Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 90
90
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
KÖRFUBOLTI / ÚRVALSDEILD
Blikamir unnu á góðri baráttu
Webster sló einn leikmann Breiðabliks í gólfið í hálfleik
Breiðabliksmenn komu Haukum
í opna skjöldu með góðri bar-
áttu er liðin mættust í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik í Digranes-
húsinu á laugardag.
Ágúst Slógu Breiðabliks-
Ásgeirsson menn Haukana út
skrifar af laginu og gram-
dist ívar Webster
mótlætið með þeim afleiðingum að
hann sló einn Blikann í gólflð í
hálfleik. Óafsakanleg framkoma
sem hann hlýtur að sjá eftir og iðr-
ast.
Það var mikill hugur í leikmönnum
UBK og virkaði það eins og
vítamínssprauta á þá að komast í
8-0 á fyrstu þremur mínútunum.
Léku þeir af miklum krafti í vörn
og sókn, samleikurinn hraðari og
betri en áður og leikmenn mjög
hreyfanlegir. Vamarleikur liðsins
var einkum góður og náðu blikam-
ir til að mynda að halda Pálmari
Sigurðssyni, leikstjómanda Hau-
kanna, niðri. Olli það ráðleysi í leik
Haukanna, sem fundu aldrei leið
út úr ógöngum sínum.
Blikamir juku forystu sína jafnt
og þétt í fyrri hálfleik, en mestur
varð munurinn 19 stig, eða 36-17,
en í hálfleik var staðan 38-22.
Haukamir vom slegnir yfir fram-
göngu Websters gegn Bimi Hjör-
leifssyni, sem fékk sex spora skurð
yfír vinstra auga, en náðu samt upp
UBK — Haukar
54 : 52
íþrótiahúsið Digranesi, úrvalsdeiid !
körfuknattleik, laugardaginn 12. des-
cmber, 1987.
Gangur leiksins: 8:0, 10:9, 19:11,
26:13, 36:17, 38:22, 45:45, 46:47,
48:50, 54:50, 54:52.
Stig UBK: Kristján Rafnsson 14, Sig-
urður Bjamason 13, Kristinn Alberts-
son 12, Guðbrandur Stefánsson 10,
Ólafur Adolfsson 5.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 17,
ívar Ásgrímsson 16, Skarphéðinn
Eiríksson 8, Henning Henningsson 5,
fvar Webster 4, Tryggvi Jónsson 2.
Áhorfendur: Innan við 10.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ámi
Sigurlaugsson dæmdu ágættega.
baráttu í seinni hálfleik og tókst
að jafna, 45-45, þegar 8 mínútur
voru eftir. Skiptust liðin á forystu
næstu mínútumar. Undir lokin var
staðan 50-48 fyrir Hauka en þá
skoruðu Breiðabliksmenn 6 stig í
röð og breyttu stöðunni í 54-50.
Héldu þeir knettinum meira og
minna síðustu mínútuna og tryggðu
sér sín fyrstu stig í deildinni.
Blikarnir voru vel að sigrinum
komnir, voru einfaldlega betra liðið
á vellinum. Liðið lék sem ein heild
en að öðmm ólöstuðum var Ólafur
Adolfsson langbeztur, tók' um 25
fráköst og blokkaði Webster vel í
fyrri hálfleik.
Morgunblaðið/Eínar Falur
Kristlnn Jðrundsson reynir að komast framhjá Guðmundi Bragasyni í leik
ÍR og UMFG um helgina. Kristinn er fyrrverandi landsliðsmaður, en Guðmund-
ur hóf að leika meðlandsliðinu í fyrra.
Torfi skoraði
sigurkörfu Vals
TORFI Magnússon, fyrirliði
Vals, skoraði sigurkörfuna
gegn KR í íþróttahúsi Haga-
skóla þegar14 sekúndurvoru
til leiksloka. KR-ingum tókst
ekki að jafna, gamla kempan
Jón Sigurðsson reyndi körfu-
skot þegartvær sekúndur
voru eftir, knötturinn dansaði
á körfuhringnum en vildi ekki
ofaní. Valsmenn stóðu uppi
sem sigurvegarar, 74:76.
KR — Valur
74 : 76
íþróttahúsið Hagaskóla, körfuknatt-
leikur - úrvalsdeildin, sunnudaginn
13. desember 1987.
Gangur leiksins: 1:8, 7:8, 9:14,
16:20, 24:24, 37:39, 53:53, 58:59,
60:59, 66:61, 72:67, 74:70, 74:76.
Stig KH: Birgir Mikaelsson 21, Guðni
Guðnason 17, Ástþór Ingason 14,
Símon Ólafsson 14, Matthlas Einars-
son 6, Jón Sigurðsson 2.
Stig Vals: Leifur Gústafsson 15,
Tómas Holton 14, Torfi Magnússon
14, Jóhann Bjamason 12, Svali Björg-
vinsson 10, Ragnar Þór Jónsson 8,
Bjöm Zoega 2.
Áhorfendur: Um 100.
Dómarar: Sigurður og Gunnar Val-
geirssynir ogdæmduþeir þokkalega.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi allan tímann. Bar-
áttan var í fyrirrúmi og leikurinn
ekki í háum gæðaflokki. Vals-
^■■1 menn byijuðu
Valur betur en KR-ingar
Jánatansson voru aldrei langt
skrifar undan. Valsmenn
leiddu með tveim-
ur stigum í hálfeik, 39:37.
KR-ingar komu ákveðnir til leiks
í síðari hálfleik og náðu fljótlega
forystunni. Þegar tæpar 2 mínút-
ur voru til leiksloka hafði KR
fjögurra stiga forskot, 74:70, og
sigurinn virtist blasa við. Þeir
skoruðu síðan ekki stig eftir það
og Valsmenn stóðu uppi sem sig-
urvegarar eins og áður er lýst.
Leikurinn var skemmtilegur á að
horfa. Sigurinn gat endað hvorum
megin sem var, en Valsmenn hró-
suðu happi að þessu sinni. Hjá
KR voru Birgir og Guðni bestir
ásamt Astþóri sem lék mjög vel
í fyrri hálfleik. Jón Sigurðsson
sýndi einnig gamla takta. Leifur
Gústafsson var bestur Vals-
manna. Svali, Tómas og Torfi
áttu einnig ágætan leik.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Bragason, UMFG,
reynir hér að vetjast skoti Halldórs
Hreinssonar ÍR-ings.
Hræðileg
hittni
LEIKMEIMN ÍR og UMFG hittu
hræðilega illa í leik liðanna á
laugardaginn og má sem dæmi
nefna að vítahittnin hefur sjálf-
sagt ekki verið mikið yfir 30%!.
Leikurinn var hraður og réðu lið-
in alls ekki við hann. ÍR-ingar
höfðu þó rænu á að hægja aðeins
á ferðinni og því fór sem fór. Er
tæpar 2 mín. voru
SkúliUnnar eftir munaði aðeins
Sveinsson tveimur stigum,
skrifar 52:50, en ÍR skoraði
síðustu tíu stigin og
vann sanngjarnt.
Guðmundur og Rúnar í liði
Grindvíkinga hittu mjög illa og réð
það baggamuninn.
Hjá IR var Karl sterkur og Björn
Steffensen átti stórleik í vöminni.
ÍR-UMFG
62 : 50
íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í
körfu, laugard. 12. des. 1987.
Gangur leiksins: 5:0, 5:5, 9:11, 14:17,
26:21, 34:25, 41:29, 44:35, 44:40,
48:46 52:50, 62:50.
Stig IR: Karl Guðlaugsson 21, Bjöm
Steffensen 14, Jón Öm Guðmundsson
14, Halldór Hreinsson 5, Vignir Hilm-
arsson 4, Bjöm Leósson 2, Ragnar
Torfason 2.
Stig UMFG: Rúnar Ámason 12, Guð-
mundur Bragason 10, Eyjólfur Guð-
laugsson 9, Hjálmar Hallgrímsson 9,
Ólafur Þór Jóhannsson 7, Guðlaugur
Jónsson 2, Steinþór Helgason 1.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Jón Bender. Komust ágætlega frá
hröðum og erfíðum leik.
Johannesarpassian
eftir ISacli
Jóhannesarpassían
á geisladiski, flutt
af Kór ogKammersveit
Langholtskirkju.
Einsöngvarar eru
Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir,Solveig Björling,
Michael Goldthorpe,
Kristinn Sigmundsson
og Viðar Gunnarsson.
Stjórnandi cr Jón
Stefánsson.
Hljóðritunin er
gerð með stafrænni
tækni á tónleikum í
Langholtskirkju þann
17. apríl 1987.
Hér fer saman
fagurt verk, frábær
flutningur og full-
komin tóngæði. Þéssi
geisladiskur er þess
vegna efstur á óska-
lista allra unnenda
góðrar tónlistar - og
fyrir þá sem ekki
eiga geislaspilara
er verkið einnig
væntanlegt á snældu.