Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Stförnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Karl og kona
Oftast nær þegar fjallað er
um merkin er gerður lítill sem
enginn greinarmunur á því
hvort um karlmann eða kven-
mann er að ræða. Það á segja
að það sé að mörgu leyti í
lagi að gera slíkt, að upplag
merkisins sé hið sama hvort
sem um karl eða konu er að
ræða. Hinsvegar er að öðru
leyti rangt að gefa einungis
eina lýsingu á merkjunum, því
karlmenn og konur eru ekki
eins líffræðilega og ekki síst
vegna þess að hlutverk kynj-
anna er oft á tíðum óltkt. Það
er því ekki úr vegi að huga
lítillega að þessu máli og þá
með tilliti til Bogmannsins
(22. nóv,— 21. des.) eða merki
núverandi mánaðar.
Hreyfanleiki
Þegar talað er um Bogmann-
inn er í fyrsta lagi sagt að
hann sé jákvæður, hress i
skapi, bjartsýnn og léttur í
lund. í öðru lagi er talað um
að hann sé eirðarlaus og þurfi
töluverða hreyfingu, sé ævin-
týragjam og á sífelldum
jjeytingi milli staða og landa,
þ.e. hann hefur yndi af ferða-
lögum og er sífellt að skipta
um umhverfi. Breytingar,
frelsi, spenna og nýjungar
einkenna líf hins dæmigerða
Bogmanns. Hann þolir illa
vanabindingu. Einn veikleiki
Bogmannsins er aftur á móti
fólginn í ábyrgðarleysi. Það
er eðlilegt, því þörf fyrir frelsi
og Qölbreytilega reynslu gerir
að verkum að hann getur ekki
bundið sig niður á einn ákveð-
inn stað eða dvalið of lengi
i^ið eitt afmarkað mál.
BœÖi létt í lund
Mín reynsla er sú að hið
fyrsta, eða það að Bogmaður-
inn sé jákvæður og léttur í
skapi, eigi oftast við um bæði
kynin. Bæði karlmenn og kon-
ur í Bogmanni er blessuð með
eðlislægri bjartsýni og léttri
iund, burtséð frá aðstæðum.
Hlutverkaskipting
Það er hins vegar þegar kom-
ið er að eirðarleysinu og
þörfinni fyrir frelsi og breyt-
ingar sem munur fer að verða
sjáanlegur, a.m.k. út á við.
Astæðan er líkast til fólgin í
hlutverkaskiptingu kynjanna,
í því að konur hafa þurft að
sinna heimili og bamauppeldi.
Slík störf gefa lítið svigrúm
fyrir breytingar og frelsi.
Karlmenn á hinn bóginn hafa
oft verið lausir við áhyggjur
vegna heimilis og bama.
Konur ábyrgari
Það er því svo að þegar merki
eins og Bogmaðurinn er ann-
ars vegar verður hin eirðar-
lausa og óábyrga hlið meira
áberandi. Konur í Bogmanni
era aftur á móti fastari fyrir
og ábyrgari, ekki vegna þess
að upplag þeirra er fastara,
heldur vegna ytri aðstæðna.
Létt fyrir
karlmenn
Það er auðséð, þegar upplag
merkisins er skoðað, það að
vilja frelsi til að víkka sjón-
deildarhringinn, að það sé
auðveldara að vera karlmaður
en kona i Bogmanni. Þjóð-
félagið býður körlum upp á
fleiri tækifæri, t.a.m. er til-
tölulega auðvelt fyrir karl-
menn að vinna störf sem fela
í sér ferðalög og hreyfingu,
en slíkt er aftur á móti erfitt
lyrir konu með böm. Það má
því segja, þegar merki eins
og Bogmaðurinn er annars
vegar, að núverandi hlut-
verkaskipting kynjanna bjóði
upp á erfiðara hlutskipti fyrir
konur og dempi upplag þeirra
niður. Af þeim sökum verður
hegðun karls og konu í merk-
in oft á tíðum ólfk.
GARPUR
ALL/R ÓI//NIR H4RÐ7AXLS
VHLKOMNHZ HÉR.APHA1. £N
TRAUST/THTT t/£TZ&UR
þÓAB 'AV/NNA
é 1987.
I by Mcttaught Synd.
\ HVÍLA. HV££N/G(SET
ZEyNDU A& I éo HV/LTVHH5EFT/R
HV/La ÞKá ! ADHAFA KVNNST
(4DAAA / /CONUE/NS 06 I/E£-
öNU?i//e> g/?áskalla /
Ba£A AÐ £G HEP&’ '
EKKI VERKAÐ V/NNA
Héf?.'
GRETTIR
Heyrðu Kalli, ég þori að
veðja að þú hefur ekki
frétt...
... að ég kom til greina
sem „Maídrottning" ...
Hvernig finnst þér?
Þú yrðir falleg drottning,
Kata... ég vona að þú
verðir valin ...
SMÁFÓLK
I NEEP 50METUIN6 S00P TOMAPPEN 500N, CHUCK.. I'M 6ETTIN6 OLP...
Það verður eitthvað gott
að koma fyrir fljótlega ...
ég er að verða gömul...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Kristján Blöndal og Georg
Sverrisson unnu Reykjavíkur-
mótið í tvímenningi, sem fram
fór um síðustu helgi í Sigtúni
9, húsakynnum Bridssambands
íslands. Frábær tímasetning hjá
þeim félögum. Þeir skutust upp
fyrir Karl Sigurhjartarson og
Sævar Þorbjömsson í síðustu
umferð, en Karl og Sævar höfðu
verið í forystunni fram að því.
Fjörutíu pör tóku þátt í mótinu
sem var barómeter með tveimur
spilum milli para. Tímasetningin
skipti líka miklu máli í eftirfar-
andi spili, sem kom upp snemma
móts. Vestur varð að finna góða
vöm til að gefa ekki yfirslag í
fjórum spöðum suðurs:
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ K1032
V2
♦ K942
♦ Á762
Vestur Austur
♦64 ... ♦ 7
♦ 8764 mil ♦KG10953
♦ ÁD6 ♦ G53
♦ 10954 ♦ KG3
Suður
♦ ÁDG985
♦ ÁD
♦ 1087
♦ D8
Vestur Norður Austur Suður
— Pass 2 hjörtu 2 spaðar
3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass
Pass
Á opnu borði er aðeins ein
leið til að halda sagnhafa í tíu
slögum, en það er að spila út
tíguldrottningu! Ella hefur sagn-
hafí tíma til að spila á lauf-
drottninguna og losna við tígul
niður í laufás.
Skiljanlega fann enginn þetta
baneitraða útspil. En með hjarta
út á sagnhafi eftir að gera upp
við sig hvort hann spilar laufi á
drottningu eða reynir að fría
tígulinn. Síðamefndi kosturinn
er mun sveigjanlegri, enda völdu
flestir sagnhafar að bytja á
tíglinum. Tóku tvisvar tromp og
hinna hjartaslaginn, og spiluðu
siðan tígli að blindum.
Ef vestur stingur upp ás-og
spilar laufi gefur sagnhafi að-
eins einn slag á tígul. Og láti
vestur lítinn tígul, fær austur
slaginn á gosann og neyðist til
að spila tígli til baka eða laufí
frá kóngnum. Svo hér er það
sama uppi á teningnum: vestur
verður að stinga tíguldrottning-
unni á milli. Vömin hefur þá
samgang og tíma til að bijóta
laufið og taka tvo tígulslagi.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Wildbad í V-
Þýzkalandi í haust kom þeSsi
staða upp í skák V-Þjóðverjanna
Eickhoff, sem hafði hvítt og átti
leik, og Schmidt.
17. Bxh7+! - Kxh7, 18. Dh5+
- Kg8, 19. Hg3 - Ha7, 20.
Hxg7+! - Kxg7, 21. Bh6+ -
Kg8, 22. Bf6 - Db5, 23. Dh8
mát.