Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
21
um var lýst þegar við upphaf þings.
Lýðræðið tekur sinn tíma og Al-
þingi á rétt til eðlilegrar umfjöllunar
um slík mál. En það á ekkert skylt
við lýðræði þegar mál eru tafin taf-
arinnar vegna. Meginmáli skiptir
að það er ekkert hik á þeim sem
ábyrgðina bera að koma þeim mál-
um fram sem nauðsynleg eru.
En taka þarf til hendi á fleiri
sviðum í þjóðarbúskapnum. Minnk-
andi kaupmáttur útflutningstekna
síðustu vikur veldur erfiðleikum
bæði í iðnaði og sjávarútvegi. Flest-
um er þó ljóst að stöðugleikastefna
í gengismálum hefur reynst afar
mikilvæg bæði fyrir afkomu heimila
og starfsskilyrði atvinnufyrirtækja.
Tilgangslítið virðist að breyta verð-
hlutföllum milli íslenskrar krónu og
eriendrar myntar ef líkur eru á að
áhrif slíkrar aðgerðar yrðu þurrkuð
út í einu vetvangi með nýjum kostn-
aðarhækkunum t.a.m. í kjarasamn-
ingum, sem ekki styddust við
efnahagslegar forsendur.
Á nýju ári bíður okkar það verk-
efni- að leysa viðfangsefni tekju-
skiptingar í kjarasamningutn. Það
verk er vandasamara en undanfarin
ár fyrir þá sök að við siglum nú
mótvind.
Markmið okkar í efnahagsstjóm
í byijun nýs árs hljóta að verða
þessi:
í fyrsta lagi að treysta stoðir
undirstöðu atvinnuveganna ekki
síst útflutningsgreir.anna í landinu.
í öðm lagi að verja svo sem kost-
ur er það háa kaupmáttarstig sem
við búum við og stuðla að meiri
jöfnun í launaþróun.
Bæði þessi markmið verða að
lúta þeirri meginkröfu að stuðla að
lækkun verðbólgu, draga úr of-
þenslu en skapa skilyrði eðlilegs
vaxtar.
Til þess að þetta megi takast
þurfum við öll að sýna mikla ábyrgð
og vilja til samstöðu og sátta. Við
þurfum því að gegna kalli skálds-
ins: Þagnið dægurþras og rígur.
Þjóðin býr nú almennt við betri
kjör en nokkru sinni fyrr. Þrátt
fyrir tímabundinn mótbyr, er unnt
að haga seglum á þann veg að við
komumst heil í höfn. En til þess
þarf samstöðu og vilja m.a. til að
gæta hagsmuna þeirra sem lakast
eru_ settir.
Á því ári sem nú er senn á enda
runnið hafa farið fram miklar um-
ræður um varðveislu íslenskrar
tungu, svo og um varðveislu lands-
ins sjálfs og umhverfisins sem við
búum og störfum í.
Tvö hundruð ára afmælis Ras-
musar Kristjáns Rasks, forgöngu-
manns að stofnun Bókmenntafé-
lagsins var fyrir skömmu minnst.
Meðan íslensk tunga er töluð verður
hann jafnan álitinn einn af velgjörð-
armönnum íslenskrar menningar.
Hin nýja fjarskiptatækni kallar
enn á ný til árvekni um tungu og
menningararf; ekki í þeim skilningi
að við eigum að reisa um okkur
einhvers konar menningarmúr.
Þvert á móti þurfum við í þeim efn-
um einnig að eiga samleið með
alþjóðlegum straumum. En gleym-
um því aldrei að tungan, bókmennt-
imar og sagan em forsendur þess
að íslendingar em sjálfstæð þjóð.
Þess var einnig minnst fyrir
skömmu að í 60 ár hefur Ferðafélag
íslands leitt þúsundir íslendinga um
byggðir og óbyggðir og komið þeim
í snertingu við landið og söguna. Á
næstu ámm eiga eftir að sækja
okkur heim æ fleiri erlendir gestir.
Við getum stoltir tekið á móti þeim.
Ýmsar þjóðir hafa í. aðgæsluleysi
spillt umhverfi sínu og náttúm. Við
höfum tíma til að koma í veg fyrir
slík slys. Eitt af biýnustu fram-
tíðarverkefnunum er því að efla þá
árvekni sem okkur ber að sýna
umhverfínu og brýna fyrir þjóðinni
virðingu fyrir landinu, gögnum þess
og gæðum. í þeim tilgangi er nú í
undirbúningi löggjöf um skipan
umhverfismála í stjómsýslunni.
Það er góðs manns orð
sem grær þó fijósi.
Þau orð skulum við hafa í huga
hvort sem við beinum nú huganum
að þeim dægurverkefnum sem fyrir
liggja í byijun nýs árs eða þeim
háleitu framtíðarmarkmiðum, er við
höfum sett okkur til þess að búa
bömunum, sem nú em að vaxa úr
grasi, þjóðfélag mannhelgi, menn-
ingar og velferðar.
Hann leynist víða laukurinn
sífrjói, sem skáldið sá á sinni tíð
koma undan sandinum sem lagt
hafði Kombrekkur á Rangárvöllum
í eyði. Við þurfum aðeins að gefa
okkur tóm til þess að rækta hann,
hlúa að honum og búa honum jarð-
veg til að vaxa.
Við þessi áramót horfa menn víða
um heim með nokkurri bjartsýni til
nýs tíma. Um skeið hefur hvílt
skuggi vaxandi vígbúnaðar og gjör-
eyðingarvopna yfir mannkyninu
öllu. Lýðræðisþjóðimar hafa stað-
fastlega unnið að því að skapa þau
skilyrði að draga mætti úr vígbún-
aði og eyða kjamorkuvopnum með
gagnkvæmum samningum.
Nú er árangurinn af þeirri
stefnufestu að koma í ljós. Forseti
Bandaríkjanna og aðalritari sov-
éska Kommúnistaflokksins hafa
gert með sér samkomulag sem
markar þáttaskil í þessu efni. Hér
er mikið í húfí fyrir hveija þjóð,
ekki síst fyrir okkur íslendinga.
I samræmi við sögu okkar og
hefðir hljótum við að kveða okkur
hljóðs á alþjóðavettvangi og knýja
á um að fram verði haldið á þeirri
braut sem nú hefur verið mörkuð,
ekki síst í ljósi þess að vísirinn að
þessu samkomulagi varð til á
Reykjavíkurfundi leiðtoga stórveld-
anna.
Við höfum sett okkur það mark
að búa hér fijálsir og öðrum óháð-
ir. Óháðir í þeim skilningi að við
viljum ekki og sættum okkur ekki
við að aðrar þjóðir hlutist til um
okkar eigin mál. Á hinn bóginn vilj-
um við kappkosta að eiga gott
samstarf og samvinnu við aðrar
þjóðir og m.a. með því móti gæta
öryggis okkar og leggja málstað
lýðræðis, frelsis og mannréttinda
lið í hverfulum heimi.
En það lýsir andstæðum í al-
þjóðamálum að á sama tíma og
leiðtogar stórveldanna . ná þeim
merka áfanga að útrýma heilu
kjamorkuvopnakerfí skuli blóðugt
stríð vera háð í Afganistan og við
Persaflóa og frumstæðustu mann-
réttindi eins og ferðafrelsi og
tjáningarfrelsi vera fótum troðin
víða um heim.
Á liðnu hausti átti ég ásamt for-
ystumönnum ýmissa helstu ríkja í
Evrópu og víða annars staðar úr
heiminum stund við Berlínarmúrinn
þar sem þeirra var minnst sem lát-
ið höfðu lífíð fyrir þá sök eina að
hafa sótt til frelsisins. Berlínar-
múmum verður ekki með orðum
lýst. Hann er smán alræðisskipu-
lagsins og ögrun við fijálsborið fólk.
Hver sá sem stendur á þeim stað
og skynjar að það er hægt með
valdboði að hlaða slíkan múr milli
frelsis og ófrelsis, hlýtur að -efla
með sér löngun og vilja til þess af
afla þeim málstað liðsinnis sem
leysir þá sem að baki búa úr fjötr-
um.
Við sættum okkur ekki við það
eitt að útrýma vopnum. Við viljum
líka bijóta niður slíka múra. Það
er sem klingjandi málmur og hvell-
andi bjalla þegar þeir sem flytja
friðarboðskap hirða lítt eða ekki um
mannréttindi eða sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða.
Góðir landsmenn.
Sólin hefur nú sest í síðasta sinn
á þessu ári og við bíðum nýs morg-
uns og tökum undir með skáldinu
Matthíasi Johannessen:
Og þá mun ísland fapa framtíð sinni
og fólkið geyma þetta ár í minni.
Það rís aftur sól við nyrstu voga.
Við horfum til nýrrar framtíðar, til
nýrra verkefna, hvert okkar fýrir
sig og öll saman. Auðna okkar er
undir því komin að við sameinum
afl þjóðarinnar við vandasöm verk
í bráð og lengd.
Megi sá sem öllu ræður veita
okkur til þess styrk og gæfu.
Friður og farsæld fylgi ykkur
öllum á árinu, sem er að ganga í
garð.
Gleðilegt nýtt ár.
Bætur almannatrygg-
inga hækka um 5—8%
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið hefur tilkynnt
hækkun á bótum almannatrygg-
inga frá l.janúar og nemur
hækkunin frá 5 til 8%. Allar al-
mennar bætur hækka um 5%, en
tekjutrygging og heimilisuppbót
hækka um 8%.
Eftir hækkun eru bótaupphæðir
sem hér segir:
Elli- og örorkulífeyrir einstakl-
ings verður kr. 8.535, en ellilífeyrir
hjóna verður kr. 15.363. Full tekju-
trygging einstaklings verður kr.
15.247, en full tekjutrygging hjóna
kr. 30.494. Heimilisuppbót verður
kr. 5.183 og sérstök heimilisuppbót
kr. 3.565.
Barnalífeyrir vegna eins barns
nema kr. 5.227, en mæðra og feðra-
laun vegna eins bams hækka í
kr.3.276, vegna tveggja bama í kr.
8.538 og vegna þriggja bama í
kr.15.224.
Þá hækkuðu ekkju og ekklabæt-
ur, fæðingarstyrkur, fæðingardag-
peningar og vasapeningar sem
nemur grunnhækkuninni.
Eftir þessa hækkun eru hæstu
bætur einstaklings sem fær fulla
heimilisuppbót kr. 32.530.
Hvítanesið laust
af strandstað
í FYRRINÓTT tókst að losa
Hvítanesið, skip Eimskipafélags-
ins, af strandstað í Hornafirði.
Skemmdir á skipinu verða athug-
aðar á Hornafirði. Goðinn og
Ljósafoss aðstoðuðu við að losa
skipið og var mikið af saltfisk-
farmi Hvítaness, flutt yfir í
Ljósafoss.
Mimistu kindakjöts-
birgðir um árabil
BIRGÐIR af kindakjöti voru
minni 1, desember síðastliðinn
en þær hafa verið á sama tima
um langt árabil. Samkvæmt
skýrslu Framleiðsluráðs land-
búnaðarins og sláturleyfishafa
voru þær þá 9.792.080 kg, og
skiptast þannig að framleiðsla
ársins 1987 var 9.240.494 kg,
en framleiðsla ársins 1986
551.586 kg.
Hér fer á eftir yfirlit yfír kinda-
kjötsbirgðir nokkur undanfarin ár:
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
12.800.088 kg
12.086.458 kg
11.260.763 kg
9.886.866 kg
9.798.238 kg
11.109.880 kg
9.792.080.
Nýársþankar
- fyrir okkur sem erum að eldast
Þá er gamlárskvöldið afstaðið
með öllum sínum sprengjum og
flugeldum. Senn verða jólin
sprengd út á þrettándanum, en
eftir það verður hvíld á spreng-
ingum fram til loka þessa nýja
árs. Margir telja þessar spreng-
ingar meðal hápunkta jólaháti-
ðarinnar, og vissulega er
fallegt að horfa á skrautlega
flugelda lýsa upp himininn í
skammdeginu. En hinir eru
einnig til sem kvíða sprengju-
daganna, og í þeim hópi eru
frekar þeir sem eldri eru. I
þeirra hugum eru áramótin og
þrettándinn ekki jafn „spenn-
andi“ og hjá þeim yngri.
Þótt ekki séu allir jafn hrifnir
af öllu tilstandinu á þessum
sprengjudögum, kemst enginn hjá
því að minnast áramótanna á einn
eða annán hátt. Oft eru menn
minntir á komandi áramót með
nokkrum fyrirvara þegar flug-
eldasölurnar eru að auglýsa vörur
sínar með sýningum. Öllu verra
var þó hér áður fyrr þegar svo-
nefndir kínveijar voru hvað
vinsælastir. Þá var það oft að
böm og unglingar komust yfir
þessar smá hvellsprengjur, og var
það þeirra mesta skemmtun að
varpa þeim aftan að gangandi
vegfarendum, sem oftast hrukku
í kút þegar kínveijamir spmngu
við fætur þeirra. Gekk þetta svo
langt að sumir eldri borgarar
hættu sér ekki út á götur meðan
æðið gekk yfír.
En það er ekki eingöngu mann-
fólkið sem fínnur fyrir áramótun-
um. Það gera einnig sum hús- og
gæludýr. Ég man til dæmis eftir
íjölskyldu sem átti hund, löngu
áður en hundahald komst í tízku.
Þessi hundur átti að heita veiði-
hundur, en hann óttaðist ekkert
jafn mikið og skothvelli eða
sprengingar. Hálfum mánuði fyrir
áramót var hann farinn að skynja
hvað framundan var, og skreið
þá undir borð eða stóla með laf-
andi tungu og hríðskjálfandi. Eina
ráðið til að stöðva í honum ýlfrið
og skjálftann á sjálfan gamlárs-
dag var að gefa honum væna
skeið af einhverju sterku. Róaðist
hann loks þegar. áfengið tók að
hrífa á hann.
Það em ekki eingöngu spreng-
ingamar sem gera sumum lífið
erfitt um áramótin. Þá líta menn
gjaman yfír farinn veg og spuija
sjálfa sig: Hvemig var þetta liðna
ár? Tókst þér að gera það sem
þú ætlaðir? Tókst þér að koma
áformum þínum í framkvæmd?
Og það er ekki það versta. Sumir
em ósparir á að láta alla heyra
hvað þeir hafí ásett sér að gera
á komandi ári. Þeir hafi til dæm-
is ásett sér að léttast um fímm
kíló, skrifa bók, mála íbúðina, eða
taka til hendi við uppeldi bam-
anna. I árslok verða þeir svo að
viðurkenna að allur þessi ásetn-
ingur varð að engu, kílóunum
Ijölgaði í stað þess að fækka og
þar fram eftir götunum.
Og enn er það eitt við þessi
áramót sem stuggar við okkur
eldri borgumnum. Þau minna
okkur óþyrmilega á að enn emm
við að eldast....
Þrátt fyrir þetta allt vona ég
að áramótin hafi verið ykkur öll-
um góð og vona að nýja árið færi
öllum frið og farsæld.
Jórunn
Gjöf til endurhæfingar
krabbameinssjúklinga
NÝLEGA var stofnaður sjóður
til styrktar endurhæfingu
krabbameinssjúklinga. Stofnfé
var 200 þúsund krónur, 100
þúsund frá Óskari Kjartanssyni
gullsmið og 100 þúsund krónur
frá Sól hf.
Nú hefur borist 25 þúsund
króna gjöf frá konu sem er ellilíf-
eyrisþegi og vill ekki láta nafns
sníns getið.
Krabbameinsfélagið færir kon-
unni bestu þakkir fyrir þetta
myndarlega framlag.