Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 95

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 95
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 95 GETRAUNIR Fengu rúmlega fimm milljónir króna á opinn kerfissedil Röð með þremurföstum leikjum og níu tvítryggðum gaf fjórum félögum hæsta vinning í sögu Getrauna „VIÐ höfum ekkert verið með í vetur, en þessi stóri pottur heiliaði og við slógum til. Við sjáum ekki eftir því núna og höldum örugglega áfram með sama eða svipað kerfi,“ sagði Geirarður Geirarðsson, sem ásamt þremur vinnufélögum sínum hjá Almennum Trygg- ingum, datt heldur betur i lukkupottinn hjá Getraunum um helgina. Geirarður og Viðar Birgisson sáu um útfyllinguna, en auk þeirra voru með í kerfinu bræðurn- ir Birgir Lúðvíksson, faðir Viðars og formaður knattspymufélagsins Fram, og Þorgeir Lúðvíksson. Fé- lagamir voru einir með 12 rétta Ieiki um helgina og einnig voru þeir með níu raðir með 11 leikjum réttum. Samtals fengu þeir f sinn hlut 5.016.576 krónur, sem er hæsti vinningur í sögu Islenskra Get- rauna. „Við höfum tekið þátt í getraunun- um í mörg ár og reyndar voram við lengi vel 10 héma í fyrirtækinu, sem vorum saman með kerfi. En þegar salan minnkaði dofnaði áhug- inn og þó við höfúm af og til fengið vinning, vantaði neistann í haust," sagði Viðar. Þrír fastir og níu hálftryggðlr Félagamir voru með opmn seðil og þeir voru sammála um að slíkur seðill værri hentugasta formið og sérstaklega gott fyrir alla hópa. Eftir að hafa skoðað leikina á seðl- inum ákváðu þeir að vera með roð með þremur föstum leikjum og níu tvítryggðum, röð sem kostar 5.120 krónur. „Við tókum í raun ekki mikla áhættu og þegar úrslitin lágu fyrir var ég viss um að tólfurnar væra yfír 30,“ sagði Viðar og hinir tóku undir orð hans. „Spennan jókst hins vegar þegar búið var að fara yfír 60% seðlanna og við enn einir með 12 rétta, en skömmu fyrir miðnætti á laugardaginn var Ijóst að við höfðum hirt pottinn og gieð- in var að vonum rnikil," sagði Geirarður. „Umræddur seðiil kostar ekkert fyrr en honum er skilað útfylltum. A bakhlið hans era skráð 49 kerfí, sem hver og einn getur valið og þarf aðeins að fylla út eina röð. Við vorum lengi að hugsa um röð með fimm föstum, fjórum tvítryggðum og þremur þrítryggð- um, en eftir á að hyggja fannst okkur ekki ástæða til að þritryggja neinn leik að þessu sinni,“ bætti Geirarður við. 39 raðir komu fram með 11 réttum oggafhver 24.469 krónur í vinning. Morgunblaðia/Bjarní Þelr fengu rúmlega fímm milljónir í getraununum um helgina. Birgir Lúðvíksson situr með vinningsröðina, en fyrir aftan standa frá vinstri Geir- arður Geirarðsson, Þorgeir Lúðvíksson og Viðar Birgisson. HANDBOLTI Wanne Eickel gerði jaf ntef li við Val og sigraði Fram VESTUR-ÞÝSKA 2. deildarliðið Wanne Eickel, sem Bjarni Guð- mundsson leikur með, gerði 23:23 jafntefli við Val á laugar- daginn og vann Fram í gær- kvöldi, 21:17(10:9), en leikur gegn FH á morgun. Viðureignin í gærkvöldi var lítt spennandL Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 15:15. Þá skoraðu Þjóðveijarnir þrjú mörk í röð og úrslitin ráðin. Framarar voru slakir, Bjami lék lítið með Wanne Eickel, en Stauten- berg var bestur. Mörk FVam: Birgir Sigurðuon 5, Atli Hilmarsaon 5/2, Egill Jóhannesaon 5/3 og Júlfus Gunnarsaon 2. Mörk Wanne Eickel: Stautenberg 6. Keyaere 6, Bjami Guðmundsson 3, Rauin 3, Mazur 2, Lohrman 1 og Springel 1. Leikurinn gegn Val var nokkuð köflóttur, en Valsmenn höfðu fram- kvæðið þar til staðan var 20:17. Þá kom Bjami, sem var aðeins með fyrstu minútumar, aftur inná og lið hans náði að jafna með skoti beint úr aukakasti þegar leiktíminn var úti, 23:23. Landsliðsmaðurinn Thomas Spring- el var bestur í liði Wanne Eickel ásamt Bjama sem lék þó full lítið með. Júlíus og Geir voru þeir einu sem spiluðu af fullri getu hjá Val. Mörk Vals: Júliua Jónasson 8/1, Jakob Sigurösson 4, Valdi- mar Grímsson 4/1, J6n Krátjánsson 3, Geir Sveinsson 2, Theódór Guðfinnsson og Gísli öskareson eitt mark hvor. Mðrk Wanne Eickel: Springel 8/1, SUutenberg 5, Bjami Guðmundsson 4/2, Keysere 2, Dirk Rauin 2, FVank Mazur 2 og Hinkelmann 1. M orgunblaöiö/Bja rn i Júlfus Gunnarsson og Egill Jóhannesson skoruðu samtals sjö mörk í gær- kvöldi, en hér eru þeir of seinir til vamar. KORFUBOLTI / 1. DEILD KVENNA Æsispennandi í lokin í gær IS sigraði ÍBK í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi í íþrótta- húsi Hagaskóla. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en þegar þijár mín. voru eftir var Skúli staðan 56:42 fyrir Unnar ÍS! Stúdínum tókst Sinsson því aðeins að skora sknfar ejna körfu á loka- kaflanum gegn 15 stigum Keflvík- inga. Er flautað var til leiksloka skildi aðeins eitt stig — úrslitin urðu 58:57 — en Anna María Sveinsdóttir, ÍBK, fékk bónusskot er 4 sekúndur voru eftir. Hún gat því jafnað en nýtti skotið ekki. Anna Maria var vítadrottning Is- landsmótsins í fyrra, en það dugði ekki nú. Kolbrún Leifsdóttir var stigahæst hjá ÍS með 12 stig, Hafdís Helgadóttir skoraði 11 og þær Anna Björk Bjarnadóttir og Helga Friðriksdóttir 10 stig hvor. Hjá ÍBK var Anna María stigahæst með 16 stig, Björg Hafsteinsdóttir gerði 12 og Auður Raftisdóttir 10. Um helgina sigruðu KR-stúlkumar Grindvíkinga 51:42 og ÍR vann Njarðvík 39:33. Báðir fóru leikimir fram á suðumesjunum. ÍR hefur nú 14 stig eftir _8 leiki, ÍS 10 stig eftir 8 leiki og ÍBK 8 stig eftir 7 leiki. ■ MORTON, sem er í neðsta Sæti skosku úrvalsdeildarinnar í knattspymu með níu stig í 24 leikj- um, hefur fengið á sig 57 mörk og er það met. Til að bæta vamarleik- inn og forðast fall hefur liðið gert samning við þijá Dani, Thomas Jacobsen frá B1903, Lars Christ- iansen og Carsten Margaard, sem báðir leika með Odense. Jacobsen leikur að öllum líkindum með gegn Dundee á morgun, en hinir hafa enn ekki fengið tilskilin leyfí. ■ GUNILLA Axen, miðheiji sænska kvennalandsliðsins í knatt- spymu og knattspyjmukona Svíþjóðar í fyrra, er fljótari og sterkari en nokkra sinni fyrr að eigin sögn. Ástæðan? Jú, hún fór í bijóstaaðgerð og lét fjarlægja um 1.3 kg. „Bijóstin vora einfaldlega of stór. Þegar ég hljóp í eina átt var sem þau væra á leiðinni í aðra,“ er haft eftir henni í Aftonbladet. ■ GIOVANNI Evangelisti heldur bronsverðlaununum, sem hann hlaut í langstökki á HM á Ítalíu í byijun september. í síðasta mánuði var því haldið fram að stökk BLAK hans, 8,38 m, hefði vísvitandi verið mælt 58 sm of langt og því ætti Bandaríkjamaðurmn Larry Myricks, sem stökk 8,33 m, að fá bronsið. Alþjóðafíjálsíþróttasam- bandið ákvað hins vegar í gær að rétt hefði verið að málum staðið í Róm og því stæðu úrslitin. ■ DIEGO Maradona hefur loks gert upp hug sinn og um helgina framlengdi hann samninginn við Napólí til ársins 1993. Því virðist hann vera hættur að hugsa um að leika með öðrum liðum í Evrópu, en Maradona, sem er 27 ára, hefur sagt að hann vilji ljúka ferlinum þar sem hann hófst — hjá Bot^ Juniors í Argentínu. ■ STEFAN Reuter skoraði fyrir vestur-þýska landsliðið í knatt- spymu gegn Brasilíumönnum, þegar ein mínúta var til leiksloka og tryggði liði sínu 1:1 jafntefli í vináttuleik þjóðanna, sem fram fór í Brasilíu á laugardaginn. Batista skoraði mark heimamanna á 67. mínútu, en þrátt fyrir nær látlausa sókn, tókst þeim ekki að skora fleiri mörk. Þróttur lá' á Akureyri MEISTARAR Þróttar töpuðu fyrir KA á Akureyri í blaki á laugardaginn og virðast stúd- entar því hafa gófta stöðu þegar farift er í jólafrí. ÍS hefur fjórum stigum meira en Þróttur og allt útlit fyrir aft þeim takist að hnekkja áralangri einokun Þróttar. róttarar byijuðu þó vel og unnu fyrstu hrinuna 15:12 en heima- menn svöruðu af öryggi með 15:7 sigri. Þróttur vann þá þriðju 15:10 og í þeirri ijórðu vora þeir 13:11 yfír en KA tókst að sigra 15:13. Lokahrinuna vann síðan KA 17:15 eftir að Þróttur hafði 14:12 yfír. Þróttarstúlkur unnu KA örugglega 15:5, 15:5, 15:2 og á Neskaupstað unnu Blikastúlkur 15:2, 15:5 oe 15:2. Víkíngur vann Þrótt á Neskaupstað einnigöragglega, 15:11,15:5,15:8U—-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.