Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 96

Morgunblaðið - 15.12.1987, Page 96
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Fjöldi sækir umaukakort MIKLAR annir eru þessa dagana hjá staðgreiðsludeild ríkisskatt- stjóra. Að sögn Ríkarðs Ríkarðs- v£pnar, deildarstjóra, eru allar símalínur rauðglóandi, spurt er um ýmis atriði sem lúta að stað- greiðslunni, auk þess sem mikill fjöldi hefur sótt um aukaskatt- kort. Ríkarður sagði að fyrirspumirnar snemst mest um ýmiss konar hag- nýt atriði og þá einkum um hvemig nýta eigi ónýttan persónuafslátt maka. Þá sagði Ríkarður að áber- andi væri að roskið fólk væri óömggt um sinn hag í staðgreiðslu- kerfinu og hringir það mikið til að leita sér upplýsinga um kerfið og hvemig það muni snerta fjárhag þess. V* -------------- Tekinn með hass og amfetamín MAÐUR var handtekinn í íbúð í Reykjavík á föstudag og fundust í fórum hans um 300 grömm af a^ttþassi og 120 gp'ömm af amfeta- míni. Maðurinn hefur margoft komið við sögu hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar. Hann var úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald. Fleiri vom handteknir vegna málsins, en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur. Ekki hefur maðurinn enn gefið skýringu á því hvemig efnið komst í hans hendur. Morgunblaðið/Júlíus Slapp með skrámur BÍLVELTA varð á Suður- landsvegi við Rauðavatn um klukkan átta í gærkvöldi. Lög- reglan hafði haft spurnir af ökumanni bifreiðarinnar fyrr um daginn, þar sem ökulag hans þótti grunsamlegt. Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan fannst hann ekki fyrr en hann missti stjóra á bílnum og hvolf- di honum á reiðveginum við Rauðavatn. Að sögn lögreglunnar varð óhappið með þeim hætti að öku- maðurinn, sem var á leið austur, missti stjórn á bílnum. Bíllinn lenti upp á umferðareyju og fór þaðan yfir á mótakrein. Þar lenti hann á vegriði og steyptist niður á reiðveg, sem liggur nokkmm metmm fyrir neðan veginn í íjö- mborði Rauðavatns. Bíllinn, Dodge pallbíll, er gjörónýtur en ökumaðurinn slapp með skrámur. Telur lögreglan að ökumaðurinn hafi verið ölvað- ur. Morgunblaðiö/Júlíus Þyrlan lendir á þilfari Beskytteren „VIÐ ÆFÐUM í gær lendingu þyrlunnar á þilfari danska varðskipsins Beskytteren og við vonumst til að samstarfið við Dani auki á öryggi okkar, bæði ef við þurfum að taka eldsneyti hjá dönsku skipunum og eins ef bilun kemur upp í þyrlunni,“ sagði Páll Halldórs- son, flugstjóri hjá Landhelgis- gæslunni. Skömmu eftir hádegi í gær lenti þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, á þilfari Beskytteren, sem hefur sérstakan þyrlupall á 'þil- fari. Skipið var þá statt nokkrar mílur út af Reykjanesi. „Það hef- ur lengi verið rætt um að það gæti komið sér vel að við gætum leitað til dönsku skipanna, sem em oft nálægt ströndum íslands," sagði Páll. „Þessi skip em Hvide- björn, Vædderen, Ingolf og Beskytteren. Um borð í þessum skipum em þyrlur, en þó ekki allt- af. Það er gott að vita af þessUm skipum hér við land, því við getum í neyð leitað til þeirra." Páll sagði að íslensku varðskip- in væm minni en þau dönsku og því ekki jafn stöðug í sjó. „Við getum lent á þilfari þeirra ef gott er í sjóinn." Starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Óánægðir með störf kaupskrámefndar DAGAR TIL JÓLA Keflavík. FJÖLMENNUR hópur frúnaðar- manna, launþega og fulltrúa stéttarfélaga starfsmanna vara- arliðsins á Keflavíkurflugvelli samþykktu á fundi í Keflavík í gær að senda miðstjórn Alþýðu- 4% hækkun á erlendum kökum — 26% á innlendum? „EF FULLUR söluskattur og 14% vörugjald leggst á innlendan kökubakstur um áramótin, eins og frumvörpin um tekjuöflun ríkissjóðs gera ráð fyrir, er Ijóst að það yrði rothögg fyrir bakarí- in og mörg þeirra yrðu að hætta rekstri. Það er útilokað fynr 'okkur að keppa við innfluttar kökur, sem myndu samkvæmt þessu hækka um 4% á meðan íslensk framleiðsla hækkar um 26%,“ sagði Haraldur Friðriksson, formaður Landssambands bakarameistara, í samtali við Morgunblaðið í gær. Haraldur sagði bakara borga í að innlenda framleiðslan hækkar dag 3,6% vörugjald af allri fram- leiðslu, en 30% vörugjald er á innfluttum kökum. Um áramótin er gert ráð fyrir því að þetta breyt- ist þannig að 3,6% gjaldið falli niður, en í staðinn komi 14% vöru- gjald á innlendar og erlendar kökur og að auki hækki söluskatt- urinn úr 10% í 25%. „Það þýðir um 26% en sú innflutta um 4% og brauð hækka um 11%. Innlend kökuframleiðsla er líklega um 30—40% af framleiðslu bakarí- Haraldur sagði að 10% sölu- skatturinn hefði komið á í ágúst sl. og hann sagði marga hafa tek- ið þessa hækkun á sig vegna þess að þeir hafi ekki þorað að hækka vöruna vegna innlendrar og er- lendrar samkeppni. Slíkt gengi auðvitað ekki, hvað þá ef hækkun- in færi í 25%. „Við viljum að vörugjaldið falli niður og það var ekki inni í fyrstu drögum frum- varpsins. Þó að söluskatturinn sé slæmur fyrir okkur þá ríður hitt okkur að fullu. Það er eins og mcnn hafi ekki hugsað þetta mál til enda, en við höfum kynnt það ijárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis og vonum að tek- ið verði á því af skilningi, því mikið er í húfi fyrir íslenskan iðn- að,“ sagði Haldur. sambands íslands erindi í fimm liðum, þar sem farið er fram á breytingar á kaupskrárnefnd. Einnig var samþykkt að senda utanríkisráðherra og félagsmála- ráðherra erindi sama efnis. Fram kom á fundinum að í mörg ár hefur ríkt mikil óánægja meðal starfsmanna á Keflavíkurflugvelli með störf kaupskrámefndar og þeir vonist eftir að með því að sameinast um kröfur til úrbóta megi vænta árangurs. Kaupskrámefnd fjallar um launagreiðslur íslenskra starfs- manna vamarliðsins og sker úr um ágreiningsmál. I nefndinni situr full- trúi ASÍ, fulltrúi Vinnuveitendasam- bands íslands og fulltrúi stjórnvalda, sem er oddamaður í nefndinni. A fundinum kom fram að oft tæki það nefndina marga mánuði og jafnvel ár að afgreiða einstaka mál. Fulltrúar tveggja stéttarfélaga, Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og Iðnsveinafélags Suð- umesja, vildu ekki undirrita sam- þykktir fundarins og var þeim veittur tveggja sólarhringa frestur til að leita samþykkis stjómar félag- anna til undirritunar. - BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.