Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
1. tbl. 76. árg. ______________________SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
E
Áramótaávörp Ronalds Reagan og Míkhaíls Gorbatsjov:
Ahersla lögð á nýja samn-
inga um afvopnunarmál
Washington, Moskvu. Reuter.
Windscale:
Annað
mesta
kjarn-
orku-
slysið?
London. Reuter.
ÍRSK stjórnvöld og breska stjórn-
arandstadan hafa gagnrýnt
harðlega þá ákvörðun breskra
stjómvalda frá árinu 1957 að
þagga niður kjamorkuslysið, sem
varð í Windscale-kjarnorkuverinu
i Norðvestur-Englandi það ár.
í leyniskjölum, sem gerð voru
opinber á föstudag, 30 árum eftir
slysið, kemur fram, að Harold
Macmillan, þáverandi forsætisráð-
herra, skipaði svo fyrir, að málið
skyldi þaggað niður.
Á föstudag ítrekaði írska stjómin
kröfu sína um lokun verksmiðjunn-
ar, sem nú er vinnslustöð fyrir
lqamorkuúrgang og heitir Sellafield.
Verksmiðjan losar sig við geislavirkt
vatn í írlandshaf.
Michael Spicer aðstoðarorkumála-
ráðherra sagði í viðtalsþætti í breska
ríkisútvarpinu, BBC, að bresk stjóm-
völd fylgdu nú þeirri stefhu að leyna
engu í þessum málum — sem væri
einsdæmi.
Tony Benn, fyrrum orkumálaráð-
herra Verkamannaflokksins, sagði
hins vegar í sama útvarpsþætti, að
svipuðum atvikum hefði verið haldið
leyndum. „Ef öll skjöl síðustu þriggja
áratuga væru nú gerð opinber,
mundu tugir svipaðra atvika koma
fram í dagsljósið," sagði hann.
Engin dauðaslys urðu, þegar
kviknaði í kjamakljúfnum í Winds-
cale. Þar fór fram plútóníumfram-
leiðsla fyrir herinn. Eldurinn logaði
i 16 klukkustundir og olli mikilli
loftmengun. Er talið, að þama hafi
orðið annað mesta kjamorkuslysið í
heiminum — hið næsta á eftir
Chemobyl-slysinu í Sovétríkjunum í
apríl 1986.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti og Míkhaíl Gorbatsjov,
leiðtogi Sovétríkjanna, lögðu
áherslu á afvopnunarmál í ára-
mótaávörpum sínum en þeim var
báðum sjónvarpað í hvoru-
tveggja ríkinu. Kváðust þeir
vona, að unnt reyndist að semja
um fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna á fyrirhuguðum fundi
þeirra í Moskvu á þessu ári.
Ávarp Reagans var sýnt óstytt í
Sovétríkjunum og svo var einnig
með ávarp Gorbatsjovs á þremur
bandarískum sjónvarpsstöðvum en
aðrar létu sér nægja útdrátt úr
því. Reagan sagði, að með sam-
komulaginu um meðaldrægu flaug-
amar hefði verið brotið í blað en
það væri þó „aðeins byijunin".
„Samningamenn ríkjanna í Genf
eru nú að vinna að samningi um
helmingsfækkun langdrægra kjam-
orkuvopna og verið getur, að hann
verði tilbúinn til undirritunar á vori
komanda," sagði Reagan og bætti
því við, að allt mannkyn vænti þess
að árangur næðist.
Noregnr:
J. • ' -' ' • • ....” ' ' ■ /
Rolf Presthus látinn
Ósló. NTB.
ROLF Presthus, formaður Hægriflokksins norska, lést í fyrra-
kvöld aðeins 51 árs að aldri. Var hann maður vinsæll og vel
látinn jafnt af andstæðingum sínum sem samheijum og er talið,
að sæti hans verði vandfyllt fyrir norska hægrimenn.
Presthus var lögfræðingur að
mennt, fæddur 27. júlí árið 1936,
og hóf snemma afskipti af stjóm-
málum. Átti hann sæti í borgar-
stjóm Óslóar áður en hann var
kjörinn á þing en þegar hann féll
frá hafði hann verið þingmaður í
samtals 20 ár. Þegar Káre Willoch
myndaði stjóm borgaraflokkanna
árið 1981 varð Presthus fjármála-
ráðherra og ávann sér miklar
vinsældir í því erfíða embætti.
Gegndi hann því fram til 1986
en þá var hann kjörinn formaður
Hægriflokksins og skipti jafn-
framt um ráðuneyti, var land-
vamaráðherra I stuttan tíma eða
þar til Verkamannaflokkurinn tók
við völdunum í maí það ár. Eftir
ósigur hægri manna í sveitar-
stjómarkosningunum sl. haust
tilkynnti hann, að hann myndi
hætta flokksformennsku. Prest-
hus lést á Ríkissjúkrahúsinu í
Ósló og var banameinið heilablæð-
ing.
Rolf Presthus
Gorbatsjov tók í svipaðan streng
í sínu máli en ljóst er af orðum
beggja leiðtoganna, að enn er mik-
ill ágreiningur með þeim, ekki sist
um geimvamaáætlunina banda-
rísku. Þá veik Reagan einnig að
mannréttindamálum og stríðinu í
Afganistan þótt hann nefndi það
raunar ekki berum orðum.
í ávarpi sínu á gamlársdag bað
Jóhannes Páll páfí fyrir kristnum
mönnum í Rússlandi og öðrum
Austur-Evrópuríkjum en þar verður
þess víða minnst á árinu, að 1.000
ár em liðin frá kristnitöku. Vitnaði
hann í Helsinki-sáttmálann, sem
Sovétstjómin og aðrar ríkisstjórnir
í Austur-Evrópu hafa undirritað,
og lagði áherslu á, að trúfrelsi
væri virt.