue fyrsta sunnudag í hveijum mánuði. — G.L.Ásg. Morgunblaðið/Gróta Friðriksdóttir Að störfum í nýja fyrirtækinu. Sigriður Ólafsdóttir, Kristbjörg Krist- insdóttir i miðjunni og Klara Kristinsdóttir fret. Nýtt matvælafyrirtæki stofnað á Reyðarfirði Reyðarfirði. KRISTBJÖRG Kristinsdóttir stofnaði 2. október sl. fyrirtækið KK Matvæli. Kristbjörg tók á leigu neðri hæð i verslunarhúsi Gunnars Hjaltasonar og gerði hæðina hæfa til framleiðslu. Ifyrirtækið hóf framleiðslu 13. nóvember sl. og framleiðir nú þrjár gerðir af pizzum, kæfu, fískibollur, gijónasalat og hrásalat. Ef vel gengur hefur Kristbjörg hug á að auka fjölbreytni í framleiðslunni. Ástæða þess að Krisbjörg fór út í þessa framleiðslu er að hún var ekki sátt við að Austfirðingar keyptu vömr að norðan og sunnan sem hægt væri að framleiða á staðnum* auk þess fínnst henni tilvalið að lífga aðeins upp á at- vinnulífíð hér. Hjá fyrirtækinu starfa, auk Kristbjargar, Klara Kristinsdóttir í fullu starfí og Sigríður Ólafsdóttir í hlutastarfi. — Gréta ■ ■ Saimkölluð reyfamkaup -meðan bingðir endast Bangsar frá 627,- til 2.340,- Hitakönnur 1.330,- Kampavínsgiös 61,- Hvítvínsgiös 61,- Ölgiös 74 Rauðvínsglös 66,- KAUPFÉUtG SUÐURNESJA SAMKAUP, VÖRUHÚS K.E.A. AKUREYRI OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT. ; Q O ö O W M íd Q t=j íd ca Þd BÓLU HJÁLMAR Dr. Eysteinn Sigurðsson HJALMAR Eysteinn Siguiósson U Xcui>xvi/íifS,r 'pniiJ/fmiiuHrtiÍlZfit&Zir tis ■. Þetta er bók um Hjálmar Jónsson frá Bólu, ævi hans og skáldskap. Höfundur segir í öllum meginatriðum ævisögu Hjálmars, en fjallar einnig mikið um kveðskap hans, rekur hann sundur eftir tímabilum og yrkisefnum, skilgreinir verk skáldsins og leggur mat á þau. Ennfremur er útskýrt hver séu helstu stíl- og formeinkenni Hjálmars, alþýðu- skáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt beinskeyttar vísur og dýr kvæði. ANDVARI1987 • Ritstjóri Gunnar Stefánsson Þetta er 112. árgangur Andvara sem flytur að vanda ritgerðir og ljóð. Aðal- grein hans að þessu sinni er æviþáttur um Ólaf Jóhannesson fyrrum alþing- ismann og ráðherra eftir Ingvar Gísla- son ritstjóra Tímans. ANDVARI 19B7 Bókauigöfa /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTiG 7« REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.