Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 78
?8€T HHHM3RUQ ðf HU0AQULGI5M GIGÁ I0MUO0OV
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Heinrich von Kleist
VIÐ FUNDUM FRÆ
Eriendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Heinrich von Kleist:
SSmtliche Werke und Briefe.
Band I—II. Deutscher Taschen-
buch Verslag 1987.
Heinrich von Kleist var af gamalli
prússneskri liðsforingjaætt og sam-
kvæmt hefðum ættarinnar var
honum ætlað að starfa í prússneska
hemum. En hann fékk snemma óbeit
á þeim störfum og hvarf úr her-
þjónustu 1799, þá rúmlega tvítugur,
fæddur 1777. Hann tók að stunda
^„stærðfræði og heimspeki. Næstu árin
ferðaðist hann víða um Mið-Evrópu,
fór til Parísar og Sviss, þar sem
hann íhugaði að gerast sléttur bónda-
maður og hverfa frá öllu veraldar-
vafstri. Hann fór til Dresden og
Köningsberg og Weimar. Hann gaf
út „Phöbus" í Dresden og „Berliner
Abendblatt" í Berlín, en tímarita- og
blaðaútgáfa hans varð skammæ.
Fyrsta meiriháttar leikrit hans „Die
Pamilie Schroffenstein" kom úr
1803, næsta leikrit kom ekki út fyrr
en 1807, gamanleikur „Amhitryon"
og annar 1908, „Der zerbrochene
Krug", sem oft er talin bestur þý-
skra gamanleika. Síðan rekur hvert
leikritið annað. Kleist snerist heiftar-
lega gegn franskri ásælni á Þýska-
landi og var einhver ákveðnasti
föðurlandsvinur meðal þýskra
skálda. Andstaða hans gegn Napó-
leon kom glöggt fram í leikritum
hans, svo sem I „Der Hermannssc-
hlacht", frá 1808, en ekki gefíð út
fyrr en 1821. Sögusviðið er orrustan
í Tevtoborgarskógi, þar sem Arminí-
us vann sinn fræga sigur á Varus.
Boðskapur þess leikrits er þjóðemis-
barátta þýskra þjóða gegn franskri
ásælni. „Prinz Friedrich von Homb-
urg“, frá 1810, gefíð út 1821, er
svipaðs inntaks.
Leikritum Kleist var fremur fálega
tekið og það bætti ekki úr skák, að
Goethe sjálfur var lítt hrifínn af verk-
um þessa eldhuga, sem Kleist var.
Kleist var ýmist svífandi í hrifningar-
sælu eða hrundi niður í svörtustu
bölsýni. Hann hafði sagt skilið við
hefðir og erfðavenjur, afneitað trú
feðra sina og aðhylltist skilyrðislaust
kenningar kröfuhörðustu skynsemis-
stefnu, sem hann gerði sjálfur til
sjálfs sín. Hann neitaði öllum afs-
lætti og allri málamiðlun milli þess
sem hann áleit sannleika og lyginn-
ar. Kröfur hans til annarra voru
svipaðs eðlis, hann stóð á tímamót-
um. Kant var lærifaðir hans, einkum
þó „Kritik der Urteilskraft" og „Krit-
ik der reinen Vemunft". Sumir
skýrendur vilja álíta að Kléist hafí
ekki fyllilega skilið útlistun Kants
um takmörkun mennskrar þekkingar
og að hann hafí álitið að heimspek-
ingurinn hafí kennt að öll mennsk
þekking væri reist á tálsýnum og
blekkingum. Það má eins vera að
Kleist hafí lesið það úr kenningum
Kants, sem hann hafi viljað lesa og
reist lífsskoðun sína á eigin blekk-
ingu. Stundum jaðrar hugarheimur
Kleist við geðklofning, ekki síst í
sumum bréfum hans. Þótt andlegt
ástand hans væri oft á tíðum alls
ekki viðsættanlegt, þá auðnaðist
honum að verða, að margra áliti,
mesta leikritaskáld Þjóðveija og
kvæði hans ásamt smásögunum bera
í sér neista sem lifír.
Pólitísk þátttaka hans var harka-
leg, hann leitaði sannleikans og
heilindanna og taldi að skynsemin
myndi að síðustu sigra, taldi um tíma
manninn einan þess umkominn að
skapa það jafnvægi og samhljóman
milli mannanna, sem dygði til þess
að skapa samfélag sannleikans.
Kleist hefur 'orðið mörgum dæmi
um hugsjónamanninn og eldhugann,
en fáir þeirra hafa verið gæddir þeim
heiðarleik og neitun afsláttarins, sem
einkenndi allt líf Kleists og dauða.
Hann var gegnheill. Hann leitaði
hvorki lausnar undan kröfunum um
heillyndi í rómantík eða klassisma.
Heimiliskennari hans sagði um hann
í bemsku/æsku „að sá eldhugi yrði
seint taminn". Hann framdi sjálfs-
morð 21. nóvember 1811.
Verk hans sem varðveist hafa em
hluti heildarverka hans, hve stór hluti
veit enginn með vissu. Vitað er um
skáldsögu og fleira sem týndist og
margt hefur farið forgörðum á ferð-
um og flótta.
Bréf von Kleists eru hér prentuð
á rúmum, 400 blaðsíðum, en þau eru
mjög góð heimild um höfundinn og
verk hans. Alls er þessi útgáfa um
2.000 blaðsíður með athugasemdum
og nauðsynlegum skrám. Það var
reyndar ekki fyrr en með útgáfu
Helmuts Sembdner sem endanleg
gerð verka von Kleists lá fyrir, næst
því sem höfundurinn gekk frá þeim.
Þeirri útgáfu var tekið sem dæmi
um vel unna og vandaða útgáfu,
„eins og útgáfur klassíkeranna ættu
að vera“. Þessi útgáfa dtv. er 7. út-
gáfa, aukin og endurbætt útgáfa
útgáfunnar frá 1961.
eftir Sigurlínu
Davíðsdóttur
Ég kann sögu sem byijar svona:
„Litla, gula hænan fann fræ.“ Svo
heldur sagan áfram sinn gang.
En það þarf að gera sitt af hveiju
við þetta fræ áður en úr því verð-
ur brauð. Allan þann tíma keppt-
ust allir sem komu við þessa sögu
um að segja „ekki ég“, þegar verk
þurfti að vinna. Á endanum gerði
litla, gula þessi verk. En þegar
að því kom að borða brauðið voru
hins vegar allir viljugir til verksins.
Stundum dettur mér þessi saga
í hug þegar verið er að gera kröf-
ur til þess að íslenski ríkiskassinn
standi undir hinum og þessum
framkvæmdum, öllum afskaplega
þörfum og nauðsynlegum. Við vilj-
um reka hér nútima samfélag með
öllu sem til þess þarf og það kost-
ar peninga, það vitum við öll. En
hvar á ég að taka þá? Kötturinn
sagði „ekki ég“, hundurinn sagði
„ekki ég“. Ef ríkið á að geta gert
allt sem það þyrfti að gera svo
verulega vel ætti að vera, þyrftum
við sennilega að leggja meira til
þess. Við byijuðum að byggja yfir
okkur úr varanlegu efni fyrir
nokkrum áratugum þar sem ná-
grannaþjóðir okkar hafa haft aldir
til þessa. Við hófumst handa við
að leggja varanlegt slitlag á veg-
ina fyrir örfáum áratugum. Við
erum enn að byggja skólahúsin
yfir börnin okkar. Við rekum hér
utanríkisþjónustu og alla yfir-
byggingu sjálfstæðs ríkis með
fólksfjölda upp á fjórðung úr millj-
ón. Við höfum sannarlega nóg við
alla skattpeningana okkar að gera
og hefðum það þótt þeir væru
meiri.
Ég reifa þetta hér í tilefni af
því að ég er í hópi, sem nefnist
Krýsuvíkursamtökin. Við keyptum
af ríkinu og sveitarfélögunum á
Suðurnesjum skóla þann sem þar
hafði verið reistur til þess að kenna
unglingum sem hefðu lent á skjön
við skólakerfið. En áður en skólinn
var fullbúinn, brast samstaðan um
reksturinn og framkvæmdum var
hætt. Þannig hefur skólinn staðið
árum saman og grotnað niður,
engum til gagns, en öllum viðkom-
andi málinu til ama og leiðinda.
Markmið okkar er að koma þarna
á fót meðferðarstofnun fyrir ungl-
inga sem eru háðir fíkniefnum og
aðstoða þá við nám um leið, þann-
ig að þeir eigi aðgang að skóla-
kerfinu aftur, en venjulega eru
þessir unglingar dottnir út úr því
kerfi og stundum út af vinnumark-
aðnum líka.
Ég heyri stundum þær raddir,
að þetta eigi ríkið að sjá um. Jú,
sjálfsagt, og hver ætlar svo að
borga? Hvað skyldi nú vera þetta
„ríki“, sem allir eru að tala um?
Er það nokkuð annað en það sem
þú og ég höfum borgað í skatta?
Mér heyrist fólk yfírleitt líta á það
nokkuð svipað og guðlast ef talað
er um að það þurfi að borga meira
til samneyslunnar. Það er allt gott
um það að segja, að skattinn-
heimtan verði skilvirkari eins og
nú er nýjasta lausnarorðið. En
ætli grunnurinn haldi ekki áfram
að' vera sá sami og áður, þ.e.a.s.
buddan okkar, svo einfalt sem það
nú er. Og meðan við leggjum ekki
meira í okkar sameiginlega sjóð,
verður heldur ekki hægt að gera
meira fyrir hann.
En það er í mörg horn að líta
fyrir þetta „ríki“, sem við rekum
hér. Við serp erum í Krýsuvíkur-
samtökunum erum sammála um
það, að í einu horninu sitji hópur
af fíkniefnaánetjuðum bömum
okkar buddueigendanna. Þau eru
ófær um að koma sér sjálf á fæt-
ur, það vitum við af ýmiss konar
persónulegri reynslu okkar. Við
viljum einfaldlega ekki halda að
okkur höndum lengur og benda á
hið margumtalaða „ríki“ sem
lausnara. Við erum hætt að segja
„ekki ég“. Við erum búin að bretta
upp ermarnar og erum tekin til
starfa. Nú skal ég segja ykkur
hvað hefur gerst suður í Krýsuvík.
Þar er búið að gera við skólahúsið
að utan og loka því og glerja, ver-
ið að gera við múrskemmdir og
leggja ofna, búið að gera við hita-
lagnir og koma upp kyndistöð og
rafstöð, og ýmislegt fleira, en
þetta er það helsta. Þar er nú orð-
ið hlýtt og bjart og verður vonandi
„Við viljum einfaldlega
ekki halda að okkur
höndum lengur og
benda á hið margumtal-
aða „ríki“ sem lausn-
ara. Við erum hætt að
segja „ekki ég“. Við
erum búin að bretta
upp ermarnar og erum
tekin til starfa.“
áfram. Við ætlum að taka fyrir
eina álmu í fyrstu, loka henni af
og he§a þar starfsemi á næsta
ári með nokkra unglinga, ef allt
gengur samkvæmt áætlun.
Hveijir hafa svo borgað þetta?
Getur verið að sömu íslendingarn-
ir og alltaf borga of mikla skatta
hafi gert þetta? Jú, reyndar. Við
höfum nokkrum sinnum leitað til
þjóðarinnar og beðið um aðstoð
og hún hefur aldrei brugðist. Allt,
sem gert hefur verið í Krýsuvík,
er unnið fyrir fijáls framlög al-
mennings á íslandi. En við erum
samt ekki búin enn. Við erum
búin að gera við þakið á þessari
álmu eins og öllu húsinu, setja í
hana gler, hita hana upp og lýsa
hana og ætlum að fara að mála.
En ennþá vantar okkur innrétting-
amar. Kannski hefur fólk á íslandi
enn áhuga fyrir að þarna geti ris-
ið meðferðarstofnun fyrir nokkra
af okkar minnstu bræðrum. Ég
vona það.
Litla, gula hænan fann fræið
og hún hafði fyrir verkinu við að
koma því í brauð. Svo át hún
brauðið, en þeir sem ekki vildu
nálægt vinnunni koma, fengu ekk-
ert. I minni sögu verður þetta
öðruvísi. Við munum koma húsinu
upp og afrakstursins munu þeir
njóta sem hjálpuðu okkur, en hin-
ir sem ekki vilja rétta okkur
hjálparhönd, þeir munu njóta hans
líka ef þeir þurfa á honum að
halda. Verk okkar hefur þá sér-
stöðu að engan langar til að þurfa
að nota það. En ef það vantar, -er
vöntunin sár. Nú viljum við ekki
lengur segja „ekki ég“, heldur
ætlum við að halda áfram og vona
að einhver vilji hjálpa okkur til
þess. Vonandi fækkar þá eitthvað
fómum okkar til Bakkusar. Hann
fær nóg samt.
Höfundur sturfar sem kennarí og
er formaður Krýsu vikursamtak-
anna.
Nidar Bergene
konfekt
á góðu verði
Kt K <r fr <r fr
M/ffó <r ír *
fslensk?////
Ameríska