Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 31 Morgunblaðið/Bjami I hópi sölumanna OLÍS á Artúnshöfðanum. Gamlar myndir úr sögu Olíuverslunar íslands hf. teknar 1928. Olíu- verslun ísiands — skrifstofur í Sambandshúsinu. loftskeytastöðinni, sem enn stendur á sínum stað. Öll olía sem kom til landsins á þessum árum var á tunnum, og flutt frá höfninni á bflum suður í olíu- portið á Melunum og svo aftur niður að höfn til flutnings út á land. Fyrst var öll olía á trétunnum en bensín á blikktunnum, en seinna var farið að nota stáltunnur sem tóku 220—240 lítra. Það var stundum erfíð glíma hjá okkur Kela í snjó og klaka að velta þessum tunnum upp á bíla á þar til gerðum „sliskjum", en það komst upp í vana eins og annað. Ef á þurfti að halda, sem oft kom fyrir, voru teknir til vinnu lausa- menn, daglaunamenn, sem aðeins fengu borgað eftir því hve margar klukkustundir þeir unnu og ekkert fram yfír það. Svona var nú þetta á þessum árum. Svo var ákveðið að hætta einka- sölu á olíu og bensíni um áramótin 1927 og 1928.. Um mánaðamótin október og nóvember 1927 tók Olíuverslun ís- lands á leigu olíuportið á Melunum og þangað komu þessa daga Héðinn o.fl. úr stjóm Olíuverslun íslands til að skoða ýmislegt á staðnum. í olíuportinu suður á Melum Svo varð það þama í olíuportinu að Héðinn réð okkur Þorkel til Olíu- verslunar íslands frá 1. nóvember 1927 og fengum við kaup frá þeim tíma hjá Olíuversluninni, sem var fast vikukaup, 65 kr. á viku. Þama réðst í raun framtíð okkar Þorkels, hvað atvinnu snerti, því þama unnum við alla tíð síðan. Valdimar Jónsson, sem verið hafði verkstjóri hjá Landsverslun, var ráðinn áfram hjá Olíuverslun frá 1. jan. 1928. Tvo gamla Fordbfla sem Lands- verslun átti, keypti Olíuverslunin, R-38 og R-172, og bílstjóramir fylgdu með, en þeir vom Bjöm Blöndal Jónsson, seinna löggæslu- maður, og Karl H. Bjamason, sem seinna var lengi húsvörður í Amar- hvoli. Fleiri vom í fyrstu ekki ráðnir til afgreiðslustarfa. Svo nokkmm vikum seinna kom Þórður Guð- brandsson. Þama í olíuportinu suður á Mel- um hófst svo í raun og vem starf- semi Olíuverslunar íslands hf. Það var lítið um þægindi þama suður frá, allt ósköp framstætt, og ekki talið gott nú á tímum. Við fómm venjulega heim í mat um hádegið ef þannig stóð á með bflana, en keyptum okkur annars mjólk og vínarbrauð suður á Grímsstaðaholti í lítilli búð, sem Þorleifur Jónsson átti, og var það látið duga. Lengst af fór ég að heiman á morgnana og heim á kvöldin á gömlu reiðhjóli sem ég keypti hjá V alda rakara á Vitastígn- um á 25 kr. en hann leigði og seldi gömul reiðhjól. Á þessum tíma átti ég heima inni á Lindargötu. Vinnutíminn á þessum ámm var frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 6 á kvöldin alla daga Morgunblaðið/Sigurgeir í Eyjum í sjálfvirkri bílaþvottastöð OLÍS í Vestmannaeyjum, sem nýlega tók til starfa, en OLÍS ætlar að setja upp slíkar stöðvar víðar á Iands- byggðinni. Fyrsta tankskipið „British Tommy". vikunnar, laugardaga líka. Fyrstu vikuna í júní 1928 var byijað að flytja inn á olíustöðina á Klöpp, sem þá var að verða fullbúin. Fyrsta tankskipið til Olíuverslun- arinnar kom 10. júní og hét „British Tommy" og var um 2.000 lestir að stærð, og kom bæði með olíu og bensín. Við Þorkell og Þórður unn- um allir við að undirbúa fyrstu dælinguna frá Ingólfsgarði og inn á Klöpp, sem gekk vel fyrir sig. Farmurinn var bensín, ljósaolía og motorolía, sem stundum var kölluð „Water White“. Hráolía, eða það sem nú heitir gasolía, kom seinna og þá í fyrstu á trétunnum. Skuggi og Skuggahverfið Fysta tankbflinn keyrði Þórður og tók bíllinn 2.000 ltr. og var að mig minnir nr. R-36. Eftir að flutt var inn á Klöpp breyttust öll vinnubrögð mikið og öll aðbúð og aðstaða. Þá var ekki langt hjá mér að fara til og frá vinnu, aðeins spölur upp á Lindargötuna. Alla mína æsku var fjaran þar sem olíustöðin var byggð aðalleik- vangur okkar drengjanna í Skugga- hverfínu, og svo varð þama vinnustaður minn í tuttugu og fímm ár. Skuggahverfíð í Reykjavík fékk nafn sitt af bæ sem byggður var um 1800, og stóð rétt fyrir austan þar sem hús Völundar stóð til skamms tíma, og þessi bær hét Skuggi. Frá Klöpp og inn í Laugames var flutt um vorið 1953, 1. aprfl. Þann morgun fór ég snemma á fætur og lagði af stað gangandi heiman frá mér um kl. 5 og var kominn inn í Laugames rétt fyrir kl. 6. Mér fannst ég þurfa að hafa allt sem ég átti að sjá um tilbúið á venjulegum vinnutíma, þennan fyrsta dag okkar á nýjum vinnu- stað.“ Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar og mikið af olíu hefur verið flutt inn í landið, en ennþá_ leggur Olíuverslun íslands hf., OLÍS, höf- uðkapp á þjónustu og gott starfs- fólk, því það hefur verið aðalsmerki félagsins. Ugglaust á það stóran þátt í því hve viðskiptavinir fyrir- tækisins hafa sýnt því mikið trygglyndi á miklum umbrotatímum í viðskiptalífí þjóðarinnar, eða eins og eigandi OLlS í dag, Óli Kristján Sigurðsson, sagði: „Við aukum ekki viðskipti okkar í krafti peninga, heldur þjónustu, hvemig starfsfólk okkar fýrirtækis kemur fram við kúnnann." Vídeódagur í Bolholti á laugardag Kennsla hefst 11. jan. Endumýjun skírteina laugardaginn 9. januar sem hér segir: Hraunberg kl. 2-4 Suðurver kl. 2-4 Bolholt kl. 4-6 Innritun nýrra nemenda í síma 83730 og 79988 alla daga. Hittumst niðri í skóla. Jólasýning nemenda, frumsýning íslenska jazzballettflokksins og fl. KarlBarbie kemur 15. jan! Suðurver Hraunberg • 83730 • 79988 Bolholt • 36645

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.