Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 94
94
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN
Tomba slær
ÍTALSKA skíðahetjan, Alberto
Tomba, vann þriðju gullverð-
laun sína í heimsbikarnum í
alpagreinum karla á sunnudag-
inn er hann vann þriðja stórs-
vigsmótið í röð. Hann er nú
efstur í keppninni samanlagt.
Þessi ungi Itali hefur svo sann-
arlega slegið í gegn það sem
af er keppni. Á laugardaginn
sigraði Kanadamaðurinn Rob
Boyd í bruni. Keppt var í Val
Gardena á Ítalíu.
Tomba hafði töluverða yfírburði
í stórsvginu á laugardaginn.
Hann hafði besta tímann í báðum
umferðum og var tæpri sekúndu á
undan Rudolf Nierlich frá Aust-
urríki sem varð annar og var þetta
besti árangur hans í heimsbikam-
um. Svisslendingamir Joel Gaspoz
og Hans Pieren voru jafnir í 3. sæti.
Tomba er fyrsti ítalinn til að vinna
þrjú stórsvigsmót í röð í heims-
bikamum síðan Gustav Thöni gerði
það 1971. Hann verður 21 árs
næsta sunnudag og hafði aldrei
unnið heimsbikarmót fyrir þetta
tímabil. Nú spyija menn hvort ein-
hver geti stöðvað hann. Ingemar
Stenmark, sem náði sér ekki á strik
ígegn
á sunnudaginn og féll úr í seinni
ferð eftir slaka fyrri ferð, á metið
vann sex stórsvigsmót í röð 1978.
Á laugardaginn kepptu karlamir í
bmni. Kandamaðurinn Bob Boyd
sigraði, var 21/100 úr sekúndu á
undan heismbikarhafanum, Pirmin
Zurbriggen. Þetta var annar sigur
Boyd í keppninni frá upphafi. Boyd
fór ísilagða brautina, sem var 3.445
metrar, á 2.02,29 mín. Annar
Kanadamaður Brian Stemmele varð
þriðrja á 2.03,07 mín. Norðmaður-
inn, Jan Thorsen, kom síðan í fjórða
sæti nokkuð óvænt á 2.03,64
mínútum.
Reuter
Alberto Tomba hefur heldur betur selgið í gegn það sem af er keppni í
heimsbikamum. Á myndinni réttir hann fram þrjá fíngur í tilefni þriðja sigursins
í stórsvigi á sunnudaginn.
KONUR
Figini
íefsta
sæti
MICHELA Figini frá Sviss hefur
nú tekið forystu í heimsbikar-
keppninni í alpagreinum
kvenna eftir bikarmót helgar-
innar. Hún sigraði í risastór-
svigi á laugardaginn og bruni
á föstudaginn. Ida Ladstœtter
frá Austurríki sigraði i svigi í
Leukerbad í Sviss á sunnudag-
inn og var þetta fyrsti sigur
hennar í keppninni.
Figini hefur nú hlotið 77 stig
samanlagt í heimsbikarkeppn-
inni. Blanca Femandez Ochoa frá
Spáni er önnur með 61 stig og
Anita Wachter frá Austurríki þriðja
með 60 stig.
Figini hafði mikla yfírburði í risa-
stórsviginu á laugardaginn. Hún
var 1,05 sekúndum á undan næsta
keppanda, Reginu Mösenlechner frá
Vestur-Þýskalandi, sem hafði rás-
númer 18. í keppninni brotnaði
bandaríska stúlkan Tori Pillinger
illa og varð að stöðva keppni í 20
mínútur vegna þess.
Á sunnudaginn kepptu stúlkumar
í svigi og kom sigur austurrísku
stúlkunnar Idu Ladstætter nokkuð
á óvart. Hún var aðeins 4/100 úr
sekúndu á undan Camillu Nilsson
frá Svíþjóð. Blanca Femandez Oc-
hoa frá Spáni, sem sigraði í fyrstu
svigkeppni vetrarins, varð þriðja.
GANGA
Mogren
vann Svan
Torgny Mogren frá Svíþjóð vann
fyrstu skíðagöngu heimsbik-
arsins á þessum vetri. Hann sigraði
í 15 km göngu með frjálsri aðferð
sem fram fór í La Clusaz í Frakk-
landi á laugardaginn. Landi hans
Gunde Svan, sem unnið hefur
heimsbikarinn síðustu þijú árin,
varð annar. Mogren gekk á
1:36.58,6 klukkst. og var 17 sek-
úndum á undan Svan. Norðmaður-
inn Paul Gunnar Mikkelsplass, sem
varð 16. í heimsbikamum í fyrra,
varð þrðji 40 sekúndum á eftir
Mogren.
Konumar kepptu í 5 km göngu með
fijálsri aðferð á sama stað á sunnu-
daginn. Þar sigraði norska stúlkan
Marianne Dahlmo nokkuð ömgg-
lega. Hún var 20 sekúndum á undan
Jönu Savolainen frá Finnlandi sem
gekk á 14.14,2 mínútum. Simone
Greiner frá A-Þýskalandi varð
þriéja á 14.15,9 mínútum.