Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 88
88 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 „AfSAk.i& hcraz. m’ipn, mxttl ég b'i<5ja. ybuf 0& qcas. ybar þa& ómak ak rc-fcta mfer" saltið ? " I ... að láta sig dreyma um kossa hans. TM Rea. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved °1984 Los Angeles Times Syndicate Halló kona góð, þú misstir neitt hér, aðeins flutt hús- eitthvað! gögnin á milli... Viðgerðir Kona hringdi og spurðist fyrir hvar væri hægt að fá gert við postulínsgripi og eins hvort ein- hver tæki að sér að gera við brúður. Gleraugu Drapplituð unglingagleraugu fundust fyrir skömmu við Hring- braut í grend við Umferðamið- stöðina. Eigandi þeirra getur hringt í síma 26191. Plastpoki með fötum Plastpoki með tvennum barna-, hlífðarbuxum, bláum og rauðum, tapaðist fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 672414 Þessir hringdu . . •• Okumenn virði rétt gangandi vegfarenda Jóhanna hringdi: „Oðagotið í umferðinni hefur alveg farið úr böndunum núna á mesta annatíma ársins. Það kem- ur varla fyrir lengur að bílar stöðvi við gangbrautir þó ökumennirnir sjái að fólk bíði færis að komast yfir. Það er lágmarkskrafa að ökumenn virði rétt gangandi vegfarenda á gangbrautum. Þá vil ég hvetja ökumenn til að aka aðeins hægar og lát sér ekki liggja þessi reiðinar ósköp á. Það er eins og fólkið gefi sér ekki neinn tíma til að hugsa í umferðinni og þess vegna skapast oft mikil slysa- hætta.“ Hver koparhúðar barnaskó? Spurst var fyrir um hvar væri hægt að láta koparhúða barnaskó. Hvítt BMX hjól Hvítt BMX hjól fannst við Jaðarsel fyrir skömmu. Eigandi þess getur hringt í síma 75971. Víkverji skrifar að er ekki ýkja langt síðan verzlun og þjónusta bjuggu við ströng verðlagshöft. í baráttu samtaka verzlunarinnar gegn þeim voru nefnd fjölmörg dæmi um það, að innkaup yrðu hagstæð- ari, ef verðlagning yrði gefin fijáls. I þeim umræðum komu fram efasemdir hjá öðrum um, að hægt væri að treysta verzlunar- stéttinni fyrir frjálsri álagningu. Nú er nokkur tími liðinn frá því, að álagning var gefin fijáls. Það voru mikil tímamót í sögu fijálsrar verzlunar á íslandi. Áreiðanlega sýnist sitt hveijum um, hvernig til hefur tekizt. Engin spurning er um það, að samkeppni í matvöruverzlun hefur aukizt mjög. Neytendur taka líka meira eftir verði en áður. Víkveiji hefur það fyrir satt, að verzlun hafi dot- tið niður í þeim matvöruverzlun- um, sem verst komu út úr síðustu verðkönnun Verðlagsstjóra ogtek- ið við sér á ný um leið og þessar verzlanir lækkuðu verð á vörum sínum. Því er hins vegar ekki að neita, að Vikveiji hrökk við, þegar hann af tilviljun horfði á verðmiða á tveimur dósum af Grandoskaffi en dósirnar eru grænar að lit. Önnur dósin, sem sennilega var keypt fyrir u.þ.b. viku hafði kostað 386 krónur. Þar sem ekki er hægt að segja til um með öruggri vissu hvar hún var keypt, skulu engar getgátur hafðar uppi um það. Hin dósin kostaði kr. 318.60 og var keypt í Kron. Þessi mismunur nemur kr. 67.40 og er svo mikill, að hann verður tæpast skýrður nema með ótrúlegum mun á álagn- ingu. xxx ótt dæmi af þessu tagi séu sjálfsagt ekki mörg í mat- vöruverzlun vegna þeirrar hörðu samkeppni, sem ríkir þar, er hins vegar ljóst, að hið sama á ekki við um ýmsar aðrar verzlunar- greinar eins og t.d. tízkuvöruverzl- anir. Verðlag í sumum þessara verzlana er með ólíkindum , þegar það er borið saman við verð í dýr- um fataverzlunum í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þetta er þó ákaf- lega mismunandi. Sumar fata- verzlanir, og þá ekki sízt karlmannafatabúðir, bjóða fatnað á afar hagstæðu verði. í Róm er fræg verzlunargata, sem heitir Via Condotti. Þar er verðlag svo hátt, að jafnvel efnaðir Islendingar hljóta að teljast fátæklingar, þegar þangað er komið. Samt er það svo, að hér í Reykjavík eru tízku- vöruverzlanir, sem eru samkeppn- isfærar við búðirnar á Via Condotti um verð! Hitt skal dregið í efa, að þær séu samkeppnisfærar við hinar ítölsku um gæði. En það er ekki að ástæðulausu, að þjóðin flykkist til Glasgow í innkaupa- ferðir, þótt bæði stjórnmálamenn og kaupmenn býsnist yfir því. xxx Eftir að stöðugleiki hóf innreið sína í íslenzkt efnahagslíf fyr- ir Qórum árum og daglegt gengis- sig heyrði sögunni til hefur verðskyn neytenda eflzt mjög. Nú geta verzlanir ekki lengur borið fyrir sig gengissigið. Þær geta hins vegar enn borið fyrir sig tolla og vörugjöld. Á næsta ári dugar sú röksemd ekki lengur. Þess vegna má búast við, að sú mikla samkeppni, sem ríkir í matvöru- verzlun um verðlag nái til annarra verzlunargreina einnig. Hún má að skaðlausu einnig ná til þjónustu af margvislegu tagi. Hækkanir á þjónustu á þessu ári eru víða ótrú- legar. Einn viðmælandi Víkverja, sem ferðast mikið vegna starfs síns, hafði orð á því á dögunum, að fatahreinsun væri dýrari hér á íslandi en jafnvel á dýrustu hótel- um í Evrópu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.