Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 93

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 93
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 93 KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN „Við munum setja markið hátt“ - segir Ellert B. Schram, formaður KSf. „Takmarkið er að ná öðru sæti og tryggja okkurfarseðilinn til Ítalíu." „Við hoppuðum ekki hæð okkar af ánægju þegar við drógumst í riðil með Sovétmönnum og A-Þjóðverjum, ásamt Tyrkjum og Austurríkismönnum," sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, þegar hann var spurður um mótherja íslendinga í und- ankeppni HM í knattspyrnu. Ellert var viðstaddur HM-drátt- inn, ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra KSÍ og Sigi HM-drátturinn Allir þeir sem voru viðstadd- ir dráttinn í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu - voru sammála um að fimmti rið- ilinn væri sá sterkasti í Evrópu. í honum leika Frakkland, Skot- land, Júgóslavía, Noregur og Kýpur. Riðlaskiptingin í Evrópu er þannig: 1. RIÐILL: Danmörk, Buigarta, Rúmenía og Grikkland. 2. RIÐILL: England, Pólland, Svíþjóð og Albanía. 3. RIÐILL: Rússland, A-Þýska- land, Austurríki, Island og Tyrkland. 4. RIÐILL: V-Þýskaland, Holl- and, Wales og Finnland. 5. RIÐILL: Frakkland, Skot- land, Júgóslavla, Noregur og Kýpur. 6. RIÐILL: Spánn, Ungverj'a- land, N-írland, Irland ogMalta. 7. RIÐILL: Belgía, Portugal, Tékkóslóvakía, Sviss og Luxem- borg. Tvær þjóðir komast til Ítalíu úr þeim riðlum sem fimm þjóðir eru í. Sigurvegaramir úr fjögurra þjóða riðlunum komast áfram og tvær þjóðir sem ná bestum árangri í öðru sæti ( riðlunum þremur. Ítalía er fjórtánda Evr- ópuþjóðin sem keppir I loka- keppninni 1990. Argentínumenn komast frá S- Ameríku, sem heimsmeistarar. Þrjár aðrur þjóðir eíga mögu- leika á að komast áfram. Leikið er í þremur riðlum (S-Ameríku. 1. RIÐILL: Uruguay, Perú og Bolivía. 2. RIÐILL: Paraguay, Kolumbla og Ecuador. 3. RIÐILL: BrasiKa, Chile og Venezuela. Sigurvegararnir úr 1. og 3. ríðli komast beint til Italíu. Sigurveg- arinn í öðrum riðli leikur um sæti - við sigurvegarar í Eyja- álfuriðli. Tvær þjóðir frá Afríku, Asíu og Mið- og Norður-Ameríku kom- ast til Italíu. Nýr samningur vid Adidas Ellert B. Schram, formaður KSÍ og Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, áttu viðræður við menn frá Adidas, þeg- ar þeir voru í Zíirich um helgina. Adidas hefur boðið KSÍ nýjan samn- ing sem knattspyrnusambandið mun að öllum líkindum taka. Lands- lið íslands í knattspyrnu hafa undanfarna áratugi leikið í búning- um frá Adidas. Held, landsliðsþjálfara Islands, þegar dregið var í Zúrich í Sviss sl. laugardag. ákveða leikdaga í HM-riðlunum,“ sagði Ellert B. Schram. Reuter Knattspyrnusnllllngurlnn Pele frá Brasilfu, lék stórt hlutverk þegar dreg- ið var í HM-keppninni í Zurich. Við munum setja markið hátt og takmarkið er að ná öðru sæti í riðlinum og tryggja okkur þar með farseðilinn til HM á Ítalíu 1990. Rússar eru með öflugt lands- lið, en hinar þjóðirnar eru ekki óviðráðanlegar. Þátttaka okkar í HM mun kosta okkur mikla pen- inga. Það eru margar erfiðar ferðir framundan," sagði Ellert. Ellert sagði að landsliðið hafi áður leikið gegn A-Þjóðveijum og Tyrkj- um. „Við vitum vel hvernig þeir leika og þeir eiga ekki að geta kom- ið okkur á óvart. Austurríkismenn eru ( öldudal um þessar mundir, þannig að þeir eiga að vera viðráð- anlegir. Allir leikirnir í riðlinum verða þó erfiðir, enda HM-leikir." Leikdagar ákveðnir í Vín „Við munum hefja undirbúning okkar á fullum krafti eftir að búið verður að ákveða leikdaga. Það verður gert í Vín í Austurríki 10. janúar. Eftir Vínarfundinn getum við fara að leita eftir vináttuland- sleikjum - bæði heima og að heiman. Það er ekki hægt að fara að semja um landsleiki fyrr en allar Evrópuþjóðimar eru búnir að Pétur Pétursson sést hér sækja að marki Rússa í Evrópukeppni landsiiða. íslendingar og Rússar gerðu jafntefli, 1:1, á Laugardalsvellinum. OL-liðið í keppnis- ferð um Persaflóa Fljótlega mun stjóm Knatt- spyrnusambands íslands koma saman og ræða um og skipuleggja verkefni landsliðsins í knattspymu. Olympíulandsiiðið á eftir að leika fjóra leiki í undan- keppni OL - gegn A-Þjóðveijum og Hollendingum úti og gegn Portugölum og ítölum heima. Leikimir verða í apríl og maí. Liður í undirbúningi landsliðsins verður tíu daga keppnisferð til landanna við Persaflóa. „Það verða leiknir Qórir leikir ( ferð- inni,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri KSI. Það er enn ekki vitað við hvaða þjóðir verður leikið, en að öllum líkindum verður leikið gegn Egyptum og Kuwait-mönnum í ferðinni. Þessi ferð verður einnig undirbún- ingsferð fyrir undankeppni HM, þvf að flestir þeir leikmenn' sem eru í Olympíulandsliðinu, hafa einnig leikið með a-landsliðinu og verða án efa í landsliðshópi Sigi Held fyrir HM-slaginn. Held er ekki óhress með HM-dráttinn Vildi þó vera laus við að mæta Rússum og A-Þjóðverjum aftur „ÞETTA var ekki draumadrátt- urinn fyrir ísland. Við hefðum vilja vera lausir við að mæta Rússum og A-Þjóðverjum aft- ur, þar sem við vorum í sama riðli og þeir f Evrópukeppni landsliðs," sagði Sigi Heid, landsliðsþjálfari íslands f knattspyrnu, eftir að búið var að draga f riðla f HM. Held var þó ekki óánægöur. „íslending- ar eiga jafn mikla möguleika á að komast áfram - eins og hin- ar þjóðirnar f riðlinum. Það kemur okkur til góða, að þekkja vel til landsliða Rússlands og A-Þýskalands.“ að var lán í óláni að íslending- ar höfnuðu í fimm þjóða riðli. Tvær þjóðir komast áfram úr hvetj- um riðli sem fimm þjóðir leika í. Átta þjóðir komast úr riðlunum fjór- um og síðan komast sigurvegararn- ir úr hinum riðlunum þremur áfram. Einnig þær tvær þjóðir sem ná best- um árangri í öðru sæti í riðli eitt, tvö og (jögur. Þrettán þjóðir frá Evrópu komast í úrslitakeppnina á Ítalíu. Gestgjafamir, Ítalía, verður fjórtánda Evrópuþjóðin. „Draumariðillinn var sá sjötti. Ef við hefðum hafnað í honum, væru móthetjar okkar Belgíumenn, Port- ugalar, Tékkar og Luxemborgar- menn,“ sagði Sigurður hannesson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Við munum fljótlega setjast niður og fara að hugsa um undirbúning- inn fyrir HM. Við þurfum að tryggja okkur nokkra vináttuleiki og eru Hollendingar mjög jákvæðir í sam- bandi við að leika gegn okkur,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að þegar leikdagar. yrðu ákveðnir, yrði stefnt að því að leika fyrri leikinn gegn Rússum í Rússlandi. Það er óvíst hvort að ísland leiki ( vor fyrstu leikina í HM. „Olympíu- landsliðið leikur flóra leiki í apríl og maí, þannig að erfitt verður að koma fyrir leikjum á þeim tíma. Við munum vanda mjög vel til leik- daga, þannig að við eigum ekki í erfíðleikum með að fá atvinnu- mennina okkar lausa í HM-leikina,“ sagði Sigurður. Slgfrid H«ld Sigi Held áframmeð landsliðið Sigfrid Held, landsliðsþjálf- ari íslands ( knattspyrnugi verður að öllum Kkindum áfram með landsliðið og stjómar því ( HM-keppninni. Ellert B. Schram, formaður KSÍ og Sig- urður Hannesson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, ræddu við Sigfrid Held í Zurich á laugardaginn. „Held sagði að hann væri tilbúinn að vera áfram með landsíiðið. Það er einnig áhugi hjá okkur að hann verði áfram. Held hefur unnið gott starf fyrir okkur,“ sagði Ellert B. Schram. Ellert sagði að það verði rætt um endurráðningu Helds á fundi hjá KSÍ í vikunni. „Ég reikna fastlega með því að þá verði gengið frá ráðningu Helds. Við höfum náð samkomulagi við Held, sem kynnt verður á fund- inum,“ sagði Ellert.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.